Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Page 24
36 ___________________MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 Tilvera I>V Lopatöskur 1 Gallerí Sautján Á Kafílhúsinu í GaUerí Sautján á Laugavegi stendur yfir sýning á lopahandtöskum sem ungur bresk- ur listanemi, sem hefur verið skiptinemi í textíldeildar Listahá- skóla íslands undanfama þrjá mán- uði. Afraksturinn má sjá á afgreiðslutíma verslunarinnar 17 og stendur sýningin út mánuðinn. •Klassík ■ SÖNGTÓNUIKAR 1 kvöld, kl. 20, verða söngtónleikar þar sem Hlöðver Sigurðsson tenór og Ant- onía Hevesi píanóleikari flytja ís- lensk sönglög eftir Karl 0. Runólfs- son, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Svein- bjömsson, svo og óperuaríur og sönglög eftir V. Bellini, G. Donizetti, G. Fauré, U. Giordano og F. Schubert. •B í ó ■ FILMUNPUR Að þessu sinni sýnir Fiimundur frönsku teiknimyndina Le roi et l’oiseau, eða Konungur- inn og fuglinn, frá 1979. Hún er gerð af einum ástsælasta teikni- myndagerðarmanni Frakka, Paul Grimault, og skrifar hann einnig handritið i samvinnu við skáldið Jacques Prévert en það er byggt á einu ævintýra H.C. Andersens. Kon- ungurinn og fuglinn verður sýnd í Háskólabíói í dag, kl. 22.30. • Op n anir ■ BÚTASAUMSHÁTIÐ í GERPUBERGI Hin árlega vorhátíð íslenska búta- saumsfélagsins verður í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Hátíðin er í tengslum við aðalfund félags- ins sem verður haldinn sama dag kl. 12-13 á sama stað. Haldin verða stutt námskeið fyrir félagsmenn og helstu bútasaumsverslanir verða með kynningar. Félagar úr klúbbnum Bútalist á Selfossi halda sýningu á verkum sínum og verður hún opnuð kl. 14. Sýningin verður opin til 21. apríl. ■ KÍNVERSK LIST Á KJARVALSSTÖP- UM Sýningin Kínversk samtíma- Ust er þessa dagana i Listasafni Reykjavíkur en á henni eru til sýn- is 26 verk úr einkasafni Ferdin- ands Leferinks. Verkin era áhrifa- mikil og litsterk en ákaflega ólik hefðbundinni kínverskri mynd- list með allri sinni mýkt. Meðal listamanna sem verk eiga á sýning- unni eru Fang Lijun, Yue Minjun og Yang Shaobin. Kínversk list í Listasafni Reykjavíkur: Frá Kína til Kjarvalsstaða Á laugardaginn var sýningin Kín- versk list opnuð á Kjarvalsstöðum en hún samanstendur af verkum úr eigu hollenska listaverkasafnarans Ferdinands Leferinks. Leferink hef- ur um langt skeið safnaö verkum eftir unga og framsækna kínverska myndlistarmenn og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir safnið opinber- lega. Verkin á sýningunni era eftir sex málara sem allir eiga það sam- eiginlegt að hafa komið fram á sjón- arsviðið eftir átökin á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Verkin þykja í senn litsterk og áhrifamikil og gefa góða innsýn í kínverska málaralist á okkar dögum. Fjórar stúlkur Þrjár yngismeyjar virða fyrir sér verkið Félaga eftir myndlistarmanninn Zhang Xiaogang. . DV-MYNDIR EINAR J I góðu tómi Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, ásamt Ferdinand Leferink iistaverkasafnara en öll verkin á sýningunni eru úr einkasafni hans. Sposkir á svip Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Helgi Helgason voru meöal gesta á opnun sýningarinnar Kínversk list á Kjarvalsstöðum. Norðlensk tónlistarveisla Blásið var til sannkallaðrar tón- listarveislu að norðlenskum hætti í Háskólabíói á sunnudaginn þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt þar tónleika ásamt Karlakóm- um Heimi og Álftagerðisbræðum. Þar að auki sungu Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Óskar Pétursson einsöng og dúetta eins og þeim er einum lag- ið á tónleikunum. Um tónsprotann hélt Guðmundur Óli Gunnarsson en konsertmeistari var Sigrún Eð- valdsdóttir. Ekki var annað að heyra en Reykvíkingar kynnu vel að meta þetta framlag norðan- manna til tónlistarlifsins því að þeir klöppuðu vel og lengi fyrir tónlistar- mönnunum að leik loknum. Stund milll strióa Félagar í Karlakórnum Heimi slaka á í hléi, líta í blöðin og fá sér kaffisopa áður en lagt er í seinni hálfleik. Glatt á hjalla Einsöngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Óskar Pétursson slógu á létta strengi í hléi. DV-MYNDIR EINAR J. Sigrún Eövaldsdóttir, fiöluleikari og konsertmeistari, ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Pétri Þorsteinssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.