Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 6
24
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
DV
Sport
íJB . I <4
Darrell Flake átti stðr
ieik fyrii KR-inga i
Ijónagryfjunni. Hann
skoraöi 30 stig og tók
níu fráköst.
^ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR:
Anægður
með stigin
- KR skellti Njarðvík í Ljónagryfjunni
KR skellti sér á toppinn í Inter-
sportdeildinni er þeir sigruðu
Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni á
föstudagskvöld. KR leiddi í hálfleik,
43-45, og í síðari hálfleik náðu þeir
að halda heimamönnum i hæfilegri
fjarlægð og sigruðu að lokum, 86-93.
KR lék án Amars Kárasonar og
Skarphéðins Ingasonar að þessu
sinni og Baldur Ólafsson var því í
byrjunarliði KR í fyrsta sinn í vet-
ur.
Þaö var jafnræði með liðunum i
fyrsta leikhluta og staðan að honum
loknum 24-24. Hunter var funheit-
ur hjá heimamönnum og gerði 4 3ja
stiga körfur i fyrri hálfleik. Hann
kom sínum mönnum í 34-27 með
einni slíkri um miðjan annan leik-
hluta en KR náði með mikilli bar-
áttu að saxa á forskotið og Flake
slapp úr strangri gæslu á síðustu
mínútu hálfleiksins. Hann gerði þá
6 af 9 stigum sínum í fyrri hálfleik
og kom sínum mönnum í tveggja
stiga forskot fyrir hlé.
Flake var svo allt í öllu á fyrstu 5
mínútum síðari hálfleiks, gerði þá 9
stig og KR var komið 7 stig yfir.
Næst var komið að Magna Haf-
steinssyni en hann gerði 8 stig í röð
fyrir KR og enn var munurinn 7
stig. Njarðvíkingar náðu að
minnka muninn í 4 stig en það var
svo Jóel Ingi Sæmundsson sem kom
KR í 65-71 áður en þriðja leikhluta
lauk. Jóel var aftur á ferðinni í
upphafi fjórða leikhluta og fljótlega
voru KR-ingar komnir i 13 stiga for-
ystu. Þá var komið að Baldri Ólafs-
syni. Hann gerði 3 körfur á stuttum
tíma og hélt muninum í 13 stigum
en á síðustu 2 mínútum leiksins
pressuðu heimamenn og freistuðu
þess að minnka muninn. Með
klaufaskap KR og baráttu Njarðvík-
inga í bland náðu þeir muninum
niður í 5 stig þegar tæp mínúta var
eftir en lengra komust þeir ekki og
mikilvægur KR-sigur var staðreynd.
G.J. Hunter átti stórleik í sókn-
inni hjá UMFN en hann var reynd-
ar sá eini sem lék af eðlilegri getu í
sókninni. Af þessum leik að dæma
er ljóst að hann er sterkari í skot-
bakvarðarstöðunni og spurning
hvort Njarðvíkingar ná að púsla
hlutunum þannig að hann fái að
njóta sín í þeirri stöðu. Friðrik Stef-
ánsson lék mjög vel í fyrri hálfleik
og þá átti Ólafur Aron ágætan leik i
leikstjórnandahlutverkinu en hann
lék reyndar lítið í síðari hálfleik.
Darrell Flake var besti maður KR
eins og oftast. Hann átti erfitt upp-
dráttar í fyrri hálfleik en reif sig
upp í lok hálfleiksins og sýndi mátt
sinn í síðari hálfleik. Magnús
Helgason og Baldur Ólafsson áttu
einnig skinandi leik og Baldur
sýndi tilburði undir körfunni í síð-
ari hálfleik sem Ingi Þór KR-þjálfari
hefur eflaust lengi beðið eftir. Þá er
ógetið góðrar frammistöðu Jóels
Inga sem skilaði 7 stigum á 12 mín-
útum.
„Ég er mjög ósáttur við að tapa
þessum leik. Við erum hreinlega
ekki að fá neitt frá öðrum en Hunt-
er í sókninni. Vörnin hefði líka á
köflum mátt vera betri. Ég var
ánægður með vörnina á Flake í
fyrri hálfleik en við réðum illa við
hann og Baldur í síðari hálfleik.
Það er ljóst að stóru mennirnir
þeirra unnu einvígið hér í kvöld.
Þeir voru mun stöðugri og kláruðu
sin færi vel,“ sagði Friðrik Ragnars-
son, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik.
„Ég er mjög ánægður með að
koma i Njarðvík og sigra, það leika
það ekki margir eftir. Ég er samt
ekki ánægður með hvemig menn
klára leikinn en bakvarðarleysið er
að trufla okkur enn og aftur og aðr-
ir voru hreinlega að fela sig þegar á
þurfti að halda. En við stóðumst
áhlaupið og ég er ánægður með það
og stigin tvö eru dýrmæt. Þú hlýt-
ur að vera ánægður með frammi-
stöðu Baldurs í kvöld? Baldur fékk
tækifæri í dag, Skarphéðinn var
veikur og Baldur nýtti sitt tækifæri
vel og var drjúgur á lokakaflanum
þegar Njarðvíkingamir voru að
saxa á þetta, einnig átti Jóel Ingi
fina innkomu af bekknum og bekk-
urinn var að skila okkur miklu í
þessum leik. Það er fint að vera
kominn á toppinn aftur en þar ætl-
uðum við að vera, en við eigum
hörkuleik gegn Haukum fyrir jóla-
frí og verðum að mæta grimmir til
leiks þar ef sigur á að vinnast,“
sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
KR, glaður í bragði eftir leik. -EÁJ
VlNTERSPWT
DEILDIN
KR 10 8 2 903-786 16
Grindavík 10 8 2 919-804 16
Keflavík 10 7 3 1014-820 14
Haukar 10 6 4 879-821 12
Njarðvík 10 6 4 809-809 12
Tindastóll 10 6 4 910-884 12
ÍR 10 6 4 874-867 12
Hamar 10 4 6 943-1034 8
SnæfeU 10 4 6 790-801 8
Breiöablik 10 3 7 901-957 6
SkaUagrímur 10 1 9 772-916 2
Valur 10 1 9 750-965 2
Næstu leikir:
Miðvikudagurinn 19. desember
KR-Haukar..................19.15
TindastóU-lR...............19.15
SnæfeU-Keflavik............19.15
Fimmtudaginn 20. desember
SkaUagrímur-Valur..........19.15
GrindavUi-Hamar............19.15
Föstudagurinn 21. desember
Breiðablik-Njarðvík .......19.15
Auðveldur sigur
Keflvíkinga á Blikum
Keflavík vann öruggan sigur á
Breiðabliki, 117-90, í Keflavík á
föstudagskvöld og eru Keflvíking-
ar í þriðja sæti deildarinnar með
14 stig, aðeins tveimur færri en
toppliðin KR og Grindavík. Blik-
ar eru hins vegar með ósigrinum
aðeins einu sæti frá fallsæti og
þurfa heldur betur að fara að
gyrða sig í brók ef liðið ætlar sér
i úrslitakeppnina eins og síðasta
vetur.
Blikar sterkir í byrjuninni
Blikar báru enga virðingu fyrir
heimamönnum i upphafi leiks og
voru komnir með 13 stiga forskot
í fyrsta fjórðungi, 13-26. Þá sögðu
heimamenn hingað og ekki
lengra og fóru að stela boltanum
hvað eftir annað. Þeir skoruðu 14
síðustu stigin í 1. leikhluta og var
staðan eftir hann 27-26 fyrir
heimamenn. Blikar héldu áfram
að tapa boltanum í öðrum leik-
hluta og réðu lítið við öfluga
pressuvörn Keflvíkinga.
Engu að síður náðu Blikar að
halda sér inni i leiknum og var
það fyrst og fremst fyrir stórleik
Kennys Tate sem skoraði 30 stig í
fyrri hálfleik og var algjörlega
óstöövandi. Keflavík leiddi með
fimm stigum í leikhléi, 57-52.
Keflavík gerði síðan út um leik-
inn í byrjun seinni hálfleiks og
skoraði liðið nánast að vild. Stað-
an eftir þriðja leikhluta var orðin
86-67 og úrslitin nánast ráðin.
Sigurður Ingimundar, þjálfari
Keflvíkinga, hafði sett Sverrir
Sverrisson til höfuðs Tate og í
kjölfarið gekk Blikum illa að
finna körfuna. Fjórði og síðasta
leikhlutinn var síðan formsatriði
og leystist hann út í vitleysu enda
úrslitin löngu ráðin.
Hjá Keflavík var Damon John-
son góður og náði þrefaldri
tvennu í stigum, fráköstum og
stoðsendingum. Sverrir átti enn
einu sinni mjög góðan leik og
heldur áfram að blómstra.
Keflavík lék án Jóns Hafsteins-
sonar og Hjartar Harðarsonar í
þessum leik en það kom ekki að
sök.
Tete yfirburðamaður hjá
Blikunum
Hjá Breiðabliki var Tate yfir-
burðamaður en eftir frábæran
fyrri hálfleik dró nokkuð af hon-
um í þeim seinni. Jón Arnar
Ingvarsson kom honum næstur
og var að leika vel á meðan lykil-
menn eins og Pálmi Freyr Sigur-
geirsson og Mirko Virijevic voru
ekki að ná sér almennilega á
strik.
-Ben
Keflíivík-BreiÖíib, 117-90
2-0, 6-11, 8-20, 13-26, (27-26), 36-30,
40-39, 47-39, , 57-45, (57-52), 61-52, 73-56,
81-58, (86-67), 92-69, 99-79,105-79,112-84,
117-90.
Stig Keflavikur: Damon Johnson 30,
Gunnar Einarsson 18, Falur Harðarson
12, Guðjón Skúlason 12, Magnús Gunn-
arsson 12, Kevin Grandberg 11, Sverrir
Sverrisson 10, Davið Jónsson 6, Gunnar
Stefánsson 3, Amar Freyr Jónsson 3.
Stig Breióabliks: Kenny Tate 36, Jón
Amar Ingvarsson 16, Pálmi Freyr Sigur-
geirsson 15, Mirki Virijevic 8, Isak Ein-
arsson 6, Friðrik Hreinsson 4, Ágúst
Angantýsson 3, Eggert Baldvinsson 2.
Dómarar (1~10):
Einar Þór
Skarphéðinsson og
Georg Andersen
(8)
Gœði leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins:
Damon Johnson, Keflavík.
Fráköst: Keflavík 43 (15 í sókn, 28 í vöm,
Damon 10), Breiðablik 32 (13 i sókn, 19 í
- vöm, Tate 10).
Stoósendingar: Keflavík 32 (Damon 10,
Breiðablik 18 (Jón Amar 7).
Stolnir boltar: Keflavík 19 (Sverrir 7),
Breiðablik 12 (Pálmi 7).
Tapaðir boltar: Keflavik 19, Breiðablik
27.
Varin skot: Keflavík 6 (Gunnar E. 2,
Damon 2), Breiðablik 1 (Mirki).
3ja stiga: Keflavik 30/10 (33%), Breiða-
blik 20/9 (45%).
Víti: Keflavík 33/25, Breiðablik 10/5
Njarðvík-KR 89-93
0-5, 10-11, 19-19, (24-24). 34-27, 38-32,
38-40, (43-45), 52-54, 58-64, 61-69, (65-71),
67-80, 73-86, 79-88, 86-93.
Stig Njarðvik: Gary M. Hunter 40,
Friðrik Stefánsson 13, Teitur Örlygsson
11. Páll Kristinsson 10, Ólafur H.
Ingvarsson 3, Sigurður Einarsson 3,
Ragnar Ragnarsson 2, Þorsteinn
Húnflörð 2, Halldór Karlsson 2.
Stig KR: Darrell Flake 30. Magnús
Helgason 14, Baldur Ólafsson 13,
Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13,
Steinar Kaldal 11. Jóel Sæmundsson 7,
Óðinn Ásgeirsson 5.
Dómarar (1-10):
Kristinn
Óskarsson og
Rögnvaldur
Hreiðarsson (8)
Gœði leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins:
Darrell Flake, KR
Fráköst: Njarðvík 29 (9 i sókn, 20 í vöm,
Friðrik 11), KR 33 (13 í sókn, 20 í vöm, Flake
9).
Stoðsendingar: Njarðvík 12 (Hunter 4,
KR 5 (Steinar 2).
Stolnir boltar: Njarðvík 13 (Hunter 4),
KR 5 (Steinar 2).
Tapaðir boltar: Njarðvík 11, KR 20.
Varin skot: Njarðvík 1 ( Friðrik), KR 5
(Baldur 2, Steimar 2).
3ja stiga: Njarðvík 21/7 (30%), KR 21/10
(47%).
Vlti: Njarðvík 34/21 (62%), KR 16/13
(81%).