Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 DV Saga Tolstoys um Önnu Kareninu hefur verló kvikmynduö ótal sinnum en kannski hefur Greta Garbo túlkaö hana áhrifamest í kvikmynd sem gerö var áriö 1935. Fredric March lék Vronsky greifa. Anna átti sér fyrirmynd í ógæfusamri kunningjakonu Tolstoy-hjónanna. Fólk sem varð að skáldsagnapersónum Skáldsagnahöfundar sækja sér víöa efniviö. Stundum segir vinur þeim sögu af örlögum kunningja sinna eöa höfundar setja vini og kunningja í bækur sínar og gera dauðlegar mannverur þannig ódauölegar. Hér eru nokkur dæmi. Leo Tolstoy og Sonja kona hans höfðu ekkert sér- stakt dálæti á nágranna sinum, Bibikov, en því vænna þótti þeim um ástkonu hans, Önnu Stepa- novu. Anna hafði flutt inn á heimili Bibikovs eftir lát eiginkonu hans og sá þar um þroskaheftan son hans. Bibikov var Önnu hvað eftir annað ótrúr en hún var blinduð af ást á honum. Ekki leið á löngu þar til Bibikov flutti þýska ástkonu sína inn á heim- ilið undir því yfirskini að sonur hans þyrfti meiri gæslu en Anna gæti sinnt. Anna tók þessu mjög þunglega og það fór ekki fram hjá Tolstoy-hjónunum að hún leið miklar sálarkvalir. Dag einn sagði Bibikov Önnu að hann ætlaði að kvænast hinni þýsku ástkonu sinni. Skömmu seinna sagði Anna Bibikov að hún ætlaði að heim- sækja móður sína. Hún sást á jámbrautarstöðinni þar sem hún gekk fram og til baka i þungum þönk- um. Þegar maður vék sér að henni og spurði hana hvort hún væri að biða eftir lest svaraði Anna ekki en hraðaöi sér að enda járnbrautarstöðvarinnar. Þegar lest kom að signdi Anna sig og henti sér fyr- ir lestina. Tolstoy var viðstaddur líkskoðunina og sá sundurkraminn líkama Önnu. Ekki löngu síðar kom Tolstoy til konu sinnar og sagði að hann væri byrj- Ljóð vikunnar Þáttur - eftir Guömund Böövarsson Ég hef horft á laufið lifna, IJósið vaka um nœtur. - ég hef séð þig brosa, brosa. barn við vorsins fœfur. Og mér fannst sem œsku mlnnl eitthvað vœngl iéði. Var það gleðl. var það feimin gleði? Ég hef horft á haustlð koma, hvítar mjalllr skína. ég hef séð þig sltja og gráta sólskinshlátra þína. En þó fannst mér eitthvað þlðna undan þínum tárum, - sorg frá árum - sorg frá liðnum árum? Vetur og sumar veröld gerðu vondu og góðu tama. Ég hef séð þig stara, stara. standa um allt á sama. - Og mér fannst sem einhver velti á mig þungum steini. Bið ég í leyni. bið fyrir þér í leyni. aður á skáldsögu um fjölskyldulíf og ein aðalpersón- an væri byggð á hinni ógæfusömu Önnu Stepa- novnu. Hann ætlaði að kalla hana Önnu Kareninu. Sjóðliði, bófaforingi og þræll Alexander Selkirk var sjóliði sem árið 1704 kvart- aði hástöfum yflr aðbúnaði á skipi sínu með þeim árangri að félagar hans skildu hann eftir á lítilli eyju i Kyrrahafi. Þar dvaldi hann fjögur ár áður en honum var bjargað og fluttur aftur til Englands. Daniel Dafoe frétti af honum og kann aö hafa hitt hann, og sendi árið 1719 frá sér bók, byggða á reynslu Selkirks. Sagan er ein vinsælasta skáldsaga allra tíma, Róbinson Krúsó. William Brodie var húsgagnasmiður, meðlimur í borgarráði Edinborgar og virtur kaupsýslumaður. Um nætur var hann hins vegar foringi bófaflokks. Að lokum komst upp um Brodie og hann var dæmd- ur til hengingar. Síðasta ósk Brodies var að vinir hans fengju að fjarlægja lík hans frá aftökustað strax eftir hengingu. Ástæðan fyrir þessari ósk var sú að Brodie hugöist ganga til aftöku með stálól um hálsinn sem átti að koma i veg fyrir að reipið hengdi hann. Hann hafði mútað böölinum að hafa reipið stutt og þannig yrði failið lágt. Ráðagjörð hans mistókst. Yfirvöld tóku eftir því að reipið var of stutt og skipuðu böðlinum að lengja það. Fallið var því hátt og hálsóiin kom að engu gagni. Barn- fóstra Roberts Louis Stevensons sagði honum frá ör- Bækur ýmsum Bragl Ólafsson rithöfundur segir frá eftirlætisbókum sín- um „Fyrir utan þá höfunda sem ég les reglulega, eða öllu heldur óreglulega, til dæmis Anton Tsékov, Franz Kafka, Mikhail Búlgakov og Harold Pinter, þá nefni ég þessar bækur: The Or- deal of Gilbert Pinfold eftir Evelyn Waugh (ein skemmtilegasta bók sem til er um ímyndunar- veiki og andlegt líf miðaldra rithöfundar), A Con- federacy of Dunces eftir John Kennedy Toole (yndisleg bók um eina af alsmörtustu skáldsagna- hetjum Bandaríkjanna), I Served the King of Eng- land eftir BohumU Hrabal (ein fjörugasta bókin innan austur-evrópsku melankólíunnar), The Unconsoled (Óhuggandi) eftir Kazuo Ishiguro (að mínu mati skemmtUegasti rithöfundur Breta og hans besta bók), The Third Policeman eftir Flann O’Brien (bók sem eykur útsýni manns á sama hátt og tU dæmis Meistarinn og Margaríta), Leaves of Grass eftir Walt Whitman (Ameríka eins og hún leggur sig, stór og mikU fegurö), Bók óróleikans eftir Femando Pessoa (nokkurs konar biblía), og að lokum nóveUan Seize the Day eftir Saul BeUow. Svo verð ég nú eiginlega að hafa Myndina af Dorian Gray eftir Oscar WUde með í þessari upptalningu, frábær bók á aUan hátt. En sú bók sem hefur veriö í mestu uppáhaldi núna síðastu mánuðina er Celebration eftir Harold lögum Brodies og í bamaherbergi hans var skápur sem sagt var að Brodie hefði smíðað. Stevenson sá dramatískan efnisþráð i tvöfóldu lífemi Brodies og skrifaði söguna frægu, Dr. JekyU og herra Hyde. Josiah Henson fæddist í ánauð á bóndabæ í Mary- land. Þegar hann komst að því að selja átti hann tU Suðurríkjanna flúði hann tU Kanada ásamt konu sinni og stórum bamahópi. Henson ferðaðist þríveg- is tU Englands, náði þar tali af ýmsum áhrifamönn- um, meðal annars Viktoríu drottningu, og átti við þá viðræður um nauðsyn þess að veita blökkumönn- um frelsi. Harriet Beecher Stowe hitti Henson í Boston og tók við hann viðtal. Hún notaði hann síð- an sem fyrirmynd að Tómasi frænda í metsölubók sinni Kofi Tómasar frænda. Fleiri skrautlegar fyrirmyndir Marie CecUia Rogers var tvítug, gullfaUeg af- greiðslustúlka i tóbaksbúð í New York þangað sem Edgar AUan Poe vandi komur sinar. Hún var myrt og líki hennar kastað í Hudsonána. Aldrei hafðist uppi á morðingja hennar. Poe hyggði sögu sína, Ráð- gátuna um Marie Roget, á hinu óupplýsta morömáli. Marie Duplessis vann fyrir sér sem afgreiðslu- stúlka í fatabúðum áður en hún varð vændiskona í París. Hún öðlaðist skjótan ffarna í starfsgrein sinni og varð fylgikona veUauðugra yfirstéttarmanna. Hún bar ætíð hvít kamUíublóm. Þegar hún lést af berklum aðeins 23 ára gömul minntist Alexandre Dumas yngri hennar í skáldsögunni KamUíufrúnni. Verdi færði söguna síðar í óperubúning í La travi- ata. Dr. Joseph BeU, skurðlæknir og kennari, gat, eft- ir að hafa horft andartak á ókunnuga, sagt tU um líf þeirra og venjur. Þessi hæflleiki vakti aðdáun eins nemanda hans, Arthurs Conan Doyles sem sagði síð- ar: „Ég notaði og endurbætti aðferðir hans þegar ég var að skapa leynUögreglumann sem bjó yfir sterkri rökhugsun og beitti henni við lausn sakamála." BeU varð í höndum Doyles að Sherlock Holmes. Chester GiUette vann í fataverksmiðju sem auð- ugur frændi hans átti. Hann var elskhugi ungrar stúlku, Grace Brown, sem vann á sama stað og trúði því að hann myndi giftast sér. Meðan á sambandi þeirra stóð átti GUlette i ástarsamband við stúlkur sem voru mun hærra settar í þjóðfélagsstiganum en hann sjálfur og hin fátæka vinkona hans. Árið 1906 komst GUlette að því að Grace ætti von á bami þeirra og óttaðist mjög að hann yrði þvingaður tU að kvænast henni. Gillette fór með Grace í bátsferð, barði hana í höfuðið með tennisspaða og fleygði henni útbyrðis. Hún drukknaði. GUlette var ákærð- ur fyrir morð, fúndinn sekur og liflátinn í rafmagns- stólnum. Rithöfundurinn Theodore Dreiser fylgdist með réttarhöldunum og skrifaði eina frægustu skáldsögu sína, An American Tragedy, sem hann byggði á málinu. Delphine Delamare var dóttir vel stæðs landeig- anda og giftist dauflegum lækni. Hún lét sig dreyma um viðburðaríkara líf. Hún var ákaflega eyðslusöm og átti fjölda elskhuga. Hún framdi sjálfsmorð 26 ára gömul með því að gleypa arsenik. Náinn vinur Gustavs Flauberts sagði honum sorglega sögu henn- ar og Flaubert fékk þaðan hugmyndina að sögu sinni. Frú Bovary. Leigh Hunt, ritstjóri og útgefandi, var vinur skáldanna Shelleys og Byrons. Charles Dickens var einnig kunnugur honum og gerði grimmdarlegt grin að honum sem sníkjudýrinu Skimpole í skáldsögu sinni, Bleak House. Bragi Ólafsson á ekki í nokkrum vandræöum meö að nefna þær bækur sem eru í mestu upp- áhaldi þessa stundina og á listanum eru meöal annars bækur eftir Oscar Wilde, Harold Pinter og Kazuo Ishiguro. Pinter, nýjasta leikrit hans. Að lokum nefni ég eina íslenska bók en það er sú íslenska bók sem mér verður oftast hugsað til: Rógmálmur og grá- silfur eftir Dag Sigurðarson.“ ur áttum Áhrifamikil harmsaga Edith Wharton sendi árið 1911 frá sér bókina um Ethan Frome sem er ein af hennar þekktustu verkiun. Ethan Frome er fátækur bóndi sem býr með heilsulausri og síkvartandi eiginkonu. Þegar hin unga og fáUega Mattie kemur inn á heimilið vakna sterkar tilfinningar milli henn- ar og Ethans. Afleiðingarnar reynast örlagaríkar. Þótt les- andinn viti allt frá byrjun að ekki geti farið vel þá reynist endirinn óvæntur og gríðarlega áhrifamikiU. Kurteisi er eins og loft- púöi. Þó ekkert sé innan í deyfir hún högg lífsins. Arthur Scopenhauer Allar bækur 1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG. Anna Valdimarsdóttir 2. BÓKIN MED SVÖRIN. Carol Bolt 3. SAGA HEIMSPEKINNAR. Bryan Maqee 4. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA. Dave Pelzer 5. LÖGMÁLIN 7 UM VELGENGNI. Deepak Chopra 6. VEL MÆLT. Sr. Sigurbjörn Einars- son tók sáman -------.----------------------- 7. GULLKORN í GREINUM LAXNESS. Halldór Laxness 8. ÞJÓÐSÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN. Jón R. Hjálmarsson 9. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 10. SPAKMÆLI - málshaettir frá mörqum löndum Skáldverk 1. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 2. UÓÐ TÓMASAR. Tómas Guð- mundsson 3. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriða- son 4. NAPÓLEONS SKJÖLIN. Arnaldur Indriðason 5. SJÁLFSTÆTT FÓLK l-ll. Halldór Laxness 6. ALVEG DÝRLEGT LAND. Frank McCourt 7. HEIMSUÓS l-ll. Halldór Laxness 8. ÆVINTÝRI GÓÐA DÁTANS SVEJK. Jaroslav Hasek 9. ASKA ANGELU. Frank McCourt 10. STEINN STEINARR UÓÐASAFN. Steinn Steinarr Metsölulisti Eymundsson 23.5.-29.5. Kiljur 1. CHOSEN PREY. John Sandford 2. THE SUMMERHOUSE. Jude Deveraux 3. ON THE STREET WHERE YOU LIVE. Mary Hiqqins Clark 4. THE SUM OF ALL FEARS. Tom Clancy 5. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA SISTERHOOD. Rebecca Wells Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.