Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Fréttir DV Thermo Plus-málið vindur upp á sig: Nítján undir smásjá - bæði einstaklingar, virt fyrirtæki sem og opinberir aðilar Rannsókn á málefnum kælitækja- framleiðandans Thermo Plus í Reykjanesbæ er nú komin á skrið hjá Fjármálaeftirlitinu eftir að þrír af stofnendum fyrirtækisins lögðu fram kæru vegna umsýslu ákveðins fjármálafyrirtækis með hlutabréf. Samkvæmt staðfestum heimildum DV er þar um að ræða Sparisjóð Keflavíkur og snýst málið m.a. um hvað orðið hafi um hlutabréf Fimm ehf. i Thermo Plus sem voru í vörslu sjóðsins. Þetta mál er þó að- eins toppurinn á ísjakanum. Búast menn jafnvel við skriðu kærumála frá fjölda hluthafa gegn stjórn fyrir- tæksins vegna meintra fjársvika. Kærendumir þrír reyna nú að kom- ast í samband viö hluthafa til að auðvelda Fjármálaeftirlitinu vinnslu málsins. Hafa þeir bent fólki á að hafa samband í gegnum tölvupóstfang thermo@torg.is eða senda símbréf á faxnúmer 49-0609 sem er jafnframt talhólfsnúmer. Samkvæmt upplýsingum DV hefúr Fjármálaeftirlitið nú undir höndum gögn er bendla 19 aðila sem tengjast Thermo Plus við hugsanleg misferli. Snýst það m.a. um meint veðsvik, fóls- un gagna, fjársvik og brot á fjölda laga- greina. Þar er um að ræða meint brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um verðbréfasjóði, lögum um hlutafé- lög, þinglýsingarlögum, lögum um lög- menn ásamt siðareglum lögmanna, lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði, lögum um ársreikninga, lögum um virðisaukaskatt, lögum um endur- skoðendur, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum um gjaldþrotaskipti, og almennum hegningarlögum. Óskað eftir aðstoð Auk stjómarmanna fýrirtækisins, framkvæmdastjóra og lögfræðings Thermo Plus, snúa fyrirliggjandi gögn að Lögfræðistofu Suðumesja, Spari- sjóði Keflavíkur, Pricewaterhou- Frétt DV 17. mars í fyrra Ein frétt afmörgum sem sagöi af gjaldþroti Thermo Plus. seCooopers (áður endurskoðunarskrif- stofunni BDO sem rann inn í PwC), Eignarhaldsfélagi Suðumesja, Sýslu- manninum í Keflavík og Lífeyrissjóði Suðumesja. Er óskað eftir aðstoð um að afla gagna sem kærendum hefur verið meinaður aðgangur að. Þá er óskað eft- ir að rannsókn málsins nái til þriggja landa. Þar er um að ræða Kanada og Bretland en þar rak fyrirtækið m.a. dótturfélag sem varð gjaldþrota í fyrra. Einnig er um að ræða Kýpur þar sem stofnað var eignarhaldsfélag m.a. stjómarmanna, í þeim tilgangi að komast yfir tækni- eða framleiðsluleyfi Thermo Plus. Teygir anga sína víða Ótrúleg þögn hefúr verið um málið síðan i fyrravor og vakti það m.a. at- hygli manna sem tengdust málinu í Bretlandi. Ljóst er að angar fjár- málaumsvifa Thermo Plus teygja sig víða um islenskan fjármálaheim og eins og áður sagði til að minnsta kosti þriggja landa. Virðist vera sem reynt hafi verið með skipulögðum hætti að koma í veg fyrir rannsókn þar til mál- ið fymtist að hluta á næstu mánuðum. DV hefur heimildir fyrir þvi að mönn- um hafi beinlínis verið hótað ef þeir hefðu sig ekki hæga. Um gríðarlega hagsmuni er að tefla þar sem gjaldþrot- ið í heild var mjög stórt, líklega á bil- inu 800-1000 miiljónir króna. -HKr. Háskóli íslands: Hagfræði með lög sem aukagrein - nýmæli í boði Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands býður í fyrsta sinn í haust upp á nám til BA- gráðu í hagfræði sem aukagrein. Að sögn Ágústs Ein- arssonar, prófess- ors og deildarfor- seta viðskipta- og hagfræðideildar, ætti þetta nám að henta mjög vel þeim sem hafa áhuga á hagfræði - og vilja tengja það námi í lögfræði. „Hagfræðin verður kennd hjá okkur til 60 eininga og lögfræðin til 30 ein- inga í lagadeild. Árleg kynning á há- skólanámi fyrir framhaldsskólanema verður einmitt í Háskóla íslands nú á sunnudag, en mikil aðsókn hefúr verið að námi í viðskiptafræði og hagfræði við deildina undanfarin ár,“ sagði Ágúst í samtali við DV. Ljóst er að laganám er að taka miklum stakka- skiptum hérlendis en nú er boðið upp á lagakennslu að Bifröst og í Háskólan- um í Reykjavík, auk Háskóla íslands. Þessir skólar - ásamt öðrum skólum á háskólastigi - kynna námsframboð sitt á sunnudaginn. -sbs Ágúst Einarsson. Þrjátíu kíló Gylfi Jónsson lögreglufulltrúi sýndi blaðamönnum hasssendinguna stóru í gær. Kílóin er þrjátíu. Stríð milli nýs formanns Ferðamálaráðs og hvalfriðunarsinna: Skjótum og njótum - segir Einar K. - hvalaskoöunarmenn segja ný „móðuharðindi“ fram undan Óróleiki er inn- an ferðaþjónust- unnar vegna þess að nýr formaður Ferðamálaráðs, Einar K. Guðfinns- son, hyggst berjast fyrir hvalveiðum á ný af fullum þunga. Einar var einn flutnings- manna frumvarps um hvalveiðar í fyrra og hefur lengi talað fyrir þeim sjónarmið- um. Hann er enn sama álits þrátt fyrir að vera orð- inn formaður Ferðamálaráðs en þeir sem byggja af- komu sína á hvala- skoðun telja til- vistargrundvöll sinn í hættu. „Að sjálfsögðu veldur þetta óróa innan greinarinnar," segir Hörður Sig- urbjamarson, framkvæmdastjóri um- svifamestu hvalaskoðunar á íslandi, Norðursiglingar á Húsavík. Hann telur það algjört glapræði fyrir atvinnuveg- inn ef Einar hyggst halda fast við fýrri stefnu. „Það væri lítil skynsemi fýrir æðsta prest ferðaþjónustunnar að beita sér fýrir hvalveiðum við núver- andi aðstæður. Það er engin spuming að það yrði ávísun á meiriháttar móðuharðindi fýrir ferðaþjónustuna ef hvalveiðar hæfúst aftur,“ segir Hörð- ur. Aukinheldur segir hann það orka tvímælis að menn séu kjömir pólitískt til slíkrar ábyrgðar. Hins vegar trúi hann ekki að Einar muni halda fast við fýrri afstöðu. DV náði tali af Einari þar sem hann var staddur í Lundúnum í gær og verða orð hans síst til að sefja þann óróa sem uppi er í greininni. „Fyrri skoðanir mínar varðandi hvalveiðar em núverandi skoðanir minar. Ég mun ekki hvika frá því að ég tel að ís- lendingar eigi að hefja hvalveiðar sem allra fýrst. Reynslan frá Noregi sýnir ótvírætt að hvalveiðar fara ágætlega saman með ferðaþjónustunni. Allar hrakspár sem menn höfðu uppi áður en hvalveiðar hófúst að nýju i Noregi hafa reynst marklausar. Ég óttast það síst af öllu aö hvalveiðar skaði ferða- þjónustuna. Þvert á móti held ég að með hvalveiðum undirstrikum við að íslendingar séu þjóð sem nýti auðlind- imar af skynsemi," sagði Einar. Hann viðraði ennfremur að ef til vill myndi hann beita sér fyrir nýju slag- orði í feröaþjónustunni af þessu tilefiii. Hvalskurður Stórhveli skoriö á suðurhveli jarðar. Nýr formaður Ferðamálaráðs vill hvalveiðar og -skoðun. Slagorðið gæti orðið: „Skjótum og njót- um“. Um 60.000 manns skoðuðu hvali með íslenskum fýrirtækjum f fýrra og veltir greinin orðið milljörðum króna árlega. Áfram er gert ráð fýrir aukn- ingu að sögn Harðar enda segir hann um vannýtta auðlind að ræða. Hann er algjörlega ósammála Einari um að skoðun og veiðar á hvölum geti farið saman og er líklegt að hvalaskoðunar- menn muni fara fram á fund með Ein- ari vegna málsins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra skipaði Einar sem tók við af Tómasi Inga Olrich, núverandi menntamálaráðherra. -BÞ Höröur Sigurbjarnarson. Einar K. Guðfinnsson. Lögreglan leggur hald á 30 kíló af hassi: Aldrei stærri sending Karlmaður, 37 ára, hefur verið úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarð- hald til 5. apríl vegna rannsóknar fíkniefnamáls. Það var fýrr í vikunni sem lögreglan í Reykjavík ásamt Toll- gæslu fann 30 kíló af hassi og tók í sína vörslu. Það er talið hafa komið til landsins með sendingu í gámi frá Skandinavíu. Lögreglan segir rann- sókn málsins á frumstigi, en handlagn- ing efnanna sé afrakstur rannsóknar- vinnu sem staðið hafi yfir um nokkum tíma. Þetta er stærsta sending fikni- efna sem lagt hefúr verið hald á hér á landi til þessa. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, tjáði DV í gær að maður- inn, sem nú er í varðhald vegna þessa máls, hafi ekki komið við sögu lög- reglu áður. Hörður sagði rannsókn málsins vera rétt að byija og ekki væri neitt hægt að segja til um til hvers hún leiði. Samkvæmt nýlegum tölum frá SÁÁ er gangverð á hassgramminu nú ríf- lega tvö þúsund krónur. Má því áætla að verðmæti hasssendingarinnar sem nú hefur verið hald lagt á sé á bilinu 60 til 70 milljónir króna. -sbs Blaöiö í dag Mugabe vann, Simbabwe tapaði Erlent fréttaljós \J Mf Eitt sinn skal hver deyja & Leiöindi flensunnar — Reynsluakst- ur BMW X5 pÆB* DV-Bilar Góðir einir og með öðru Svepplr Viltugiftast mér? bónorölö Böm á matseðlinum Ágústa Skúladóttir ” ir ' Fangar sofa eins og englar EIR-síöan Ákveður kolmunnakvóta Sjávarútvegsráð- herra gaf í gær út reglugerð um kolmunnakvótann á árinu. Hann verð- ur 282 þús. lestir. Er hverju skipi reiknuð aflahlut- deild miðað við bestu aflareynslu á þremur bestu aflaárum síðustu 3ja ára. Ráðuneyt- ið mun endurskoða ákvörðun sína með tilliti til ákvarðana annarra ríkja um kvótasetningu. Verðlækkun í vændum Vemdartollar á tómötum, gúrk- um og paprikum sem hefur verið lagður á 16. mars til 1. nóvember hefur verið felidur niður. Búast má því við verðlækkun á þessum teg- undum nú þegar innlend fram- leiðsla fer að streyma á markað. RÚV greindi frá. Nýtt nafn Nýtt sameinað sveitarfélag í aust- anverðri Rangárvallasýslu mun heita Rangárþing eystra. Sendir voru út 1114 atkvæðaseðlar - og til baka var skilað 605. Alls 452 völdu Rangárþing eystra. Sveitarfélagið verður til með sameiningu slíkra í eitt, eins og samþykkt var nýlega. Kærir líka Bandalag háskólamanna hefur óskað eftir því að vera aðili að kæru Samtaka verslunarinnar vegna aug- lýsingar Sýnar sem auglýsingastof- an Gott fólk - Mcann Erickson gerði fyrir hana. Hún felur i sér „hvatn- ingu til þess að misnota veikinda- rétt,“ eins og BHM segir. Fangi kærir Fangi á Litla-Hrauni hefur kært stjórnendur fangelsisins fyrir van- rækslu í starfi að því er fram kom í RÚV. Fanginn kveðst hafa orðið fyr- ir árás af hendi samfanga síns og fengið höfuðáverka. Hann segir árásarmanninn haldinn geðsjúdómi en fangelsisyfirvöld geri ekki við- eigandi ráðstafanir. Samningur um raddtækni Raddtæknifyrirtækið Voice Era í Bolungarvík hefur skrifað undir samning við belgíska fyrirtækið Babeltech um þróun raddtæknibún- aðar. Babeltech þykir í fremstu röö á sínu sviði og hefur samstarfið í for með sér að Voice Era kemst inn á markaði erlendis og fyrirhugað er að fyrirtækið opni útibú á Norður- löndum. Gögn til ríkissaksóknara Efnahagsbrota- deild ríkislögreglu- stjóra hefur afhent ríkissaksóknara gögn í málum for- stöðumanna Þjóð- menningarhúss og Þjóðskjalasafns. Rikissaksóknari, sem óskaði eftir gögnunum, tekur ákvörðun í framhaldinu um hvort frekar verði aðhafst í málinu. Sæöisbanka í Borgarfjörð Stúdent viö Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur sótt um styrk til að kanna möguleika á því að fyrsti sæðisbankinn verði opnaöur hér- lendis. í fréttum RÚV kom fram að þekking og kunnátta starfsmanna í nautastööinni á Hvanneyri gæti komið að góðum notum yrði opnun bankans að veruleika. -aþ/sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.