Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Page 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 DV Pretty-hjónin Diane Pretty hefur nú fengið friðinn sem hún þráði. Diane Pretty lést í gær Enska konan Diane Pretty, sem barðist harðri baráttu fyrir því að fá að deyja, bæði fyrir breskum dómstólum og síðan fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu fyrir um það bil hálfum mánuði, lést á hjúkrun- arheimili i nágrenni heimilis síns í Luton á Englandi i gær. Pretty, sem þjáðist af ólæknandi taugasjúkdómi og var lömuð frá hálsi, hafði átt erfitt með öndun síðustu tíu daga og féll síðan í dá á flmmtudagskvöld. Að sögn eiginmanns hennar gekk hún síðustu dagana í gegnum það sem hún hafði óttast mest, sem var að þjást. „Við gátum ekkert gert til að hjálpa henni og nú hefur hún loks fengið friðinn sem hún þráði svo heitt,“ sagði eiginmaðurinn. Norsku krónprinshjónin Hákon krónprins afNoregi fór einn í op- inbera heimsókn til Þýskalands í gær, eftir að hann og kona hans höfðu hlotið alvarlegan sólbruna í viðtali við þýska sjónvarpsstöð. Konunglegur sól- bruni í Noregi Eldrauð, blind og sárþjáð er lýsing- in sem á við um Hákon ríkisarfa Nor- egs og eiginkonu hans, hennar kon- unglegu hátign Mette-Marit, eftir við- tal við þýsku sjónvarpsstöðina n-tv í síðustu viku sem tekið var í tilefni op- inberrar heimsóknar þeirra til Þýska- lands, sem hefjast átti í gær. Viðtalið við krónprinshjónin var tekið í vorblíðunni í garðinum við heimili þeirra í Skaugum, með þeim afleiðingum að bæði hlutu þau alvar- legan sólbruna, auk þess sem krón- prinsessan fékk áverka á homhimnu augna sinna. Eftir viðtalið voru þau flutt á sjúkrahús þar sem þau fengu meðhöndlun en var síðan leyft að fara heim aftur. Samkvæmt upplýsingum frá lækni hirðarinnar, Jan Petter Blomhoff, hlutu bæði hjónin annars stigs bruna auk sárinda í augum og þrátt fyrir bæði brunasmyrsl og augndropa er enn töluvert í land með að þau nái sér að fullu. Ríkisarfinn hélt þó til Þýska- lands í gær en að sögn blaðafufltrúa hirðarinnar verður krónprinsessan eftir heima og verður að halda sig innandyra í lítilli birtu meðan augu hennar eru að jafna sig. Þýska sjónvarpsstöðin hefur lýst yflr leiða sínum yfir að notkun þeirra á sterkum ljóskösturum hafi hugsan- lega orðið til þess að ríkiserfinginn og kona hans urðu svo illa úti vegna sól- branans. -GÞÖ Sharon varð undir í atkvæðagreiðslu: Likud-bandalagið hafnar palestínsku ríki Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, varð í gær undir í atkvæða- greiðslu í miðstjórn Likud-bandalags- ins þegar kosið var um það hvort flokkurinn mundi styðja stofnun palestinsks ríkis í fyrirhuguðum friðarviðræðum. Það var Binyamins Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem lagði tillöguna fram gegn vilja Shar- ons og hlaut hún mikið meirihluta- fylgi miðstjórnarmanna, 669:465, sem verður að teljast mikið áfall fyrir Sharon en fyrr á fundinum hafði hann hvatt samflokksmenn sina til að loka ekki á það að gert yrði ráð fyrir palestínsku ríki í væntanlegum frið- arsamningum við Palestínumenn. Þessi niðurstaða kemur sannarlega á óvart og gæti hugsanlega átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar i for með sér. Sharon sagðist virða niðurstöð- una og sagði að hún hefði engin áhrif á ætlun sína um að sitja áfram í for- sætisráðherrastólnum og fyrirætlanir um að koma á friði. Ariel Sharon. Hann hafði áður sagt í ávarpi að friður kæmist ekki á í Mið-Austur- löndum fyrr en hryðjuverkin væru úr sögunni og rækileg uppstokkun hefði orðið í forystuliði Palestínumanna. „En áður verður í fyrsta lagi að binda enda á ofbeldið og hryðjuverkin og í öðru lagi verða palestínsk stjómvöld að tryggja algiöra uppstokkun, ekki bara í forystuliðinu heldur líka hvað varðar öryggi og efnahag og ekki síst að koma á lögum og reglu meðal þjóð- arinnar,“ sagði Sharon og bætti við að fyrr væri ekki um neitt að semja. Á sama tíma hafa ísraelsmenn frestað öllum aðgerðum á Gaza-svæð- inu og sent Vciraliðið aftur heim en það var kallað út eftir sjálfs- morðsárásina á skemmtistaðinn í ná- grenni Tel Aviv á þriðjudaginn þar sem fimmtán manns létust. Að sögn Binyamin Ben-Eliezer, vamarmálaráðherra ísraels, þýðir það ekki að ísraelsher sé að gefast upp gegn hryðjuverkunum heldur aðeins að verið sé að endurskoða baráttuað- ferðimar. Þrátt fyrir það hafa hafa róstur haldið áfram á svæðinu og á fóstudag var þrettán ára palestínskur drengur skotinn til bana og tveir aðrir særðir þegar til ófriðar kom við gæslustöð ísraelska hersins við bæinn Qami. REUTERSMYND Ungir maóistar marséra í Nepal Ungir maóistar ganga hér fylktu liði til að fagna góðum árangri sínum í baráttunni gegn stjórnarhernum í Nepal, en í gær kom til harðra bardaga þar sem að minnsta kosti 27 þeirra létu lífið. Sjö farast í eldsvoða í Huddersfield á Englandi - fjórir handteknir, grunaðir um íkveikju Lögreglan i Huddersfleld á Eng- landi hefur handtekið fjóra menn vegna rannsóknar á bruna sem varð sjö manns að bana í fyrrinótt, en meðal hinna látnu voru fimm syst- ur á aldrinum sex mánaða til þrett- án ára. Eldsins varð vart um tvöleytið að staðartima i fyrrinótt og að sögn lögreglu lék strax grunur á aö um íkveikju væri að ræða, þar sem þrir til fjórir menn sáust hlaupa af vett- vangi. Að sögn sjónarvotta voru þeir af asísku bergi brotnir, á aldrinum 18 til 20 ára og sáust þeir henda ein- hverju að húsinu sem talið er að hafi verið bensínsprengjur. Ellefu manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og tókst fjórum fullorðnum að bjarga sér á hlaupum undan eldinum sem að sögn sjónar- Frá vettvangi í Huddersfield Rannsóknarliðar lögreglunnar í Huddersfield að störfum. votta breiddist út með leifturhraða. Tvö þeirra dvelja nú á sjúkrahúsi, annað illa skorið eftir að hafa stokkið út um glugga og hitt illa brennt. Húsið, sem er tveggja hæða, er í eigu pakistanskrar fjölskyldu sem þar bjó og talið er að telpurnar hafi verið þar gestkomandi ásamt móður sinni og verið nýkomnar frá Pakistan í frii. Grunur leikur á að öll hafi þau verið sofandi á efri hæðinni þegar kveikt var í, en talið er að upptök eldsins hafi verið á neðri hæðinni þegar bensín- sprengjunum var kastað þar inn um glugga í anddyri. Hinir grunuðu voru handteknir í gærkvöld en nánari upplýsingar um nöfn þeirra eða ástæðu fyrir íkveikjunni fengust ekki uppgefnar. mmnmm: Loftið féll niður Óttast er að allt að átta verkamenn, sem unnu að við- gerðum, hafi slasast alvarlega þegar hluti þaks Baikon- ur-geimferðstofnun- arinnarí Kazakhst- an féll niður í gær. Byggingin er 70 til 100 metra há og hýsir meðal annars Buran-geim- skutlima sem notuð er til að ferja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvar- innar sem er á sporbraut um jörðu. Engar nánari fréttir höfðu borist af slysinu í gærkvöld en að sögn rúss- neskra yfirvalda voru björgunarlið- ar á leiðinni á slysstaðinn og var óttast að mennimir væru enn fastir undir rútunum. Ellefu farast I lestarslysi Að minnsta kosti ellefu manns eru taldir af og meira en hundrað slasaðir eftir lestarslys sem varð í Uttar Pradesh-héraði í norðurhluta Indlands í gær. Að sögn stjórnvalda er ekki útlok- að að um skemmdarverk sé að ræða en þrettán af 24 vögnum lestarinnar munu hafa lent út af sporinu. aðgerðum Pervez Mus- harraf, forseti Pakistans, til- kynnti í gær að gripiö yrði til víð- tækra aðgerða gegn hryðjuverk- um í landinu í kjölfar sjálfs- morðsárásarinnar í Karachi á mið- vikudaginn þar sem fimmtán manns létu lífið. Flestir hinna látnu voru franskir tæknimenn sem unnu fyrir pakistanska sjóherinn en til- ræðismaðurinn ók bil sinum í veg fyrir hópferðabifreið sem þeir ferð- uðust með. Ariana hefur áætlunarflug Afganska rikisflugfélagið Ariana hefur byrjað áætlunaraflug milli Kabul og Islamabad í Pakistan og var fyrsta ferðin farin í gær og var jafnframt fyrsta flugið milli höfuð- borgtanna síðan í tíð talíbanastjórn- arinnar. Pakistanska flugfélagið PIA mun einnig fljótlega hyggja á áætlunar- flug flug milli borganna og þykir það vísbending um að afganskur efnahagur sé eitthvað að rétta úr kútnum. Eldflaugaárás í Pakistan Sprengjuflaug var um helgina skotið að yfirgefnu skólahúsnæði í Pakistan þar sem talið er að banda- rískir sérsveitarmenn, sem leita al- Qaeda-liða í fjaUendinu á landa- mærum Afganistans, hafi bæki- stöðvar sínar. Flaugin mun hafa misst marks þannig að ekki var ótt- ast um að neinn hefði farist eða slasast. Þetta er í annað skipti sem eldflaug er skotið að hugsanlegri bækistöð bandarísku sérsveitanna á svæðinu á undanfórum tveimur vikum og leikur grunur á að al- Qaeda-liðar hafi verið þar að verki. Gin- og klaufaveiki Óttast er að skæður gin- og klaufaveikifarandur geti verið í uppsiglingu í Suður-Kóreu eftir að sjúkdómsins var vart á fjórum svínabúum í norðurhluta landsins um helgina en áður hafi verið til- kynnt um þrjú tilfelli í nágrenni Seúl, höfuðborgar landsins. Powell bjartsýnn Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að hann væri bjart- sýnn á að samkomu- lag um fækkun lang- drægra kjamaflauga næðust á leiðtoga- fundinum sem fyrir- hugaður er í Moskvu í lok mánaðar- ins. Pervez lofar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.