Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 27
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 27 DV Helgarblað Destiny’s Child. Samningar brotnir með Survivor Þær dansa vel og syngja stelpumar í Destiny’s Child. Limaburður þeirra og listfengi hefur eflaust náð hámarki í mögnuðu lagi þeirra, Survivor, sem gerði allt vitlaust fyrir nokkrum mán- uðum. Það eru hins vegar ekki allir jafn ánægðir með lagið. Sérstaklega á það við LeToyu Luckett og LaTaviu Roberson en þær yfirgáfu hópinn árið 2000. Þær segja að með laginu Survi- vor og þá sérstaklega línunum: „You thought I wouldn’t sell without you / Sold nine million" sé vegið að heiðri þeirra og í raun brotið samkomulag sem gert var þegar þær hættu sam- starfinu. Þá skrifuðu allir hlutaðeig- andi undir samning um það að gefa engar yfirlýsingar um samstarflð eða hvemig því lauk. Þær LaTavia og LeToya halda því fram að með fyrr- nefndri setningu sé verið að gefa í skyn að þær hafi reynt að skemma fyrir Destiny’s Child og þannig yfir- geflð hljómsveitina sjálfviljugar. Hið rétta sé að þær hafi verið reknar af framkvæmdastjóra DC. Krafa stallsystranna er að lagið verði aldrei framar leikið í útvarpi né spilað opinberlega á tónleikum. Lög- maður þeirra segir að aldrei hefði átt að gefa þetta lag út. Lögmaður DC vill hins vegar halda því fram að allt sé þetta tóm delia í LaTaviu og LeToyu og þær hafi greinilega ekkert betra að gera en að hugsa upp nýjar og nýjar málshöfðanir. Auk þess sem LaTavia og LeToya fara fram á að hætt verði að spila lagið vilja þær fá umtalsverð- ar skaðabætur. Penelope Cruz Hún sást daöra viö Matt Damon. Daðraði við Damon Penelope Cruz er fræg leikkona á fóstu. Hún er ekki bara á föstu með einhverjum aula heldur er hún opin- berlega kærasta Tom Cmise og hefúr hvoragt þeirra dregið neitt af því að þau séu ástfangin upp fyrir haus. Það vakti því nokkra athygli þegar ljósmyndarar náðu myndum af Cruz á innilegu spjalli við Matt Damon en þau hafa alltaf verið mjög góðir vinir síðan þau léku sama í kvikmyndinni All The Pretty Horses. Cruz og Damon stóðu lengi á hljóðskrafi og sjónarvottar full- yrtu að það hefði umtalsvert daður verið í gangi, að minnsta kosti af hálfu Cruz sem hefði stigið í vænginn við Damon sem þykir nokkuð myndarleg- ur svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þetta myndu margir segja að væri háifgert hættuspil þvi Cruise er valda- mikill leikari og ekki vist að honum líki að sjá kærustuna daðra við aðra leikara og yngri á götum úti eða á al- mannafæri. Michael skyggði á pabba gamla Þegar menn ætla að gera betur en vel þá fer oft verr en iila segir máltæki sem enginn veit hvort er gamalt eða nýtt. Þetta fékk leikarinn Michael Dou- glas að reyna um daginn. Hann er son- ur Kirk Douglas sem einnig var frægur leikari á sinni tíð en hefur fyrir all- löngu horfið úr sviðsljósinu. Kirk gamli hefur sett saman bók um æviferil sinn og afrek sem heitir My Stroke of Luck sem mætti útleggjast Fall mitt í lukkupottinn eða eitthvað í Sþá áttina. Hann var að kynna bók- ina á dögunum í verslunarmiðstöð líkt og menn þekkja héðan að heiman úr jóla- bókaflóðinu góð- Michael Douglas kunna. Hann skyggði á Michael sonur aldraöan fööur hans ákvað að mæta á staðinn ásamt konu sinni Catherine Zeta-Jones og hjálpa þeim gamla að vekja athygli á bókinni. Það dró að þeim svo mikinn múg að lögreglan á staðnum neyddist til þess að fylgja hjónunum af vettvangi mun fýrr en ætlað var því óttast var að fólk myndi troðast undir í látunum og fyr- irganginum. Þegar Michael og Catherine vom farin hvarf múgurinn eins og dögg fyrir sólu og enginn sýndi bók Kirk gamla hinn minnsta áhuga. Opiö laugard. 10-16 www.orninn.is ÖRNINNP* STOFNAÐ 1925 Njóttu útiverunnar... a jfc Skeifunni 11, Sími S88 9890 Söluaðilar Dtisport, Keflavík - Hjólabaer, Selfossi - Sportvep Akureyri Byggingavöruversl.Sauðárkr. Olíufélag útvegsmanna kafiröi Eöalsport, Vestmannaeyjum - Pípó, Akranesi Visa- og Euroraðgr. 2002 hjólalínan er komin Gerðu góð kaup - Sama verð og í fyrra KLEIN Handcrafted Science*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.