Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 2002
H&ÍQctrblac? I>"V"
grætur og æpir í höndum hans.
Þegar hinn frægi gítarleikari Steve Vai var á ferð á
íslandi fyrir nokkrum árum sá hann Guðmund spila
á krá. Skömmu síðar var hann spurður um það í tón-
listartímariti hverjir væru bestu óþekktu gítarleikar-
ar i heimi sem hann hefði heyrt í og hann nefndi Guð-
mund.
Tónlistargagnrýnendur hafa fram til þessa dags
ekki hikað við að kalla Guðmund einn af allra bestu
gítarleikurum í heiminum, að minnsta kosti þegar
blúsinn er annars vegar.
Uppreisn gegn snillingnum
Gítarleikarar hafa alltaf haft nokkra sérstöðu
meðal tónlistarmanna. Þeir standa í framlínunni og
viröast stundum búa yfir næstum yfirnáttúrlegum
hæfileikum. í þessu sambandi nægir að rifja upp að
gælunafn Erics Claptons á hans yngri árum var God
eða Guð í munni aðdáendanna. Á miðöldum var
fiðluleikarinn Paganini talinn vera andsetinn og
hafa hæfileika sína frá Djöflinum og stundum mætti
ætla að þetta viðhorf hefði að ákveðnu leyti flust
yfir á gitarhetjur samtimans og nægir þar að slá
fram nöfnum eins og Steve Vai, Eddie van Halen,
Stevie Ray Vaughan, Jimi Hendrix, svo aðeins fá
nöfn séu nefnd.
„Ég verð að viðurkenna að mér hefur stundum
fundist þessi snillings- eða undrabarnsímynd hafa
verið ákveðinn þrándur í götu. Þetta orðspor hefur
mér stundum fundist standa milli mín og áheyrenda.
Fjölmiðlar stimpla fólk fyrir lífstið og að vera talinn
snillingur er ekki endilega sá ávinningur sem margir
halda. Það bregður slæðu yfir inntak tónlistarinnar.
Ég hef mikinn smekk fyrir hlutum sem eru i mótsögn
við almennar hugmyndir fólks um snilld. Þær eru
nefnilega bæði hefðbundar og takmarkaðar. Þetta veit
ég af reynslu. Það er því þreytandi að gera hluti sem
hafa tónlistarlegt gildi ef allir eru stöðugt að horfa eft-
ir snillingstöktum. Ég verð samt viðurkenna að þetta
hefur allt breyst. Satt best að segja gerði ég uppreisn
gegn þessari gítarhetjuímynd sem margir reyndu að
gera úr mér og virtust vilja. Ég hef engan sérstakan
áhuga á því að leika hlutverk snillingsins sem geng-
ur fram af fólki með stælum. Um tima tók ég þessa
uppreisn svo alvarlega að ég vildi helst standa aftast
á sviðinu og hreyfa mig sem minnst og breyta aldrei
svip.
Ég hef megna óbeit á gítarhetjunni eins og hún birt-
ist sérstaklega í þungarokkinu á níunda og tíunda
áratugnum. Ég taldi vera sál og inntak í minni spila-
mennsku og vildi helst losna við allt sem minnti á
þess konar „showbisness“.
Ég held að mér hafi ávallt tekist að vera sá sem ég
er í tónlistinni. Ég hef iðulega fengið að nálgast verk-
efni á eigin forsendum og frekar en að vera „session-
maður“ í hefðbundnum skilningi. Sennilega geng ég
eftir hárfinni linu milli þess sem er skilgreint sem
poppað annars vegar og menningarlegt hins vegar,
hvað sem það nú þýðir.“
Vil ekld hengja mig í frasa
Þótt Guðmundur segist dá rokktónlist og „fíla“
það alveg i botn að standa á sviðinu með hljóm-
sveitinni Stríði og friði, sem Bubbi Morthens leið-
ir, þá hefur hann aldrei stundað hefðbundna ball-
spilamennsku og virðist ekki hafa sóst eftir því að
„meika“ það i hefðbundnum skilningi orðsins þótt
hann hafi oft verið þátttakandi í verkefnum og tón-
list sem hafa notið talsverðra vinsælda. Hann seg-
ist hafa verið heppinn með verkefni og oft hafa lært
meira af þeim en hann reiknaði með í upphafi.
„Ég hef oft hent mér í djúpu laugina og spilað
tónlist sem ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á
eða þekkingu en fundið eitthvað í henni. Ég geri
ekki mikinn greinarmun á Robert Johnson eða
André Segóvía. Þeir skapa báðir sömu tregafullu
spennuna. Vestrænt tónmál er í eðli sínu ekki mjög
fjölbreytt. Það inniheldur áþekk ferli en það eru
mennirnir sem gera það að tónlist, hvað sem hún er
svo kölluð.
Ég leyfi hvaða áhrifum og innblæstri sem ég finn
fyrir að flæða í gegn þegar ég er að spila. Ég vil aldrei
hengja mig í frasa heldur leggjast á flötinn eftir stað
og stund. Mín tónlist hefur alltaf reitt sig á
„improvisation“.
Þjáningin sem dýpltar tónlistina
Guðmundur hefur undanfarið leitað aftur á vit
blústónlistar og stóð fyrir komu Chicago Beau til ís-
lands í fyrra og spilaði með honum. Hann hefur í
framhaldinu sótt talsvert mikið blúshátíðir og blús-
klúbba í Evrópu og spilað með mörgum tónlistar-
mönnum í þeim heimi sem blústónlistin hefur völd-
in í. Hann segist gjarnan myndu vilja gera meira af
því og þess vegna flytja jafnvel alfarið til útlanda.
„Þetta gæti vel verið fullt starf. í blúsheiminum
er fjöldi hátíða og tækifæra sem hægt væri að
stunda.“
Það er stundum sagt að blúsinn sem Guðmundur
þykir spila öðrum betur sé tónlist þjáninga og
harms en hann segir að það sé klisja að blúsinn
einn njóti góðs af þjáningum.
„Þjáning dýpkar tjáningu tónlistarmanna og það
á við um alla tónlist. Blúsinn er hins vegar svo ein-
Guðmundur Pétursson er af fróðum mönnum talinn meðal bestu gítarleikara heims þótt hann búi við Njáls-
götuna. Hann segist hafa megna óbeit á hinni hefðbundnu ímynd gítarhetjunnar.
faldur að hann verður ansi ódýr á nótunum einum
saman.“
En hvaða þjáningar hafa gert Guðmund að þeim
blússnillingi sem hann er?
„Ég hef fengið minn skammt af mótlæti. Ég missti
móður mína skyndilega þegar ég var aðeins 14 ára og
heimilisaðstæður breyttust talsvert á skömmum tima
og urðu erfiðar. Ég var þá farinn að spila talsvert
mikið og tónlistin var mér mikils virði og hjálpaði
mér gegnum erfiða tíma. Ég held að ég hafi í rauninni
aldrei orðið unglingur fyrir vikið. Ég lifði í tónlist-
inni og fyrir tónlistina og það hjálpaði mér. Þetta
gerði mig hins vegar ekki að neinu heldur setti mark
sitt á mig.“
Kattarækt og heimspeki
Guðmundur hefur ekki aðeins spilað með öðrum
því 1997 gaf hann út disk með eigin tónlist sem hét
Muzak og var afrakstur tilrauna hans í stúdíóinu.
Muzak er á enskri tungu notað sem hálfgert
skammaryrði yfir tónlist sem leikin er í stórmörkuð-
um og lyftum, en þessi tónlist átti ekkert skylt við
það.
„Sennilega hafa flestir búist við hefðbundinni sóló-
plötu og að lokum tókst mér að selja nokkra kassa af
þessum diski i London en nær ekkert hér heima,“ seg-
ir Guðmundur og glottir.
Hann ætlar hins vegar að bæta úr þessu og á yfir-
standandi ári skal koma út diskur sem inniheldur
„rokk og ról“, að sögn Guðmundar, en öllu meira fæst
ekki upp úr honum um málið annað en að öfugt við
fyrri diskinn verði þessum fylgt eftir meö tónleika-
haldi.
Guðmundur hefur ekki bara áhuga á tónlist því
hann settist á skólabekk í Háskóla íslands einn vetur
og las sagnfræði og heimspeki sem hann segist hafa
mikinn áhuga á. Hann býr með Gunnlaugu Þorvalds-
dóttur við Njálsgötu og þau hjónin rækta Abbyssiníu-
ketti í tómstundum sínum. Guðmundur segir að á
heimilinu séu að jafnaði fimm kettir en um þessar
mundir séu kettlingar í uppvexti svo hópurinn sé all-
miklu stærri.
„Mér finnst gott að hafa ketti í kringum mig. Þeir
eru líkir manninum, jafningjar sem velja og hafna eft-
ir sínu upplagi. Fýrir vikið verður öll hegðun þeirra
áhugaverð." -PÁÁ