Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 n>v Fréttir Ung hjón sem keyptu sitt fyrsta húsnæði standa uppi með milljónakostnað: Burðarvirki hússins stórskemmt eftir bruna - gamlar brunaskemmdir huldar með klæðningu og málningu Húsnæði sem ung hjón keyptu í Reykjavik síðastliðið sumar reynd- ist hafa skemmst af bruna fyrir tæpum tuttugu árum. í ljós hefur komið að burðarvirki hússins er stórskemmt eftir eld. Klastrað hefur verið upp á það en skemmdirnar sáust alls ekki, að sögn kaupend- anna. Nú blasir við að rífa þurfi allt innan úr íbúð ungu hjónanna nema útveggina. Miklar viðgerðir þarf einnig á næstu hæð fyrir ofan og nemur áætlaður kostnaður milljón- um króna. Það var í apríl sl. að þau Ólafur Haukur Atlason og Jenný Aradóttir keyptu sína fyrstu íbúð, kjallaraí- búð í þríbýli í miðborginni. Þau fluttu inn 1. júlí sl. í lofti íbúðarinn- ar voru klæddir stokkar, sem virt- ust vera utan um burðarbita. Ólafur hugðist fjarlægja stokkana og láta bitana njóta sín. Þegar hann hóf verkið blasti við honum ljót sjón. Innan i stokkunum voru kolbrunnir burðarbitar. Fagmenn voru kallaðir á staðinn og sögðu þeir strax að allt burðarvirki hússins væri illa farið af bruna en hefði verið klætt með plötum og málað yfir. Sem dæmi má nefna að burðarbiti sem lá yfír stofuloftið í íbúðinni var styrktur með stokk sem gekk niður í gólfið. Bitnm sjálfur endaði inni á baði og var þar festur í gifs, án nokkurrar undirstöðu. Þar sem kroppað hafði verið í veggklæðningar kom í ljós svart og sótugt timbur með klæðn- ingu og málað yfir. „Við ræddum við fasteignasöluna um leið og þetta komst upp,“ sagði Ólafur við DV. „Við fengum afslátt af kaupverðinu en hann er bara smáhluti af þeim kostnaði sem þesi leyndi galli hefur í för með sér.“ Þegar uppvíst varð um gallann höfðu hjónin samband við aðra íbúa í húsinu sem einnig eru nýlega bún- ir að kaupa íbúðir sinar. Málið er nú komið í hendur lögfræðings sem vinnur að því að safna gögnum og leita réttar íbúanna. Sjálfur sagðist Ólafur hafa varið ómældum tíma í að grafast fyrir um sögu hússins, Taw«rt«r rtwœndir urto á bsUtoo í bntuuma en nm «ildwapOfa « «tannu«t. M afig» v»ríMj4r« 4 •UhkvtMMisti I R*ykJ*v& «r Ukkg- «at «6 (ktortam hafl komfft upp i •n híatia*, «n J*r *r íMfarbÚWJtfti. Eöginn v*r i htoltftu «r dáutitm ktxn K4U tjrir kbtkkta %'fi 4 Unixtov- vötf b*wt íúAkrfliðÍM í tteykjank Dularfullur bruni DV-MYNDIR HARI Brunafrétt í DV 1983 DV greindi frá því í ágúst 1983 aö eldur heföi komiö upp í umræddu húsi. Sex dögum síöar kom aftur upp í því eidur, aö sögn blaösins. Töluveröar skemmdir uröu á húsinu, aö því er blaöiö hefur eftir þáverandi varöstjóra á Slökkvistööinni í Reykjavík, en taliö var aö eldurinn heföi í bæöi skiptin kom- iö upp í kjallaraíbúö hússins. Gólffjalir Þetta eru nokkrar gólffjaliraf sem veriö var aö fjariægja úr miöhæö hússins. Yfir þær höföu veriö lagöar spónaplötur. Rífa þar gólfiö/loftiö milli kjallara og miöhæöarinnar alveg í burtu og búa til nýtt buröarvirki. Brunnir bitar Þessi mynd var tekin á miöhæö hússins og sýnir þaö sem í Ijós kom þegar klæöning var rifin frá vegg viö dyrnar Lafir á lyginni Ólafur Haukur Atlason sýnir Ijósmyndara hvar buröarbitinn í stofuloftinu endar inni í baöherbergi, festur ígifs, en án undirstööu. „Þaö má segja aö þetta lafi á lyginni, “ sagöi Ólafur Haukur. tryggingamál þess og svo framvegis. Ungu hjónin verða nú að flytja úr íbúðinni aftur þar sem gera verður hana algerlega upp að öllu leyti. Þau sögðust verða að leigja sér hús- næði meðan viðgerðin stæði yfir. Kostnaðurinn deilist á allt húsið, en hann nemur milljónum króna eins og áður sagði. -JSS . Maður sem er ákærður fyrir að stinga sambýliskonu djúpu sári á háls: Eg var að reyna að ná hnífnum af henni - segir að sér þyki vænt um konuna en hún hafi ráðist á sig áður með hnífi ................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. .................................................................................................................. : DV-MYND GVA Ákærði neitaði Karlmaöur á fimmtugdaldri neitaöi fyrir dómi í gær aö hafa ráðist á fyrrum sambýliskonu sína og veitt henni djúpt sár á hálsi meö hnífi. „Ég mótmæli þessu og vill koma því á framfæri að ég var að reyna að ná hnífnum af henni. Hún var að ráðast á mig og ekki í fyrsta skipti með hníf,“ sagði 47 ára karlmaður fyrir dómi í gær sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið fyrrum sambýlis- konu sína djúpu sári á háls á heim- ili hennar að Boðagranda í Reykja- vík. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa í sömu átökum olnbogabrot- ið konuna og skorið hana á auga- brún. , „Ég heyrði smell þegar ég náði hnífnum af henni,“ sagði maðurinn þegar Guðjón Marteinsson héraðs- dómari spurði hann um olnboga- brotið. Hann kvaðst ekki átta sig á því hvemig konan fékk sár eftir hníf á augabrúnina - sagði konuna jafnvel hafa veitt sér þá áverka sjálfa eftir að aöalátökin áttu sér stað. Sauma þurfti konuna 30-40 spor í höfuð og andlit eftir atburð- ina í íbúðinni. Hún nefbrotnaði, tognaði á hálsi og hlaut einnig mar og sár víða um líkamann. Onnur árás í maí Maðurinn er einnig ákærður fyr- ir að hafa veist með ofbeldi á sömu konu á sama stað í maí - slegið hana margsinnis i höfuð og líkama en einnig að hafa barið höfði henn- ar utan í vegg auk þess að hafa mis- þyrmt henni með öðrum hætti. Um þetta sagði maðurinn að hann neitaði sök - konan hefði tveimur vikum áður ráðist á sig með sama hníf og um var að ræða þegar hún varð fyrir stungusárunum í júlí. „Það er sjónvarvottur að því,“ sagði maðurinn. Ákveðið er að leiða umræddan sjónarvott sem vitni þegar kemur að sjálfum rétt- arhöldunum í lok janúar en þing- festingin fór fram í gær. Maðurinn hefur setið i gæsluvarðhaldi frá því aö atburðurinn átti sér stað á Boða- granda í júlí. Dómarinn sagði að með hliðsjón af gildandi lögum og því hvernig málið er vaxið sé rétt að ákveða að dómurinn verði fjölskipaður þegar vitni verða leidd og málflutningur fer fram. -Ótt Gagnrýna hækkun Islands gagnrýnir f j anir á leikskóla- / | laga um næstu ára- ■ mót. Framkvæmda- ■Eí—I Arnbjörnsson, segir í samtali við mbl.is að rök Reykja- víkurborgar fyrir 8% hækkun séu bull. Hann bendir á að tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni og þvi skjóti hækkanir sem þessar skökku við. Dæmdar 16 milljónir Hæstiréttur felldi í gær úrskurð þess efnis að ellefu ára stúlku skuli greiddar rúmar 16 milljónir í bætur. Stúlkan fæddist mjög skert andlega en móðir hennar hafði greinst með meðgöngueitrun í mæðraskoðun. Karlar oftar yfirmenn Mun færri konur I læknastétt eru yfirmenn á Landspítalanum en starfsbræður þeirra af karlkyni. Þrátt fyrir það eru konur hlutfalls- lega stærri hópur lækna sem helgar sig starfl á spítalanum. Loftflutningar fyrir Nató Ríkisstjórn íslands hefur sam- þykkt að verja allt aö 300 milljónum króna til loftflutninga fyrir Nató komi til aðgerða á vegum banda- lagsins. Gengið hefur verið frá rammasamningum við Flugleiðir og Atlanta sem gerir stjórnvöldum kleift að leigja vélar þeirra með litl- um fyrirvara. Sýnir í Tate Modern Ólafur Elíasson hefur fengið boð um að sýna í túrbínusalnum, stærsta sal Tate Modern listasafns- ins í London. Verk Ólafs verður hluti af sýningarröðinni „Unilever Series“ og er sýningin fyrirhuguð á næsta ári. mbl.is greindi frá. Fjárvana verktakar Frjálsi íjárfestingarbankinn hf. er nú stærstur lóðarhafa og ibúðareig- enda í Reykjavík. Bankinn á 284 íbúðir í Grafarholti. Sjálfstæðis- menn í borgarstjóm vöktu máls á þessu á fundi borgarstjórnar í gær. Þeir kenndu um skipulagsleysi og sögðu málið einsdæmi í sögu borg- arinnar. Borgarstjóri vísaði gagn- rýni minnihlutans á bug og sagði m.a. engan lóðarhafa orðið gjald- þrota. -aþ helgarblað Björk r einkaeign í Helgarblaði DV á morgun er ít- arlegt viðtal við Björk Guðmunds- dóttur söngkonu sem nú stendur á tímamótum á ferli sínum. Björk talar um tónlistina, hungurverkfall móður sinnar gegn virkjunum, samband sitt við Matthew Bamey einnig mögnuð myndasaga sem ljósmyndari DV tók utan sviðs og innan á boxkeppni í Laugardalshöll fyrir viku. DV ræðir við rithöfundana Þórarin Eldjárn og Steinar Braga og fjallar um feril Kristins Hallssonar, óperusöngvara íslands númer eitt. Einnig koma við sögu Rómeó og Júlía, Ramadan, og Jóel Pálsson saxófónleikari. og ísland. í blaðinu er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.