Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
15
Menning
Umsjón: Silja Aðatsteinsdóttir silja@dv.is
Svipmyndir af tíðaranda
Það er auövitað alveg rétt sem Einar Falur Ing-
ólfsson segir í inngangi sínum að sýningu Mary
Eilen Mark, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum,
að hún er meðal athyglisverðustu ljósmyndara -
eða heimildaljósmyndara eins og Einar Falur nefn-
ir hana - sem nú mundar linsur. Myndefni hennar
er íjölbreytt en snýst þó að stórum hluta um jaðra
eða afkima bandarísks mannlífs þótt ekki megi
gleyma ljósmyndafrásögnum hennar af utangarðs-
fólki á Indlandi. Viðhorfið sem kemur fram í þess-
um ijósmyndum er stundum órætt en það er sjaldn-
ast hlutlaust. I þeim skynjum við einlægan áhuga á
mannlegri breytni, sama hversu undarleg eða fá-
ránleg hún er, samúð með þeim sem eru afskiptir
eða minnimáttar og að auki græskulaust skopskyn.
Yfirlýst markmið Mary Ellen Mark er raunar and-
rómantískt en í viðtaii segir hún: „Það er ekkert
mjög áhugavert við sjálfa mig, það er fólkið sem ég
mynda sem er áhugavert og því reyni ég ætíð að
koma til skila.“
Loks má geta þess að Mark er framúrskarandi
kompónisti - nánast óskeikul þegar kemur að
myndskurði og tilhliðrun á áherslum i myndum
sínum.
Ljósmyndasögulegur fróðleikur
Það er því fengur að fá að skoða nýjustu myndröð
hennar, American Odyssey (1999), sem sett hefur ver-
ið upp af Listasafni Reykjavíkur og Ljósmyndasafn-
inu í tilefni af Listahátíð. Ég vona að ekki sé ókurf-
eisi að minna á það að haldin var stór og glæsileg
sýning á ljósmyndum Mary Ellen Mark á Kjarvals-
stöðum árið 1993; þessi sýning heggur því í einn og
sama knérunn meðan verk eftir ýmsar aðrar höfuð-
persónur nútíma-ljósmyndunar hafa ekki komið fyr-
Mary Ellen Mark: Bræður á leið í kirkju (1990).
ir sjónir íslendinga. En úr þessu er auðvelt - og til-
tölulega ódýrt - að bæta.
Mary Ellen Mark hefur lengi haft orð á sér fyrir
að sverja sig nánar i ætt við bandaríska ljósmynda-
hefð en margir kollegar hennar, án þess að vera bein-
línis sporgöngumanneskja annarra. Þetta kemur
kannski betur í ljós á þessari sýningu en öðrum sem
ég hef séð eftir hana. Sjálft nafh sýningarinnar, og
meðfylgjandi bókar, getur sem best verið tilvísun í
fræga ljósmyndaúttekt Roberts Frank, The Amer-
icans, sem kom út 1959, þar sem ijósmyndarinn var
á höttunum eftir tíðaranda fremur en beinhörðum
staðreyndum um mannlífið í Guðseiginlandi.
í umfjöllun sinni um fátækt hvítt utangarðsfólk,
sem er meira og minna heimilisfast i pallbfium sín-
um, er kannski einnig að finna dulda hyllingu Mark
til forvera síns og frumkvöðuls meðal kvenljós-
myndara, Dorotheu Lange, sem myndaði banda-
rískt farandverkafólk á kreppuárunum. Síðan er
varla hægt að minnast á myndröð Mark af geðsjúk-
um konum án þess að nefna til sögunnar Diane
Arbus, sérfræðing í „afbrigðilegum aðstæðum".
Nema hvað áhorfandinn skynjar öllu meiri vænt-
umþykju í umfjöllun Mark um ólánsamt fólk; fyrir
Arbus var það oft og tíðum tákngervingar fyrir það
sem hún taldi vera innbyggðan sjúk- og fáránleika
bandarísks samfélags.
Myndlist
Og án þess að ég ætli að leggjast í frekari upptaln-
ingu á ljósmyndurum mætti kannski einnig nefna
til sögunnar ljósmyndir Bruce Davidsons af banda-
rískum „vandræðaunglingum" og öðru afskiptu
ungviði. Öfugt við Davidson leggur Mark hins veg-
ar mikið upp úr tækniiegri fullkomnun mynda
sinna, auk þess sem hún stillir fólki beinlínis upp
tfi myndatöku ef hún kemur því við, í stað þess að
láta kylfu ráða kasti, sem var háttur Davidsons.
Sýning Mary Ellen Mark er því merkfieg fyrir
þann ljósmyndasögulega fróðleik sem hún færir okk-
ur, ekki síður en fyrir þær mannlífsmyndir sem hún
bregður upp.
Aðalsteinn Ingólfsson
American Odyssey stendur til 2. júní. Listasafn Reykjavík-
ur. Kjarvalsstaðir. er opið kl. 10-17 alla daga og til kl.
19 miðvikud.
Tónlíst
í leit að jafnvægi
Leit að jafnvægi gæti verið samnefnari fyrir verk-
in sem flutt voru í Hafnarhúsinu i fyrrakvöld. Þar
léku Kolbeinn Bjamason og Teruhisa Fukuda verk
fyrir Shakuhachi-flautu, þverflautu og fleiri flautur
en sérstakur gestur tónleikanna var Shiho Kineya
sem lék á japanska strengjahljóðfærið shamisen.
Samkvæmt efnisskrá er Teruhisa Fukuda einn helsti
núlifandi meistari shakuhachi-flautunnar sem er
ævafom japönsk bambusflauta og tengist andlegri
iðkun búddamunka. Efnisskráin var einskonar
ferðalag frá japanskri hefðbundinni shakuhachi-tón-
list yfir tfi nútímans og endaði með frumflutningi á
verki eftir Atla Heimi Sveinsson.
Teruhisa Fukuda hóf tónleikana með tveimur
hefðbundnum trúarlegum verkum fyrir shaku-
hachiflautu, seiðandi tónlist sem hnitar hringi kring-
um einn breytilegan tón. í gegnum þessa tónlist
reyndu munkamir að skilja zen betur með því að
anda í gegnum flautu. Fukuda setti tóninn, lék af
stakri yfirvegun og mikilli innlifun, andrúmsloft
ihugunar og andlegrar leitar brast á og Shiho Kineya
birtist í hefðbundum japönskum búningi og lék sóló-
verk fyrir shamisen, sem er japanskt alþýðuhljóð-
færi og aðalhljóðfæri Kabuki leikhússins. Kineya
sýndi mikla fæmi á þetta sérkennilega hljóðfæri og
léku fingur hennar upp og niður hálsinn án þess að
hún deplaði auga.
Kolbeinn og Fukuda léku svo þrjú verk eftir
japönsk tónskáld sem samin voru að beiðni Fukuda
fyrir shakuhachi og vestrænar flautur og þeir frum-
fluttu í Japan árið 2000. Verkin
voru löng og mikfi ferðalög um
lendur ólíkra flauta og flaututóna
í endalausum blæbrigðum blást-
urs og tóna. Þau voru nokkuð
keimlík og virtust öll undir meiri
eða minni áhrifum frá hefðbund-
inni shakuhachitónlist en verkið
Kage eða Skuggar eftir unga jap-
anska tónskáldið Ken Nunokawa
var einna eftirtektarverðast, afar
myndrænt og myndaði önnur
flautan stööugan skugga af hinni
með hálftónum og kvarttónum
m.a. Þeir Kolbeinn og Fukuda
léku af stakri yfirvegun og ná-
kvæmni svo unun var á að hlýða.
Verkin Over time eftir rúm-
enska tónskáldið Doina Rotara og
verk Atla Heimis Sveinssonar
brúuðu svo bfiið yfir í hinn vestræna heim.
„Rökkrið hneig og nú er nándin fjarlæg" nefnist verk
Atla og er tilvitnun í ljóð eftir Goethe. Þetta er fjórða
dúó hans í röðinni Grand duo concertante fyrir tvö
hljóðfæri og tónband, að þessu sinni fyrir shaku-
hachi-flautu, þverflautu, bassaflautu og tónband.
Rétt eins og dúóið fyrir tvo saxófóna og tónband eft-
ir Atla sem flutt var í Salnum fyrir skemmstu, sam-
anstóð þetta verk af tveimur sjálfstæðiun og gerólík-
um hljóðheimum sem skarast aðeins á einstöku stað,
Kolbeinn Bjarnason og Teruhisa Fukuda
Hver tónn vargæddur ríku lífi.
hljóðheimur tónbandsins með barnsröddum, ópum
og söng annars vegar og sérkennfiegt samtal tveggja
hljóðfæra hins vegar. Verkið var stemningsfullt í
flutningi þeirra Kolbeins og Fukuda og hver tónn
gæddur ríku lífi.
í heild voru þetta sérstæðir og eftirminnilegir tón-
leikar og er japönskum meisturum ásamt Kolbeini
þakkað forvitnilegt framlag á Listahátíð.
Hrafnhildur Hagalín
Tónlist
Dj ciss sl Lista.h.3.tið
- ef til vill ætti ég að sérhæfa mig
Æ, ég veit ekki! Þegar maður er búinn að skrifa
um djasstónlist í DV í nokkum tíma er eins og mað-
ur falli í hálfgerða leti. Stundum þarf ég meira að
segja að beita sjálfan mig talsverðri hörku til þess að
fara á tónleika - ég tala nú ekki um að reyna að
skrifa um tónleika að þeim loknum. Djasstónleikar
hérlendis skiptast nefnfiega í tvo hópa, ef svo mætti
segja.
Til fyrri flokksins teljast tónlistarmenn sem taka
sjálfa sig og hlustendur sína alvarlega, undirbúa sig
og hljómsveit sína vel og velja lög sín af kostgæfni.
Þessi flokkur er því miður i minnihluta. En þetta
verður til þess að maður er að skrifa um sömu menn-
ina aftur og aftur.
Seinni flokkurinn samanstendur af tónlistarmönn-
um sem „hrista saman grúppu“ með þeim sem eru
lausir á tilteknu kvöldi. Þeir „improvisera" sig síðan
í gegnum prógrammið (það gefst alltaf smástund á
milli laga tfi að ræða fyrirkomulagið á því næsta).
Þessi flokkur er efiítið fyndinn en ails ekki nægilega
skemmtilegur til þess að skrifað sé um hann í blöð-
in.
Þess vegna er Listahátíð sérstakt tilhlökkunarefni.
Listahátíð hefur fært okkur stjömur eins og André
Prévin og Áma Egilsson, Benny Goodman og Dave
Brabeck, Gerry Mulligan og Oscar Peterson, Modem
Jazz Quartet og Herbie Hancock. Nú er öldin önnur.
Listahátíð skreytir sig sigaunahljómsveitum, sápu-
kúlumeisturum og trommuleikurum sem hengdir
eru upp í krana og látnir lafa yfir áhorfendum eins
og þvottur á snúru.
Ekki var trommuleikurinn upp á marga fiska. Hér
í gamla daga gekk lúðrasveit í fararbroddi skrúð-
göngunnar á sautjándanum undir stjóm Alberts
Klahn. í sveitinni léku þrír sneriltrommuleikarar,
þeir Guðmundur R. Einarsson, Skafti Ólafsson og
Svavar Gests. Þeir félagar gerðu það sér til gamans á
göngunni að spila alls konar fléttur á trommur sínar
á milli hefðbundinna þýskra göngulaga.
Þessir snerilþremenningar skemmtu sér konung-
lega en þar sem þetta var á þeim tíma sem tónlist-
arsmekkur Reykvíkinga var forritaður af stjóm Tón-
listarfélagsins var þessum tilfæringum pfitanna illa
tekið af „æðri tónlistarunnendum“ og mælst til að
trommaramir hættu þessum fíflalátum. Meira að
segja lét ágætur tónlistarkennari hafa það eftir sér
að réttast væri að hengja þessa drengi upp á löppun-
um! Nú, nokkrum áratugum seinna, eru fengnir til
landsins erlendir trommutrúðar, miklu verri
trommuleikarar en áðumefndir þremenningar, en
þeir eru umsvifalaust hengdir upp í krana til ánægju
og menningarauka fyrir Listahátíðargesti.
Nú er enginn heimsþekktur djassleikari á dagskrá
og lítið spennandi að skrifa um. Vissulega gefst tæki-
færi til að skrifa enn einu sinni um meistara Sigurð
Flosason (og Pétur Grétarsson) en það væri fyrir
marga lesendur eins það sem kallað er „endurtekið
efni“ í ljósvakamiðlunum. Nei annars. Ég var að lesa
um konuna sem hefur skrifað um Helga Tómasson
ballettmeistara um árabil í New York Times. Nú hef-
ur hún hlotið fálkaorðuna frá hr. Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta íslands, fyrir skrif sín um Helga.
Ef til vill ætti ég að sérhæfa mig í skrifum um Sig-
urð Flosason.
Ólafur Stephensen
Höfundasmiðja
á Hofsósi
Það ber til
tiðinda að
meðal kenn-
ara í höfunda-
smiðju Bills
Holm á Hofs-
ósi í sumar
verður banda-
ríska ljóð-
skáldið og
hugsuðurinn
Robert Bly.
Hann er í öldungaráði banda-
rískra bókmennta, orðinn 75 ára
en enn þá vel virkur. Á undan-
fornum tólf mánuðum hefur hann
sent frá sér þrjár bækur, eina
með frumsömdum ljóðum en hin-
ar tvær með þýðingum á Tomas
Tranströmer og Rolf Jacobsen.
Hann mun tala um norrænan
skáldskap og eigin verk. Með hon-
um verður Einar Már Guðmunds-
son sem talar um nýjar íslenskar
bókmenntir og þýðingar.
Þetta er þriðja höfundasmiðjan
sem haldin er á Hofsósi að undir-
lagi bandaríska rithöfundarins
Bills Holm sem er mörgum ís-
lendingum að góðu kunnur. Hofs-
ós er orðið hans annað heimili og
höfundasmiðjurnar eru vinsælar
af fólki af ýmsu þjóöerni, m.a. ís-
lendingum. Að þessu sinni stend-
ur hún frá 12.-17. júni og enn er
hægt að bóka sig.
Stundatafla nemenda lítur
þannig út að á morgnana eru
skipulagðar kennslustundir í hús-
næði Vesturfarasetursins. Eftir
hádegi geta nemendur skrifað,
rætt skrif sín við kennara, farið í
ferðalag eða göngutúr, veitt
bleikju eða þorsk, farið á hestbak,
stundað ættfræðirannsóknir eða
bara starað út á hafið. Á kvöldin
er safnast saman í Setrinu eða á
barnum, lesið upp, rætt saman
eða jafnvel sungið. Stjórnandi
með Bill er David Arnason, rit-
höfundur og ritstjóri frá
Winnipeg, Manitoba.
Áhugasamir hafi samband við
Wincie Jóhannsdóttur í síma 864-
9676 eða á tölvupóstfanginu vest-
ur@hofsos.is.
Chris Dolan
fyrirles
Skoski leikrita-, kvikmynda- og
skáldsagnahöfundurinn Chris Dol-
an flytur fyrirlestur um skoskar
nútímabókmenntir og suður-amer-
ískar bókmenntir í stofu 101 í
Odda á morgun kl. 17 á vegum
Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt-
ur, Irsk- íslenska vináttufélagsins
og Breska sendiráðsins. Allir vel-
komnir.
Afmælisrit
Eysteins
Frá því er greint á vefsíðu
bókaútgáfunnar Ormstungu -
www.ormstunga.is - að í bígerð
sé afmælisrit til heiðurs Eysteini
Þorvaldssyni prófessor sem verð-
ur sjötugur 23. júní í ár. Ritið
nefnist Ljóðaþing og geymir
greinar eftir hann sjálfan um
ljóðagerð á 20. öld. Fari maður
inn á vefsíðuna er auðvelt að
skrifa sig þar fyrir bókinni og fá
nafnið sitt á tabula gratulatoria.
Á vefsíðunni má líka lesa að
rétt rúmur helmingur af bókun-
um sem nýlega voru kosnar þær
100 bestu í heiminum hafi komið
út á íslensku, tvær voru frum-
samdar á okkar tungu og 49 hafa
verið íslenskaðar. „Líklega
sakna margir þýðinga úr hinum
helmingnum," segir á vefsíð-
unni, „en grúskaranum okkar
kom á óvart aö bækur eins og
Pedro Paramo eftir Mexíkó-
manninn Juan Rulfo (1918-1986)
og hin fomindverska Sakúntala,
eða Týndi hringurinn, eftir Kali-
dasa (um 400 e.Kr.) eru löngu
komnar út á íslensku. Sú fyrr-
nefnda kom út árið 1985 i þýð-
ingu Guðbergs Bergssonar og sú
síðamefnda 1879 i þýðingu Stein-
grims Thorsteinssonar. Stein-
grímur þýddi bókina úr þýsku
(Der verlorene Ring).“
Blll Holm.