Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 21 Sport DV Sacramento Kings slapp svo sann- arlega með skrekkinn á laugardag- inn er þeir sigruðu öldungana í Utah Jazz með tveim stigmn. Sigur- stigin gerði Chris Webber af vítalín- unni úr umdeildum vítaskotum sem hann fékk er 2 sekúndur lifðu leiks. John Amaechi náði frákasti yfir höfði Webbers er Stockton klúðraði vítaskoti en flestum til mikillar furðu var dæmt brot á hann og Webber fór á vítalínuna hinum megin þar sem hann kláraði leik- inn. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að Amaechi hafði varla snert Webber. „Ég var ekki alveg viss um hvað þeir ætluðu að dæma. En það sýnir hversu öflugt lið Kings hafa að vafadómarnir falla þeim i hug,“ sagði Jerry Sloan, þjálfari Jazz, í leikslok. Rockets töpuðu heima Houston Rockets töpuðu frekar óvænt á heimavelli, 94-83, gegn LA Clippers en þetta var aðeins annað tap Rockets á heimavelli á þessari leiktíð. Andre Miller og Elton Brand fóru á kostum i liði Clippers en lykillinn að sigrinum var að þeim tókst að halda aftur af Kínverj- anum Yao Ming í leiknum. Félagi Ming í kínverska landsliðinu, Wang Zhizhi, leikur með Clippers og hann kenndi félögum sínum að verjast gegn Ming. „Wang sagði okkur frá hans helstu gabbhreyfingum og við vorum því vel í stakk búnir að verj- ast gegn honum,“ sagði Alvin Gentry, þjáifari Clippers. Dallas ekkert að kólna Gott gengi Dallas Mavericks hélt áfram er þeir sigruðu Memphis Grizzlies, 104-87, á heimavelli og þeir eru enn ósigraðir þar. Grizzlies átti möguleika á að jafna félagsmet með sigri en það hafði unnið fjóra leiki í röð áður en það lenti í klónum á Mavericks. Steve Nash fór á kostum í liði Dallas og risinn Shawn Bradley var einnig sterkur en hann tók 18 fráköst í leiknum. Góöur sigur Blazers Derek Anderson skoraði 6 stig í framlengingu er Portland lagði Minnesota, 98-92, í fjörugum leik. „Alvöru sigur,“ sagði Maurice Cheeks, þjálfari Portland. „Eftir flenginguna sem við fengum í Milwaukee á fóstudaginn var það frábær frammistaða að vinna þenn- an leik.“ Frábær vamarleikur skóp sigur Blazers einna helst sem náði að loka á Kevin Gamett sem hitti aðeins úr 9 af 27 skotum sínum í leiknum. Jones bætir eigið met Eddie Jones skoraði 38 stig í 101-92 sigri Miami Heat á Golden State Warriors. Aldrei áður hefur Jones skorað eins mörg stig í einum leik á ferlinum og það sem meira var að með stórleik sinum lagði hann grunninn að fyrsti sigri Heat í fimm leikjum. „Ég fann það að ég varð að taka stjómina í kvöld og taka skotin sjálfur. Mér leið vel og því gekk allt upp hjá mér,“ sagði Jo- nes sem hafði áður náð 37 stigum í leik. Óvæntur sigur Pistons Strákamir á bekknum hjá Detroit Pistons áttu allan heiðurinn af sigri Pistons gegn Seattle Supersonics. Richard Hamilton var sjóðheitur með 25 stig og hitti úr 9 af 13 skot- um sínum í leiknum. Corliss Willi- amson kom einnig sterkur upp en hann skoraði 15 stig. Hann hefur verið einna drýgstur varamanna deildarinnar við stigaskor í vetur. Paö var hart barist í leik Atlanta Hawks og Phoenix Suns um helgina. Hér sjást þeir Bo Outlaw t.v. og Darvin Ham framherji Atlanta í léttum dansi. Reuter „Hamilton steig upp þegar við þurft- um á honum að halda í þriðja leik- hluta. Corliss var okkur einnig mjög mikilvægur en við létum margar sóknimar fara í gegnum hann og hann tók góðar ákvarðanir og góð skot,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Pistons. Celtics valtaði yfir Knicks Paul Pierce var i íínu formi er Boston Celtics valtaði yfir New York Knicks, 113-90, í Madison Squ- are Garden. Pierce skoraði 29 stig og tók 10 fráköst en þetta var í átt- unda sinn í vetur sem hann nær tvöfaldri tvennu. „Ég vildi koma okkur í góða forystu í síðari hálfleik og sem betur fer duttu mörg af erf- iðu skotunum niður," sagði Pierce sem skoraði 15 stig í þriðja leik- hluta. Knicks hefði getað unnið sinn þriðja leik í röð en fékk í stað- inn sinn versta skell í vetur. „Þetta voru mikil vonbrigði. Sjálfstraustið var að koma til baka eftir 2 sigur- leiki í röð en síðan erum við teknir niður úr loftinu á ný,“ sagði hundsvekktur Allan Houston, leik- maður Knicks. Jordan pakkað saman New Jersey Nets er eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og vann sinn fimmta leik í röð á föstudaginn er Michael Jordan og félagar í Washington Wizards komu í heimsókn. Richard Jefferson og Jason Kidd fóru mikinn í liði Nets. Jefferson skoraði 21 stig og Kidd náði þrefaldri tvennu í annað sinn í vetur. Michael Jordan var aftur á móti pakkað saman en hann skor- aði 12 stig í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. „Hann er bara venjulegur maður í dag. Þetta er ekki sá körfubolta- maður sem maður dáði er maður var að alast upp. Engu að síður ber ég enn mikla virðingu fyrir hon- um,“ sagði Jefferson, leikmaður Nets, um Jordan að leik loknum. Enn tapar Lakers LA Lakers tapaði enn einum leiknum á föstudagskvöldið og að þessu sinni á heimavelli gegn New Orleans Hornets sem hefur gengið vel í vetur. Shaquille O’Neal var eini leikmaður Lakers með meðvit- und í leiknum og hann hefur verið að gera sitt besta upp á síðkastið til að rífa félaga sína upp en það hefur skilað litlu. Hann gagnrýndi félaga sína harkalega eftir Lakers tapaði fyrir Utah og er þeir töpuðu næst gegn Golden State þá neitaði hann að ræða við blaðamenn og það sama var upp á teningnum á föstudaginn. Kobe Bryant og Robert Horry spjöll- uðu því við blaðamenn og þeir ját- uðu að liðið væri búið aö ná botnin- um. „Við komumst ekki mikið nær botninum, held ég,“ sagði Bryant. „Við verðum að fara aö hysja upp um okkur buxumar." Horry tók í sama streng. „Nú er botninum náð. Við verðum þó að vera þolinmóðir og reyna að fmna taktinn á ný.“ Duncan í fínu formi Tim Duncan var allt í öllu hjá San Antonio Spurs er þeir lögöu LA Clippers, 97-84. Duncan skoraði 25 stig og tók 18 fráköst í leiknum. Góður arrnar og þriðji leikhluti hjá Spurs lagði grunninn að sigrinum. Þetta var 18. sigur Spurs á Clippers í síðustu 19 viðureignum liðanna. Marbury tók Iverson Þeir voru margir sem biðu spenntir eftir rimmu Stephons Mar- burys og Allens Iversons á föstu- dagskvöldið. Hún varð aldrei spennandi því Marbury var miklu mun betri er Suns lagði Sixers, 99-91. Marbury skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar er Sixers tap- aði sínum fjórða leik í röð. Iverson gaf lítið fyrir þessa innbyrðisbar- áttu sem fjölmiðlarnir gerðu mikið úr. „Þetta er sjöunda árið mitt í deildinni og ég á ekki í neinum per- sónulegum slögum lengur, það er tóm vitleysa. Þa.ð er ekki það sem ég stend fyrir. Ég gerði það þegar ég var nýliði en er vaxinn upp úr því núna,“ sagði Iverson að leik loknum og var nokkuð frá því að vera kominn í jólaskap. Walker með stórleik Antoine Walker átti stórleik með Boston Celtics er það lagði Cleveland að velli, 115-100. Hann náði þrefaldri tvennu á annað sinn á árinu. Tony Battie steig óvænt upp hjá Celtics og skoraði 24 stig sem er það mesta hjá honum í vet- ur. Ricky Davis var allt í öllu hjá Cavs með 42 stig er þeir töpuðu tólfta útileik sínum í röð. „Ég reyni að spila eins fjölbreyttan leik og ég get. Við áttum von á léttari leik en raun varð en við tókum það á hörkunni," sagði Walker í leikslok. -HBG NBA-úrslit föstudagur Philadelphia-Phoenix......91-99 Iverson 22 (7 stoðs.), MacCulloch 16 (8 frák.), Buckner 14, Snow 13 (8 stoðs.) - Marbury 28 (10 stoðs.), Marion 25 (15 frák.), Hardaway 15, Johnson 12. Orlando-Golden State .. . .111-85 McGrady 36, Hill 16 (6 frák.), Burke 13 (8 frák.), Garrity 12 - Jamison 25, Mills 12, Fortson 11 (8 frák.) Toronto-Seattle...........79-91 Hunter 21, Peterson 18 (7 frák.), Jackson 10 - Payton 21 (6 stoðs.), Rad- manovic 15 (6 frák.), Mason 14 (8 frák.), Lewis 12 Indiana-Denver.............94-72 Mercer 19, Croshere 17 (6 frák.), O'Neal 12 (3 varin), Artest 10 - Whit- ney 14, Howard 10 (8 frák.), HUario 10 Boston-Cleveland.........115-100 Walker 33 (11 frák., 10 stoðs.), Battie 24 (5 frák., 2 varin), Pierce 21 (6 stoðs.) - Davis 42 (8 stoös.), Ilgauskas 18 (11 frák.), Palacio 13 (10 frák.) New Jersey-Washington . . .79-65 Jefferson 21 (8 frák.), Martin 19 (7 frák.), Kidd 11 (10 frák., 10 stoðs.), Harris 12 - Hughes 19 (10 frák), Stack- house 14, Jordan 12 (5 frák., 4 stoðs.) Miami-New York.............92-97 Jones 24 (7 frák., 5 stoðs.), Alien 17 (6 frák.), Best 14 (5 stoðs.) - Sprewell 30, Ward 14, Houston 13, Thomas 10 (12 frák.) Memphis-Houston..........114-109 Gasol 29 (12 frák.), Williams 25 (12 stoðs.), Person 21, Swift 11 - Francis 29 (7 frák., 9 stoðs.), Mobley 25, Ming 18 (15 frák.) Milwaukee-Portland.......101-79 Thomas 25 (7 frák.), Cassell 19 (10 stoös.), Mason 16 (9 stoðs.), Alien 15 - Randolph 17, Anderson 14, Stouda- mire 12, Wells 10 San Antonio-LA Clippers . . .97-84 Duncan 25 (18 frák., 6 stoðs., 4 varin), Parker 22 (9 stoðs.), Smith 10, Jackson 10 - Olowakandi 20 (11 frák.), Richardson 19 (7 frák.), Brand 16 (14 frák.) LA Lakers-New Orleans . . .82-98 O'Neal 28 (10 frák., 2 varin), Bryant 16 (5 stoðs.), Fisher 8 (6 stoðs.) - Mas- hburn 21 (11 frák., 6 stoðs.), Davis 18 (8 stoðs.), Campbell 14, Alexander 14 Laugardagur: Atlanta-Phoenix ..........88-102 Terry 20 (5 stoðs.), Abdur-Rahim 16 (9 frák., 5 stoðs.), Robinson 12 (8 frák.), Ratliff 12 (12 frák.) - Marion 24 (6 frák.), Marbury 21 (10 stoðs.), Stou- demire 17 (14 frák.), Langhi 11 New York-Boston ..........90-113 Houston 24 (7 frák., 8 stoðs.), Sprewell 13, Thomas 12, Nailon 10 - Pierce 29 (10 frák.), Walker 23, Baker 16, Delk 15 Cleveland-Denver ........111-104 Ilgauskas 29 (8 frák., 7 varin), Wagner 29, Davis 27 (8 frák., 7 stoös., 2 varin) - Posey 21 (5 stoðs.), Whitney 18 (8 stoðs.), White 18, Blount 15 Detroit-Seattle............91-78 Hamilton 25 (5 frák., 4 stoös.), Willi- amson 15 (6 frák.), Billups 13, Wallace 4 (11 frák., 5 varin) - Payton 24 (6 frák., 6 stoðs.), Lewis 20 (11 frák.), Barry 9 Miami-Golden State........101-92 Jones 38 (6 frák., 4 stoðs.), James 16, Grant 14 (14 frák.), Allen 11 - Jamison 25, Arenas 17 (8 stoðs.), Richardson 17 Minnesota-Portland ........92-98 Gamett 21 (8 frák.), Hudson 14 (7 stoðs.), Peeler 13, Smith 11 (10 frák.) - Anderson 24 (7 frák., 4 stoðs.), Wallace 18 (11 frák., 2 varin), Wells 15 (8 frák.), Davis 15 (14 frák.) Chicago-Milwaukee..........97-95 Rose 30 (6 frák., 4 stoðs.), Marshall 18, Williams 16 (5 stoös.), Fizer 12 (7 frák.) - Cassell 29 (9 frák.), Allen 29 (6 stoðs.), Thomas 13, Gadzuric 8 Dallas-Memphis............104-87 Nash 26 (7 stoðs.), Finley 22 (7 frák.), Williams 15, Bradley 12 (18 frák.) - Giricek 17 (4 stoðs.), Gasol 16, Battier 13 (6 frák.), Williams 12 Houston-LA Clippers........83-94 Mobley 19, Ming 16 (9 frák., 3 varin), Rice 15 (5 frák.), Francis 14 (5 stoös.) - Brand 27 (16 frák., 4 varin), Miller 27 (6 stoðs.), Jaric 13 (8 stoös.) Utah-Sacramento............96-98 Kirilenko 18 (5 frák., 3 varin), Harpring 16, Stockton 13 (5 frák., 5 stoðs.), Malone 12 (7 frák.) - Webber 27 (13 frák., 5 stoðs, 3 varin), Jackson 21, Stojakovic 18 (4 frák., 4 stoðs.) NBA-deildin um helgina: Sigling á Nets - ekkert lát á slæmu gengi Los Angeles Lakers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.