Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002_________________________________________ DV_____________________________________________________Helgarblað Afmælisbörn Jerry Lewis 76 ára Gamanleikarar eldast eins og aðrir og í dag er Jerry Lew- is 76 ára. Hann verður þó alltaf í huga margra göslarinn mikli sem fékk áhorfendur í kvikmyndahúsum til að hlæja sig máttlausa á sjötta og sjöunda áratugnum. Jerry Lewis var skírður Joseph Levitch og er gyðingur eins og svo margir frægir bandarískir gamanleikarar. Hann var „stand-up“ grínari þegar leiðir hans og Dean Martin lágu saman. Hófu þeir farsælt samstarf sem skilaði sér í nokkrum gamanmyndum. Þegar upp úr slitnaði hófu þeir feril hvor í sínu lagi sem gerði þá enn frægari. Lék Lewis í mörgum eftirminnilegum gamanmyndum sem lifa góðu lífi í dag og hafa sumar verið endurgerðar. í mörg ár hefur Jerry Lewis verið ósérhlífínn í baráttu sinni fyrir ýmsa minnihlutahópa og hefur hann verið tilnefndur tii nóbelsverðlaun- anna fyrir störf sín í baráttunni við taugahrörnunarsjúkdóma. «*••«**•••**•••»«••••••»»»»**»•••«•» Kurt Russell 51 árs Kurt Russell á afmæli á morgun. Þessi ágæti leikari, sem aðallega hefur get- ið sér orð sem spennumyndaleikari, á langan feril að baki i Hollywood. Hann byrjaði hjá Disney sem barnaleikari og vann sig upp í táningahlutverk. Um tíma hugðist hann hætta að leika og gerðist hafhaboltaleikari en meiðsli gerðu það að verkum að hann varð að hætta og þá var það næst að fara aftur í leiklistina. Þegar John Carpenter fékk þá flugu í höfuðið að gera kvikmynd um Elvis Presley valdi hann Kurt Russell til að leika goðið og er það samdóma álit flestra að enginn hafi gert betur í að feta í fótspor meistarans. Frá árinu 1983 hefur Russell ver- ið í sambúð með Goldie Hawn og eiga þau einn son. Russell er ofurhugi hinn mesti og gerir enn þann dag i dag nánast öll áhættuatriði sjálfur. Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 17. mars og mánudaginn 18. mars Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.): Spá sunnudagsins Viðkvæmt mál sem teng- ist fortíðinni kemur upp og þú átt á hættu að leiða hugann stöðugt að þvi þó að þú ættir að einbeita þér að öðru. Spá mánudagsins Þó að þér fínnist vinnan vera mikilvæg þessa dagana ættirðu ekki að taka hana fram yfir vini og fjölskyldu. Vertu heiðarlegur. Hrúturinn (?1. mars-19. anrill: f^KkSíhkiiiilMaÉÍÉÍÍiÍiikyÍ Félagsllfið tekur ein- hveijum breytingum. Þú færð nýjar hugmyndir og það gæti verið upphafið að breytingum. Spá mánudagsíns: Það er hætta á deilum í dag þar sem spenna er í loftinu vegna atburða sem beðið er eftír. Skipu- lagning er mikilvæg. Tvíburarnir (21. mai-21. iúní): Spá sunnudagsins: rÞað er jákvætt andrúmsloft í kringum þig þessa dagana. Nýr kunningjahópur kemur mikið við sögu í kvöld. Spa mánudagsins Þú ættir að Ilta í eigin barm áður en þú gagnrýnir fólkið í kringum þig. Þú átt auðvelt með að vinna með fólki í dag. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: iffi mm Spá mánudagsms Varastu að sýna fólki tortryggni og vantreysta því. Þér gengur bet- ur í dag ef þú vinnur með fólki heldur en að vinna einn. Bogmaðurinn (22. nðv.-2i. des.l: Spá sunnudagsins ’Dagurinn verður H skemmtilegur að | mörgu leyti. Þú kynnist einhveiju nýju og færð áhugaverða áskorun. Spá mánudagsins: Tilfinningamál verða í brennid- epli. Þú skalt halda þig utan við þau ef þau snúa ekki að þér beint. Kvöldið verður ánægjulegt. Fiskarnir fis. febr. -2P. marg): Spá sunnudagsins *Þú finnur fyrir breyt- ingum í einkalífinu. Þú þarft á athygli vina þinna að halda á næstunni. Happatölur eru 4, 22 og 34. Spá mánudagsins Fjölskyldan ættí að eyða meiri tíma saman. Það er margt sem kemur þér á óvart í dag, sérstaklega við- mót fólks sem þú þekkir litið. Nautið (20. april-20. maí.l: eftir fyrrimælum sem þú færð. Happatölur þínar eru 1,12 og 15. Spá mánudagsins: Þú verður fyrir sífelldum truflun- um í dag og átt erfitt með að ein- beita þér. Fólk virðist vera upp- tekið af sjálfu sér. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): 1 Spá sunnudagsins FÞér miðar hægt við ákveðið verkefni sem þú hefúr tekið að þér. Þetta er ekki hentugur timi til að gera miklar breytingar. Spa manudagsins: Dagurinn einkennist af tímaskorti og þú verður á þönum fyrri hluta dags- ins. Reyndu að ljúka þvi sem þú getur í tíma og ekki taka of mikið að þér. VQgin i23. sept,-23, okt.l: Þú verður upptekinn fyrri hluta dagsins og missir þar að leiðandi af einhveiju sem þú hefur beðið eför. Happatölur þínar eru 3, 8 og 12. | Þú þarft að huga þig ' vel um áður en ákvörðun er tekin í mikilvægu máli. Breytingar í félagslífinu eru nauðsynlegar. Dagurinn verður á einhvem hátt eftirminnilegur og þú tekur þátt í einhveiju spennandi. Þú ættir að taka virkari þátt í félagslífinu. IVIevian (23. áeúst-22. seotJ: Þér finnst þér ef til ^^^►vill ekki miða vel í * vinnunni en þú leggur mikilvægan grunn fyrir starf næstu vikna. Spa manudagsins Þú átt mjög annríkt fyrri hluta dagsins og fólk er ekki jafntilbúið að hjálpa þér og þú vildir. Þegar kvöldar fer allt að ganga betur. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.t: Spá sunnudagsins | Þú heyrir óvænta pigagnrýni í þinn garð I og átt erfitt með að sætta þig við hana. Ekki láta ann- að fólk koma þér úr jafnvægi. Spá mánudagsins Einhver sýnir þér viðmót sem þú áttir ekki von á. Þó að þú sért ekki sáttur við það skaltu ekki láta það koma þér úr jafnvægi. Stelngeitin (22. des.-i9. ianá Spá sunnudagsins: Vinnan gengur hægt en þú færð hrós fyrir vel unnið starf. Kvöld- ið verður rólegt en ef til vill áttu von á gestum. Spa mánudagsins Þú heyrir eitthvað sem kemur þér á óvart en þú færð betri skýringu á því áður en langt um líður. Happatölur þínar em 5, 9 og 24. Rausnar- legur skilnaður Leikkonan Drew Barrymore virðist ekki hafa neitt sérstaklega gott lag á því að vera gift. Hún var nú samt talin eiginkona grínistans og leikarans Tom Green í nærri sex mánuði í lok sið- asta árs. Skilnaður þeirra eru nú orðinn að veruleika og það þykir sýna gott samkomulag þeirra hve örlát Drew er við Tom í búslitum þeirra. Hún hefur nefnilega ákveðið að fyrir þetta sex mánaða hjónaband, þar sem hann var eiginlega aldrei heima, megi hann eiga húsið þeirra í Beverly Hills. Þetta er enginn hjallur heldur reisulegt einbýlishús sem metið er á um þrjár milljónir punda sem mun vera um 400 milljónir íslenskra króna. Að vísu er enn verið að endur- byggja húsið eftir að það skemmdist mikið í eldi síðasta ár. Það ætti nú samt ekki að koma að sök. Drew er sjálf flutt inn í splunkunýtt hús sem hún greiddi svipað verð fyrir og það gamla en því nýja fylgja fleiri gesta- hús. Það er haft í flimtingum í Hollywood að margir muni verða til þess að biðja hennar á næstu mán- uðum með það í huga að eignast fasteign á eftirsóttum stað. Drew virðist ekki vera fráhverf hjóna- bandi því hún hefur sést úti á galeiðunni með hinum og þessum lausbeisluðum leikurum og stjöm- um. Því er þess vegna spáð að hún sofi ekki lengi ein í nýja húsinu. Drew Barrymore. Cher ræðst gegn ráð- herranum Við lifum á vá- legum tímum og lítið fer fyrir rödd skynseminnar. Reyndar voru einhverjir búnir að skipuleggja leit að rödd skyn- seminnar en þá hljómaði hún allt í einu skýrt og hátt. Það verður að segjast að hún kom úr nokkuð óvæntri átt, eða úr barka söngkon- unnar Cher. Hún hefur svo sem aldrei látið lítið fyrir sér fara og verið óhrædd við að koma skoðun- um sinum á framfæri. Hún réðst um daginn gegn dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, John Ashcroft. Hann er sem kunnugt er nokkuð langt til hægri í amerískum stjórn- málum. Ashcroft er fremur viðkvæmur fyrir nöktu holdi eins og vill verða um siðavanda hægrimenn í Banda- ríkjunum. Holdið þarf reyndar ekki að vera lifandi því fyrir skömmu fyrirskipaði Ashcroft að stytta af berbrjósta kvenveru yrði hulin svo hann þyrfti ekki að blygðast sin þegar hann héldi ræður fyrir fram- an hana. Reyndar hefur Ashcroft einnig fyrirskipað að starfsmenn ráðuneytisins verði að syngja ætt- jarðarsöng eftir hann sjálfan á hverjum degi. Cher hefur ekkert við sönginn að athuga en henni finnst fáránlegt að hylja styttuna. „Hvað ætla þeir að gera næst?“ spyr Cher, „setja Davíð í stuttbuxur og Venus frá Míló í skyrtu? Þegar byrjað er á þessu ákveða þeir kannski hvaða bækur er rétt að lesa og þá missum við aUt okkar frelsi.“ 73 lu Araraiiræii :I3ÍTW:IiI Skráður 1983, ekinn 175.000 km. 2 dyra, útvarp, segulband, vökvastýri, samlæsingar, litað gler, plussáklæði og álfelgur. Upplýsingar í Bílaböllinni hf. Sími 567 4949. Vib Fellsmúla Sími 588 7332 Marstilboð eða meðan birgðir endast Heilir sturtuklefar innifatfó í veröi Bíöndunartæki Sturtusett 63.900,- stgr kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.