Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002
DV
Fréttir
Leikfélag íslands gjaldþrota tveimur árum eftir sameiningu:
Ógreiddir vörslu-
skattar og eignasala
- um 170 milljóna króna skuldir en litlar eignir
Leikfélag íslands ehf. hefur geng-
ið sína götu á enda og er gjaldþrota
aöeins tveimur árum eftir að sam-
eining félagsins við Flugfélagið Loft
ehf. og Hljóðsetningu ehf. varð.
Sameiningunni var á sínum tíma
fyrir tveimur árum ætlað að gera fé-
lagið að stórveldi á sviði leiklistar
og kvikmyndagerðar og tengdra
greina.
Samkvæmt heimildum DV eru
skuldir félagsins taldar vera um 170
milljónir króna. Það var Lífeyris-
sjóður verslunarmanna sem óskaði
eftir gjaldþrotaskiptunum en félagið
skuldar alls um 10 milljónir í ið-
gjöld vegna starfsmanna. Af þeim
gjöldum eru 4 milljónir framlög
launþega og flokkast undir vörslu-
gjöld. Þá skuldar félagið um 10 millj-
ónir króna í staðgreiðslugjöld
skatta en þar er um að ræða vörslu-
gjöld. Saknæmt er að halda eftir
vörslugjöldum og slíkt varðar sekt
og til vara fangelsi ef ekki er borg-
að.
Talið er að lítið fáist upp í þær
kröfur þar sem eignirnar eru litlar.
Þær eru helst fólgnar i tækjum og
húsmunum í Iðnó og Loftkastalan-
um.
Dýrt hljóðver sem fylgdi Hljóð-
setningu ehf. inn í Leikfélag íslands
var selt síðastliðið haust til félags
sem er að hluta í eigu aðila sem
tengdjast Leikfélagi íslands. Sá
Draumurinn búinn
Forráöamenn Leikfélags íslands ætluöu sér aö gera stóra hluti í leiklistarlífi
borgarinnar. Nú er félagiö gjaldþrota og starfsemin lömuð. Meginstarfsemi
félagsins var í lönó og Loftkastalanum.
hluti starfseminnar var umsvifa-
mikill í hljóðsetningu á kvikmynd-
um og sjónvarpsefni og framleiddi
mikið af bamaefni fyrir sjónvarp.
DV hefur heimildir fyrir því að til
skoðunar sé að rifta þeim gjörningi.
Leikfélag íslands var með starf-
semi í Loftkastalanum og Iðnó. Hús-
næði Loftkastalans er í eigu sér-
staks félags sem er að hluta i eigu
sömu einstaklinga og eiga Leikfélag
íslands en Reykjavíkurborg á Iðnó-
húsið. Leigutaki er sjálfstætt félag,
Iðnó ehf., sem er að hluta í eigu
sömu aðila og Leikfélag íslands.
Vandræði Leikfélagsins, sem á
sínum tíma var líkt við risa í leik-
húslífinu, eru rakin til þess að
hlutafé sem forsvarsmennimir
töldu sig hafa loforð fyrir skilaði sér
ekki inn í félagið. Þá hafa eigendur
félagsins gagnrýnt mjög styrkveit-
Hallur
Helgason.
ingar ríkisins til
stóru leikhúsanna
en LÍ var rekið
fyrir sjálfsaflafé.
Upphaflega voru
það söngleikimir
Stone free og Hár-
ið sem komu fót-
unum undir þá
sem stofnuðu
Leikfélagið og
Flugfélagið Loft.
Meðal stjórnarmanna í Leikfélagi
íslands era Baltasar Kormákur leik-
stjóri, Hallur Helgason, starfandi
stjórnarformaður, og Magnús Geir
Þórðarson leikstjóri.
Fram kemur í Lögbirtingablaðinu
að með úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur frá 30. apríl síðastliðn-
um var félagiö lýst gjaldþrota og
frestur til að lýsa kröfum gefmn til
21. ágúst. Páll Amór Pálsson hefur
verið settur skiptastjóri. -rt
Magnús Geir
Þórðarson.
Baltasar
Kormákur.
Frjals fjölmiðlun:
Orðin gjaldþrota
Frjáls fjölmiðlun hf. hefur verið
tekin til gjaldþrotaskipta. Það er
gert að kröfu Sameinaða lífeyris-
sjóðsins annars vegar og hins vegar
Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Saman-
lagt eru fjárkröfur þessara sjóða á
hendur félaginu 24,5 milljónir
króna. Að því er fram kom í fréttum
RÚV i gærkvöld hafði áður verið
gert árangurslaust fjárnám hjá fyr-
irtækinu og ljóst þótt enn fremur að
það gæti ekki staðið undir skuld-
bindingum sínum.
Til skamms tíma hafði Frjáls fjöl-
miðlun með að gera umsvifamikinn
rekstur á sviði fjölmiðlunar og vann
að rekstri blaða - sem og fyrirtækja
í skyldum rekstri. Var Frjáls fjöl-
miðlun m.a. aðaleigandi Frétta-
blaðsins en er ekki lengur í hópi
hluthafa samkvæmt upplýsingum
úr hlutaskrá Fréttablaðsins. Stærsti
einstaki eigandinn er C-L
Consulting S.A., með 27,5% hlut, en
ekki hefur fengist staðfest hver á
það fyrirtæki. -sbs
Bensínverð hækkaði á miðnætti:
Meira en búast mátti við
- segir framkvaemdastjóri FIB
„Það mátti auðvitaö gera ráð fyr-
ir verðhækkunum á bensini, en
óneitanlega er þetta meira við
reiknuðum með. Við vomm að gæla
viö að þetta yrði ekki meira en 3,50
kr.,“ sagöi Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags ísl. bifreiðaeig-
enda, í samtali við DV í gærkvöld.
Olíufélögin þrjú hækka verð á
bensíni í dag um 4,80 kr. á lítra.
Lítraverð á 95 oktana bensini með
fullri þjónustu verður eftir hækkun
96,00 kr. og 98 oktana bensíni 100,70
kr. Esso segir í tilkynningu aö þörf
fyrir verðhækkun á bensíni hafi
verið orðin veruleg. Styrking ís-
lensku krónunnar gagnvart dollara
hafi hins vegar dregið nokkuð úr
hækkvmarþörf.
„Við reiknum ekki með frekari
verðhækkunum á bensíni. Söguleg
reynsla segir okkur hins vegar að
stundum hækkar verð nokkuð fram
eftir sumri.
Þá er eftirspum á innlendum
markaði meiri en framboð," segir
Runólfur. Hækkunina segir hann
enn fremur til þess fallna að rugga
bátnum viðvíkjandi stöðugleika i ís-
lensku efnahagslífi. -sbs
DV-MYND E.ÓL
Blómarós slær á létta strengl
Þessi dama lék á fiöluna sína fyrir sýningargesti á sýningunni „Sumariö og
Garöurinn“ hófst í íþróttamiöstööinni aö Varmá í Mosfellsbæ í gær.
Þáttur til sáttar
Fullvíst má telja
að veiðigjaldið, sem
nýlega var lagt á, sé
sá þáttur sem færir
þjóðina nær enda-
punktinum í því
langa ferli að flnna
viðunandi niður-
stöðu til að binda
enda á deilur um fiskveiðistjórnun-
arkerfið. Þetta segir Ámi M.
Mathiesen á heimasíðu sjávarút-
vegsráðuneytis.
Hótel opnað á Selfossi
Nýbygging Hótel Selfoss og end-
urbætt eldra hús verður opnaö í
dag. Eignarhaldsfélagið Brú stendur
að framkvæmdum, þar sem eru 79
herbergi í nýbyggingu og 21 her-
bergi í eldra húsi. Hótel Selfoss er
eitt 5 hótela Kaupfélags Ámesinga
og verður rekið undir merkjum
Icelandair hotels.
Sátt á Landspítala
Sátt hefur náðst i deilu lækna-
nema og Landspítala. Deilan leystist
með því móti að spítalinn ætlar að
efla handleiðslu og formlega
kennslu læknanema í sumarstarfi
þannig að læknadeild viðurkennir
þetta sem hluta af kennslu og stytt-
ir heildamámstíma. RÚV greindi
frá.
Hlynntir sameiningu
Afgerandi meirihluti íbúa á norð-
ursvæði Austurlands er hlynntur
sameiningu sveitarfélaga, en 40%
andvíg. Mest fylgi við sameiningu
er á Bakkafirði en andstaðan er
mest á Fljótsdal. Stýrihópur um
norðursvæðisverkefnið segir niður-
stöðuna jákvæða.
kosningar
Húmanistaflokk-
urinn, undir for-
ystu Metúsalems
Þórissonar, vill að
Sýslumaðurinn 1
Reykjavík ógildi
niðurstöðu borgar-
stjórnarkosninga og
boðað verði til
nýrra kosninga. Hann segir að jafn-
ræðis í umfjöllun um framboð í íjöl-
miðlum hafi ekki verið gætt. For-
dæma eigi fiölmiðla fyrir háttalagiö.
Ók á lögreglumann
Lögreglan í Reykjavík handtók
mann, sem var á stolnu ökutæki,
rétt fyrir klukkan 15 í gær. Mannin-
um var veitt eftirför um Þingholtin
uns hann kom að gatnamótum Ing-
ólfsstrætis og Bankastrætis. Þar
reyndi hann við krappa beygju á
mikilli ferð en keyrði þá upp á kant-
steinn og lenti á lögreglumanni sem
var við reglubundið eftirlit um mið-
bæinn á reiðhjóli. Ökumaðurinn
reyndi að forða sér á hlaupum en
lögregla hljóp hann uppi og gisti
hann fangageymslur lögreglunnar í
nótt. Maðurinn er grunaður um að
hafa stolið fleiri ökutækjum.
Vilja ógilda
Upp með stigana
Úrskurðað var í héraðsdómi í gær
að Rekstrarfélag Kringlunncu* skuli
setja aftur upp tvo rúllustiga milli 1.
og 2. hæðar i verslunarmiðstöðinni.
Skv. dómnum á rekstrarfélagið að
setja stigana upp aftrn- innan 30
daga. Stöð 2 greindi frá. -sbs/áb