Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 4
22 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Sport Þrjú gull og eitt silfur - var uppskera Kristínar Rósar Hákonardóttur á HM í sundi í Argentínu Kristin Rós Hákonardóttir setti tvö heimsmet í Argentínu. Kristín Rós Hákonardóttir úr Fjölni í Grafarvogi og Bjarki Birgisson úr sama félagi luku keppni á heimsmeistaramóti fatl- aðra i sundi í Argentínu í gær. Kristín Rós stóð sig með prýði og var uppskera hennar þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. Hún setti tvö heimsmet og sex ís- landsmet. Á tveimur síðustu keppnisdögum mótsins vann Kristín Rós sigur í 200 metra fjór- sundi á laugardagskvöldið. Hún vann sundið með miklum yfir- burðum og synti á 3:14,30 mínút- um og setti nýtt heimsmet í greininni. Kristin Rós synti í gærmorgun í undanrásum i 50 m skriðsundi á 35,93 sem er nýtt íslandsmet, gamla metið hennar var 35,96. Hún var með annan besta tímann inn í úrslit. Kanadísk stúlka var með besta tímann. í síðustu keppnisgrein sinni í gærkvöld keppti hún í úrslitum í 50 metra skriðsundi og synti vegalengdina á 35,63 sekúndum og nægði sá tími til silfurverð- launa. Þar með lauk glæsilegri þátttöku hennar í mótinu í Mar del Plata. Bjarki Birgisson synti undan- rásir í morgun í 50 m flugsundi og synti á 38,97 sekúndum og komst ekki áfram í úrslit. Hann endaði í 10. sæti. -JKS Grindvíkingar í viðræðum við Lee Sharpe leikmaðurinn sýnir áhuga á að koma hingað til lan Jónas Þórhallsson, formaður knattspymudeildar Grindavíkur í knattspyrnu, staðfesti í samtali við DV í gærkvöldi að deildin hefði átt í viðræðum við hinn kunna knatt- spyrnumann Lee Sharpe um að hann léki með liðinu á næsta tíma- bili. „Við erum að skoða alla fleti í leikmannamálum okkar og viðræð- ur við Lee Sharpe eru á byrjunar- stigi. Leikmaðurinn hefur lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við okkur og ég er að vona að málið skýrist verulega á næstu dögum. Sharpe sýnir jákvæð viðbrögð að leika með okkur,“ sagði Jónas í gærkvöldi. Lee Sharpe, sem er 31 árs gamall, gerði garðinn frægan hér á árum áður með Manchester United, Leeds, Bradford og í vetur er hann að leika með 3. deildar liðinu Exet- er. Hann hefur oft verið nefndur einn af gulldrengjum Alex Ferguson en Sharpe varð hins vegar fyrir því óláni að meiðast alvarlega með Manchester United og átti lengi í því. Hann hefur nú náð sér og hefur verið að leika vel með Exeter. -JKS Keflvíkingar áfram í bikarkeppninni - eftir sigur á Haukum, 106-86, á heimavelli í gærkvöld Keflvíkingar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum Doritos-bikarkeppn- innar er þeir sigruðu Hauka, 106-86, i Keflavík í gærkvöld. Lokatölumar gefa þó ekki rétta mynd af leiknum en Keflvíkingar gerðu t.a.m. 9 síð- ustu stig leiksins. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu fram á lokamínútu fyrsta leikhluta er Falur Harðarson kom Keflvíking- um í 18-16. í öðrum leikhluta var Sverrir Þór Sverrisson allt í öllu hjá Keflvíkingum og spilaði menn uppi hvað eftir annað og stal boltum í pressuvörn Keflvíkinga sem var að trufla gestina. Einnig var Damon öflugur í leikhlutanum og gerði þá 15 af 29 stigum sínum. Heimamenn fóru því með 12 stiga forystu, 56-44, inn í hálfleikinn. í síðari hálfleik tóku Haukar sig saman í andlitinu og náðu að minnka muninn í 66-64 þegar lítið var eftir af 3. leikhluta og þar fór Ingvar Guðjónsson fremstur i flokki með 12 stig í leikhlutanum. En Kefl- víkingar áttu lokaorðið og gerðu síðustu 7 stigin og staðan 73-64 þeg- ar fjórði leikhlutinn fór af stað. Keflvíkingar virtust hafa leikinn í hendi sér og forystan alltaf um 10 stig en þegar tæpar 4 mínútur voru eftir af leiknum fékk Damon John- son 5. villu sína. Munurinn fór niður í 4 stig en það voru þeir Sverrir Þór og Guðjón Skúlason sem lönduðu sigrinum fyrir Keflvíkinga. Sverrir stal bolt- anum af Haukamönnum og spilaði Guðjón uppi og gerði Guðjón 15 stig á lokakaflanum. Sverrir Þór Sverrisson átti mjög góðan alhliða leik hjá Keflvíkingum og var þeirra jafnbesti maður. Damon Johnson, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson áttu líka fínan dag og þá átti Guðjón flottar lokamínútur. Stevie Johnson var bestur hjá Haukunum og þá léku Ingvar Guð- jónsson og Predrag Bojovic einnig vel. Stig Keflavíkur: Damon John- son 29, Gunnar Einarsson 19, Guð- jón Skúlason 18, Magnús Gunnars- son 13, Falur Harðarson 9, Sverrir Þór Sverrisson 6, Kevin Grandberg 5, Hjörtur Harðarson 5, Davíð Jóns- son 2. Stig Hauka: Stevie Johnson 27, Ingvar Guðjónsson 18, Predrag Bojovic 17, Ottó Þórsson 7, Davíð Ásgrímsson 7, Halldór Kristmanns- son 6, Þórður Gunnþórsson 2, Sæv- ar Haraldsson 2. Önnur úrslit Fimm aðrir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum í gærkvöld og urðu úr- slit þessi: Snæfell-Þór, Þorlákshöfn, 95-60, ÍS-Ármann/Þróttur, 81-83, Tindastóll-Höttur, 87-69, Ham- ar-Reynir, Sandgerði, 120-109, ÍR-Reynir, Hellisandi, 140-30. -EÁJ/JKS Evrópukeppni kvennalandsliða í handbolta: Danir urðu meistarar - sigruðu Noreg í úrslitaleik, 25-22 Danir urðu Evrópumeistarar kvenna í handknattleik í gær þegar þeir unnu Noreg, 25-22, í úrslitaleik í Árósum. Danir voru betri aðilinn lengstum í leiknum og unnu að lok- um góðan sigur en þetta var í þriðja skipti frá 1994 sem dönsku stúlkurn- ar verða meistarar. Line Daugaard var markahæst danska liðsins og skoraði sjö mörk. Gro Hammers- gang skoraði sjö mörk fyrir Noreg sem fyrirfram var talið að myndi vinna titilinn. Danska liðið naut þess að leika á heimavelli og var vel hvatt áfram af heimamönnum. Frakkar eru á uppleið í kvenna- handboltanum en frönsku stelpurn- ar sigruðu Rússa, 27-22, í leik um bronsverölaunin. -JKS Damon Johnson skoraði 29 stig fyrir Keflvíkinga í sigrinum á Haukum í gærkvöld og tryggðu sér um leið sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. ísland á Sky Sport Breska sjónvarpsstöðin Sky Sport hefur undanfama daga unnið að upptöku þáttar um íslenska knatt- spyrnu og veröur þátturinn sendur út þann 23. desember. KR og Grindavík voru sérstaklega tekin fyrir í þættinum en einnig er fjallað um áhuga íslendinga á ensku knatt- spyrnunni. -JKS „ Blak karla: IS skellti Þrótti ÍS skellti Þrótti, 3-0, í Haga- skólanum á laugardaginn. Hrin- umar enduðu 25-22, 25-18 og 25-16 í innbyrðisviðureign Reykjavíkurfélaganna. Með sigrinum tyllti IS sér I efsta sæti deildarinnar fyrir jólahlé. Það var einungis í fyrstu hrinunni sem heimaliðið lét að sér kveða en næstu tvær hrinur voru yfir- burðimir mun meiri. Bestur hjá ÍS var Ismar Hadziredzepovic sem lék vel á miðjunni en kantarnir, þeir Dav- íð Búi Halldórsson og Einar Ás- geirsson, vora líka traustir í sín- um leik. Það var einungis Jó- hann Sigurðsson, miðjusmassari Þróttar, sem lét eitthvað að sér kveða i leiknum en eftir fyrstu hrinuna átti hann þó erfitt upp- dráttar. Það var greinilegt að endurkoma uppspilarans Mart- ins Raditchkov í lið ÍS hafði góð áhrif á aðra leikmenn liðsins sem léku á köflum við hvem sinn fingur. -JKS ívar og Haukur til Þróttar? ívar Sigurjónsson, Bliki, og Haukur Ingi Einarsson, Sindra, hafa undanfamar vikur æft og leikið æfmgaleiki með Þrótti sem leikur í Símadeildinni í knattspymu næsta sumar. Veru- legar líkur eru taldar á því að þeir félagar gangi formlega í rað- ir félagsins á næstunni samkvæmt heimildum blaðsins. -JKS Handbolti: Vesprem vann í Magdeburg Ungverska liðið Fotex Ves- prem sigraði Magdeburg, 27-28, i lokaumferð riðlakeppni meist- aradeildar í handknattleik í gær- kvöld. Þessi leikur skipti ekki máli um lokastöðu í riðlinum því bæðin liðin höfðu tryggt sig áfram. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og Sigfús Sigurðsson þrjú mörk. San Antonio Portland, Kolding, Montpellier, Ljubliana, Kiel og Zagreb tryggðu einnig áframhald í keppninni. Essen sigraði Barcelona, 32-28, í síðari leik liðanna i Evr- ópukeppni bikarhafa í Þýska- landi í gær. Patrekur Jóhannes- son skoraði fimm mörk fyrir Essen og Guðjón Valur Sigurðs- son þrjú mörk. Essen tapaöi fyrri leiknum í Barcelona með tíu mörkum og er því úr leik í keppninni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.