Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
DV
Bæjarstjóraskipti yfirvofandi í nokkrum sveitarfélögum:
Minnst átta bæjarstjórar víkja
- talan mun líklega hækka þegar myndun meirihluta er lokið
Eftir nýafstaðnar sveitarstjóm-
arkosningar eru eins og gefur að
skilja nokkur hreyfing á bæjar-
stjórum. Nú þegar liggur fyrir að
átta bæjarstjórar munu láta af
störfum og þessi tala mun að öllum
líkindum hækka á næstu dögum
þegar nýkjömir bæjarfulltrúar fara
að ræða saman um meirihlutasam-
starf.
Alls fjórir bæjarstjórar í helstu
byggðarkjömum landsins höfðu
ákveðið það fyrir kosningar að þeir
ætluðu ekki að halda starfinu
áfram. Þetta voru Sigurgeir Sig-
urðsson á Seltjarnamesi, Ellert Ei-
ríksson í Reykjanesbæ, Ólafur
Kristjánsson í Bolungarvík og Guð-
jón Hjörleifsson í Vestmannaeyj-
um.
Eins og staðan er núna er ljóst að
aðrir fjórir bæjarstjórar munu
missa starfið vegna kosningarúr-
slita í bæjarfélögum þeirra. Þeir
sem era að missa starfið vegna
þess að flokkur þeirra missir meiri-
Sigurgeir Ellert
Sigurðsson. Eiríksson.
Magnús Ásgeir Logi
Gunnarsson. Asgeirsson.
hluta eru Magnús Gunnarsson í
Hafnarfirði og Ásgeir Logi Ásgeirs-
son á Ólafsfirði. Þá er líklegt að
Ólafur Guðjón
Kristjánsson. Hjörleifsson.
Jóhann Karl
Sigurjónsson. Björnsson.
hreinn meirihluti sjálfstæðis-
manna í Mosfellsbæ verði til þess
að Jóhanni Sigurjónssyni bæjar-
stjóra þar verði sagt upp en hann
var ráðinn til starfsins sem ópóli-
tískur bæjarstjóri fyrir átta árum.
Nýr meirihluti Samfylkingarinnar
í Árborg hefur ákveðið að auglýsa
starf bæjarstjóra en því starfi hefur
Karl Bjömsson gegnt. Hann er því
að missa það starf nema að hann
ákveði að sækja um það aftur og
verði ráðinn.
Störf nokkurra fleiri bæjarstjóra
eru í hættu og mun framvinda
þeirra koma í ljós þegar nýir meiri-
hlutar liggja fyrir. Það er t.d. enn
óljóst hvort bæjarstjóramir á Ak-
ureyri og í Kópavogi halda starf-
inu. Sérstök óvissa er um hvemig
málum er háttað í þeim bæjarfélög-
um þar sem meirihlutinn er fallinn
en ópólitískur bæjarstjóri hefur
verið ráðinn. Þetta á m.a. við um
Siglufjörð, Skagafjörð, Fjarða-
byggð, Seyðisfjörð og Hveragerði.
Líklegra verður þó að teljast en hitt
að í þessum tilvikum missi bæjar-
stjórarnir störf sin. -HI
Fjaröabyggö:
Framsókn og
Fjaröalisti
í viðræðum
Engar formlegar viðræður eru
hafnar í Fjai'ðabyggð um myndun
nýs meirihluta en eins og kunnugt
er féll meirihluti Fjarðalistans í
kosningunum á laugardaginn. Þor-
bergur N. Hauksson, efsti maður á
lista Framsóknarflokks, viður-
kenndi þó í samtali við DV i gær-
kvöld að Framsóknarflokkurinn
íhugaöi samstarf við Fjarðalistann.
„Við höfum átt fundi með for-
svarsmönnum Fjaröalistans en ekk-
ert hefur verið ákveðið. Það þarf að
ræða ýmis mál ofan í kjölinn áður
en hægt er að hefja formlegar við-
ræður,“ sagði Þorbergur í gær-
kvöld. Hann sagði jafnframt að við-
ræðunum yrði haldið áfram í dag og
væntanlega yrði það tilkynnt á
morgun hvort efnt yrði til formlegra
samningaviðræðna við Fjarðalist-
ann. -jká
Ragnhelóur
Ríkharösdóttir.
S j álf stæðisf lokkurinn:
Besti árangurinn
í Mosfellsbæ
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir,
oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Mos-
fellsbæ, sem náði
bestum árangri
sjálfstæðismanna
á landinu i
kosningunum á
laugardag, sagði í
samtali við DV aö
hún væri fyrst og
fremst þakklát kjósendum en lofaði
jafnframt samstarfsmenn sína í há-
stert: „Þessi sigur sýnir einfaldlega
að við höfum kynnt stefnuskrá okk-
ar framúrskarandi vel. Þessi sam-
henti og ákveðni hópur hefur unnið
markvisst að þessum árangri frá
því í febrúar og það geislar af okkur
einhver ólýsanlegur kraftur." Að-
spurð segist Ragnheiður ekki geta
sagt til um á þessari stundu hvort
hún ætlar sér að setjast í bæjar-
stjórastólinn. „Það verður þó ekkert
beðið með þá ákvörðun og á ég von
á að hún verði tekin á allra næstu
dögum,“ sagði Ragnheiður.
Árangur sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ á laugardag er einkar
glæslilegur, en flokkurinn náöi þar
aftur meeirihluta sínum eftir átta
ára samfelldan meirihluta
vinstrimanna og framsóknarmanna
í bænum. Fylgisaukning
Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í
kosningunum um helgina nam 13,7
prósentum og er hún með því mesta
sem flokkur bætti við sig í
kosningunum. Aðeins Samfylkingin
í Árborg bætti meiru við sig.
- Vig.
Meirihlutaviðræður D-lista og B-lista á Akureyri:
Skilyrði að KHstján
verði bæjarstjóri
Eitt af skilyröum sjálfstæðis-
manna fyrir meirihlutasamstarfi
með framsóknarmönnum er að
Kristján Þór Júliusson verði áfram
bæjarstjóri. Þetta hefur DV eftir
heimildum úr innsta hring annars
flokksins og er talið að framsóknar-
menn muni
ganga til samninga á þeim
grunni. Kristján Þór vildi ekkert tjá
sig um þetta atriöi eða viðræður
flokkanna í samtali við DV en sagð-
ist telja ólíklegt að niðurstaða næð-
ist fyrr en á morgun. Umræður
voru síðdegis í gær milli hlutaðeig-
Kristján Þór Jakob
Júlíusson. Björnsson.
andi og munu að líkindum halda
áfram í dag.
Jakob Bjömsson, oddviti fram-
sóknarmanna, er fyrrverandi bæjar-
stjóri á Akureyri. Líklegt er talið að
hann verði formaður bæjarráðs en
eins og Kristján Þór vildi hann ekki
tjá sig um viðræðumar fyrr en að
fenginni niðurstöðu,
Oddur Helgi Halldórsson, oddviti
L-lista, vann kosningasigur og bætti
við sig manni. Hann lýsir óánægju
með að hafa ekki átt kost á meiri-
hlutaviðræðum.
Ef að líkum lætur verða 7 fulltrú-
ar B- og D-lista í meirihluta en 4 í
minnihluta. Þar á Samfylking einn
mann, Vinstri grænir eirrn mann og
L-listinn tvo menn. -BÞ
Hallarbylting í Dalvíkurbyggð:
Óheiðarleg vinnubrögð
- segir oddviti vinstri manna
Þrátt fyrir að meirihluti fram-
sóknarmanna og vinstri manna
hafi haldið velli í Dalvíkurbyggð
era allar líkur á nýjum meirihluta.
Sjálfstæðismenn era á leið í sam-
starf með framsóknarmönnum ef
viðræður flokkanna skila árangri.
Þeir ræddu saman í gærkvöld og
hyggjast halda viðræðunum áfram.
Sigurður Valdimar Bragason,
oddviti framsóknarmanna, sagði í
samtali viö DV að ástæða þess að
framsóknarmenn sneru sér frá I-
lista vinstri manna að Sjálfstæðis-
flokki væri að hluta til útkoma
kosninganna. Vinstri menn hefðu
tapað fylgi til sjálfstæðismanna og
hann liti svo á að Framsóknar-
flokkurinn hefði aöeins verið bund-
inn til fjögurra ára í meirihluta
með I-listanum. Þeim tima væri nú
lokið og önnur fjögur ár framund-
an.
Ingileif Ástvaldsdóttir, skóla-
stjóri í Dalvíkurbyggð og oddviti I-
lista vinstrimanna, sagðist ekki
telja vinnubrögð framsóknar-
manna heiðarleg þar sem samstarf-
ið hefði byggst á heilindum og eng-
inn ágreiningur orðið í meirihluta-
starfinu. Hún liti svo á að meiri-
hutinn hefði haldið velli og það
hefði komið henni í opna skjöldu
þegar framsóknarmenn tilkynntu
henni að þeir hygðust ganga til við-
ræðna við sjálfstæðismenn. Ingileif
sagði það sjálfsagða kurteisi að
fyrst hefði verið fundað formlega
milli I-lista og B-lista en framsókn-
armenn hefðu ekki boðið upp á
slíkt. Það væru óeðlileg vinnu-
brögð. -BÞ
Samfylking í Árborg:
Fylgið jókst um 50%
— hlutfallslega stærsti sigurinn í kosningunum á laugardag
„Við erum vel stemmd og
ánægð með þennan árangur
sem er vonum framar,"
sagði Ásmundur Sverrir
Pálsson, oddviti Samfylk-
ingarinnar í Árborg, sem
vann tímamótasigur í sveit-
arstjómarkosningunum,
hlaut 40,8% greiddra at-
kvæða,
okkar um 50% frá síðustu
kosningum," sagði Ás-
mundur. Hann þakkar
samhentum lista og þrot-
lausri vinnu þeirra sem
stýrðu kosningabarátt-
unni árangurinn ásamt
góöri stefnuskrá listans.
„Hvernig sem litið er á
þetta er um að ræða stór-
Ásmundur
Þetta er mesta fylgis- Sverrir Pálsson. sigur vinstri aflanna í Ár-
aukning Samfylkingarinnar á borg,“ sagði Ásmundur.
landinu, við erum að auka fylgi Árið 1998 var sameiginlegur listi
vinstri manna í Árborg en nú
ákváðu Samfylking og Vinstri
grænir að bjóða fram aðskildir.
Hefðu fylkingamar boðið saman
fram og fengið sameiginlega at-
kvæðamagn beggja listanna hefði
það dugað til að ná hreinum meiri-
hluta í bæjarstjóm. „Það er spum-
ing hvernig þessi atkvæði hefðu
fallið á sameiginlegan lista. Það er
líka ágætt fyrir flokkana að mæla
sitt fylgi á þennan hátt,“ sagði Ás-
mundur Sverrir Pálsson. -NH
Oktavía Valgeröur
Jóhannesdóttir. Bjarnadóttir.
Útstrikanir:
Fjórði hver
strikaði
Oktavíu út
Oktavía Jóhannesdóttir, oddviti
Samfylkingar á Akureyri, fékk lang-
flestar útstrikanir eða 234 alls. Þá
vildu margir kjósendur færa hana
niður um sæti en alls mótmæltu 297
stöðu hennar á listanum. Um 100
manns vildu færa Hermann Tómas-
son sem var í 2. sæti upp í 1. sætið.
Alls var átt við 26,5% allra atkvæða
Samfylkingar.
Hjá sjálfstæðismönnum reyndist
Þórarinn B. Jónsson umdeildastur,
var strikaður út 116 sinnum. Bæjar-
stjórinn Kristján Þór Júlíusson
hlaut 13 útstrikanir. Hjá framsókn-
armönnum eru tveir efstu menn
listans umdeildastir. Jakob Bjöms-
son hlaut 115 athugasemdir alls og
þar af 93 útstrikanir. Gerður Jóns-
dóttir sem skipaði annað sætið fékk
50 útstrikanir en alls 70 breytingar.
Alls 49 strikuðu Valgerði Bjarna-
dóttur út, efsta mann Vinstri
grænna, en hún hlaut alls 60 at-
hugasemdir á kjörseðlum. Mesta
einurðin var um Lista fólksins. Aö-
eins 1 strikaði Odd Helga Halldórs-
son, leiðtoga L-listans, út og lítið
var um önnur mótmæli.
í Hafnarfirði liggja ekki fyrir ná-
kvæmar tölur um útstrikanir. Að
sögn Ingimundar Einarssonar, for-
manns kjörstjómar, var látið ógert
að telja saman breytingar á kjör-
seðlum. „Þetta var í samkomulagi
við umboðsmenn flokkanna," sagöi
Ingimundur. Heimildir blaðsins
herma að oddviti framsóknar-
manna, Þorsteinn Njálsson, hafi
fengið flestar útstrikanir og gerðar
hafi verið breytingar á allt að þriðj-
ungi atkvæða Framsóknarflokksins.
Þorsteinn náði ekki kjöri. Þá munu
þeir Magnús Gunnarsson, Sjálfstæð-
isflokki, og Lúðvík Geirsson, Sam-
fylkingu, hafa fengið einhverjar út-
strikanir, sá fyrrnefndi sýnu fleiri.
„Útstrikanir og breytingar á kjör-
seðlum voru mjög fjarri þvi að hafa
áhrif á úrslit kosninganna og þess
vegna var ekki þörf á að taka þess-
ar upplýsingar saman," sagði Ingi-
mundur Einarsson. -BÞ/aþ
Árborg:
Margrét ekki
bæjarstjóri
Margrét Frí-
mannsdóttir,
þingmaður Sam-
fylkingar á Suð-
urlandi, kveðst
ekki vera á leið í
bæjarstjórastól í
Árborg eins og
orðað hefur ver-
ið. „Mér finnst
vænt um að ein-
hverjir skuli
nefna mig við þetta emætti, en ég
ætla að halda mig við þingstörfin
og hyggst leiða minn flokk í nýju
Suðurkjördæmi í þingkosningun-
um að ári,“ sagði Margrét i samtali
við DV í morgun.
Hún sagði árangur Samfylkingar-
innar á Suðurlandi í bæjarstjómar-
kosningunum vera góðan og einkar
ánægjulegan. Þá ekki síst í Árborg
þar sem flokkurinn fékk fjóra menn
kjörna í bæjarstjóm. Því sé sjálfgef-
ið að flokkurinn hafi tögl og hagld-
ir í vali á nýjum bæjarstjóra í Ár-
borg verði ákveðið að fá nýjan
mann í starfið i stað Karls Bjöms-
sonar.
„Við eigum góða bæjarfulltrúa í
Árborg og ég tel hvert þeirra sem er
geta tekið bæjarstjórastarfið að sér
komi til þess,“ sagði Margrét. -sbs
Margrét
Frímannsdóttir.