Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Qupperneq 13
13
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002
Kári Freyr Björnsson ballettdansari dansar Mats Ek, Tsjaikovskí og Bi^lanchine í Ósló:
Dýrmætast
að safna
reynslu
DV-MYND BRINK
Kári Freyr Björnsson
Það þurfti að vara tíf-
veröi prinsessunnar
viö honum...
íslenski ballettdansarinn Kári Freyr Björns-
son dansadi hlutverk „prinsins“ í nútímaupp-
fœrslu á Þyrnirós eftir Mats Ek hjá Norska
þjóöarballettinum sl. haust, eins og sagt var
flrá hér á menningarsídu. Þar er Þyrnirós
sprautufikill og kom Kári eins og bjargvœttur
utan úr sal, œpandi á dílerinn, og lífgaöi hana
úr eiturdái. Hann sagði aó þetta heföi veriö
nokkuö snúiö á frumsýningu því skammt var
þá um liðiö frá 11. september og norska
prinsessan var í salnum þannig aö nauðsynlegt
heföi veriö aö láta lífverði hennar vita af því aö
þetta vœri hluti af sýningunni en ekki geöveik-
ur maöur meöal áhorfenda sem skyndilega fœri
aö skipta sér af því sem geröist á sviöinu!
Sýningin fékk betri dóma en dæmi eru til
um ballettsýningu í Noregi og Kára var lof-
samlega getið. Við náðum í hann í örstuttu
jólafríi - eða öllu heldur eftir-áramótafríi - frá
Hnotubrjótnum eftir Tsjaikovskí sem sýndur
er um hver jól í Ósló og er geysilega vinsæl
fjölskylduskemmtun. Þar dansaði hann
ekki aðeins með fjölda norskra og alþjóð-
legra dansara heldur var í flokki yngstu
dansaranna frænka hans lítil sem býr í
Noregi. Þannig að tveir íslendingar dönsuðu í
þessari hefðbundnu ballettsýningu hjá Norska
þjóðarballettinum um jólin. Sýningin fékk ein-
róma lof og hjartanlegar viðtökur almennings.
„Sýningar urðu fjórtán og því nær allar fyrir
fullu húsi,“ segir Kári. „Norðmenn eru nokk-
uð duglegir að sækja ballettsýningar."
Giselle í gettói
Næstur á dagskrá hjá Kára er ballettinn
Giselle sem frumsýndur verður um næstu
mánaðamót, en eins og Þyrni-
rós í haust er þetta afar nú-
tímaleg útgáfa. „Sagan er lát-
in gerast árið 1943 í gyðinga-
hverfinu í Varsjá í Pól-
landi,“ segir Kári. „Stjórn-
andinn er breskur, Michael
' Pink, mjög fyndinn náungi
og gott að vinna með hon-
um. Þessi útfærsla er eftir
hann sjálfan og hefur
verið sett upp bæði í
Bretlandi og áður í
Noregi. Sagan er
upprunalega um
aðalsmann sem
verður ástfang-
inn af fátækri
stúlku. Hann er
trúlofaður
annarn og
þegar Giselle
sér þau saman deyr
hún úr sorg. í þessari
nýju útfærslu er hann
þýskur liðsforingi sem
kemur dulbúinn inn í
gettóið í Varsjá eða í
venjulegum borgaralegum
fötum. Þau hittast og verða
ástfangin en sú ást er ekki
síður vonlaus en milli aðals-
mannsins og fátæku stúlkunn-
ar.“
Pink hefur sett þennan ballett
áður upp i Ósló og notar sömu að-
aldansara en það er mikils virði
að fá að vinna með svona virtum
stjórnanda.
Næst á eftir Giselle verður sett
upp sýning á þremur dönsum eftir
þrjá merka danshöfunda, klassísk-
an, ný-klassískan og módem: Geor-
ge Balanchine, Jirí Kylián og Paul
Lightfoot eða Pál Léttfeta - sem er
einstaklega viðeigandi nafn á dans-
ara og danshöfundi! Þessi sýning
verður sett upp i mars og Kári veit nú
þegar að hann verður með gott hlutverk
í verkinu eftir Balanchine. Hinir tveir
danshöfundamir eiga eftir að velja dans-
ara og hlakkar Kári mjög til að vinna með
þeim eða sjá þá vinna.
Kára líkar vel í Noregi, gott fólk í
flokknum og allar aðstæður góðar.
Klassíska spurningin hlýtur þó
að vera hvort hann langi ekki
til að koma heim og dansa...
„Kannski ein-
hvern tima,“.
segir hann og
brosir elsku-
lega. „En mig
langar til að vera leng-
ur erlendis. Það vantar dansara
í Kaupmannahöfn núna en ég læt Noreg ganga
fyrir í bili því maður fær betri hlutverk því
lengur sem maður dvelur á hverjum stað. Dýr-
mætast af öllu fyrir unga dansara er að safna
reynslu.“
Myndlist
Til varnar
Undarlegt er hvernig glerið - heitt og kalt, blás-
ið og steypt - hefur liðið fyrir aðdráttarafl sitt og
fortíð. Öldum saman hafa menn verið svo önnum
kafnir við að gera úr því einskært augnakonfekt og
húsaprýði að þeir hafa horft fram hjá, eða ekki tek-
ið alvarlega, aðra kosti þess, kosti sem vísast ættu
að ge.ta nýst til sjálfstæðrar listsköpunar. Er nokk-
urt annað náttúruefni jafn þjált og hart, jafn gegn-
heilt og gegnsætt, jafn galopið fyrir öllum litbrigð-
um jarðarinnar? Berum saman afdrif glers og
brons; það síðarnefnda notuðu handverksmenn
fyrrum til að smíða og steypa úr allrahanda skraut-
muni sem seinna meir varð ekki til að slá á rykti
þess meðal alvarlegra listamanna. Bronsskúlptúrar
eru taldir mikilvægt framlag til þrívíddarlistarinn-
ar á tuttugustu öld, en glerskúlptúrar fá hvergi inni
á listasöfnum. Það er eins og okkur sé fyrirmunað
að trúa þvi að svo augljóslega aðlaðandi og skreyti-
kennt efni geti þjónað öðru en eigin þokka. Og með-
an hugtök á borð við „fegurð" og „þokki“ eru ekki
ÐV-MYNDIR BRINK
Jan Exnar: Samruni rýma
Eru verkin á skjön viö þá póstmódernísku tíð
sem viö erum hluti af?
gleri
Á jafnréttisgrundvelli
Það er athyglisvert að í þau fáu
skipti sem þrívíddarlistamenn, hér
á landi sem annars staðar, nota gler
í verkum sínum gera þeir sér far
um að „afbyggja" það með því að
breyta því í gegnheilt, ógegnsætt,
jafnvel beinlínis óaðlaðandi efni, sjá
til dæmis verk Brynhildar Þorgeirs-
dóttur, Jónínu Guðnadóttur og
Steinunnar Þórarinsdóttur.
Víðast á Vesturlöndum hafa lista-
menn lítið pælt í örlögum glersins í
víðu listrænu samhengi, nema þar
sem glerlist af ýmsu tagi stendur
fóstum fótum, til að mynda í fyrrum
Tékkóslóvakíu. Og það er mjög lær-
dómsríkt að fá hingað sýningu úr
þeirri átt, þar sem listamenn leggja
til atlögu við áðurnefnd viðhorf til
glersins, upptendraðir af þeirri
sannfæringu að glerið megi nota til
listsköpunar á jafnréttisgrundvelli
með öðrum sjónlistum. Sýningin
nefnist Rúbíkon og er upprunalega
hugarfóstur tékknesks eldhuga og hönnuðar, Ivo
Kren, sem er í forsvari fyrir glerlistardeild Lista-
safns Austur-Bæheims. Á sýningunni eru sex íðil-
snjallir listamenn á sínu sviði, Jaromír Rybák,
hjónin Stanislav Libenský og Jaroslava Brychtová,
Jan Exnar, Bohumil Eliás og Jaroslav Matous.
Töfrabrögð
sjálflr eru aldir upp við. Hér á
ég við að gegnumskínandi
glæsileiki og áreynslulaust
skreyti ýmissa hlutanna á sýn-
ingunni, til að mynda ýmsir
hlutir eftir Elias og Matous,
eru fyrst og fremst afkvæmi
ákveðinnar skreytihefðar í
miðevrópskum módernisma.
Og ýkjustill sá sem Rybák
ástundar í blönduðum verkum
sinum er lika súrrealískt fyrir-
brigði fremur en „glerlistar-
legt“, ef svo má segja.
Menn geta auðvitað gert at-
hugasemdir við módernískar
forsendur þeirra verka sem
þau Libenský-Brychtóva sýna
hér, sömuleiðis einfóld ein-
ingaverk Jans Exnars; við get-
um haldið því fram að þær séu
á skjön við þá póstmódernísku
tíð sem við erum hluti af. En
þau verða ekki afskrifuð á
grundvelli efhisins eins. Til
þess eru þau of stórbrotin,
innihaldsrík og glæsileg.
Út af fyrir sig þarf þetta tékkneska gler kannski
ekki á þessari málsvörn að halda. Vilji menn ein-
faldlega sjá fagmennsku sem jaðrar við töfrabrögð
ættu þeir að skunda upp á Kjarvalsstaði, þvi sýn-
ingunni lýkur þann 13. janúar.
Aðalsteinn Ingólfsson
Bohumil Eliás: Þunguð kona
löilsnjallir glerlistamenn sýna á Kjar-
vatsstööum.
til umræðu meðal framsækinna
listamanna er kannski ekki von til
þess að nokkur breyting verði á
þessari listrænu aðskilnaðarstefnu.
tjáningu nútímalegra, jafnvel
„framúrstefnulegra" viðhorfa,
heldur miklu frekar þau sjón-
armið sem listamennirnir
Það sem þessi sýning staðfestir kannski framar Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga kl. 10-17 og sýningin
öðru er að glerið sjálft stendur ekki i vegi fyrir stendur til 13. jan.
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Með sykri og rjóma
Það verður sannkölluð stórafmælis-
veisla í Borgarleikhúsinu annað kvöld,
11. janúar, í tilefni af 105 ára afmæli
Leikfélags Reykjavíkur. Ekki einungis
verður frumsýning hjá leikflokki Nýja
sviðsins á Fyrst er að fæðast eftir Line
Knutzon heldur ætla söng- og leikkon-
umar Jóhanna Vigdís Arnardóttir og
Selma Björnsdóttir að bregða á leik
með heilli hátíðardagskrá á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
Auk þeirra munu félagar úr íslenska
dansflokknum stíga nokkur vel valin
spor og undirleik annast fjögurra
manna hljómsveit skipuð Óskari Ein-
arssyni á píanó, Sigurði Flosasyni á
saxófón o.fl., Jóhanni Ásmundssyni á
bassa og Halldóri Gunnlaugssyni á
trommur.
Þarna verða flutt lög úr söngleikjum,
gömul og ný, einsöngslög og dúettar.
Með sykri og rjóma hefst kl. 21.
Myrkir músíkdagar
Við minnum á tón-
listarhátíðina Myrka
músíkdaga sem hefst
á sunnudagskvöldið
kl. 20 með tónleikum
Kammersveitar
Reykjavíkur í Lista-
safni íslands. Þetta
eru eiginlega afmælis-
tónleikar Hafliða Hall-
grímssonar tónskálds sem varð sextug-
ur á nýliðnu ári og verða flutt þrjú
verk eftir hann, „Ombra“, konsert fyr-
ir víólu og strengjasveit, „Ríma“ fyrir
sópran og strengjasveit og „Herma“
fyrir selló og strengjasveit. Bernharður
Wilkinson stjórnar.
Einleikarar og einsöngvari gjör-
þekkja verkin. Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóluleikari flutti Ombru eftir-
minnilega við opnun Menningarborg-
arársins í Borgarleikhúsinu, Ríma var
samin fyrir Ragnhild Heiland-Sörensen
fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer og
flytur hún það einnig nú, og Thorleif
Thedéen hefur áður flutt Hermu víða
um lönd.
Fjöldi annarra tónleika verður á há-
tíðinni og verða þeir kynntir nánar á
morgun.
Á gleðistundu
Kammersveit
Reykjavíkur gaf fyrir
skömmu út á hljóm-
diskinum Á gleði-
stundu fjögur verk eft-
ir Atla Heimi Sveins-
son, „Erjur“ þar sem Erling Blöndal
Bengtsson leikur einleik á selló,
„Concerto Serpentinada" þar sem
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur
einleik á píanó, „Á gleðistundu" og
„Icerapp". Stjórnendur eru Guðmund-
ur Óli Gunnarsson og Bernharður
Wilkinson.
Erjur voru samdar fyrir Erling Blön-
dal Bengtsson sem lék verkið með
Kammersveitinni á tónleikum 1999. í
umsögn um tónleikana sagði gagnrýn-
andi DV m.a.: „Fyrsti þátturinn er
agressífur og býr yfir einhverjum ógn-
arkrafti, ljóðrænn annar þátturinn var
einkar tilfinningaríkur og áhrifamikill
og sá þriðji kraftmikill og töff í anda
Stravinskýs þó einhver íslenskur nátt-
úruaflablær svífi yfir vötnum. Verkið
reynir mikið á flytjendur og þá sérstak-
lega einleikarann, maður gat varla beð-
ið eftir að sjá hvaða þrautir yrðu lagð-
ar fyrir hann næst. En líkt og Herakles
leysti hann þær allar með glans og
Kammersveitin einnig undir dyggri
stjórn Guðmundar Óla.“
Concerto Serpentinada er fyrsti pí-
anókonsert Atla Heimis og um hann
sagði gagnrýnandi DV árið 2000: „Hann
er ólíkur allri annarri tónlist, hljóð-
færasamsetningin frumleg og stemn-
ingin svo magnþrungin og innblásin að
maður féll í stafi á tónleikunum. Pí-
anóparturinn er greinilega erfiður og
var einleikur Önnu Guðnýjar Guð-
mundsdóttur hinn snilldarlegasti, hver
nóta skýr og hin erfiðustu hlaup leikin
af öryggi."