Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR . JÚNÍ 2002 HelQorhloö H>"Vr 29 Lokapunktur °g upphaf Samfylkingin íHafnarfirði vann stórsiqur íbæjarstjórnar- kosningunum á döqunum þegar hún náði hreinu meirihlutafylqi og felldi stjórn sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna. Lúðvík Geirsson er oddviti Samfglkingarinnar íHafnar- firði og flestir reikna með að hann verði næsti bæjarstjóri í hinu gamla kratavígi. Lúðvik er af alþýðubandalagsættum en faðir hans er Geir Gunnarsson sem var þingmaður í þrjá ára- tugi. Lúðvík ólst því upp á heimili þar sem stjómmál voru hluti af tilverunni. „Ég varð mjög snemma áhugasamur um pólitík og fylgdist vel með, Pólitísk- ur áhugi var svo að segja í fanginu á mér frá því ég man eftir mér,“ segir hann. „Ég tók þátt í ungliða- starfi Alþýðubandalagsins og datt svo inn í blaða- mennsku 18-19 ára gamall. Lúðvík var formaður Blaðamannfélags íslands í rúman áratug en starfar nú sem framkvæmdastjóri þess. í starfi sínu hefur hann notiö mikillar virðing- ar og trausts kollega sinna. Nú má búast við að póli- tíkin taki megnið af tima hans. - Sameiningarferli vinstri manna hefur verið langt og strangt og margir hafa átt erfitt með að sjá fyrir sér að það gæti tekist. En nú hefur það að hluta til tekist með þessum mikla sigri í Hafnarfirði. Hverju þakkarðu þann árangur? „Ég lit á þennan sigur sem bæði lokapunkt og upp- haf. Hann er lokapunktur á ferli sem er búið að vera í gangi í töluverðan tíma í Hafnarfirði. Við reyndum fyrir kosningarnar 1998 að ná samstöðu um sameigin- legt framboð sem tókst ekki og menn buðu fram í tvennu lagi. Fyrir vikið upplifðum við á kosninganótt að hafa ekki náð þeim árangri sem hefði getað orðið. Það var okkar gæfa að við skynjuðum kall timans og eyddum ekki miklum tíma í að sleikja sárin heldur ákváðum að ná flokkunum í eina fylkingu. Við stofn- uðum strax á árinu 1999 fyrsta samfylkingarfélagið á landinu. Það voru ekki allir tilbúnir að vera með á þeim vagni en það fólk sem hafði verið í forystu og leiðandi í félagshyggjuflokkunum kom mjög virkt inn í starfið. Við settum okkur það markmið að byggja hreyfmguna upp innan frá og gerðum það mjög mark- visst. Þótt ég sé ungur maður hef ég verið þátttakandi í stjórnmálum í bráðum þrjá áratugi og ég hef aldrei tekið þátt í jafn vel skipulagðri kosningabaráttu og jafn markvissum undirbúningi og fyrir þessar kosn- ingar. Fyrir rúmu ári lögðum við upp mjög skýra áætlun um það hvernig við ætluðum að standa að framboðsmálum, áherslum og kosningavinnu. Við fylgdum þeirri áætlun alla leið og fórum hvergi út af sporinu.“ - Nú finnst manni að það sé fremur lítill munur á íslenskum stjórnmálaflokkum, nema kannski Vinstri grænum. Finnst þér þá að það hafi verið skarpari lín- ur í kosningabaráttunni í Hafnarfirði en annars stað- ar á landinu? „Ég nefndi þaö í aðdraganda kosninganna og eftir að úrslit lágu fyrir að það sem hefði verið sérstakt við Hafnarfjörð í þessari kosningabaráttu væri að þar var verið að takast á um pólitísk grundvallaratriði. Um- ræðan varð töluvert mikil, ekki bara í bæjarstjórn- inni heldur meðal bæjarbúa. Það vekur vitaskuld at- hygli þegar sjálfstæðismenn fara þá leið að bjóða út kennslu i grunnskólum og þjónustu í leikskólum og eru tilbúnir að setja í einkaframkvæmdir nánast alla þjónustubyggingar sem verið er að bjóða út. Það var ekki bara fólk sem taldi sig í hópi jafnaðar- og félags- hyggjufólks sem reyndist andvígt þessu, það kom líka skýrt fram í Gallupkönnun að yfir þriðjungur kjós- enda Sjálfstæðisflokksins var andvígur þessari einka- væðingu.“ Ekki kosning um bæjarstjóra - í Reykjavík fannst manni stundum eins og ekki væri verið að kjósa um málefni heldur borgarstjóra. Samfylkingin í Hafnarfirði fór greinilega ekki þá leið. „Við lögðum upp í kosningabaráttuna á þeim grunni að hún yrði ekki kosning um bæjarstjóra. Við sáum að kosninganar í Reykjavík voru orðnar að einvígi milli Björns og Ingibjargar. t Hafnarfirði var verið að takast á um það hvernig fólk vill að samfélagið sé byggt upp og hvort einkahyggja og einkavæðing eigi að ráða á öll- um sviðum. Hafnarfjörður var nánast orðinn tilrauna- miðstöð Sjálfstæðisflokksins. Hvergi nokkurs staðar á landinu fór Sjálfstæðisflokkurinn fram með sínar áherslur í sama dúr og hann gerði í Hafnarfirði. Það var auðvitað ákveðin ögrun fyrir okkur að taka ákveð- ið á málum og gera bæjarbúum grein fyrir því að þeir ættu val um það að standa vörð um gildi jafnaðar- og félagshyggju sem Hafnarfjörður hefur haft að leiðar- ljósi í gegnum tíðina. í okkar kosningabaráttu höfðuð- um við mjög til þessarar grunnrótar í samfélagsgerð Hafnarfjarðar. Bæjarbúar tóku undir þessi sjónarmið." - Er ekki langeðlilegast að þú verðir næsti bæjar- stjóri í Hafnarfirði? „Við eigum um tvo kosti að velja, ópólitískan bæjar- stjóra eða pólitískan. Úrslit kosninganna eru mjög af- gerandi. Menn treysta Samfylkingunni fyllilega til for- ystu í Hafnarfirði." - Nú vekur athygli að Vinstri grænir koma yfirleitt illa út úr kosningum þar sem þeir buðu fram einir sér. Hver heldurðu að sé skýringin á þvi? „Vinstri grænir eru með öflugan forystukjarna í þingflokki sínum en þeir hafa ekki haft bakland í sveitastjórnum. Ég held að það hafi verið mikU mistök hjá Steingrími Sigfússyni og félögum að fara í sveita- stjómarkosningar víða um land undir nafni Vinstri grænna án þess að hafa undirbúið jarðveginn. Það var ljóst að þeir myndu aldrei ná þar sömu mælingu og flokkurinn hefur fagnað í skoðanakönnunum um þing- kosningar. Ég held aö það verði þeim erfitt að bera á bakinu, í aðdraganda þingkosninga, mælingu upp á sex prósenta fylgi yfir landið á sama tíma og Samfylk- ingin er að fá mælingu sem er í heUdina um og yfir 30 prósent. Þarna er orðinn töluvert mikiU munur á.“ „Ég held að það hafi verið mikil mistök hjá Steingrími Sigfússyni og félög- um að fara í sveitarstjórnarkosningar víða um land undir nafni Vinstri grænna án þess að hafa undirbúið jarðveginn. Það var Ijóst að þeir niyndu aldrei ná þar sömu mælingu og flokkurinn hefur fagnað í skoðanakönnun- um um þingkosningar. Ég held að það verði þeim erfitt að bera á bakinu, í aðdraganda þingkosninga, mælingu upp á sex prósenta fylgi yfir landið á saina tíma og Samfylkinginin er að fá mælingu sem er í heildina um og yfir 30 prósent. Þarna er orðinn töluvert mikill munur á.“ DV-mynd Pjetur Sanivinna við bæjarbúa - Þú hefur verið I framvarðasveit í íslenskri blaða- mennsku. Hvernig fannst þér fjölmiðlar standa sig í þessari kosningabaráttu? „Framan af fannst mér nokkuð lýjandi að horfa upp á endalausa umræðu um Reykjavik og borgarmálin. Ég geri mér grein fyrir því aö höfuðborgin er lykilat- riði í sveitastjórnarpólitíkinni en það voru líka áhugaverðir hlutir að gerast í öðrum sveitafélögum. Það tók fjölmiðla til dæmis tíma að átta sig á þvi að spennan yrði kannski hvað mest í kosningunum í Hafnarfirði. Ég hefði alveg þegið að íjölmiðlar hefðu veitt okkur athygli fyrr.“ - Nú finnst manni nokkuð algengt að stjórnmála- menn gagnrýni fjölmiðla fyrir fréttaflutning. Á sú gagnrýni rétt á sér? „Stundum á hún rétt á sér. í þessari kosningabar- áttu fannst mér of mikið um að fjölmiðlamenn spyrðu allir sömu spurninganna og þeir fengu því alltaf sömu svörin. Stundum er nóg að breyta spurningum og um leið fá menn töluvert önnur svör.“ - Hver verða forgangsverkefni Samfylkingarinnar í Hafnarfirði? „Við munum setja mark okkar á bæjarfélagið frá fyrsta degi. Strax á fyrsta fundi munum við breyta hinni pólitisku stjórnskipan, einfalda hana og gera skilvirkari. Við ætlum að gera bæjarfulltrúana ábyrg- ari í störfum og auka vinnuskyldu þeirra. Þeir eiga að vera í forystu hver á sinu málasviði. Forgangsverk- efni er uppbygging í skóla- og dagvistarmálum. í kosningabaráttu okkar lögðum við áherslu á að Hafn- arfjörður yrði ekki áfram dýrasta bæjarfélagiö og þess vegna munum við lækka fasteignagjöld. En fyrst og fremst munum við leggja áherslu á að bæjarbúar finni í allri skipulagsvinnu og uppbyggingu i bæjarfé- laginu að veriö sé að vinna í samvinnu við þá. Þeim mun gefast færi á að koma að málum á vinnslustigi og koma skoðunum sínum á framfæri. Það verður tekið tillit til sjónarmiöa þeirra." -KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.