Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Laun embættismanna vegna flutningsjöfnunarsjóða: Kjaranefnd spurði um aukastörf - sjóðirnir ekki nefndir til sögunnar í formlegum svörum Kjaranefnd óskaði eftir því haust- ið 1999 að allir embættismenn, sem undir hana heyra, gerðu grein fyrir aukastörfum sem þeir sinntu. Eng- inn þeirra þriggja embættismanna, sem þegið hafa laun fyrir stjórnar- störf í flutningsjöfnunarsjóðum ol- iuvara og sements, gerði grein fyrir þessum störfum í skriflegum svör- um sínum til nefndarinnar. Eins og DV hefur greint frá hafa Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppn- isstofnunar, og Jón Ögmundur Þor- móðsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viöskiptaráðuneytinu, þegið 500 og 400 þúsund krónur á ári fyrir að sitja í stjóm flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara án þess að kjaranefnd væri kunnugt um það þegar spurt var eft- ir því í síðustu viku. Atli Freyr Guömundsson, sem einnig er skrif- stofustjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu, hefur þegið nokkur hundmð þúsund krónur árlega fyr- ir formennsku I flutningsjöfnunar- sjóði sements, einnig án vitundar kjaranefndar. Hlutverk kjaranefndar Kjaranefnd ber samkvæmt lögum að úrskurða hvaða störf embættis- manna tilheyra aðalstarfi þeirra og hver beri að launa sérstaklega. Þetta þarf að meta í hvert sinn. Samkvæmt viðmiðunarreglum nefndarinnar er embættismanni ekki greitt sérstaklega fyrir setu í nefnd, ef verkefni hennar tengist þeirri stofnun eða því ráöuneyti sem hann starfar við. Dæmi, sem varpar ljósi á þessa reglu, er að for- stjóri Vinnumálastofnunar fær sér- staklega greitt fyrir að sitja í Ot- varpsráöi, þar sem störf hans í Út- varpsráði teljast ekki tengjast störf- um hans í Vinnumálastofnun með neinum hætti. í viðmiðunarreglunum segir einnig, að embættismanni sé ekki greitt sérstaklega fyrir setu í nefnd sem hann situr í lögum samkvæmt. í þessu ljósi orkar það tvímælis - DVWVND GVA Stjómarráðiö Ráöuneytisstjórar, skrifstofustjórar í ráðuneytum og forstööumenn stofnana eru meðal þeirra sem fá laun samkvæmt ákvöröunum kjaranefndar. Nefndin spuröi um aukastörf allra embættismanna sem undir hana heyra haustiö 1999, enda gera viömiöunarreglur hennar ekki ráö fyrir aö greitt sé sérstaklega fyrir aukastörf sem tengjast ráöuneyti eöa stofnun viðkomandi embættismanns. a.m.k. við fyrstu sýn - að forstjóri Samkeppnisstofnunar skuli fá greitt fyrir stjómarformennsku í flutn- ingsjöfnunarsjóði olíuvara; seta hans þar er bundin í lög. Sérstakar greiöslur Greiðslumar vegna flutningsjöfn- unarsjóðanna tveggja era sérstakar að því leyti, að þær eru ekki inntar af hendi af viðkomandi ráöuneyti heldur af sjóðunum sjálfum. Þeir hafa sjálfstæða tekjustoína - flutn- ingsjöfnunargjöld - og standa því sjálfir straum af rekstri sínum. Þetta er sögð meginástæðan fyrir því að greiðslumar hafa ekki verið til umfjöllunar. Eins og DV hefur greint frá hefur kjaranefnd aldrei fjallaö um ofan- greindar greiðslur, sem þó er hlut- verk hennar. Formaður nefndarinn- ar hefur tjáð DV að sér hafi verið ókunnugt um greiðslumar og má af því ráða að ekki hafi verið á þær minnst í svörum við spumingum nefndarinnar um aukastörf haustið 1999. Jón Ögmundur Þormóðsson segist hins vegar telja að nefndin hafi vitað um setu hans i stjórn sementssjóðs- , Georg Guörún Olafsson. Zoéga. ins; hann hafi greint formanni kjara- nefndar frá því símleiðis í október 1999. „Ég tjáði henni að ég sæti í stjórn sjóðsins, svo og að ég teldi störf mín þar ekki tengjast störfum mínum í ráðuneytimum og mundi því ekki víkja sérstaklega að setu minni í sjóðnum í svari til kjara- nefndar vegna fyrirspurnar nefndar- innar,“ segir Jón Ögmundur. „Ég man ekki eftir því en ég rengi ekki Jón Ögmund,“ segir Guðrún Zoega, formaður kjaranefndar, spurð um símtalið sem Jón Ög- mundur vísar til. Aðal eða auka Jón Ögmundur segir að kjara- nefnd hefði getað kallað eftir upp- lýsingum um nefndastörf frá ráöu- neytinu. Hann segir líka að sam- kvæmt lögum um kjaradóm og kjaranefnd þurfi embættismenn ekki að veita kjaranefnd upplýsing- ar um önnur aukastörf en þau sem „störfum þeirra fylgja." í orðunum felst að þar sem hann telji stjómar- störfin ekki „fylgja" störfum hans í ráðuneytinu hafi honum ekki borið að gera grein fyrir þeim. Lagaákvæðið sem hann vísar til er nánar tiltekið á þá leið, að kjara- nefnd geti krafið embættismenn um skriflegar eða munnlegar skýrslur; þeir skuli þá „... m.a. veita upplýs- ingar um aukastörf og önnur hlunnindi sem störfum þeirra fýlgja." Á öðram stað segir að nefndin skuli úrskurða.hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega." Erfitt er að gera sér í hugarlund hvemig nefndin eigi að geta úrskurðað um það, ef embættismönnum er i sjálfsvald sett að ákveða um hvaða aukastörf þeir gefa upplýsingar þegar eftir því er spurt. Túlkun tryggingafélaganna á lögum: Notaðir varahlutir settir í tjónabíla - eðlilegt og samkvæmt lagahefð, að mati FÍB Svo virðist sem ís- lensk tryggingafélög bifreiða hafi í ein- hverjum mæli stund- að það að láta setja notaöa varahluti í bíla sem verða fyrir tjóni hérlendis. Einn bifreiðaeigandi sagði þannig í samtali við DV að starfsmaður VÍS hafi fullyrt við sig að félagið mætti láta setja notaða vara- hluti í bíla sem væra tveggja ára eða eldri. Eigandinn segir að starfsmenn á verkstæði Bifreiða og landbúnaðar- véla hafi staðfest að slíkt væri mik- ið stundað af öllum íslensku trygg- ingafélögunum. Þetta væri gert þrátt fyrir að ekkert í tryggingaskil- málum félaganna heimili slíka isetningu á notuðum varahlutum. Páll Breiðfjörð Páls- son hjá VÍS taldi sig kannast við þetta mál og sagði það túlkun tryggingafélaganna á lögunum að nota mætti „boddýhluti" úr eldri bilum, en þó aldrei eldri en þeim bíl sem verið væri að gera við. Varðandi slitfleti þá miðaði fé- lagið við að keyptir væru nýir varahlutir. Hann staðfesti þó að ekkert væri tekið fram um slíkt í tryggingaskil- málum. Forsaga málsins er sú að í febrúar sl. varð sonur bíleigandans fyrir þvi óhappi að aka bifreið á umferðar- skilti á umferðareyju. Hnoðaðist skiltið undir bílinn og skemmdi hann töluvert og lak olía m.a. af vél- inni. Var bifreiðin, sem er af gerö- inni Renault, árgerð 1996, send á bilaverkstæði í Kópavogi til viðgerð- ar. Viku seinna var bíllinn tilbúinn, en þá kom í Ijós að enn lak af honum olia og óhljóð vora í vél. Tjónaskoð- un tryggingafélagsins vísaði fólkinu aftur á verkstæðið, en þar var eig- endum tjáð að slíkur olíuleki væri „veiki“ í þessari tegund bifreiða og þetta tengdist ekkert óhappinu. Var því farið með bflinn á verstæði B&L þar sem gert var við hann. Eftir margháttaðar viðgerðir hjá B&L kom í ljós að olíupanna undir vél reyndist ónýt. Við athugun var síðan upplýst að pannan var gömul og úr erlendum tjónabíl og var því reynt að fá þessa viðgerð endur- greidda hjá tryggingafélaginu. Páll Breiðfjörð sagði að þar sem panna hafi ekki verið til hjá umboð- inu þegar þetta var hafi verið keypt panna frá Japanska innflutningsfyr- irtækinu sem flytur inn notaða varahluti. Gat hafi síðan verið á pönnunni þegar á reyndi, en málið væri nú uppgert. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir þessa starfshætti trygg- ingafélagana eðlilega. Fyrir því liggi dómar og lagavenjur sem rekja megi aflt aftur til Grágásar. Hann segir sambærileg ágreiningsmál hafa komið upp í nágrannalöndun- um. Niðurstaðan hafi verið sú að heimilt sé að nota hluti úr gömlum bílum, þó aldrei eldri bílum en ver- ið sé að gera við. Varðandi slitfleti segir Runólfur hins vegar óviðun- andi að nota gamla hluti. Dæmi um slíkt hafi þó ekki komið inn á borð FÍB. -HKr. Fjölmargir bílar lenda í tjónum hér á landi Eölilegt er að nota hluti úr öörum notuöum bílum af sömu árgerö þegargert er viö aö mati tryggingafélaga og FÍB. Allt nema slitfleti í vél og hjólabúnaöi. Dómsmálaráðuneytið: Grænt Ijós á rauð númer - á Nato-bílunum Dómsmálaráðuneytið gaf í gær- morgun út skriflegt leyfi þess efnis að heimil væri notkun án takmark- ana á bifreiðum þeim sem skráðar era á rauð númer, svokölluð RN- númer, meðan Nato-fundurinn stæði yfir. Bifreiðimar umræddu eru hluti af þeim bílaflota sem not- aður er til að ferja fundargesti milli staða. Þegar DV kannaði málið í gær vísaði hver á annan, utan forstjóri Skráningarstofunnar hf. sem taldi að bílarnir væru notaðir utan ramma reglugerðar um númerin og þvi ólöglegir í umferðinni. Nú hefur ráðuneytið gefið grænt ljós á notkun rauðu númeranna með- an á Nato-fundinum stendur. -JSS Mála yfir veggjakrotið Harpa Sjöfn hf. og Reykjavíkur- borg hafa gert með sér samkomulag um sameiginlegt átak til að spoma gegn veggjakroti. Með átakinu ætla borgaryfirvöld að vinna skipulega að því að færa Reykjavík í „sparifot- in“ á ný. Samningurinn felur í sér að Harpa Sjöfn leggur íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur (ÍTR) tfl 2.000 lítra af málningu til átaksins og munu unglingar á vegum Reykja- víkurborgar vinna við þetta átak strax og þau hefja sumarvinnu sína i júní. „Það er von Reykjavíkurborgar og Hörpu Sjafnar að þetta hreinsunar- átak virki hvetjandi á eigendur fast- eigna sem hafa orðið fyrir barðinu á veggjakroti, að láta til skarar skríða gegn þessari sjónmengun með því að mála og hreinsa veggjakrot af mann- virkjum nú í upphafi sumars," segir í fréttatilkynningu um samninginn og þar er enn fremur vonast til að þeir sem kroti á veggi láti af þessum ósið. -HI Grafarvogur: Úrskurður um veg staðfestur Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð þess efnis að heimilt sé að gera tveggja akreina veg frá Fjall- konuvegi að Víkurvegi. Þó verða framkvæmdaraðflar að hafa samráð við íbúa við Garðhús og kirkju- garðsyfirvöld um hönnun og út- færslu mótvægisaðgeröa auk þess sem leitast verður við að haga hljóð- vörnum með þeim hætti að óæski- leg umhverfisáhrif veröi sem minnst. Hin kærða framkvæmd er lagn- ing Hallsvegar, tveggja akreina stofnbrautar frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði 7,5 metra breiður og um 800 metra langur. Gert er ráð fyrir þrennum gatna- mótum í tengslum við framkvæmd- ina. íbúar við Garðhús og íbúasam- tök Grafarvogs kærðu þessa fram- kvæmd á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að þessum úr- skurði formlega. M.a. sé skipulags- stjóri rikisins og Skipulagsstofnun vanhæf til að úrskurða um mat á umhverfisáhrifum auk þess sem kærendum hafi ekki verið gefinn kostur á að neyta andmælaréttar. Umhverfisráðherra féllst ekki á þessi rök og staðfestir því úrskurð skipulagsstjóra rikisins að uppfyllt- um framangreindum skilyrðum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.