Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Fréttir :ov
Dæmdir fyrir
rán og innbrot
Fjórir piltar á höfuöborgarsvæð-
inu, 18 til 21 árs, voru i gær dæmd-
ir í fjögurra til níu mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir mismikla aðild
að ráni í verslunina Sparkaup í
Stigahlíð annars vegar og innbrot á
meðferðarheimilið Árvelli á Kjalar-
nesi í vetur. Tveir piltanna fóru inn
í Sparkaup þegar stúlka var þar ein-
sömul við afgreiðslu. Þeir þóttust
vera starfsmenn gosdrykkjaverk-
smiðju komnir til að fylla á lager
verslunarinnar. Piltamir fengu
stúlkuna til að koma með sér niður
í kjallara. Annar piltanna veittist að
stúlkunni niðri og reyndi að setja
límband fyrir munn hennar. Ekki
tókst það en þá hélt hann fyrir
munn hennar uns hún lofaði að
öskra ekki. Pilturinn sparkaði þá
upp hurð að skrifstofu og leitaði fé-
lagi hans þar að peningum á meðan
sá fyrmefndi festi stúlkuna með
límbandi við stól og setti límband
fyrir munn hennar. Viö svo búið
fóm piltamir af vettvangi með 73
þúsund krónur, greiðslukortakvitt-
anir og viðskiptamannaseðla.
Stúlka sem var ákærð fyrir að
hafa veitt piltunum upplýsingar um
hvar peningamir væru geymdir og
hvenær vikunnar mest væri af þeim
var sýknuð - þáttur hennar var
ekki talinn tengjast brotinu með
nægilega áþreifanlegum hætti en
henni var kunnugt um hvemig hátt-
aði til í versluninni vegna fyrri
starfa sinna þar. Tveir piltar eru
ákærðir fyrir annað rán í 10-11, ann-
ar fyrir að taka starfsmann þar
hálstaki aftan frá á meðan hinn tók
peninga.
Piltamir voru allir dæmdir fyrir
að hafa brotist inn á meðferðar-
heimilið Árvelli á Kjalarnesi,
spenna upp glugga og brjóta hurðir
innandyra og stela þaðan tölvum,
lyfium og myndbandstökuvél. Þegar
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að
hafa refsingamar skilorðsbundnar
tók haim ýmist tillit til þess að tveir
piltanna hafa ekki sætt refsingum
áður, ungs aldurs og þess að brotin
voru greiðlega játuð. -Ótt
DV-MYND EINAR ÖLAFSSON
Sá guli feitur og fallegur
Árni í Odda og Ólafur Friöriksson bregða á leik meö þann gula eftir vel
heppnaöan túr Hallvarös frá Horni. Þeir komu meö þriggja tonna afia, sem
þeir veiddu undan Munaöarnesi, aö iandi á Drangsnesi í fyrradag. í síöustu
viku fengu þeir fallega ýsu og stendur sú hrota enn. Aflabrögö á Drangsnesi
hafa veriö sæmileg undanfarin misseri og á staönum er rekin öfiug fisk-
vinnsla hjá fyrirtækinu Drangi sem er í eigu heimamanna.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga:
Dregið úr framlög-
um til tekjuhárra
Nefnd sem skipuð var til þess
að endurskoða þann hluta laga
um tekjustofna sveitarfélaga sem
fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga kemst að þeirri niðurstöðu
að ekki sé tímabært að gera rót-
tækar breytingar á uppbyggingu
og gerð framlaga sjóðsins en
nauðsynlegt sé að aðlaga framlög
og breyta þeim í samræmi við ný
sjónarmið og breyttar forsendur.
Nefndin stóð frammi fyrir tveim-
ur valkostum sem var annars veg-
ar róttæk endurskipulagning á
starfsemi sjóðsins og fyrirkomu-
lagi jöfnunarkerfísins og hins
vegar áðlögun sjóðsins að þeim
breytingum sem orðið hafa á um-
hverfi hans í þeim tilgangi að ná
þeim markmiðum sem nefndin
hefur sett sér.
Tillögur nefndarinnar fela þó í
sér að útreikningur framlaga
verður einfaldari; hlutfallslegt
vægi almennra framlaga til sveit-
arfélaga verður aukið; dregið
verður úr skerðingu vegna hag-
kvæmni en tillit til tekna aukið,
án þess þó að dregið sé úr hvata
sveitarfélaga til að styrkja betur
tekjustofna sina; breyting á hag-
kvæmnilínu dregur úr lækkun út-
gjaldajöfnunarframlaga þegar um
stærri sameiningar er að ræða.
Heimilt verður að aðstoöa sveit-
arfélög í kjölfar sameiningar i rík-
ari mæli en áður, meðal annars
með stofnframlögum vegna end-
urskipulagningar skólahalds og
með sérstökum rekstrarframlög-
um í tiltekinn tíma.
Framlög til millistórra sveitar-
félaga eða sveitarfélaga með íbúa
á bilinu 2000 til 21.000 verða auk-
in; dregið verður úr framlögum
til mjög tekjuhárra sveitarfélaga
og vægi jöfnimar verður aukið.
-GG
f
íTr,; '’w. mamm 7- — ..........