Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Fréttir H>‘V Iðnþing Samtaka iðnaðarins ályktar um ESB: Telja rétt að ísland sæki um aðild - innri markaður Evrópu okkur mikilvægastur, segir utanríkisráðherra Samtök iðnaðarins hafa mótað sér þá stefnu að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings í gær. Rökin eru fyrst og fremst sögð efnahagsleg og lúta að starfsskilyrð- um fyrirtækja á íslandi og lífskjör- um almennings. Önnur mikilvæg rök varði fullveldi landsins og þátt- töku við mótun og töku ákvarðana sem snerta hagsmuni og framtið þjóðarinnar á ílestum sviðum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra flutti ræðu á Iðnþingi um samkeppnisstöðu íslands í samfé- lagi þjóðanna. Sagði hann m.a. að í því róti sem varð eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 sé rikari ástæða en oftast áður að huga að samkeppnisstöðu íslands. Hann ræddi nokkuð mikilvægi EES- samningsins fyrir íslendinga, en með honum, EFTA-samningnum og fríverslunarsamningum sé aðgang- ur að 37 ríkjum með samtals 700 milljónum íbúa. Þá sagði Halldór að þó að ísland sé ekki aðili að evr- unni, þá verði ekki hjá því komist að við metum stöðu okkar gagnvart henni. í lokaorðum sínum sagði hann síðan um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu: „Ekki verður horft fram hjá því að efnahagslegar aðstæður hafa sterk áhrif á efnahagslegar forsend- ur hér á landi. Þvl verðum við að fylgjast grannt með þróun mála og meta sífellt stöðu okkar í sam- keppni þjóðanna. Þar skiptir Evr- ópa og innri markaðurinn mestu máli, þar ræðst framtíð iðnaðarins, þar ræðst framtíð íslands." Samkvæmt niðurstöðum við- horfsrannsóknar, sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins dagana 14. til 26. febrúar, kemur fram að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur að hefja eigi viðræður um að- ild að ESB. Kemur það heim og sam- an við afstöðu félagsmanna Sam- Frá lönþingi í gær lönþing telur ekki eftir neinu aö bíöa meö aö taka upp viöræöur viö ESB um aöild. taka iðnaðarins í könnun sem Gallup gerði sl. haust. Spurt var: Ertu hlynntur eða andvígur aðild ís- lands að Evrópusambandinu? Alls sögðust 52% hlynnt aðild, 23% hvorki né og 25% andvíg. Hefur þeim sem eru hlynntir aðild fjölgað um 9 prósentustig á einu ári. í ályktun Iðnþings segir að stöðug- leiki í efnahagsmálum og starfsum- hverfi sé nauðsynlegur þróttmiklu atvinnulífi og skilyrði þess að erlend- ir fjárfestar vilji festa fé sitt á íslandi. „Það verður sífellt ljósara að íslenska krónan er íslensku efnahagslífi of dýrkeypt vegna hárra vaxta, óörygg- is sem henni fylgir og neikvæðum áhrifum á erlendar fjárfestingar. Það er áhyggjuefni að við munum ekki njóta þess gengisstöðugleika og lægri vaxta sem keppinautar okkar innan ESB búa nú þegar við.“ í ljósi niðurstaðna kannana sem Samtök iðnaðarins hafa beitt sér fyrir telur Iðnþing ekki eftir neinu að bíða með að taka upp viðræður við ESB um aðild og upptöku á gjaldmiðlinum evru. -HKr. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.31 19.20 Sólarupprás á morgun 07.40 07.52 Síödegisflóö 20.04 00.06 Árdeglsflóð á morgun 08.17 12.50 Kólnandi veöur Snjókoma eða éljagangur norðvestantil en annars fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt, skýjaö og sums staðar dálítil slydda eða rigning. Léttskýjaö sunnanlands Él norðantil, slyddu- eða snjóél á Austurlandi en léttskýjað suðvestanlands. Hiti 1 til 4 stig sunnantil en 0 til 6 stiga frost norðantil. Thor Thors, fyrrum bankastjóri í New York: íslendingar eiga að kaupa íslending - ekki nóg að hengja fálkaorðu á Gunnar Marel DVJvlYND REYNIR TRAUSTASON Save the shíp Thor Thors vill aö íslensk stjórnvöld þakki Gunnari Marel Eggertssyni fyrir gríöar- lega kynningu í Ameríku meö því aö kaupa af honum víkingaskipiö íslending. DV, NEW YQRK:______________________ „í mínum huga er enginn vafi á því að íslendingar eiga að kaupa víkingaskipið og koma því fyrir á safni,“ segir Thor Thors, fyrrum bankastjóri í New York og varafor- maður íslensk-ameriska verslunar- félagsins, um víkingaskipiö Islend- ing sem hefur legið í geymslu í Connecticut. Thor var einn þeirra sem báru hitann og þungann af komu íslend- ings til Bandaríkjanna sumarið 2000. Hann hefur um árabil unnið að þvi að kynna ísland og allt sem íslenskt er í sjálfboðavinnu. Thor segir að ferð skipsins frá íslandi tU Grænlands og suður með strönd Norður-Ameríku tU New York, þar sem komið var við í mörgum höfn- um, hafi skUað íslandi gríðarlegri kynningu. MiUjónir manna hafi fylgst með og á hverjum stað sem skipið hafði viðkomu hafi verið bið- röð eftir að komast um borð. „Sagt var frá ferðum skipsins í öUum stærstu fjölmiðlum í Banda- ríkjunum og fólk vUdi fá að vita aUt um ferðina. Þessi ferð gerði mikið fyrir ísland í Ameríku," segir Thor. Hann segir að íslensk stjómvöld ættu að sýna þakklæti sitt í verki. „Ferð skipsins vakti svo mikla at- hygli að það verður ekki metið tU fjár. Dugnaður Gunnars Marels skipstjóra er einstakur og mér finnst að íslensk stjórnvöld ættu að koma tU móts við hann og kaupa skipið. Það er ekki nóg að hengja á hann fálkaorðuna. Hann á meira skUið og ekki má gleyma ávinn- ingnum af því að kaupa skipið og auka áhuga almennings á íslandi á sögu vikinganna," segir Thor. Hann segist hafa minnst á þetta við ráðamenn á íslandi en talað fyr- ir daufum eyrum. Thor segir að ís- lensk börn séu ekki frábrugðin þeim amerísku sem hafi haft mik- inn áhuga á skipinu. „Það ætti að koma skipinu fyrir á safni. Þá gætu íslensk börn fengið að skoða skipið og fengið að fræðast um sögu vík- inganna sem þau vita ekki nógu mikið um. Ef annað dugar ekki mætti hugsa sér að efna tU söfnun- ar sem bæri yfirskriftina „Save the ship“,“ segir Thor. -rt Launamál Fréttablaðsins á borð Blaðamannafélagsins: Eru nú í innheimtu- ferli hjá lögmanni FRÉTTABLAÐIÐ Kurr hefur verið meðal starfs- manna Fréttablaðsins undanfamar vikur vegna vangoldinna launa og var haldinn fundur í síðustu viku vegna stöðu mála. Lúðvík Geirsson, framkvæmdastjóri Blaðamannafé- lags íslands, staðfesti að nokkrir blaðamanna á Fréttablaðinu hafi leitað tU félagsins vegna vangold- inna launa. „Það hafa komið nokkur mál hér inn á borð og þau eru nú í inn- heimtuferli hjá okkar lögmanni." Sagði Lúðvík að þar væri bæði um að ræða mál blaðamanna sem enn væru að störfum á blaöinu og eins manna sem þegar hafi látið þar af störfum vegna vangoldinna launa. Að öðru leyti sagðist Lúðvík ekki geta tjáð sig um málefhi blaösins eða starfsmanna þar. Félagið myndi Gunnar Smári Lúðvík Egllsson. Geirsson. ekki hafa frumkvæði að því að skerast í leikinn. Það væri í hönd- um starfsmanna að fara fram á slíkt. DV hefur heimUdir fyrir því að í síðustu viku hafi verið haldinn fundur meðal blaðamanna vegna stöðunnar þar sem stjóm blaðsins hafi verið settir úrslitakostir. Brynjólfur Þór Guð- mundsson, trúnað- armaður starfs- manna, vUdi hvorki játa þvi né neita við blaðamann DV. „Þetta er þannig mál að ég tel ekki rétt af mér að tjá mig um það i fjöl- miðlum, aUavega ekki að svo stöddu," sagði Bi-ynjólfur. Fréttablaðið er gefið út af Frétta- blaðinu ehf. og er auglýsingum æfi- að að standa undir öllum rekstri blaðsins. Hóf það göngu sína á síö- asta ári og kom inn á markaðinn á sama tíma og farið var að bera á samdrætti á auglýsingamarkaði. Hefur sá samdráttur bitnað á fjöl- miðlum, bæði prentmiðlum sem og ljósvakamiðlum. Þá hefur samdrátt- urinn greinUega komið fram í um- svUum auglýsingastofa sem hafa verulega dregið saman seglin á síð- ustu misserum. Gunnar Smári EgUsson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagðist ekki þekkja tU þeirra mála sem séu á borði Blaðamannafélagsins né kannaðist hann við að einhver vandamál væru í gangi varðandi starfsmenn fyrirtækisins. Þá hafi auglýsinga- markaðurinn þanist út síðan blaðið hóf starfsemi sína, líklega um 450 milljónir króna á ársgrundveUi. „Það gengur bara mjög vel hjá okk- ur eins og sjá má og vonum fram- ar,“ sagði Gunnar Smári EgUsson. Hann sagðist einnig búast við að bjart væri fram undan. -HKr. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur qW o o HHi 0' Hiti 0° Hitl 0° til 5' til 5® til 6« Vindun 5-13 m/s Vindun 5-11 Vindur 5-10 m/5 Él noröan- og austantll, en bjart veöur annars staöar. Hæg austlæg eöa breytileg átt. Skýjaö meö köflum og stöku él noröaustantll. Frost um mest allt land. Hæg austlæg eöa breytlleg átt. Skýjaö meö köflum og stöku él noröaustantll. Frost um mest airt land. í£ * kf m/s Logn 0-0,2 Andvarl 0,3-1,5 Kul 1,5-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldl 10,8-13,8 Ailhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI alskýjað 4 BERGSSTAÐIR alskýjaö 4 B0LUNGARVÍK snjókoma 4 EGILSSTAÐIR skýjað 4 KIRKJUBÆJARKL. skúr 3 KEFLAVÍK rigning 4 RAUFARHÖFN láþoka 3 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 5 BERGEN léttskýjað 5 HELSINKI heiöskírt 3 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 5 ÖSLÓ heiöskírt 6 STOKKHÓLMUR 7 ÞÓRSHÖFN skýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 2 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM alskýjaö 5 BARCELONA léttskýjaö 16 BERLÍN snjókoma 1 CH1CAG0 rigning 4 DUBUN rigning 6 HAUFAX skýjað -3 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG snjókoma 3 JAN MAYEN snjókoma 12 L0ND0N rigning 7 LÚXEMBORG skýjað 7 MALLORCA léttskýjað 18 MONTREAL alskýjaö -6 NARSSARSSUAQ alskýjaö -6 NEW YORK þokumóöa 9 0RLAND0 þokumóöa 15 PARÍS skýjaö 12 VÍN léttskýjaö 12 WASHINGTON þokumóöa 11 WINNIPEG heiöskirt -19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.