Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 7
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 25 Sport Denise Shelton meö 40 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar í 91-65 sigri á Haukum: Fer í fríið en kemur aftur - nýliöar Hauka sprengdu sig í Röstinni og töpuðu þriðja deildarleiknum í röð Denise Shelton gladdi Grindvík- inga með tvöfóldum hætti í 91-65 sigurleik á Haukum í 1. deild kvenna á laugardaginn. Auk þess að eiga stórleik í sjálfum leiknum hef- ur Shelton samþykkt að koma aftur eftir jólafríið en lengi vel stefndi í að hún færi heim fyrir fullt og allt eftir þennan leik sem var sjöundi deildarsigur liðsins í tíu leikjum. Grindavík hefur þar með unnið fjóra deildarleiki í röð en Haukar töpuðu aftur á móti þriðja leik sínum í röð. Helena með 15 stig fyrir hlé Það má segja að Grindavíkurliðið hafi sprengt Haukaliðið í þessum leik. Haukarnir höfðu frumkvæðið framan af og náðu mest sex stiga for- skoti um miðjan fyrri hálfleik, 25-31. Grindavík gaf fyrirheit um það sem koma skal á síðustu fjórum mínútum hálfleiksins þegar liðið skoraði 20 stig gegn aðeins 11 og hafði i framhaldinu yfir, 45-42, í leikhléi. Helena Sverrisdóttir hélt Hauka- liðinu inni í leiknum með 15 stigum og 10 fráköstum í fyrri hálfleik en slæmt högg sem hún fékk í fyrsta leikhluta fór að hafa sín áhrif eftir leikhléið og í seinni hálfleik skoraði Helena, augljóslega þjáð, aðeins tvö stig og klikkaði á fimm af sex skot- um sínum. Sterk pressuvörn Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari Grindavíkur, spilaði á níu mönnum í fyrri hálfleik og sú dýrmæta hvíld sem lykilmenn fengu, auk sterkri pressuvörn, varð Haukaliðinu of- viða í seinni hálfleik. Grindavík vann þriðja leikhlutann, 24-12, og þann fjórða, 22-11, og leikinn því að lokum með 26 stiga mun, 91-65. Haukaliðið tapaði 18 boltum í seinni hálfleik og nýtti aðeins 23% skota sinna (8 af 35) og leit út eins og lið sem þarf að fara búa sig und- ir harða fallbaráttu frekar en lið sem er að berjast um sæti í úrslita- keppninni. Denise Shelton átti sennilega einn besta alhliða leik sinn á laugardag- inn og eru þeir þó margir góðir komnir í safnið. Shelton nýtti 13 af 22 skotum sínum (59%) og öll 13 vít- in og bætti við stigin sín 40, 17 frá- köstum, 9 stoðsendingum, 8 stoln- um boltum og 3 vörðum skotum. Auk hennar stjómaði María Anna Guðmundsdóttir leik liðsins með stakri prýði (13 stig, 9 stoðsending- ar), Sandra Guðlaugsdóttir setti nið- ur góðar körfur og Stefanía Ás- mundsdóttir komst vel frá fyrsta leik sinum og sýndi með 8 stigum, 6 fráköstum og 3 vörðum skotum að hún styrkir lið Grindavíkur mikið undir körfunni. Hjá Haukum var Helena mjög góð i fyrri hálfleik, Ösp Jóhannsdóttir átti ágætan leik, sem og Pálína Gunnlaugsdóttir sem gaf allt sitt í vöm sem sókn. Vonbrigðin vóru hins vegar leikur Egidija Raubaite sem átti mjög slakan dag, klikkaði á 11 af 14 skotum og öllum 5 vítum sínum og á því hefur hið unga Haukalið ekki efni. Stig Grindavíkur: Denise Shelton 40 (17 fráköst, 6 í sókn, 9 stoðs., 8 stolnir, 3 varin), María Anna Guðmundsdóttir 13 (9 stoðs.), Sandra Guðlaugsdóttir 10, Stefan- ía Ásmundsdóttir 8 (6 frák. 3 varin), Sól- veig Gunnlaugsdóttir 6 (11 fráköst, 5 stoðs.), Sigríður Anna Olafsdóttir 5, Jovana Lilja Stefánsdóttir 4, Ema Rún Magnúsdóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 2. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 17 (10 fráköst, 4 stoðs., 3 stolnir), Pálína Gunnlaugsdóttir 14 (3 stoös., 3 stolnir), Ösp Jóhannsdóttir 13 (8 frák.), Stefanía Jónsdóttir 12, Egidija Raubaite 6, Hrefna Stefánsdóttir 3. T ÍR-stelpur ósigrað- ar í 2. deild kvenna ÍR-stelpur eru enn ósigraðar í 2. deild kvenna eftir 66-52 sigur á Laug- dælum í uppgjöri toppliðanna en bæði höfðu þau unniö sjö fyrstu leiki sína í deildinni. ÍR átti frumkvæðið allan tímann, leiddi 31-21 í hálfleik og með þrettán stigum, 44-31, fyrir síðasta leikhlutann. Nokkur spenna komst í leikinn er fyrirliði ÍR-liðsins, Rakel Viggós- dóttir (dóttir Viggós Sigurðssonar) hlaut að launum tvær tæknivillur og brottrekstrarviUu fyrir að mótmæla fimmtu villu sinni og Laugdælir fengu að launum sex víti í röð. Laugdælir komu muninum niður í sex stig í kjölfarið, 52-46, en ÍR-liðið stóðst álagðið og landaði góðum 14 stiga sigri. Stig ÍR: Kristrún Sigurjónsdóttir 25 (14 fráköst, 4 stolnir, hitti úr 17 af 22 vít- um), Hildigunnur Helgadóttir 12 (4 stolnir), Bryndís Gunnlaugsdóttir 7, Ólöf Þór- arinsdóttir 7 (8 frák.), Rakel Viggósdóttir 6 (6 frák., 6 stoðs.), Kristín Þorgrímsdótt- ir 6 (15 fráköst, 9 í sókn), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3. Stig Laugdœla: Sigríður Guðjónsdóttir 17 (6 frák.), Áslaug Guðmundsdóttir 12, Ragnhildur Georgsdóttir 10 (12 fráköst), Guðbjörg Hákonardóttir 4 (12 frák.), Anna Sigurlaugsdóttir 4, Hallbera Gunnarsdóttir 3, Sigrún Dögg Þórðardóttir 2. -ÓÓJ Jón Arnór með 18 stig Jón Arnór Stefánsson skor- aði 18 stig og tók 5 fráköst fyr- ir Trier gegn efsta liðinu Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Ekki dugðu þau til sigurs þvf Bonn sigraði í leiknum, 77-73, eftir að staðan í hálfleik var 37-33 fyrir Bonn. Þetta þótti samt sem áður einn besti leikur Trier í vetur. Trier er i næstneðsta sætinu með fjögur stig en Bonn er efst með 18 stig en Alba Berlin og Braunschweig koma í næstu sætum með 16 stig. -JKS Þýska úrvalsdeildin í handknattleik: Sigurður gerði 9 mörk Siguröur Bjarnason, Wetzlar. Sigurður Bjarnason átti stórleik fyrir Wetzlar í þýsku úrvalsdeild- inni í handknattleik um helgina. Liðið sótti Grosswaldstadt heim og vann góðan sigur, 25-27, en í hálfleik stóðu leikar jafnir, 11-11. Sigurður skoraði níu mörk í leiknum og Róbert Sighvatsson gerði þrjú mörk af línunni. Wetzl- ar hefur að undanförnu verið að fikra sig hægt og bítandi upp töfl- una og er um miðja deild. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim sem tapaði fyrir Eisenach, 29-24, á útivelli. Gummersbach sigraði Ham- burg, 37-27, að viðstöddum 11.300 áhorfendum í Köln. Kóreubúinn Yoon skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach. Þá tapaði TuS N- Lúbbecke á heimavelli fyrir Göpp- ingen, 21-26. Lemgo er sem fyrr í efsta sæti með 30 stig, Flensburg hefur 26 stig í öðru sæti og Magdeburg er í þriðja sæti með 24 stig og á einn leik til góða. -JKS Staðan í deildinni: Keflavík 9 9 0 704-489 18 Grindavík 10 7 3 739-693 14 KR 9 4 5 551-558 8 Haukar 10 4 6 583-680 8 Njarðvík 936 582-643 6 ÍS 9 1 8 472-568 2 Næstu leikir: 1 kvöld Keflavik-KR ..................19.15 ÍS-Njarðvík...................19.15 Stigahæstar: Denise Shelton, Grindavík .... 34,3 Helena Sverrisdóttir, Haukum . 16,6 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík . 15,3 Helga Þorvaldsdóttir, KR ......14,8 Sonja Ortega, Keflavík ........13,7 Hanna B. Rjartansdóttir, KR . . . 13,4 Sólveig Gunnlaugsd., Grindav. . 12,6 Þórunn Bjamadóttir, ÍS ........13,3 Hildur Sigurðardóttir, KR.....12,2 Egidija Raubaité, Haukum .... 11,1 Happafengur Grindvíkinga Denise Shelton, til vinstri, hefur átt frábæran vetur með Grindavík í kvennakörfunni en þessi snjalli leikmaður hefur skorað 34,3 stig, tekið 15,2 fráköst, stoJið 4,4 boltum og gefiö 3,6 stoðsendingar að meðaltali i vetur. DV-mynd E.ÓI. Léttur sigur hjá KR KR-stúlkur fóru létt með að leggja stöllur sínar úr Hamri í Hveragerði þegar liðin mættust í Doritos-bikarnum á laugar- daginn í Hveragryfjunni. KR- stúlkur eru á ágætu skriði í 1. deildinni en Hamar um miðja 2. deildina. Munurinn á liðunum var greinilegur. Hamarsliðið hafði ekki til að bera sama styrk og snerpu og andstæðingarnir enda liðið ungt og KR-ingar höfðu leikinn í höndum sér frá upphafi. KR hafði náð góðu forskoti í hálfleik, 20-36, en í 3. leikhluta voru yfirburðir liðsins ekki eins miklir og Hamar hélt í við íslands- og bikarmeistarana. í 4. leikhluta klifruðu KR-stúlk- ur síðan yfir hamarinn og skor- uðu 16 stig á móti tveimur. Halla grimm undir körfunni Halla M. Jóhannesdóttir var best í liði KR, grimm undir körfunni og skoraði mest allra. Þá áttu Hildur Sigurðardóttir og Helga Þorvaldsdóttir góða kafla. íris er mikið efni I liði Hamars bar mikið á hinni 15 ára gömlu írisi Ásgeirsdóttur sem var stigahæst i liði Hamars og dugleg í vörninni. Hlín Guðnadóttir og Ragnheiður Magnúsdóttir börð- ust vel fyrir Hamarsliðið. Stig Hamars: íris Ásgeirsdóttir 10, Ragnheiður Magnúsdóttir 9, Álf- hildur Þorsteinsdóttir 6, Hlín Guðnadóttir 4, Ragna Hjartardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2. Stig KR: Halla M. Jóhannesdótt- ir 14, Guðrún Sigurðardóttir 8, Hild- ur Sigurðardóttir 8, Kristín Sigurð- ardóttir 7, Helga Þorvaldsdóttir 7, Ingibjörg Sigurðardóttir 6, Lilja Oddsdóttir 4, Eva M. Emilsdóttir 4, Tinna B. Sigmundsdóttir 3, Maria Káradóttir 2. -gks Keflavlk B-Hekla...........51-26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.