Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Síða 5
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 23 Snæfellssigur í miklum spennuleik - góð barátta og skynsamur leikur færði þeim óvæntan sigur gegn ÍR Gríðarlega spennandi leikur í Seljaskóla á föstudagskvöld í Intersportdeildinni í körfubolta endaði með sigri Snæfells á heimamönnum í ÍR, 88-86. Úrslit- in verða að teljast nokkuð óvænt miðað við stöðu liðanna í deild- inni og gengi þeirra í síðustu leikjum. Sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var og jafnvel hægt að rökstyðja að bæði lið hefðu átt skilið sigur í leiknum. Snæfell byrjaði leikinn betur en áður en fyrsti leikhluti var á enda var orðið jafnræði með liðunum. Þannig var leikurinn það sem eft- ir var. Nokkur hraði var í leikn- um og skapaðist hann meðal ann- ars vegna pressuvarnar heima- manna. Liðin skiptust á að vera með forystuna en náðu aldrei neinu teljandi forskoti. I hálfleik leiddi lR með einu stigi. Síðari hálfleikur var spennu- þrunginn. Bæði lið voru staðráðin í að ná sigri. Snæfellingar virtust um miðjan leik vera í vandræðum með sóknarleikinn. Pressuvörn og 3-2 svæðisvörn heimamanna var kraftmikil á þessum tíma og voru þeir að vinna boltann oft á þessum tíma. Þeim tókst hins veg- ar ekki að slíta sig frá gestunum. Undir lokin var spennan orðin gríðarleg. Hlynur Bæringsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar innan við mínúta var til leiksloka og kom Snæfelli í þriggja stiga forystu og það var of stór biti fyrir ÍR. Verðskuldaður sigur þó að hann hefði vel getað lent hinum megin. ÍR-ingar ollu vonbrigöum á heimavelli gegn Snæfelli. Hér sækir ÍR-ingurinn Eiríkur Önundarson aö körfu gestanna en hann gerði 11 stig í leiknum og hefur oft áöur leikiö betur eins og IR-liöiö allt saman. DV-mynd E.ól. Hjá ÍR voru það Sigurður Þor- valdsson og Ómar Örn Sævarsson sem voru að spila einna best. Lyk- illeikmaður í liði ÍR, Eiríkur Ön- undarson, náði sér ekki á strik og munar um minna. Ungur leik- maöur, Ólafur Þórisson, kom inn á í síðari hálfleik með sjálfs- traustið í hámarki og setti nokkr- ar góðar körfur. Hjá Snæfelli átti Clifton Bush góðan leik. Hlynur Bæringsson var drjúgur, sérlega í fráköstum og vörðum skotum, en hann tók sautján fráköst og varði sjö skot. Jón Ólafur Jónsson var atkvæða- mikill í síðari hálfleik og leik- stjórnandi þeirra, Helgi Guð- mundsson, stóð einnig fyrir sínu þrátt fyrir að tapa boltanum nokkuð oft. Snæfell er þar með komið með átta stig að loknum tíu umferðum og í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í þessum leik koma þeir til með að velgja mörg- um liðum undir uggum það sem eftir er vetrar. Þetta var hins veg- ar blóðugt tap hjá ÍR-ingum því þeir eru í gríðarlega harðri bar- áttu í efri hluta deildarinnar og að tapa fyrir liði sem er neðar i töflunni á heimavelli er ekki ásættanlegt. -MOS igurinn Ivægur Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars „Þetta var okkur dýrmætur sigur og við erum farnir að eygja úrslitakeppnina með þessu áframhaldi," sagði Pétur Ingvars- son, þjálfari Hamars, eftir leikinn gegn Skallagrími á föstudaginn. Þrátt fyrir allt er ég ánægöur „Við byrjuðum vel og náðum upp óvenjugóðu forskoti. Munur- inn var orðinn 20 stig og þá slök- uðum við verulega á. Auðvitað á það ekki að gerast og menn ætla sér það ekki en eitthvað er það samt aftast í hausnum sem gírar menn niður. Þrátt fyrir þetta er ég ánægður með leikinn og sigur- inn var mikilvægur." Hamarsmenn náðu 10 stiga for- skoti strax í upphafi sem gestirn- ir náðu að minnka niður í eitt stig. Það var síðan drifkraftur O’Kelleys sem fleytti Hamar fram- úr aftur og munurinn varð aftur 10 stig og jókst enn frekar í 2. leikhluta. í fyrstu tveimur leikhlutunum höfðu heimamenn algjöra yfir- burði í leiknum. Á meðan Skall- arnir, sem virkuðu þungir, voru að hitta illa og pirra sig skiptust þeir Svavar Birgisson og Lárus Jónsson á að skora fyrir gestina. í hálfleik var staðan 60-44 og fátt í spilunum sem sýndi að Borgnes- ingar færu heim meö bros á vör. Sport ÍR-Snæfell 86-88 2-0, 4-9, 10-18, 18-20, (22-24), 24-24, 28-31, 37-33, 43-41, (48-47), 50-47, 5549, 58-58, 63-63, (66-68), 69-68, 74-73, 80-81, 84-83, 86-88. Stig ÍR: Eugene Christopher 26, Ólafur Þórisson 16, Sigurður Þorvaldsson 12, Eirikur Önundarson 11, Ómar Öm Sæv- arsson 8, Hreggviður Magnússon 5, Benedikt Pálsson 4, Fannar Helgason 4. Stig Snœfells: Clifton Bush 36, Hlynur Bæringsson 13, Helgi Guðmundsson 13, Jón ólafur Jónsson 11, Lýður Vignisson 6, Georgi Bujukliev 5, Sigurbjöm Þórð- arson 4. Dómarar (1-10): Einar Þór Skarphéðinsson og Georg Andersen (8) Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 200. Maöur Hlynur Bæringsson, Snæfelli. Fráköst: ÍR 31 (13 í sókn, 18 í vöm, Ómar 10, 3 í sókn), Snæfell 44 (18 í sókn, 26 í vöm, Hlynur 17, 6 i sókn). Stoðsendingar: ÍR 19 (Ólafur J. 4, Eirík- ur 4, Snæfell 18 (Helgi 7). Stolnir boltar: ÍR 13 (Eiríkur 3), Snæfell 6 (Helgi 2). Tapaðir boltar: ÍR 13, Snæfell 20. Varin skot: ÍR 4 ( Ómar 4), Snæfell 12 (Hlynur 7.). 3ja stiga: ÍR 23/6 (38%), SnæfeU 28/8 (42%). Víti: ÍR 14/14 (100%), Snæfell 21/16 (56%). Hamar-Skallagrímur 104-99 4-0, 12-2, 14-13, 26-15, (28-17), 28-19, 35-22, 44-26, 52-31, 58-38, (6044), 6244, 68-52, 74-62, 80-70, (85-72), 88-72, 92-81, 98-88, 101-91, 104-99. Stig Hamars: Robert O'KeUey 36, Svav- ar Birgisson 28, Láras Jónsson 19, Svav- ar PáU Pálsson 10, Marvin Valdimarsson 4, Hallgrímur Brynjólfsson 3, Hjalti Jón Pálsson 2, Ægir Gunnarsson 2. Stig Skallagrims: Valur Ingimundar- son 29, Hafþór Gunnarsson 23, Pétur Már Sigurðsson 25, Isaac Hawkins 14, Ari Gunnarsson 4, Finnur Jónsson 2, Pálmi Þór Sævarsson 2. Dómarar (1-10): Eriingur Erlingsson og Sigmundur Már Herbertsson (6). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 17 Maöur leiksins: Robert O'Kelly, Hamri. Fráköst: Hamar 40 (18 i sókn, 22 í vöm, Svavar B. 10), SkaUagrimur 39 (11 í sókn, 28 í vöm, Valur 13). Stoðsendingar: Hamar 17 (Láras 8), SkaUagrimur 18 (Hafþór 8). Stolnir boltar: Hamar 13 (Pétur 4), Skallagrímur 9 (Valur 3). Tapaðir boltar: Hamar 10, Skallagrímur 14. Varin skot: Hamar 4 (Pétur 3), Skalla- grímur 0 3ja stiga: Hamar 22/6 (38%), SkaUagrím- ur 26/9 (29). Víti: Hamar 25/16 (62%), Skallagrimur 25/19 (76%). Það var hins vegar allur annar bragur á leik gestanna í síðari hálfleik. Valur Ingimundarson dró vagninn og skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri. Hann var félögum sínum mikil hvatning og þeir notuðu hann mikið uppi á meðan, frekar en Kanann hávaxna, Isaac Hawkins, sem var aðeins áhorfandi að leiknum á köflum enda vel gætt af Svavari Birgissyni. Hvað sem Hamarsmenn reyndu gekk þeim ekkert að hitta og sérstaklega voru þriggja stiga skotin illa nýtt. Munurinn minnkaði óðfluga og þegar tæp mínúta var til stefnu var forskot Hamars aðeins 4 stig. Þrátt fyrir mikinn hamagang á lokamínútunni komust gestirnir ekki nær og Hamar vann sann- gjarnan sigur. Heimamenn högnuðust á mistökum Skallanna Hamarsmenn högnuðust mikið á mistökum Skallanna framan af leiknum. O’Kelley og Svavar B. voru bestir í upphafi leiks ásamt Lárusi og Svavar Páll var sterkur í vörninni. Þá var Pétur duglegur við að verja og stela boltum. Hjá gestunum var Valur bestur ásamt Hafþóri og Pétur Már átti ágæta kafla. -gks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.