Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 19
LAUCARDAGUR I. JÚNÍ 2002
Helcfctrbla<3 Ty\T
19
Páll á Húsafelli er merkilegur. Hann er enginn
venjulegur maður. Hann er ekta eins og grjótið
sem hann heggur myndir sínar í. Hann dýrkar
nivndir út úr grjóti, málar myndir á svell og
töfrar tóna úr steinum. Tíminn líður eins og
honuin þóknast á Húsafelli. „Ég er aldrei með
klukku, tíminn skiptir eiginlega ekki máli.
Stundum vinn ég lengi fram eftir; byrja kannski
ekki fvrr en tíu á morgnana. Ég er nátthrafn."
DV-mvndir Hari
vísar okkur inn. Við setjum okkur niður við eldhús-
borðið og fylgjumst með Páli taka til málsverðinn og
hita kaffi. Síðan hverfur hann smástund út úr eldhús-
inu og kemur til baka með rjúkandi brauð. Það er
asskoti gott, enda uppskrift Páls sjálfs.
Hvað ertu gamali, Páll, spyr ég.
„Ég er 43 ára, fæddur 1959.“
Er ekki dálítið einmanalegt að vera einn héma á
Húsafelli?
,|Nei, ég er aldrei einn, ég er alltaf eitthvað að
bauka. Neinei.“
Þú hefur ekki dregið neina konu hingað upp eftir?
„Nei, það myndi taka tima frá listinni. Þá hefði ég
ekki lokið því sem ég hef gert.“
Svo listin kemur i staðinn fyrir konu?
„Já.“
Hvað gerirðu héma á veturna þegar ailt er á kafi í
snjó?
„Þá vinn ég í höggmyndunum og geri líka svell-
þrykk. Það er ekki hægt á sumrin."
Svellþrykk, þá málarðu myndir á svell og leggur
síöan pappír ofan á. Hvernig datt þér þetta í hug?
„Það er kalt í jarðhýsinu og það kom einhvern tíma
svell á góffið. Þá byrjaði ég að nota þessa aðferð og
hún er ansi hreint sniðug.“
Var ekki búskapur héma á Húsafelli?
„Jú, faðir minn var með kindur. Þegar mest var þá
var hér þúsund fjár.“
Lá einhvem tíma fyrir þér að verða bóndi?
„Nei.“
Hvað hugsaði lítill drengur sem ólst upp á Húsa-
felli? Þaö hlýtur að hafa verið mikil einangrun hér
um vetur?
„Það var alltaf mikil myndlist á Húsafelli. Hingað
komu margir málarar. Þegar ég var tólf ára komu
hingað Pétur Friðrik og Veturliði Gunnarsson. Ég
fékk að fara með þeim. Þannig kviknaði áhugi minn
á myndlist. Ég byrjaði því að mála olíumyndir löngu
áður en ég byrjaði að teikna. Svo fór ég í Myndlistar-
skólann árið 1982 og fór svo til Þýskalands í nám í eitt
ár.“
Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú varst barn?
„Ég held ég hafi alla tíð ætlað að verða listamað-
ur.“
Það er enginn draugagangur hérna?
„Ef svo er þá eru það góðir draugar."
Þeir hafa líklega verið kveðnir niður fyrir löngu.
„Einmitt."
Hvenær byrjaðirðu að vinna með steina?
„1982 eða 1983. Ég var þá kennari í Borgarnesi og
heimsótti Hallstein Sveinsson, bróður Ásmundar.
Árið 1985 hélt ég síðan stóra sýningu á verkum min-
um á Kjarvalsstöðum."
Manstu eftir fyrstu höggmyndinni?
„Það voru steinhrútur og steinrós. Það er merkileg
saga með steinrósina. Ég sá rauðan stein úti í garði
og fór aö athuga hann. Þá var það steinrós. Mér þótti
tilvalið að gefa hana strákunum í Sigur Rós.“
Hvernig er dagurinn hjá þér?
„Ég er aldrei með klukku, tíminn skiptir eiginlega
ekki máli. Stundum vinn ég lengi fram eftir; byrja
kannski ekki fyrr en tíu á morgnana. Ég er nátt-
hrafn."
Finnurðu mikið fyrir sköpunarkraftinum á Húsa-
felli?
„Já, það er eins og Aðalsteinn Ingólfsson hefur sagt
að Húsafell er vagga íslenskrar myndlistar. Hingað
komu Ásgrímur, Jón Stefánsson, Júlíana, Þorvaldur
Skúlason og Muggur til að mála.“
Páll sker brauðið. „Það er kostur þegar maður bak-
ar brauðið sjálfur að þá veit maður hvað er í því,“
segir Páll og deilir brauðinu.
Heldurðu að þú hafir erft galdra frá séra Snorra?
„Kannski smá.“
í hverju birtist það helst?
„Það borgar sig ekki að fara út í þá sálma."
Páll er enginn beljaki að sjá og því verður
að viðurkennast að það gœtti nokkurrar
vantrúar á að þessi þeni maður gœti lyft
190 kílóa steinhellu. Sú vantrú fór fyrir
lítið því Páll reif hana upp og spurði Ijós-
myndarann hvernig hann œtti að snúa sér
svo hann næði góðri mynd. „Ég var nítján
ára þegar ég lyfti henni fyrst, “ svarar Páll.
„Þetta er allt spurning um hugarástand. “
Hefurðu orðið vitni að einhverju yfirnáttúrulegu
hérna?
„Landið er magnað og það er ótrúlegt hvað maður
nær að gera vissar myndir á stuttum tíma.“
Eru steinarnir góðir við þig?
„Jájá.“
Þú hefur aldrei lent í neinum vandræðum með þá?
„Ég var einu sinni að höggva í stein við draugarétt-
ina og þá sprakk hann. Það er í eina skiptið sem
steinn hefur sprungið hjá mér.“
Eru steinamir lifandi?
„Já, ég ber virðingu fyrir þeim; ég horfi á þá og sé
hvað býr í þeim, kalla það svo fram án þess að
skemma steinana."
Hvert telurðu að hlutverk þitt sem listamanns sé?
„Það er erfltt að svara svona spurningum. Það er
eiginlega bara að vinna; að vera alltaf að. Þá gerist
eitthvað. Maður verður að berjast fyrir hlutunum og
því sem maður gerir.“
Og baráttan er þess virði?
„Já.“ -sm