Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 19
íslandsmót unglinga í skylmingum meö höggsverði fór fram á dögunum: Mikill uppgansy - i skylmingum þessa dagana og sífellt fleiri ungmenni stunda íslandsmót unglinga í skylming- um meö höggsveröi fór fram í Haga- skóla um síðustu helgi. Mikið var um falleg tilþrif á mót- inu og ljóst að krakkarnir eru sifellt að bæta sig og greinilegt að við ís- lendingar erum að eignast sterkan hóp af skylmingamönnum. Fjöldi iökenda Hátt í 600 manns æfa skylmingar á Islandi í dag og flestir þeirra æfa svokallaða ólympíska skylmingar með höggsverði. Fjögur skylmingafélög eru starf- andi á landinu en þau elstu eru Skylmingafélag Reykjavíkur og Skylmingadeild FH. í haust var síð- an stofnað skylmingafélag í Við- skiptaháskólanum á Bifröst og þessa dagana er formlega verið að stofna skylmingafélag á Seltjamar- nesi. Metnaöur Skylmingafólk á íslandi leggur mikið á sig í þeirri von að taka framfórum og fara þau til útlanda að minnsta kosti 10 sinnum ári til þess að taka þátt í mótum. íslendingarnir hafa náð góðum árangri á mótunum erlendis og þá sérstaklega á Norðurlandamótunum en meðlimir í Skylmingafélagi Reykjavíkur hafa verið Norður- landameistarar í kvenna- og ung- lingaflokki síðastliðin 3 ár. Vantar eigiö húsnæöi Við tókum landsliðsþjálfarann, Nikolay Mateev, tali, en hann er margfaldur meistari í skylmingum og hefur meðal annars unnið til verðlauna á heimsmeistaramótum og var atvinnumaður í íþróttinni í 13 ár, og spurðum hann fyrst að því hvemig aðstaðan væri hjá skylm- ingamönnum hér á landi? „Skylmingafélag Reykjavíkur hafði aðstöðu í gamla ÍR-húsinu við Túngötu í yfir 10 ár og þegar það var flutt hafa æflngar yfir vetrar- timann verið í íþróttahúsi Mela- skóla. Draumur félagsins er síðan að eignast eigið húsnæöi. Skylm- ingamiðstöð þar sem æft yrði og annað félagsstarf færi fram. Það myndi breyta félagsstarfinu mikið og veita aukna möguleika," sagði Nikolay en hann er einnig þjálfari hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. „Til þess að við getum náð réttum framförum verðum við að fá eigið húsnæði til að geta byggt íþróttina upp. Skylmingafélagið hefur sýnt það og sannað að það getur vel byggt upp íþróttina og núna þurfum við aðstöðu til að byggja upp skylm- ingamiðstöð þar sem við gætum verið með æfingabúðir, sumarskóla auk almenns félagsstarfs og æf- inga,“ bætti Nikolay við og greini- legt að honum er mikið í mun að bætt verði úr þessu aöstöðuleysi hið fyrsta. Efnilegir krakkar Skylmingafélag Reykjavíkur er rekið með félags- og æfingagjöldum en einnig fær félagið styrki frá ÍBR, eins og önnur íþróttafélög sem eru skráð i sambandið, og svo er að sjálfsögðu treyst á styrktaraðila. Miðað við þá grósku sem er í ís- lenskum skylmingum í dag lék okk- ur forvitni á aö vita hvemig ís- lensku krakkarnir stæðu samanbor- ið við erlenda jafnaldra sína. „Það er erfitt að meta bömin því það em ekki mót fyrir þau. Ungling- amir virðast standa vel þvi Sigríður María Sigmarsdóttir náði öðru sæti í sinum aldursflokki á sterku móti fyrir unglinga sem fram fór í Bret- landi í fyrra en þess má geta að í Bretlandi eru reknir yfir 100 skylm- ingaklúbbar og fjöldi iðkenda hleyp- ur á þúsundum svo það segir sig sjálft að árangur hennar var glæsi- legur,“ sagði Nikolay en á íslandi er aðeins keppt 5-6 sinnum á ári og því er nauðsynlegt fyrir unglingana að fara utan til að öðlast ómetanlega reynslu. Stefnan sett hátt Það er augljóst að gróskan og metnaðurinn í starfinu er mikill en hver er framtíðarstefnan hjá skylm- ingamönnum á íslandi? „Framtíðarstefnan er að byggja upp skylmingamiðstöð í skylming- um með höggsverði sem yrði fremst í sínum flokki á Norðurlöndunum. íslenskt skylmingafólk er í fremstu röð á Norðurlöndunum og framtíðin er afar björt hjá íslensku skylm- ingafólki. En til þess að ná frekari árangri segir sig sjálft aö það verð- ur að hlúa að efniviðnum," segir Nikolay, en hverjir eru okkar efni- legustu krakkar? „Sigríður María Sigmarsdóttir er mjög efnileg og fékk hún styrk frá styrktarsjóði ISÍ og menntamála- ráðuneytinu fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á dögunum. Hjá Skylm- ingafélagi Reykjavíkur æfa mjög efnilegir krakkar á aldrinum 10-16 ára og ég er þess fullviss að framtíð- in er mjög björt hjá okkur.“ Afbragðsárangur Sá góði árangur sem íslenskt skylmingafólk hefur náð er að miklu leyti Nikolay að þakka en hann hefur verið landsliðsþjálfari og þjálfari hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur síðan 1991 og reynsla hans og menntun i skylmingum er svo sannarlega aö koma okkar fólki til góða. Ein okkar sterkasta skylminga- kona, Guðrún Jóhannsdóttir, varð Norðurlandameistari í fyrra og komst þar að auki í úrslit í opnum flokki en það var í fyrsta skipti sem íslensk kona nær slíkum árangri. Áður hefur verið minnst á árangur Sigríðar Maríu sem varð einnig Norðurlandameistari unglinga en hún gerði gott betur en það á sama móti og varð í öðru sæti í kvenna- flokki sem er stórkostlegur árangur hjá svo ungri stúlku. Önnur efnileg skylmingakona, Þorbjörg Ágústsdóttir, varð Norður- landameistari 2001 og íslenska liðið hefur unnið liðakeppnina á Norður- landamótunum undanfarin 2 ár sem segir allt sem þarf að segja um breiddina hjá íslensku skylminga- fólki. Helga Eygló Magnúsdóttir og Ragnar Ingi Sigurðsson hafa einnig íþróttina náö afbragðsárangri á erlendri grundu en þau urðu bæði Norður Evrópubikarmeistarar árið 1997 og svo hafa þau bæði orðið Norður- landameistarar. Það er síðan Helga sem hefur náð einna glæsilegasta árangri ís- lenskra skylmingamanna er hún náði 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1998 í skylmingum með höggsverð- um. Það má því ljóst vera að framtíð- in er björt hér á landi í íþróttinni en til að enn glæsilegri árangur náist er algjört forgangsverkefni að hreyf- ingin eignist sitt eigið húsnæði sem hún hefur svo sannarlega unnið fyr- ir. -HBG T MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 37 ^ Sport Krakkarnir börðust af hörku þótt ungir væru, eins og hér sést, og f- sveröunum var beitt af mikilli fimi. DV-mynd Hari Þaö var mikiö um goð til- þrif á íslandsmóti ung- linga i skylmingum meö höggsveröí f Hagaskóla á dögunum. DV-mynd Hari Úrslit á íslandsmóti unglinga í skylmingum - meö höggsverði Drengir B7, 7 ára og yngri 1. Eirik Valgeir Thorp Eyþórsson 2. Andri Páll Alfreðsson 3. -4. Sigurður Guðmundsson 3.-4. Halldór Falur Halldórsson Drengir B8, 8 ára 1. Aron Austmann Ellertsson 2. Gabriel Sölvi Windels 3. -4. Viktor Grönfeldt Steinþórsson 3.-4. Jón Arnkell Ólafsson Drengir KIO, 9-10 ára 1. Romuald Máni Bodinaud 2. Bjargmundur Ingi Kjartansson 3. -4. Alexander Lárusson 3.-4. Jónas Ásgeir Ásgeirsson Drengir K12+, 12-13 ára 1. Baldur Jezorski 2. Olav Thorp Eyþórsson 3. —1. Sævar Baldur Lúðvíksson 3.-4. Bjarki Traustason Drengir K14, 13-14 ára 1. Torfi Ásgeirsson 2. Haraldur Þórir Hugosson Drengir K16, 15-16 ára 1. Haukur Jónasson 2. William Fr. Huntingdon-Williams 3. -1. ívar Sveinsson 3.-4. Brynjólfur ívarsson Stúlkur B7, 7 ára og yngri 1. Ásdis Margrét Ólafsdóttir 2. Iðunn Jónsdóttir Drengir B9, 9 ára; B12, 11-12 ára 1. Andri Már Guðmundsson 2. Magnús Kristmundur Birgis 3. Karl Sigtryggsson Stiilkur KIO, 9-10 ára 1. Karen Ýr Sigurjónsdóttir 2. Gunnhildur Garðarsdóttir Stúlkur K12, 11-12 ára 1. Ásta Guörún Helgadóttir 2. Sigrún Inga Garðarsdóttir 3. Ingibjörg Laufey Guölaugsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.