Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 50
62 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað DV Þjóðsögur og hulim Jón Sigurösson, forseti í Winnipeg Innflytjendur reyna yfirleitt aö endur- skapa gömlu heimkynni sín í nýja landinu og þaö tekur tíma fyrir þá aö aölagast, sama á viö um hugmyndir manna um drauga. Kristín segir það merkilegt umhugs- unarefni hvers vegna íslensku draugun- um vegnaði svo ilia í Vesturheimi. „Inn- flytjendur reyna yfirleitt að endurskapa gömlu heimkynni sin í nýja landinu og það tekur tíma fyrir þá að aðlagast, sama á við um hugmyndir manna um drauga, þær fylgja með. Það voru draug- ar fyrir á þeim slóðum sem íslending- amir settust að og íslensku draugamir Islenskt heimili í Vesturheimi Fljótlega eftir komu íslendinganna til Vesturheims uröu þeir þess varir aö bæöi skottur og mórar og sjálfur Þorgeirsboli haföi fylgt þeim yfir Atlantsála og aö draugagengiö lék lausum hala í nýja heiminum. nýlátinna manna sem sjást skömmu eftir andlátið eða skugga í gömlum draugahúsum. Það er einnig athyglis- vert að seinni kynslóðir innflytjenda líta á það sem sönnun um draugagang ef þeir sjá eitthvað sem líkist manni bregða fyrir en engin fótspor í snjón- um svo dæmi sé tekið. Til dæmis er til saga af manni sem sá fjórtán mórauð- ar kindur stökkva út um gluggann á gömlu húsi, þegar hann athugar málið frekar finnur hann engin ummerki og telur því víst að um draugafé hafi ver- ið að ræða. Sögur um vofur sem líkjast fólki með hvítt lak yfir sér verða al- gengar og draugamir renna saman við hugmyndir um kanadíska kollega þeirra.“ Reistu hús á indíánagrafreit I fyrirlestrinum leiðir Kristín að því líkur að einungis fáir íslenskir draug- ar hafi fylgt fjölskyldum sínum yfir hafið og að þeir sem gerðu það hafi horfið á innan við fimmtíu árum. „Eft- ir það líktust draugar sem héldu sig í námunda við íslendingana kanadísk- um vofúm.“ runnu saman við þá með tímanum. Skyggnir menn fóru fljótlega að sjá kanadíska drauga og reyndu jafnvel að skjóta þá en með litlum árangri. Ein ís- lensk flölskylda reisti hús á gömlum indiánagrafreit og fljótlega fóru fjöl- skyldumeðlimir að verða varir við aft- urgengin böm indíána. Við vitum ekki hvemig samskipti ís- lensku drauganna og þeirra kanadísku vom, það getur vel verið að þeir hafi vingast eða að þeir sem fyrir vom hafi hreinlega rekið nýbúana á brott.“ Sagt skilið við fortíðina „Draugamir sem fylgdu íslendingun- um yfir hafið vora íslenskir í húð og hár, þeir voru jarðbundnir og líkamleg- ir. Önnur kynslóð íslenskra drauga eða öllu heldur islenskir draugar sem urðu til í Kanada liktust frekar kanadiskum draugum en forfeðrum sínum. Þeir lögðu af gamla siði og tóku upp nýjan klæðaburð. í stað þess að fara um með hávaða og látum tóku þeir að svífa um eins og hvítar slæður og skipta sér sem allra minnst af mannfólkinu." -kip@dvis - flestir sneru heim vegna leiðinda Vesturferðir Islendinga hófust 1875 með landnámi í Nýja-íslandi og næstu áratugi þar á eftir fluttu þúsundir manna til Kanada og Norður-Ameríku í von um betra líf. Umskipti þeirra sem fluttu vora mikil en flestir komu sér vel fyrir og vegnaði vel i nýja land- inu. Það sama er ekki hægt að segja um draugana sem fylgdu fólkinu yfir hafið, fæstir þeirra undu hag sínum og flestir hurfu fljótlega af sjónarsviðinu. Þegar farið er að grennslast fyrir um hvað varð um draugana kemur í ljós að sumir þeirra gáfúst hreinlega upp og fluttu aftur heim en aðrir tóku upp lifnaðarhætti innfæddra drauga og fóra að hegða sér eins og vofur. Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við islenskudeild háskólans í Manitoba, heldur fyrirlestur um íslenska drauga í Vesturheimi á morgun, sunnudaginn 16. mars, í stofú 101 í Lögbergi, fyrir- lesturinn hefst klukkan tólf. Áttu ekki fyrir farinu Að sögn Kristínar vora Islendingar í Vesturheimi ekki sammála um hvort fjölskyldudraugar eða ættarfylgjur hefðu elt vesturfarana yfir hafið. „Einn heimildarmaður segir að draug- amir hafi reynt það en ekki komist alla leið. Draugamir áttu ekki fyrir farinu þannig að sumir gerðu tilraun til að ganga yfir Atlantshafið en gáfúst upp á miðri leið vegna þreytu og sukku til botns. I öðrum heimildum er að fmna sögur um íslenska drauga sem fylgdu sínu fólki og settust að.“ Kristín segir að svo virðist sem flest- ir draugamir hafi búið í nágrenni við Geysisbyggð, Riverton og Víðibyggð en svo virðist sem þeim hafi farið að leið- ast eftir að fyrsta kynslóð Islendinga í Vesturheimi féll frá og margir þeirra snera aftur heim. Skottur, mórar og Þorgeirsboli Flestar ættarfylgjur eða fjölskyldu- draugar era þannig til komin að sær- ingamaður vekur upp draug og sigar honum á ákveðna manneskju til að gera henni mein. Uppvakningurinn fylgir síðan fjölskyldu þess sem hann átti að meiða í nokkra ættliði og til er fjöldi sagna um drauga sem fylgja fjöl- skyldum eins og skugginn milli lands- hluta og jainvel milli landa. „Fljótlega eftir komu íslendinganna til Vesturheims urðu þeir þess varir að bæði skottur og mórar og sjálfur Þor- geirsboli hefði fylgt þeim yfir Atl- antsála og að draugagengið lék lausum hala í nýja heiminum. Leirár- eða Hvítárvalla-Skotta flutti búferlum til Kanada og settist að hjá fiölskyldunni að Melstað. Þrátt fyrir að verulega væri af henni dregið og kraftur henn- ar á þrotum tókst Skottu að drepa nautgrip á næsta bæ við Melstað þar sem henni fannst íbúamir ekki nógu greiðviknir við fylgifiölskyldu sína. Skotta fylgdi fiölskyldunni hvert sem hún fór og var iðulega á undan þeim milli bæja. Hennar varð oft vart áður en fiölskylduna bar að garði og stund- um átti hún það til að æða inn í svefn- herbergi hjá fólki og vekja það með lát- um. Skepnur urðu hennar oft varar og trylltust af hræðslu þegar hún átti leið hjá.“ Skotta var svo mögnuð að húsfreyj- an á Melstað varð að skammta henni eins og öðrum á heimilinu og varð hún mjög ill ef hún fékk ekki matinn sinn. „Einu sinni gleymdi húsfreyjan að gefa Skottu kvöldmat eins og öðra heimilisfólki, Skotta varð svo reið að hún tók bökur úr eldhúsinu og henti þeim út um allt tún.“ Að sögn Kristínar átti Hvítárvalla- Winnipeg Vesturferöir íslendinga hófust 1875 meö landnámi í Nýja-íslandi og næstu áratugi þar á eftir fluttu þúsundir manna til Kanada og Noröur-Ameríku í von um betra líf. Mórar og skottur Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor viö íslenskudeild háskólans í Manitoba, segir aö íslendingar í Vesturheimi hafi ekki veriö sammála um hvort fjöl- skyldudraugar eöa ættarfylgjur hafi elt vesturfarana yfir hafiö. I einni sögu er sagt að hún hafi upp- haflega skorið sig á háls með stórum hníf sem hún hafði ávallt með sér eftir það og notaði til að drepa skepnur. Hún mun einnig hafa setið fyrir bams- hafandi konum og étið blóðið úr lak- inu eftir fæðinguna. Kristín telur ekki ólíklegt að í þessari sögu hafi tveimur kvendraugum slegið saman því þessi ofsi samræmist ekki hegðum Ábæjar- Skottu eftir að hún flutti til Kanada. „Hún var bamgóð og dansaði dátt í bamaafmælum. Þess er aðeins einu sinni getið að hún hafi misst stjóm á skapi sínu og velt potti með sjóðandi vatni niður af eldavél þannig að litlu munaði að bam á heimilinu yrði und- ir gusunni." Frægustu karldraugamir sem vart varð í íslendingabyggðum vestanhafs era Rauðafells- og Írafells-Móri en þeir munu báðir hafa skroppið til Kanada um tima. Báðir gáfust fljótlega upp og fluttu heim skömmu eftir að fyrsta kyn- slóð íslendinga í Vesturheimi féll ffá. „Menn urðu einnig nokkrum sinn- um varir við sjálfan Þorgeirsbola, það heyrðist til hans baula og tvisvar sinn- um, að minnsta kosti, sást til hans þar sem hann dró húðina á eftir sér og tveir draugar sátu á henni og skelli- hlógu.“ Missa líkamann Kristín segir að hugmyndir Vestur- íslendinga um drauga hafi breyst á skömmum tíma. „Draugamir misstu fljótlega öfl líkamleg einkenni sem era svo sterk í lýsingum á íslenskum draugum. Þeir breytast í vofúr eða svipi sem líða um hljóðlaust og án lík- ama, vofúmar sjást en þær skipta sér ekki af fólki. Sögur um draugagang breyttust líka og fóra að fialla um svipi Skotta það líka tfl að vera blíðari og skemmta sér í leik með bömunum á heimilinu. Tók að sér hvolp Ábæjar-Skotta var annar kvendraugur sem fluttist búferlum vestur um haf en að sögn Kristínar þótti hún ekki eins illvíg og Hvítár- valla-Skotta. „Ábæjar-Skotta var meira i því að hrekkja fólk og veija heimilið fjrir ágangi annarra drauga, hún tók meira að segja að sér hvolp sem drukknaði stuttu eftir fæðingu." Draugadansinn Ein íslensk fjölskylda reisti hús á gömlum indíánagrafreit og fljótlega fóru fjölskyldumeölimir aö veröa var- ir viö afturgengin börn indíána. Vilmundur Hansen blaöamaöur Islenskir draugar í Vesturheimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.