Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Side 7
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 DV 7 Fréttir Umræðufundur Styrks: Vítamín, fæða og krabbamein Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aöstandenda þeirra, verður með umræðufund í Skógar- A hlíð 8, þriðjudag- inn 14. maí kl. 20. sTyrícuíi Fundarefnið er: „Hvað ráðleggja krabbamems- læknar varðandi vítamín og fæðu- þætti?“ Frummælendur eru Helgi Sigurðsson, dósent í krabbameins- lækningum og yfirlæknir Krabba- meinsmiðstöðvar Landspítala - há- skólasjúkrahúss, og Halla Skúla- dóttir læknir sem er í sémámi í krabbameinslækningum í Dan- mörku og í doktorsnámi sem fjallar um áhættuþætti lungnakrabba- meins. Allir velunnarar félagsins eru velkomnir. -hlh Baldvin Þorsteins- son til DFFU - Guggan flaggar inn Frystitogarinn Baldvin Þorsteins- son EA-10 er nú kominn á veiðar undir nýju nafhi og þýskum fána. Togarinn nefnist Baldvin NC-100 og er gerður út af Deutsche Fischfang Union GmbH (DFFU), dótturfyrir- tæki Samherja i Cuxhaven. Togarinn landaði 207 tonnum af grálúðu í byrj- un síðustu viku. Verið er að lengja togarann í Hannover í Þýskalandi en hann mun síðar á árinu koma undir islenskum fána og merkjum Samheija. Togar- inn hét áður Guðbjörg ÍS- 46Hannover verður 82 metrar að lengd eftir breytingamar og verður eitt stærsta skip íslenska fiskveiði- flotans. Breytingamir munu fyrst og fremst auka frystigetu skipsins til muna. -GG Hafnfirðingurinn sem vann stóra vinninginn í Lottóinu: Fær fjármálaráðgjöf Ljónheppinn Hafnfirðingur sem vann rúmar 80 milljónir í Lottóinu í síðasta mánuði mun í næstu viku fara í fjármálaráðgjöf sem íslensk getspá býður öllum þeim sem vinna stórar peningaupphæðir hjá henni. Að sögn Bergsveins Sampsted, framkvæmdastjóra íslenskrar get- spár, sér endurskoðandi fyrirtæk- isins um fjármálakennsluna. „Ráð- gjöfin byggist ekki á þvi að verið sé að leggja til ákveðna fjárfesting- arkosti heldur hvernig best sé að nota peningana. Við höfum hins vegar engin tök á að fylgja því eft- ir hvemig farið er eftir þessum ráðum.“ Bergsveinn segir að aðstæður fólks ráði miklu um hvernig það kýs að nota þessa peninga. Oft eru skammtímaskuldir greiddar og síðan er þetta notað i öryggissjóð til að fólkið geti lifað áhyggjulausu lífi. „Þegar um slíkar upphæðir er að ræða getur fólk jafnvel lifað eingöngu á vöxtunum ef það breyt- ir ekki lífsmynstri sinu mikið.“ Vinningurinn sem hafnfirska fjölskyldan nýtur nú er sá hæsti sem greiddur hefur verið út hér á landi. Bergsveinn bendir hins vegar á að enn hærri vinningar geti fallið, t.d. í Víkingalottóinu. „Við biðum eftir þvi að enn stærri bomba detti þar,“ segir hann. Ekki er vafamál að þá verður fjármálaráðgjafar og jafnvel áfallahjálpar einnig þörf. -HI Gerði rétt í að bíða Ætla mætti að fólk sem vinnur slíkar fjárhæðir þurfi einhverja áfallahjálp. „Þessi vinningshafi sagði að hjartað hefði tekið nokkur auka- slög og það varð visst spennufall þegar hann fékk miðann sinn svo staðfestan. Ég held að hann hafi hins vegar gert rétt í að bíða að- eins með að vitja vinningsins til að átta sig á hlutunum." Haldið upp á lok samræmdu prófanna í Ósló Félagarnir Kjartan Kári G. Mýrdal og Helgi Þormar Þorbjörnsson, úr Hlíöaskóla í Reykjavík, voru ánægðir meö heim- sókn til frænda vorra Norömanna á dögunum. Þar voru þeir ásamt skólafélögum sínum aö halda upp á lok sam- ræmdu prófanna. Þegar blaðamaður DV mætti þeim á Karls Johansgötu í Ósló (Laugavegi þeirra Norömanna) var um 20 stiga hiti. Þeir sögðu litla tilhlökkun í því aö fara aftur heim í kuldann á íslandi þar sem þeirra beiö aö klára prófin sem eftir voru. Urgur í Steinullinni: Taka ekki á móti kosningasmölum Urgur er í starfs- mönnum Steinullar- verksmiðjunnar á Sauð- árkróki vegna fyrirhug- aðrar sölu á verksmiðj- unni. Velflestir starfs- menn hafa nú sent skilaboð á undirskrifta- lista til framboðanna þriggja sem eiga full- trúa í sveitarstjórn Skagafjarðar. Er þar af- þökkuð hugsanleg heim- sókn fúlltrúa þessara framboða fyrir kosning- amar í vor í atkvæðaleit. „Þar sem ekki einn einasti sveitar- stjómarmaður hefur fúndið sig knúinn til að heimsækja vinnustað okkar og viðhafa kynriingu á máli þessu þá er nærvera núverandi sveitarstjómar- OV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNOSSON Frá Steinullarverksmiöjunni Starfsmenn þar hafa afþakkað heimsóknir kosningasmata framboöanna. manna og frambjóðenda þeirra flokka sem að sölu á vinnustað okkar stóðu ekki óskað í atkvæðaleit í Steinullar- verksmiðjunni fyrir sveitarstjómar- kosningamar 25. maí nk.,“ segir í for- mála undirskriftalistans. -ÞÁ Blönduósingur dæmdur fyrir akstur utan vega: 20.000 króna sekt vegna náttúruspjalla Húnvetningur á fimmtugscddri hefur verið dæmdur i Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 20.000 króna sekt vegna náttúru- spjalla. Maðurinn var ákærður fyr- ir brot á lögum um náttúruvemd með því að aka, þriðjudaginn 16. október 2001, bifreið utan vegar og upp undir aðalhlíð Vegahnjúks á Laufskálafjallgarði á afréttum Öx- arfjarðarheiðar. Bifreiðinni hafði verið ekið utan vegar á svo til gróðurlausum mel, þar sem einungis stöku mosa- og grastoppar greru og sáust hjólförin mjög greinilega og voru sam- kvæmt mælingum að jafnaði 3-5 cm að dýpt. Maðurinn sinnti ekki fyrirkalli en héraðsdómur segir að brot ákærða teljist nægilega sann- að m.a. vegna ljósmynda á vett- vangi. Samkvæmt lögum frá 1999 um náttúravemd er bannað að aka vél- knúnu ökutæki utan vegar en þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum svo og á snjó utan vegar utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. Varðar brot gegn lögimum sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, hvort sem háttsemin er framin af gáleysi eða ásetningi. Fátitt er að dómar falli vegna náttúruspjalla en nýverið voru unn- in mikil lýti með jeppum á útivist- arsvæði á Reykjanesi eins og DV hefur greint frá. -BÞ C c kl 18:30 fyrir matargesti £ :00 fyrir tónleikagestí c c ingumiða er ha og midasala.is — c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.