Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 2
20 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Sport JDV Efni DV-Sports ídag EM í sundi NBA um helgina Bikar í körfu 0 © © © Intersportdeildin © © © © Intersportdeildin Bikar kvenna Haukar úr leik Grótta/KR áfram Essodeild karla í handknattleik © © Enska knattspyrnan © Enska knattspyrnan © Enska knattspyrnan © Evrópuknattspyrnan Evrópuknattspyrnan © Hestasíöa © Formannaspjall 0 Skylmingar unglinga © Baksíöa Beiirn sími: ............... 550 5880 Ljósmyndir: ................ 550 5845 Fax:........................ 550 5020 Netfang:..............dvsport@dv.is Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurðsson (jks.sport@dv.is) Óskar Ó. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafn Þorvaldsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) Örn Arnarson getur fagnaö góöri uppskeru á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug sem lauk í Þýskaiandi í gær. Örn er á góöri leiö og verður fróöiegt aö fylgjast meö honum í keppni á meöal þeirra bestu á næsta ári. Örn Arnarson synti frábærlega vel á EM í 25 metra laug: Rosalega sattur öm Amarson lauk þátttöku sinni á Evrópumótinu í 25 metra laug í Þýskalandi í gær meö því aö hreppa bronsverðlaun í 100 metra baksundi. Hann setti íslandsmet i greininni, synti á 51,91 sekúndu sem er þriðji hraðasti tími Evrópu- búa á þessari vegalengd. Það var Þjóðverjinn Thomas Rupprath sem sigraði og vann um leið þriðju gull- verðlaun sín á mótinu. Hann synti á 51,51 sekúndu og landi hans, Stev Theloke, varð annar á 51,71 sek- úndu. Þess má geta að Örn átti Evr- ópumetið í 100 metra baksundi fyr- ir tveimur árum og það var tíminn 52,28 sekúndur sem segir hvað þró- unin er mikil í sundinu. Árangur Amar var frábær á mótinu en hann vann gull í 200 metra baksundi og brons í 100 metra baksundi í gær. Hann lenti í fjórða sæti í 50 metra baksundi og varð níundi í 100 metra skriðsundi. Hann setti íslandsmet í öllum þess- um greinum fyrir utan 200 metra baksundið. Öm bætti síðan eigið íslandsmet í 50 metra skriðsundi þegar hann synti einn sprettinn í 4x50 boðsundi í gærmorgun. En hvemig metur Öm sjálfur ár- angurinn á þessu móti? „Ég er rosalega sáttur í alla staði. Ég synti 100 metra baksundið mun hraðar en ég átti von á og þetta segir manni það að ég er kom- inn í feiknalegt form á nýjan leik. Ég tók mér níu vikna frí í sumar og það virðist ekki hafa komið að sök. Ég syndi hraðar i nokkrum grein- um en fyrir tveimur árum þegar ég taldi mig í því besta formi sem ég hef verið. Ég get ekki kvartað og þetta eru tvímælalaust skilaboð um það að ég sé á réttri leið. Ég tók nokkra áhættu þegar ég skipti um þjálfara og það hefur bara virkað vel á mig og var hárrétt ákvörðun. Það voru margir sem bjuggust ekki við þessum árangri hjá mér og raunar töldu blaðamenn á mótinu hér í Þýskalandi að ég væri týndur og tröllum gefinn og ætti litla möguleika. Annað kom á daginn og frábær ástundum æfinga í allt haust er að skila mér sem betri sundmanni en nokkru sinni fyrr,“ sagði Öm Arnarson í samtali við DV í gær. Örn sagðist vera búinn að ákveða að taka ekki þátt í heims- bikarmótum eftir áramótin en það hefði staðið honum til boða. Hann ætlar að taka þátt i sterku móti í Lúxemborg í 50 metra laug í lok janúar og síðan verður hann meðal þátttakenda á meistaramótinu sem verður i Vestmannaeyjum í mars. Jakob Jóhann Sveinsson stóð sig vel í 200 metra bringusundi í gær þar sem hann lenti í 5. sæti á 2,11,19 mínútum. Árangur Hreiðars Inga Marinós- sonar á Evrópumótinu er athyglis- verður en hann tryggði sig sess á heimsmeistaramótinu í Barcelona i sumar með árangri sínum i 100 metra skriðsundi. -JKS Utan vallar íslenskt íþróttafólk lét töluvert að sér kveða á erlendum vettvangi um helgina. Grótta/KR lék síðari leik sinn í Evrópukeppninni í handknatt- leik við danska liðið Álaborg. Grótta/KR vann fyrri leikinn á Nes- inu með þremur mörkum svo vænt- ingamar voru ekki miklar enda er danska liðið erfitt heim aö sækja og tapar sjaldan í Álaborg. Danska liðið fór að vísu með sigur af hólmi og sá sigur nægði því til að ýta Gróttu/KR úr keppninni. Leikar stóðu jafnir eft- ir viðureignimar tvær en liðið af Nes- inu komst áffam á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Árangur Gróttu/KR er sérlega athyglisverður en þetta er í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni. Liðinu hefur ekki vegnað sem skyldi í deild- inni hér heima en hefur heldur betur látið að sér kveða í Evrópukeppninni og er komið í 8-liða úrslit. Ágúst Jó- hannsson, þjálfari liðsins, er metn- aðarfullur og það er ekki síst vegna útsjónarsemi hans sem liðið er komið eins langt og raun ber vitni. Ágúst er ungur að árum og hefur þegar sannað ágæti sitt. Sundmenn hafa staðið í ströngu síðustu daga en í gær lauk Evrópu- mótinu i 25 metra laug i Þýskalandi. Þar stóð Öm Amarson upp úr meðal íslensku þátttakendanna. Öm hefur átt undir högg að sækja lengstum þetta árið og því var að duga eða drep- ast fyrir hann á Evrópumótinu. öm sýndi það í Þýskalandi að ekki ber að afskrifa hann því hann lét heldur bet- ur til sín taka í mótinu. Hann varð Evrópumeistari í 200 metra baksundi og árangur hans í öðmm greinum var einnig góður og hann lauk keppni í gær með því að krækja sér í brons- verðlaun í 100 metra baksundi. Öm er kominn til baka en þeir voru margir sem hreinlega bjuggust ekki við miklu af honum. Hann sýndi þaö og sannaði að þær spár voru ekki á rök- um reistar og hefur þessi snjalli sund- inaður sýnd sundheiminum að hann er enn á meðai sterkustu baksunds- manna í heimi. Kristín Rós Hákonardótir lét ekki sitt eftir liggja í sundinu en hún náöi frábæmm árangri á heimsmeistara- móti fatlaðra í Argentínu. Á þessum þessum tímapunkti árs Jón Kristján Sigurðsson íþróttafréttamaður á DV-Sporti segir sina skoðun líta margir íþróttaáhugamenn um öxl og skoða hverju árið hefur skilað þeim. Oft hefur árangurinn verið betri en árið byrjaði þó með eftir- minnilegum hætti þegar íslenska landsliðið í handknattleik náði fjórða sætinu á Evrópumótinu í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið um árang- ur landsliðsins í knattspyrnu en þar var uppskeran ekki í samræmi við væntingar. Uppskeran i einstaklings- íþróttum var rýr framan en hjá frjáls- íþróttamönnum stóð Jón Amar Magnússon upp úr. Fimleikafólk get- ur verið kátt með frammistöðu Rúnar Alexanderssonar en hann komst í úr- slit á heimsmeistaramóti fyrstur ís- lendinga. Fremsta íþróttafólk okkar er á afreksmannastyrkjum og því er ekki nema eðlilegt að gerðar séu mikl- ar kröfur tii þess. Þetta ár er brátt á enda og á nýju ári rekur hver íþrótta- viðburðurinn annan og er vonandi að árið 2003 verði gjöfult íþróttafólki okkar á öllum sviðum. _____________________________)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.