Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 31
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
31
DV
Helgarblað
Seldi náðanir
á uppsprengdu
verði
- Roger Clinton hagnaðist um milljónatugi í forsetatíð bróður síns
Svarti sauðurinn.
Roger Clinton er ekki þægur bróðir
en forsetinn átti aðeins einn.
Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi. Þessi tilvitnun hljóm-
ar einhvern veginn svona í Njálu
og allir íslendingar skilja. Ailir
vilja eiga góða bræður og milli
bræðra er alveg sérstakt samband
sem verður aldrei millum annarra
minna skyldra karlmanna, hversu
náin sem samskipti þeirra kunna
að verða.
Þeir eru til sem halda því fram
að William Clinton, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, hafi verið
með eindæmum seinheppinn for-
seti að mörgu leyti. Hans verður
eflaust lengst minnst fyrir þau fjöl-
mörgu hneyksl-
ismál sem
vörpuðu
skugga á feril
hans og dvöl í
Hvíta húsinu.
Nægir þar að
minna á fast-
eignabrask og
málarekstur
sem kenndur
var við
Whitewater og
stóð árum sam-
an og setti blett
á allt heimilis-
hald Clinton-
hjónanna. Það
voru þó smá-
munir hjá
Lewinsky-mál-
inu sem Clint-
on barðist við
allan sinn feril í embætti og verð-
ur varla rakið hér frekar af tillits-
semi viö lesendur sem eflaust
muna betur eftir því máli en þeir
kæra sig um.
Nú hefur gamall draugur úr for-
setatíð Clintons vaknað upp með
látum og sá er enginn annar en
Roger hálfbróðir hans.
Enginn fyrirmyndarbróðir
Roger þessi verður seint talinn
til fyrirmyndarbræðra. Hann er
ekki með hreina sakaskrá og hefur
aldrei tekist að halda almennilega
í það sem venjulegir Ameríkanar
myndu kalla skikkanlega atvinnu.
Hann gerði ítrekaðar tilraunir
til þess að skapa sér feril sem
bróðir forsetans meðan Clinton
var í embætti og kom iðulega fram
sem skemmtikraftur og söng og
spilaði fyrir áheyrendur sem áttu
að gera sér flutninginn að góðu i
krafti skyldleika hans við forset-
ann.
Nú hefur nefnd sem rannsakaði
sérstaklega náðanir í forsetatíð
Clintons komist að því að Roger
muni hafa hagnast um hundruð
þúsunda dollara með því að bjóða
dæmdum sakamönnum að hafa
milligöngu um náðunarbeiðni
þeirra. Roger mun hafa orðað það
svo að hann myndi gegn vægu
gjaldi sjá til þess að pappírarnir
kæmust beint i hendur forsetans
og fengju þar réttan stimpil.
Nefndin telur víst að 13 sakamenn
í það minnsta hafi notið þessarar
þjónustu og til að bíta höfuðið af
skömminni telur nefndin fullsann-
að að Roger hafl stundað þessa
þjónustu að hvatningu og undir-
lagi bróður sins forsetans.
Náðun til sölu
Margar náðanir sem Clinton
lagði blessun sína yfir í sinni for-
setatíð þóttu umdeildar en þó tók
steininn úr þegar hann var að yf-
irgefa Hvíta húsið
en þá voru sumir
þeir náðaðir sem
varla þóttu til þess
hæfir.
Sérstaklega verð-
ur mönnum star-
sýnt á kókaínsal-
ann Carlos Vignali
frá Los Angeles
sem Clinton-stjórn-
in náðaði en þar
mun reyndar Hugh
Rodham, mágur
Clintons, hafa lagt
hönd á plóg.
Þessi og fleiri
náðanir sem þóttu
undarlegar voru í
rauninni ástæða
þess að umrædd
rannsóknarnefnd
var sett á fót.
Clinton segir þennan
öllu tilhæfulausan.
Roger
áburð með
Hann segist persónulega hafa beð-
ið Bill bróður sinn að náða sex
nána vini sína en á það hafi ekkert
verið hlustað og þeir sitja þá vænt-
anlega allir inni og segir þessi
málflutningur sína sögu um vina-
hóp Rogers. Nefndin umrædda
kemst að allt annarri niðurstöðu.
Roger seldi þjónustu sína svo
ákaft að hann setti sig í samband
við Ritu nokkra Lavelle sem
dæmd var fyrir meinsæri á níunda
áratugnum. Frú Lavelle segir að
milligöngumaður frá Roger hafi
boðið þjónustu hans fyrir 30 þús-
und dollara en þegar hún sagðist
ekkert geta greitt bauö hann þjón-
ustuna ókeypis. Síðasta daginn
sem Clinton var forseti hringdi
svo Roger í Lavelle og spurði
hvort hún gæti útvegað 100 þús-
und dollara til að tryggja sér náð-
un. Hún bar enn við peningaleysi
og beiðni hennar um náðun var
hafnað.
Milliganga kostar sitt
Rannsókn nefndarinnar leiddi
einnig í ljós að Roger Clinton fékk
að minnsta kosti 335 þúsund doll-
ara í ferðatékkum frá Taívan, Suð-
ur-Kóreu og Venesúela og hann
mun einnig hafa þegið 30 þúsund
dollara fyrir að hvetja til þess að
Tand Rover
Musso
Isuzu
ALLT PLAST
viðskiptabanni á Kúbu yrði aflétt.
Hann tók þátt í ráðagerðum um
að hafa áhrif á samgönguráðuneyt-
ið bandaríska, fékk 50 þúsund doll-
ara fyrir að fá Rosario Gambino
eiturlyfjasala náðaðan og síðast en
ekki síst 225 þúsund dollara fyrir
að fá meðlim þekktrar glæpaíjöl-
skyldu í Texas leystan úr haldi
fyrir skjalafals.
Sennilega má Clinton, fyrrver-
andi forseti, vera nokkuð ánægður
með að eiga ekki fleiri bræður en
umræddan Roger. -PÁÁ
Roger Clinton
Hann hefur alltaf verið svarti sauðurinn í Clinton-ijölskyldunni og nú er
að koma í Ijós aö hann er jafnvei enn svartari en áður var taliö.
Kænuvogi 17 • Slmi 588 6740 • GSM 895-0585
Framleiðum brettakanta, sólskygni og boddíhluti á fiestar gerðir jeppa,
heimasiaa- einnig 1 vörubfla og vanbila. Sérsmíði og viðgerðir.
www.8imnet.is/aplast
Greiðsluáskorun
I
nnheimtumenn rikissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil
nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöld sem á vom lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15.
nóvember 2001, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2001
og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.
nóvember 2001 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli,
áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu
árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts
vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum,
tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð
bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum,
eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum
á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi,
skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinbemm gjöldum, sem em:
tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignaiskattur, slysatryggingagjald
vegna heimilisstaria, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunaisjóðsgjald, kirkjugarðsgjald,
markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldiaðra, skattur af verslunar- og skrifstafuliúvnæði, ofgieiddar baniabætur,
ofgreiddur bamabótaauki og ofgrdddar vaxtalwetur.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald
er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum.
Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyTst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vömgjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði
stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í
þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. nóvember 2001.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum