Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2002, Síða 22
22
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002
Tilvera X>V
Green Dragon
★★★-
Flóttamannalíf
í lok Víetnam-
stríðsins fluttu
tugir þúsunda Rjgjfr ^r, H
Suður-Vietnama
til Bandaríkjanna I jj
þar sem þeim var I
í fyrstu komið fyr-
ir í flóttamanna- /£ '3i
búðum. Green
Dragon segir eina sögu af mörgum um
dvölina þar. Fólkið sem flutt var í
búðimar vissi ekkert hvað var fyrir
utan þær. Það var einangrað innan
girðingar. Eftir því sem tíminn líður
verður vonleysið meira, hvað tekur við?
I einu slíku vonleysi fer yfirforingi búð-
anna með talsmann Víetnamanna út
fyrir búðimar. Við fáum ekkert að sjá
frá þeirri ferð, heldur aðeins gleðina í
augum hans þegar hann kemur til baka.
Sú gleði smitar út frá sér.
Þaö má segja um Green Dragon að
hún sýni okkur á sannfærandi hátt
hvernig fólk frá ólíku menningar-
svæði reynir að lifa lífi sem það þekk-
ir við aðstæður sem það þekkir ekki.
Leikstjórinn Timothy Linh Bui og
bróðir hans Tony lentu í svona búð-
um en muna lítið eftir því. Það er af
vörum móður þeirra sem þeir hafa
þekkinguna og uppeldi þeirra gerir
það að verkum að þeir ná á sannfær-
andi hátt að lýsa sögupersónum sín-
um.
Bandarísku leikararnir Patrick
Swayze og Forest Whitaker eru kynnt-
ir sem aðalleikarar. Það eru þeir ekki.
En þeir sýna góðan leik í hlutverki
herforingjans sem stjómar búðunum
og kokksins. Aðalpersónurnar eru
írændur. Annar er fullorðinn og hinn
drengur, sem alltaf er að bíða eftir
móður sinni sem aldrei kemur. Þessir
tveir eru hjarta myndarinnar og það
er í gegnum þá sem fæst raunsæi sem
gerir Green Dragon að góðri kvik-
mynd. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Timoty Lin
Bui. Bandaríkin, 2001. Lengd: 115 mín.
Leikarar: Patrick Swayze, Forest Whitaker,
Don Duong og Hiep Thi Le. Bönnuð börnum
innan 12 ára.
After image
i
Morðingi
laus
After Image tek-
ur á þema sem
frægast hefur orð-
ið i kvikmyndun-
um um Hannibal
Lecter, hvemig
raðmorðingi getur
laðast að einhverj-
um sem vinnur að rannsókn málsins
sem tengist honum. Það þarf að vera
ansi djúp skoðun í sálarlíf morðingj-
ans til að takist aö koma slíku sam-
bandi til skila. Ekki er neinu slíku
fyrir að fara í After Image, þar sem
fjallað er um þrjár manneskjur sem
þekktu ekki hver aðra í upphafi en
tengjast vegna óupplýstra morðmála.
Það vantar ekki að nóg er af hug-
myndum í myndinni, en engin þeirra
er fullkomnuð þannig að segja má að
myndin sé eitt samsafh af lausum end-
um.
John Mellencamp leikur lögreglu-
ljósmyndara sem dag einn fær nóg af
starfi sínu og fleygir myndavélinni í
sjóinn. Þetta sér raðmorðingi sem
haíði drepið þrettán ára stúlku, morð
sem gerði þaö að verkum að Ijósmynd-
arinn fékk nóg. Morðinginn tekur upp
á því að elta ljósmyndarann og mynd-
ar tengsl við hann í gegnum heyrnar-
lausa stúlku sem er skyggn.
Leikstjóri myndarinnar er greini-
lega mjög hrifinn af „slow motion“
myndatöku og notar hana í tíma og
ótíma. Þetta gerir stundum myndina
áferöarfallegri en getur ekki leynt því
aö textinn er innantómur og persónur
glærar. -HK
Útgefandi: Sam myndbönd. Lelkstjórl: Ro-
bert Manganelli. Bandaríkin 2000. Lengd:
96 min. Lelkarar: John Mellencamp, Louise
Fletcher og Terrylene. Bönnuö innan 16 ára.
Opið hús í Kattholti
á sunnudag:
Vakað
yfir vel-
ferð dval-
f 'l 1 "I 1 H * a ^ * Gunnarsdóttir
Sannkallaö ævmtyn
DV-MYND: PSJ
Ustamaöurlnn og listaverkiö
Páll Guömundsson frá Húsafelli viö listaverkiö sem hann er aö gera í Ólafsvík af Ottó Árnasyni.
Páll Guðmundsson frá Húsafelli:
/ § ^ #
Þekktur Olsari 1 stein
Um þessar mundir er Páll Guð-
mundsson, listamaður frá Húsa-
felli, að gera minnismerki um
kunnan Ólsara, Ottó heitinn Áma-
son. Ottó, sem lést árið 1977, var
merkismaður og m.a. sá hann um
bíósýningar í Ólafsvík um langan
tima. Hann var umsjónarmaður
gamla félagsheimilisins í Ólafsvík
en nú i desember eru 100 ár frá því
að það var vígt. Haldið verður upp
á þann atburð þann 14. des. nk. Þá
stofnaði hann Ungmennafélagið
Víking, Taflfélag Ólafsvíkur og
fleiri félög. Af þessu tilefni var Páll
Guðmundsson, listamaður frá Húsa-
felli, fenginn til að gera minnis-
varða um Ottó rétt hjá þeim stað er
félagsheimilið stóð og er hann á veg-
um Framfarafélags Ólafsvíkur. For-
maður þess er Ester Gunnarsdóttir.
Á þessum minnisvarða er bæði and-
litsmynd af Ottó og riddari á skák-
borði, sem er tilvalinn til að sýna at-
orku Ottós í félagsmálum í Ólafsvík.
-PSJ
argesta
„Við verðum með galopið hús hér
á sunnudaginn milli eitt og fimm og
vonumst til að fjölskyldur hafi gam-
an af að heimsækja okkur og heilsa
upp á okkar ferfættu dvalargesti,“
segir Sigríður Heiðberg, húsmóðir í
Kattholti. Hún segir þar líka verða
opinn basar og ágóði af honum fari
óskiptur til kattanna. Aðspurð segir
hún hótelið svo tii fullnýtt um þess-
ar mundir, enda dvelji þar 50-60
óskilakettir. Þegar spurt er um
fjölda starfsfólks upplýsist að
þrennt skiptir með sér vöktum því
vakað er yfir velferð kattanna alla
daga ársins. Kattholt er til húsa í
Stangarhyl 2 á Ártúnshöfða og er
rekið af Kattavinafélaginu í góðu
samstarfi við borgaryfirvöld. Gestir
þar njóta heilbrigðisþjónustu Dýra-
spítalans í Víðidal. „Það er auðvitað
gífurlegur kostnaður sem fellur til
við rekstur svona staðar,“ segir Sig-
ríður og finnst í hæsta máta ósann-
gjamt að kettimir líði fyrir kæru-
leysi eigendanna. -Gun.
Hvuttadagar í Reiðhöll Gusts um helgina:
Hundur er ekki sama og hundur
- segir Jón ísleifsson
Hvuttadagar heitir hátíð sem hald-
in verður í Reiðhöll Gusts i Kópavogi
nú um helgina, frá kl. 12-18 bæði á
laugardag og sunnudag. Að sögn Jóns
ísleifssonar sem stendur að samkomu-
haldinu verða þar helstu hundateg-
undir landsins kynntar, ásamt vörum
og starfsemi tengdum hundum. Meðal
annars verða þar dýralæknar og
hundasnyrtar.
„Hvuttadagar eru fyrir fólk sem á
hunda og hefur áhuga á þeim,“ segir
Jón og bætir við að þama komi fram
að minnsta kosti 30 tegundir sem al-
menningur geti skoðað, klappað og
Bíógagnrýni
Góöur seppi
Hundarnir geta veriö mönnum til
mikillar hjálpar. Þessi ber innkaupa-
poka fyrir eiganda sinn.
fengið upplýsingar um. Á sérstöku
svæði fái fólk 5-10 mínútur til að sýna
sína hunda og lýsa kostum þeirra og
sérkennum og kynnt verði þjónusta
blindrahunda, leitar- og lögreglu-
hunda svo nokkuð sé nefnt. „Hundur
er nefnilega ekki sama og hundur.
Þeir eru svo ólíkir og hæfileikamir
fjölbreytilegir," segir Jón. Hann
kveðst vera einn af sjö einstaklingum
sem standi að þessari sýningu en bak-
hjarlar séu meðal annars Pedigree og
B&L. Jón og hans félagar halda lika
úti netsíðunni hvuttar.net.
-Gun
DVMYND ÞÖK
í Kattholti
„Það er líflegt hjá okkur í Kattholti
og ég hef trú á aö krökkum þyki
gaman að koma hing-
aö, “ segir Sigríöur
Heiöberg.
’. ■
Sambíóin/Háskóiabíó - Harry Potter og leyniklefinn ★★★
Harry Potter, Hermione Granger og Ron Weasley
Daniel Radcliffe, Rupert Grínt og sérstaktega Emma Watson leika af meira
öryggi nú.
Það er satt, önnur myndin um
galdrastrákinn knáa, Harry Potter er
betri en sú fyrsta. Harry Potter og
leyniklefinn er dekkri og meira spenn-
andi og húmorinn er meira áberandi.
Eins og siðast fylgir myndin bókinni
allnákvæmlega og sleppir fáu, samt
heyrðust mjóróma raddir í hléi sem
spurðu sína fullorðinsfylgdarmenn
hvers vegna hitt og þetta vantaði, því
fyrir eldheita aðdáendur hetjunnar
með gleraugun og eldingarörið skiptir
hvert smáatriði máli. í fyrri hluta
myndarinnar er hæg stigandi en þó
krydduð nettum óhugnaði og seinni
hlutinn er hraöari og fullur af atriöum
sem fá unga jafnt sem eldri áhorfendur
til að kippast við í sætinu, enda er leik-
stjórn Columbus djarfari í þetta skipt-
ið.
Harry er kominn aftur í Hogwarth-
skólann eftir ömurlegt sumarleyfi hjá
andstyggilegum ættingjum sínum sem
þykir ámóta vænt um hann og skítinn
undir skónum sínum og viðmót þeirra
er eftir því. Harry er því feginn að vera
aftur innan veggja besta skóla i heimi
með bestu vinum sínum, þeim Ron og
Hermione. En ekki ætlar veturinn að
vera aöeins helgaður lærdómi og leikj-
um, hættumar bíða úti um allt - úti í
skógi, inni í veggjum og ekki síst í
auöri bók.
Daniel Radcliffe, Rupert Grint og
sérstaklega Emma Watson leika af
meira öryggi nú en síðast og Tom
Felton er fullur fyrirlitningar og hat-
urs sem óvinurinn Draco. Hann er svo
skítlegur strákur aö ég er viss um að
Rowling hafði eitthvert sérstakt
hrekkjusvín í huga þegar hún bjó hann
til. En þrátt fyrir vaxandi leikhæfi-
leika krakkanna stela hinir fullorðnu
stórleikarar senum af algjöru sam-
viskuleysi. Eins og síðast er Richard
Harris konunglegur Dumbledore og
það er erfitt að ímynda sér nokkum
koma í hans stað í næstu myndum.
Robbie Coltrane er ennþá ástúðlegi ris-
inn Hagrid, Maggie Smith áhyggjufull
en ákveðin sem McGonagall prófessor
og Alan Rickman dásamlega lævís og
hættulegur sem prófessor Snape. Af
nýjum andlitum er Kenneth Branagh
bestur í hlutverki hins sjálfumglaða
Gilderoy Lockhart. Brannagh er frá-
bær gamanleikari og hefur greinilega
gaman af að leika hér uppblásinn
montrass. Jason Isacs er lika glæsileg
viðbót við þetta úrvalslið leikara í
hlutverki hins andstyggilega og
svikula Lucius Malfoy, pabba Draco.
Þar að auki er tölvugerði húsálfurinn
Dobby skemmtileg aukapersóna.
Fleiri tækniundur gleðja augað, til
dæmis risavaxnar, reiðar kóngulær og
stóóóór slanga sem var aðalástæðan
fyrir ekkasogum yngstu áhorfendanna
- enda er H.P. og leyniklefinn ekki fyr-
ir áhorfendur undir sex ára aldri. Stu-
art Craig hannar hina stórglæsilegu
sviðsmynd eins og síðast og það er eins
og skólinn hafi stækkað, ranghölum
fjölgað og hættumar aukist.
Þannig að aðdáendur Harry Potter
fara heim með sæluhroll um allan
kroppinn og biða spenntir eftir næstu
mynd. S'rf Gunnarsdóttir.
Leikstjóri: Chris Columbus. Framleiðandi:
David Heyman. Handrit: Steve Kloves, byggt
á bók J.K. Rowling. Kvikmyndataka: Roger
Pratt. Tónlist: John Williams. Aðalleikarar:
Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert