Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 6
6 MIDVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 Fréttir ÐV Kongóskur sakborningur og skýringar hans á reikningi tengdum milljónasvikum: Hlátur og knattspyrnu- samskipti við KR 24 ára Kongómaður, sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni, vegna margmilljóna fjársvikamáls gagnvart bönkum á Bretlandseyjum og íslandi, segist hafa stofnað reikning i SPRON m.a. vegna viðskipta með afríska knattspymumenn. Hann sagði íyrir dómi í gær að knattspymufélagið KR væri eina félagið hér á landi sem sýnt hefði honum áhuga. Maðurinn kveðst reka knattspyrnuskóla eða félag í Kamerún og hefði verið að koma á kynnum og jafnvel samningum milli íslands og afrískra knattspyrnu- manna. Ekkert kom hins vegar fram í réttarhaldinu um að KR eða nokkurt annað islenskt íþróttafélag hefði greitt eitt eða neitt inn á reikning þessa manns. Maðurinn sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 1998 en var hafnað. Hann þáði svo samtals á aðra millj- ón króna I aðstoð frá félagsmálayfír- völdum á árunum 1999 til 2001. Hann fór úr landi síðasta vetur en var framseldur hingað aftur eftir að sakamálið kom upp. „Hann er mjög góður knatt- spymumaður," sagði nígerískur maður sem einnig er ákærður. „Samskipti okkar voru aðallega vegna knattspymu og áhuga okkar á meistaradeild Evrópu,“ sagði hann spurður út í tengsl þeirra. Tók féð út samdægurs Kongómaðurinn er ásamt tveim- ur Nígeríumönnum ákærður í fjársvikamálinu sem tengist bönk- um í Bretlandi og írlandi annars vegar en Landsbankanum, SPRON og Íslandsbanka-FBA hins vegar. Mennimir em ákærðir fyrir að hafa komið undan samtals á áttundu milljón króna en hald var lagt á rúmar þrjár milljónir. Inn á framangreindan banka- reikning Kongómannsins í SPRON, sem hann segist hafa stofnað vegna Óttar Sveinsson blaöamaöur knattspymumála, voru lagðar á sjöttu milljón króna í tvennu lagi i ágúst. Maðurinn tók megnið af fénu út samdægurs eða daginn eftir. Þetta fé er nú tapað. Maðurinn er ásamt Nígeríu- manni, búsettum i Breiðholti, ákærður fyrir að hafa notað falsað- ar millifærslubeiðnir sem þeir sendu Northern Bank á Norður-ír- landi. Beiðnimar litu út fyrir að koma frá erlendum reikningseig- endum en svo reyndist ekki vera. Óskað var eftir að 2,8 milljónir króna yrðu millifærðar í hvort skipti inn á reikning Kongómanns- ins í SPRON við Skólavörðustíg. Var þetta gert. Kongómaðurinn fór úr landi síö- astliðinn vetur en fékkst framseldur frá Svíþjóð í mars og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Nigeriumenn- imir em hins vegar í farbanni. Hlátur og límósínuþjónusta Kongómaðurinn hristist af hlátri þannig að eftir var tekið i dómsaln- um í gær. Þá var Nígeríumaður- inn, sem er ákærður með honum fyrir svikin gagnvart SPRON, i vitnastúku. Hann var að lýsa því yfir að „kannast ekkert" við að hafa beðið nígeríska vinkonu sína, búsetta hér á landi, að leyfa sér að nota bankareikning hennar við að millifæra milljónir króna frá Bret- landseyjum. Nígeriumaðurinn er ákærður fyrir að hafa reynt tvisvar að svíkja 1,2 milljónir króna út úr Barclays Bank og National Westminster Bank með því að láta þá millifæra á reikning konunnar. I bæði skiptin voru færslumar bakfærðar í tæka tíð - þarna er því ákært fyrir tilraun til fjársvika. Konan, sem starfar sem þjónustu- stúlka á hóteli í Reykjavík, kom í vitnastúkuna. Hún sagði ákveðið, eftir að dómari minnti hana á sann- sögli, að Nígeríumaðurinn hefði beðið sig um að fá að nota banka- reikning hennar í íslandsbanka- FBA. Hún segir manninn hafa ósk- að eftir þessu vegna viðskipta sinna með fisk við breskt fyrirtæki - skýr- ingar mannsins væm þær að ef hann notaði eigin reikning tæki bankinn alla upphæðina vegna skulda. „Ég sagði honum svo að hann yröi að fá annan reikning," sagði konan sem ekki er ákærð þar sem lögregla telur hana hafa lánað reikning sinn í góðri trú áður en hún reyndi að koma í veg fyrir frek- ari skaða. Nígeríumennimir tveir hafa sagt hinum fjölskipaða dómi héraðs- dóms aö þeir hafi verið vinir og við- skiptafélagar, þeir hafl m.a. lagt á ráðin um að reka límósínuþjónustu. Dómur gengur innan fárra vikna. Ætlaði að koma á viöskiptum með knattspyrnumenn Hann sótti um pólitískt hæli áriö 1998, þáói á aöra milljón króna fra félags- málayfirvöldum á þriggja ára tímaþili, fór svo úr landi í vetur en var framseld- ur aftur vegna tugmilljóna fjársvikamáls. Jóga fyrir böm í sumar Skemmtileg vikulöng námskeið sem verða haldin í Ármúla 38 í júní og júlí. Námskeiðin eiga fyrst og fremst að vera skemmtilega og gefá börnunum tækifæri á að öðlast meiri einbeitingu, gleði, sjálfsvirðingu, sveigjanleika, styrk og líkamsmeðvitund. Námskeiðin verða sambland af jógaleikfimi og leikjum. Einungis 12 börn komast á hvert námskeið og verður þeim skipt niður í eftirfarandi aldurshópa: Milli 8.30 og 11.30 - 7 til 9 ára. Milli 13.30 og 16.30 - 10 til 12 ára. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi tímum 1) 10. til 14. júní. 2) 18. til 21. júní 3) 24. til 28. júní 4) l.til 5. júlí 5) 8. til 12 júlí 6) 15. til I9.júlí 7) 22. til 26. júlí Verð: 6.900 kr. fyrir vikuna. Leiðbeinendur verða tveir til þrír á hverju námskeiði. Nöfn þeirra sem kenna í sumar eru: Guðjón Bergmann, Jóhanna Bóel, Bará Steinunn Jónasdóttir, Bryndís Kjartansdóttir, Dagný Einarsdóuir, Hlín Helga Guðlaugsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir. Skráning og nánari upplýsingar á www.gbergmann.is eða í síma 690-1818. Nýafstaðið barnaþing í New York: Óhugnanleg útbreiðsla alnæmis meðal barna „Það sem einkenndi umræðuna í þetta skipti var í fyrsta lagi óhugnanleg útbreiðsla á alnæmi meðal bama, einkum i löndum Afríku sunnan Sahara,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem er ný- kominn af aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna úm réttindi bama sem haldin var í New York. Bragi sagði vitað að þau böm á ofangreindum landsvæðum sem dáið hefðu úr alnæmi skiptu millj- ónum. í skýrslu aðalritara SÞ kæmi fram að meira en tíu millj- ónir bama væru nú munaðar- lausar vegna fráfalls foreldra af völdum alnæmis. Teikn væru á lofti um að þessi hræðilegi sjúk- dómur væri að berast víðar. „Af öðram atriðum sem settu svip sinn á umræðuna má nefna dauðarefsingu á bömum," sagði Bragi. „Gerö var tilraun til að ná því inn i sameiginlega ályktun þingsins aö óheimilt væri að dauðarefsing gilti fyrir böm yngri en 18 ára. Bandaríkjamenn lögð- Breiöist út Meira en tíu milljónir barna eru nú munaöarlaus vegna fráfalls foreldra af völdum alnæmis. Teikn eru á lofti um að þessi hræöilegi sjúkdómur sé aö berast víöar. ust mjög harkalega gegn því og það náðist því miður ekki inn í ályktunina. Þá má nefna mál sem varða kynfræðslu og fóstureyðingar. Þar var einnig dálítið harkalega tekist á. Annars vegar var um að ræða andstöðu við ákvæði um kyn- fræðslu og fóstureyðingar. Þar stóðu saman Bandaríkjamenn, arabaríkin, Vatíkanið og kaþólsku ríkin. Evrópuríkin, Kanada, Ástr- alía o.fl. lögðu mikla áherslu á þessa þætti.“ Bragi sagði enn fremur að sá ár- angur sem náðst hefði á síðasta áratug væri annars vegar lækk- andi dánartíðni bama, svo og ólæsi fullorðinna vegna bættrar menntunar almennt í heiminum. Markmið aukaallsherjdrþings- ins hefði verið aö koma á sameig- inlegri áætlun um ráðstafanir sem eiga að bæta lífskjör bama um all- an heim. Fulltrúar 180 ríkja sátu þingið. „Það ánægjulegasta við þetta er þegar tekst að búa til sameigin- lega aðgerð," sagði Bragi. „Það tókst á þessu þingi og er stórkost- legur sigur. Menn voru misjafn- lega ánægðir og ef til vill má segja að væntingar okkar Evrópubúa hafi ekki gengið fyllilega eftir. En í heildina tekið held ég samt sem áður að menn hljóti að fagna því að það hafi tekist að ná samkomu- lagi milli 180 ríkja um 21 markmiö svo og aögerðaáætlun til að bæta lífsaðstæður bama í veröldinni. Það er þrekvirki og sýnir í raun og vera hvað Sameinuðu þjóðim- ar era orðnar stórkostlegur vett- vangur fyrir alþjóðlegt samstarf.“ -JSS REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 22.37 22.22 Sólarupprás á morgun 04.10 03.56 Síödegisflóð 21.02 02.02 Árdegisflóð á morgun 09.29 01.35 JaTL>s7'j 1 Norðausflæg átt, 8-13 m/s en 13-18 á annesjum austanlands. Dálítil slydduél norðaustanlands en annars yfirleitt bjart veður. Lægir smám saman og léttir til á Norður- og Austurlandi í kvöld og nótt. Léttskýjað Ausflæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað á morgun. Hiti 1 til 11 stig að deginum, hlýjast sunnan- lands. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hiti 8° Hiti 10° Hiti 10° til 15° tii 15° tif 15° Vindur: Vindur: Vindur: 5-8 m/° 5-8'»/* Austlæg eða Bieytileg átt og Bfeytlleg att breytileg ótt og léttskýjað um sem breytist í bjart í veftri. Httl land allt Áfram NA-átt með nœr víða 15 Wýtt veður. vætu norðan til. stigum yfir Annars bjart. daglnn. <• 11 m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 0 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 1 BOLUNGARVÍK skýjað 1 EGILSSTAÐIR snjókoma 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 5 KEFLAVÍK skýjaö 2 RAUFARHÓFN slydduél 0 REYKJAVÍK skýjaö 2 STÓRHÖFÐI skýjaö 3 BERGEN alskýjað 10 HELSINKI hálfskýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12 ÓSLÓ skýjaö 11 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN þoka 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 12 ALGARVE skýjað 18 AMSTERDAM skýjaö 12 BARCELONA þokumóöa 14 BERLÍN léttskýjaö 13 CHICAGO heiðskírt 8 DUBUN skýjaö 13 HAUFAX þokumóða 5 FRANKFURT skýjaö 12 HAMBORG léttskýjaö 12 JAN MAYEN skýjaö -1 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG skýjað 11 MALLORCA heiösktrt 15 MONTREAL 3 NARSSARSSUAQ heiöskírt 3 NEW YORK hálfskýjaö 9 ORLANDO heiöskírt 19 PARÍS þokumóöa 10 VÍN léttskýjaö 17 WASHINGTON heiöskírt 10 WINNIPEG heiöskírt 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.