Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 18
36
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Sport
Tvær nýjar í íþróttabókaflóruna fyrir jólin:
Golfvellir og jóga
- tveir sérfræöingar á sínu sviöi miðla af reynslu sinni
Meðal þeirra bóka sem koma út í jólabókaflóði
ársins er vegleg bók um golfvelli landsins eftir Ed-
win R. Rögnvaldsson og bók um jóga og íþróttir
eftir Guðjón Bergmann.
„Golfhringur um ísland"
Út er komin bókin „Golfhringur um ísland".
Þetta er vönduð og glæsileg bók sem hefur að
geyma á þriðja hundrað Ijósmynda í lit af öllum
golfvöllum klúbba innan Golfsambands íslands en
bókin er gerð í tilefni 60 ára afmælis golfhreyflng-
arinnar, en einnig er henni ætlað að varpa ljósi á
marga fallega og áhugaverða golfvelli sem stað-
setningar sinnar vegna hafa ekki fengið þá at-
hygli sem þeir eiga skilið.
Texti er eftir Edwin R. Rögnvaldsson sem lokið
hefur sérnámi í hönnun golfvalla frá European
Institute of Golf Course Architects í Bretlandi.
Áður en Edwin einbeitti sér alfarið að hönnun
golfvalla gegndi hann stöðu fræðslustjóra hjá
Golfsambandi íslands og ritstýrði þá meðal ann-
ars tímaritinu Golf á íslandi. Þar áður var hann
blaðamaður bæði á DV og Morgunblaðinu og ann-
aðist umfjöllun blaðanna um golf.
Edwin lýsir völlum og staðháttum og nefnir
skemmtilegar brautir sem fyrir augu hans bar á
ferð hans um íslenska golfvelli sumarið 2002.
Hann tók sjálfur megnið af ljósmyndunum en
aörar eru eftir þekkta ljósmyndara á borð við
Friðþjóf Helgason og Magnús Hjörleifsson.
Steingrímur Hermannsson, formaður Umhverf-
isvemdarsamtaka íslands og fyrrverandi forsætis-
ráðherra, ritar formála í bókinni sem er gefln út
af Eureka Golf.
„Jóga og íþróttir"
í bókinni „Jóga og íþróttir" er að flnna jógaæf-
ingar sem eru sérsniðnar að þörfum íþróttafólks.
Allir sem stunda íþróttir, hvort sem er í keppnis-
skyni eða sér til ánægju, geta auðveldlega gert all-
ar helstu æflngarnar sem sýndar eru í bókinni og
Guðjon Berjminn
árangurinn mun ekki láta á sér standa.
Meðal atriða í bókinni eru slökunar- og önd-
unaræfingar sem hjálpa til við að hlaða líkamann
nýrri orku, sækja kraft þegar mikið reynir á og
draga úr verkjum. Sjónmyndurnaræflngar sem
hjálpa til að ná hámarksárangri eru einnig í bók-
inni. Hvérs vegna tekst okkur aldrei að vinna
andstæðinginn? Vegna þess að við trúum því ekki
sjálf. Með sjónmyndunum má sigrast á hindrun-
um hugans. Æfingarnar í bókinni eru fyrir allar
helstu íþróttagreinarnar eins og fótbolta, hand-
bolta, frjálsar íþróttir, golf, hlaup, körfubolta og
sund.
Höfundur bókarinnar er Guðjón Bergmann og
það er forlagið sem gefur bókina út.
DV
Frá íþrótta-
sambandi
fatlaðra
Ábendingar óskast um
12-16 ára fötluð börn
Árið 2003 er norrænt barna- og
unglingamót í Færeyjum. ÍF ósk-
ar eftir ábendingum um fótluð
bom og unglinga 12-16 ára sem
ekki eru á skrá hjá aðildarfélög-
um ÍF en eru áhugasöm um að
kynna sér íþróttastarf fatlaðra.
Alltaf er rúm fyrir fleiri
iðkendur i þessmn aldursflokki
enda um holla hreyfingu að
ræða.
Ert þú á aldrinum
18-25 ára
Tvö hundruð fulltrúar Evr-
ópuþjóða, á aldrinum 18-25 ára,
fá tækifæri til að taka þátt í
sjálfboðaliðastarfi á alþjóðaleik-
um Special Olympics í Dublin,
írlandi, 21.-29. júní 2003. Ferða-
kostnaður og uppihald verður
greitt en reikna má með að fólk
þurfi að mæta fyrir leikana til
undirbúnings. Þeir sem áhuga
hafa á að láta skrá sig eru hvatt-
ir til þess að hafa samband við
skrifstofu ÍF í sima 514 40 83 / 80.
Sérsamböndin hafa oröiö...
Fatlað afreksfólk hefur
brautryðjendastarf
unnið
í upphafl
greinarinnar vill
höfundur lýsa yfir
ánægju með þá
nýbreytni hjá DV,
að bjóða sérsam-
böndum ÍSÍ að
senda inn pistil í
blaðið.
Kristín Rós Hákonardóttir og
Bjarki Birgisson era nú á heimleið
frá Argentínu eftir að hafa tekið þar
þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í
sundi. Það er vonandi liðin tíð að
fólk telji fatlað íþróttafólk leggja
minna á sig fyrir slík stórmót en
ófatlað.
Y Saga íþrótta fatlaðra á íslandi
staðfestir að ísland hefur átt afreks-
fólk á heimsmælikvarða. Glæsileg-
ur árangur liðinna ára fylgir þeim
sem fara á stórmót fatlaðra og bæði
almenningur og íjölmiðlar reikna
með þvi að íslendingar séu áfram í
fremstu röð. Þeir sem ekki þekkja
til gera sér ekki alltaf grein fyrir
því hve það er í raun margt sem
fatlað afreksíþróttafólk hefur þurft
að takast á við utan keppnisstaða.
Þeir sem veriö hafa í hópi fatlaðs
afreksfólks eru brautryðjendur fyrir
þá sem á eftir koma. Þeir hafa ekki
L aðeins sýnt hve margt er hægt að yf-
x irstíga, þrátt fyrir fótlun, heldur
hefur þessi glæsilegi hópur sýnt
ótrúlega þrautseigju og baráttu-
gleði, þrátt fyrir margvíslegar
hindranir og erflðleika, þegar kem-
ur að viðurkenningu á þeirra afrek-
um. Fötluð böm munu vonandi
njóta þessa brautryðjendastarfs og
verða metin að verðleikum i fram-
tíðinni til jafns við ófatlað fólk sem
stefnir hátt í sinni íþróttagrein.
Afrek eru ekki alltaf spurn-
ing um gull, silfur eöa brons
íþróttasamband fatlaðra gegnir
margvíslegu hlutverki og þrátt fyrir
að afreksfólkið sé sýnilegra en aðrir
sem stunda íþróttir innan aðildarfé-
laga ÍF er langstærsti hópur þátttak-
enda hinn almenni iðkandi, börn og
fullorðnir sem æfa og keppa fyrst og
fremst sér til ánægju. I þessum hópi
er fólk sem tekist hefur á við alvar-
leg slys eða áfóll og tekið stefnu á
æfingar og keppni i íþróttum. Afrek
þessa fólks eru ekki alltaf metin til
gull-, silfur- eða bronsverðlauna en
eru hvatning til annarra í sömu
sporum.
Framtíðarverkefni ÍF
Eitt meginverkefni ÍF er að ná til
fatlaðra einstaklinga um land allt og
hvetja þá til þátttöku í íþróttastarfl.
Undanfarið ár hefur ÍF átt fundi
með fulltrúum almennra íþróttafé-
laga og forsvarsfólki íþróttamála og
málefna fatlaðra í sveitarfélögum.
Fundir hafa verið haldnir á Egils-
stöðum, í Mosfellsbæ og á Akureyri,
þar sem óskað hefur verið eftir
auknu samstarfi íþróttahreyflngar-
innar almennt varðandi það að fötl-
uð böm og unglingar fái tækifæri til
að kynna sér þær íþróttagreinar
sem í boði eru. Lögð er áhersla á
samvinnu við aðildarfélög ÍF sem
eru staðsett víða um land, sérstak-
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir,
framkvœmdastjóri
íþrótta- og
útbreiöslusviós ÍF,
skrifar:
lega varðandi þær greinar sem ekki
era í boði innan félaganna. Aukinn
skilningur og þekking þjálfara og
íþróttakennara á möguleikum fatl-
aðra til fjölbreytilegs íþróttastarfs
og aukið samstarf við forsvarsfólk í
íþróttahreyfmgunni leiðir vonandi
til þess að fötlun verður ekki hindr-
un þegar kemur að vali á íþrótta-
grein eða íþróttafélagi. Aðlögun að-
stæðna, áræði og áhugi kennara og
þjálfara er oft grundvallaratriði
varðandi virka þátttöku fatlaðra í
íþróttakennslu eða þjálfun.
Iþróttahreyflng fatlaðra leggur
megináherslu á að ekki sé einblínt á
fötlun viðkomandi heldur þá hæfi-
leika sem hann hefur og getur nýtt
sér, þrátt fyrir einhvers konar fötl-
un. Um allan heim er fatlað fólk
stöðugt að takast á við ný viðfangs-
efni og sýna fram á með athöfnum
sínum að allt virðist hægt sé viljinn
fyrir hendi. Hver hefði trúað þvi
hér áður fyrr að blint og lamað fólk
yrði afreksfólk í alpagreinum ...
Áhorfendur á vetrarólympíuleik-
um fatlaðra upplifa sterkt hve óvar-
legt það er að gefa sér ákveðnar for-
sendur fyrirfram. Þetta þarf ekki
síst að hafa í huga þegar fólk vill
hafa áhrif á val fatlaðra bama án
þess að gefa þeim fyrst tækifæri til
að sýna fram á hvort viðfangsefnið
hentar eða ekki.
Keppendur sem bruna niður
brekkurnar á vetrarólympíuleikum
fatlaðra senda áhorfendum skýr
skilaboð. Skilaboð án orða en þó svo
auðskiljanleg. Fái fólk ekki tæki-
færi til að sýna hvað í þvi býr koma
hæfileikamir aldrei í ljós.