Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 14
32
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Sport
Sunderland
Eftir að hafa aðeins unnið þrjá
leiki, skorað einungis átta mörk í
deildinni og ekki skorað í á áttundu
klukkustund náðu leikmenn Sund-
erland loksins að landa sigri. Sigur-
markið gerði Michael Procter og
fyrir það og að enda þetta ferli, í bili
að minnsta kosti, er hann leikmað-
ur helgarinnar. Hann er fæddur í
Sunderland og hóf sinn knatt-
spymuferil þar. Hann hefur aldrei
náð að festa sig 1 sessi hjá félaginu.
Hann lék fyrst með aðalliði félags-
ins í deildarbikamum gegn Everton
árið 1998 en fljótlega eftir það
meiddist hann. Þegar hann var aö
ná sér af þeim meiðslum var hann
lánaður til Hvidovre í Danmörku
sem er í eigu Peters Schmeichel.
Hann kom tií Sunderland að nýju,
en síðan var hann lánaður til Hali-
fax í mars árið 2001. Þar var hann í
þrjá mánuði. Hann stoppaði stutt
við því tveimur mánuðum síðar var
hann lánaður til York City. Siðan lá
leiðin til Bradford þar sem hann
var um nokkurra mánaða skeið.
Eftir að hann kom til baka beið
hans pláss í varaliði Sunderland en
þegar Howard Wilkinson tók við
liðinu var Proctor tekinn í leik-
mannahóp liðsins. Hann launaði
Wilkinson með þvi að skora sigur-
markið um helgina og létta aðeins
pressunni af kalli
-PS
Michael Proctor
Fæddur: 10. mars 1980, 22 ára
Heimaland: England
Hæö/þyngd: 180 cm/76 kg
Leikstaða: Framherji
Fyrri liö: Halifax, York City,
Bradford, Hvidovre.
Deildarleikir/mörk: 5/2
Landsleikir/mörk: Engir
Hrós:
„Hann þarf meiri reynsiu og af stærri
leikjum. Hann er fljótur og hefur auga
fyrir marktækifærum. Það besta er að
hann er sannur Sunderland-maður og
elskar að leika fyrir félagið," segir
Howard Wilkinson um piltinn.
Fjórði tapleikur Liverpool í röð staðreynd og nú gegn Sunderland:
Loksins, loksins
- Sunderland skoraði loksins mark og vann sinn fyrsta leik gegn Liverpool í 44 ár
Loks kom að því að leikmenn
Sunderland fyndu netmöskva and-
stæðinganna en þeir höfðu verið
búnir að leika í 514 mínútur án þess
að skora þangað til Gavin McCann
skoraði á 36. mínútu í 2-1 sigri á
Liverpool. Þetta er fjórði ósigur
Liverpool í röð og það virðist vera
eitthvað mikið að í herbúðum
þeirra.
Milan Baros náði að jafna metin,
eftir að Chris Kirkaland hafði varið
víti. Rétt fyrir leikslok náði Michael
Proctor hins vegar að skora hið dýr-
mæta sigurmark. Leikmenn Liver-
pool höfðu þar áður oft gert harða
hríð að marki Sunderland en
Macho, markvörður liðsins, átti stór-
leik í markinu. Liverpool var án
Sami Hyypia sem var hvíldur vegna
þreytu.
Gerard Houllier segir að þetta sé
versti mánuður sem hann hafi upp-
lifað. „Það sem fer mest í taugarnar
á mér er að í þeim fimm leikjum sem
við höfum tapað í deildinni hefðum
við auðveldlega getað komið í veg
fyrir það. Segjum að við hefðum náð
einu stigi úr þessum leikjum þá sjá-
um við hvar við værum í dag. Við er-
um áhyggjufullir núna. Við erum
búnir að ná einu stigi af áiján mögu-
legum og nú snýst þetta um að
standa saman. Við verðum að vinna
vel, reyna að ná áttum og sjá hvað er
að. Markvörður þeirra stóð sig vel
núna, eftir að hafa átt mjög slakan
dag síðast. Liklega líkar honum vel
að leika gegn okkur þvi í tvö síðustu
skiptin sem hann hefur leikið gegn
okkur hefur hann verið valinn mað-
ur leiksins," sagði Houllier.
Það var annað hljóð í Howard
Wilkinson, stjóra Sunderland, sem
loksins gat hrósað sigri eftir magurt
tímabil frá því hann tók við liðinu.
„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur
og þá hefur leikur okkar batnað til
muna.
Birmingham náði í þrjú mikilvæg
stig á Loftus Road þegar liðið sigraði
Fulham, 0-1, á útiveili. Það verður
Robbie Keane og Ledley King fagna hér marki Þjóöverjans Christians Zieges hjá Tottenham en hann skoraði fyrsta
mark liðsins í 3-1 sigri á West Brom í gær. Reuters
ekki sagt að sigurinn hafi verið sann-
gjarn en eftir að Jovan Kirovski
hafði skorað sitt fyrsta mark í sínum
fyrsta heila leik fyrir Birmingham
dundu sóknir Fulham á vörn gest-
anna en allt kom fyrir ekki. Gestirn-
ir léku tveimur færri hluta leiksins
og var Steve Bruce framkvæmda-
stjóri æfur út í dómara leiksins. „Það
vantar aila skynsemi orðið í dóm-
gæslu í dag. Þeir taka bara bókina og
fara nákvæmlega eftir því sem þar
segir. Fólk borgar stórfé inn á leik-
ina til að sjá ellefu menn í hvoru liði.
Knattspyrnan snýst um það. Ég varð
ekki var við neinar hræðilegar tækl-
ingar i leiknum. Sumar voru dálítið
seinar en þær voru ekki alvarlegar.
Eftir leikinn var auðveldara að fmna
út hverjir í mínu liði fengu ekki
spjöld í leiknum og ég veit hreinlega
ekki hvað margir fara í leikbönn
vegna þessara spjalda í dag.“ -PS
Okkar menn
Lárus Orri Sigurðsson spil-
aði allan leikinn þegar West
Bromwieh Albion tapaöi fyr-
ir Aston Villa á laugardag.
Eióur Smári Guójohnsen
sat á varamannabekknum
þegar Chelsea gerði jafntefli
við Middlesboro á laugar-
dag. Hann kom. inn á þegar
um fimm mínútúr voru til
leiksloka.
Brynjar Gunnars-
son.
Hermann Hreiðarsson spilaði allan Arnar
leikinn fyrir Ipswich sem lagði Watford
Brynjar Gunnarsson og Bjarni Guð-
jánsson voru báðir í byrjunarliði Stoke
sem gerði jafhtefli við efsta liðið Ports-
mouth. Brynjar Bjöm skoraði mark
Stoke en fékk auk þess að lita gula
spjaldið í leiknum.
Pétur Marteinsson
sat á varamanna-
bekk Stoke en kom
inn á á 63. mínútu.
Heióar Helguson
var i byrjunarliði
Watford sem mætti
Ipswich. Hann lék
allan leikinn.
Eiður
Gudjohnsen.
Gunnlaugsson var
ekki í leikmannahópi Dundee United
Þóróur Guójónsson var í byrjunarliöi
Bochum sem gerði jafntefli við 1860
Múnchen á laugardag. Þórði var skipt
út af á 82. mínútu.
ívar Ingimarsson var
ekki i leikmanna-
hópi Wolves sem tap-
aöi fyrir Coventry á
1. deildinni um helg-
ina.
Eyjólfur Sverrisson
kom ekki við sögu í
tapleik Herthu Berl-
in gegn
Kaiserslautem. Hann
sat á varamanna-
bekknum allan tímann.
Smári
Þóröur
Guöjónsson.
Helgi Valur Daníelsson var á vara-
mannabekk Peterboro sem mætti Chel-
tenham í ensku 2. deildinni. Hann kom
ekki við sögu í leiknum.
Jóhannes Haróarson og fé-
lagar hans í Groningen áttu
frí um helgina og léku því
ekki.
Jóhannes Karl Guðjónsson
var í leikmannahópi Real Bet-
is sem tapaði fyrir Rayo Val-
lecano á heimvelli sínum í
Sevilla. Jóhannes sat á vara-
mannabekknum allan leikinn
og kom þvi ekki við sögu.
-PS
á heimavelli sínum í ensku 1. deildinni. sem tapaði fyrir Rangers á laugardag.
DV
Hetjan...
Wayne Rooney skoraði sigur-
mark Everton gegn Blackburn og
lagði upp það fyrra í 2-1 sigri liðs-
ins. Þessi 17 ára gamli unglingur
gerir það ekki endasleppt á sínu
fyrsta ári í úrvalsdeildinni. Það
hefur verið mikið látið með þenn-
an dreng í fjölmiðlum að undan-
fórnu eftir að hann skoraði sigur-
mark Everton gegn Arsenal á
dögunum. Það efast enginn um að
þarna er gríðarlegt efhi á ferð-
inni, kraftmikill leikmaður sem á
framtíðina fyrir sér. Menn setja
hins vegar spumingarmerki við
hvernig þessi drengur muni
höndla þessa nýfengnu frægð. Það
hafa margir látið hana stíga sér
tii höfuðs. -PS
... skúrkurinn
Thomas Repka, tékkneski
landsliðsmaðurinn í liði West
Ham, er skúrkur helgarinnar í
ensku knattspyrnunni. Hann bar
ábyrgð á tveimur fyrstu mörkun-
um sem liðið fékk á sig gegn Man.
Utd um helgina. Hann er tvímæla-
laust einn slakasti varnaðurinn i
deOdinni, skilar vamarhlutverki
sínu illa, auk þess sem hann brýt-
ur oft og klaufalega af sér. Það
hlýtur að vera eitt af lykilatriðum
Glenn Roeder að fylla upp í það
gat sem Thomas Repka er í vörn-
inni hjá West Ham um þessar
mundir, þ.e.a.s ef hann hefur
áhuga á því að bæta gengi liðsins.
-PS
Mánudagur 16. desember
Bolton-Leeds
Laugardagur 21. desember
Arsenal-Middlesbrough
Birmingham-Charlton
Chelsea-Aston Villa
Leeds-Southampton
Newcastle-Fulham
West Brom-Sunderland
West Ham-Bolton
Sunnudagur 22. desember
Blackbum-Man. Utd
Liverpool-Everton
Mánudagur 23. desember
Man. City-Tottenham
Fimmtudagur 26. desember
Chelsea-Southampton
Tottenham-Charlton
Bolton-Newcastle
WBA-Arsenal
Birmingham-Everton
Liverpool-Blackburn
Man. City-Aston Villa
Sunderland-Leeds
West Ham-Fulham
Middlesboro-Man. Utd