Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 8
26
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Robertas Pouzolis var besti maöur Hauka í leiknum við Ademar Leon. Hér reynir hann skot yfir þéttan varnarmúr
spænska liðsins. DV-mynd ÞÖK
Við algjört af-
urefli að etja
- Haukar úr leik í Evrópukeppni bikarhafa
Haukar töpuðu seinni leik sinum
við spænska liðið Ademar Léon,
26-31, en liðin mættust að Ásvöll-
um á laugardaginn var. Eftir átta
marka tap í fyrri leiknum, 29-21,
var mönnum nokkuð ljóst að róður
Haukanna yrði þungur. Þetta
spænska lið er með þeim allra
bestu í Evrópu um þessar mundir
og vitað var að ekkert nema algjör
stórleikur Haukanna myndi duga
til að setja pressu á Spánverjana;
flestir voru þó að gæla við að ná að
leggja þá að velli. Það var jafnræði
með liðunum framan af leik en
smám saman náðu leikmenn
Ademar tökum á leiknum, þeir
léku virkilega sterka vöm og
hraðaupphlaup þeirra voru oftast
meistaralega útfærð.
Líkamlega sterkari
Leikmenn liðsins eru flestir lík-
amlega sterkari en leikmenn
Haukanna og einnig voru þeir
flestir nokkuð hávaxnari. Liðið
spilaði skynsamlega vöm og Hauk-
arnir áttu í erfiðleikum með að ná
skotum aö utan og gegnumbrot
þeirra strönduðu oft á sterkum
múr. Þegar sjö mínútur voru eftir
af fyrri hálfleik komust Spán-
verjarnir í fyrsta skipti fjórum
mörkum yfir, 7-11, og þegar flaut-
að var til leikhlés var munurinn sá
sami.
Fimm mínútum áður en hálf-
leikurinn var allur sauð hins vegar
upp úr en þá fengu þeir Aron
Kristjánsson og Manuel Colón að
líta rauða spjaldið. Forsagan er sú
að þeir kappar voru búnir að
kljást nokkuð áður og Spánverjinn
búinn að veita bæði Aroni og Hall-
dóri Ingólfssyni þung högg. Eftir
baráttu inni á línu reynir Aron að
losa sig en gefur um leið Colón
þungt olnbogaskot þannig að sá
spænski var vel blóðugur á eftir og
nefið eitthvað úr lagi gengið. Hins
vegar sáu hvorki dómarar leiksins
né eftirlitsdómarinn atvikið og
leikurinn hélt áfram og þessi sókn
endaði með marki frá Robertas
Pauzuolis.
Aroni og Colón vikið af
leikvelli
Eftir markið voru Spánverjamir
alveg vitlausir og raku bæði þjálf-
ari og aðstoðarþjálfari þeirra inn á
völlinn og Manuel Colón virtist
hreinlega ætla í Aron Kristjánsson.
Þá loksins sáu dómararnir ástæðu
til að gera eitthvað í málinu en eft-
irlitsdómarinn sá atvikið á mynd-
varpa sem var við innganginn að
sunnanverðu. Þá var þeim félögum
vísað af velli og verða það að teljast
afar vafasöm vinnubrögð þótt eng-
inn deili um það að svona brot eru
engum til sóma. í handbolta er ekki
notast við myndbandsupptökur og
því var þessi dómur ekki réttur;
þetta er ekki amerískur fótbolti!
Eftir þessi læti öll kældu menn
sig niður i leikhléi en Haukamir
mættu hins vegar afar ákveðnir til
leiks í þeim síðari, staðráðnir í því
að sýna sitt rétta andlit. Það tókst
þeim á fyrstu tólf mínútum hálf-
leiksins því eftir þær voru Hauk-
arnir búnir að skora átta mörk
gegn aðeins tveimur Spánverjanna
og staðan orðin 19-17 og vonir um
sigur voru orðnar raunhæfar. Þá
tók þjálfari Ademar, Manolo
Cadenas Montanés, leikhlé og náði
að koma skipulagi á leik sinna
manna og þeir voru ekki lengi að
snúa við blaðinu og kæfa í fæð-
ingu þessar sigurvonir Haukanna.
Þremur og hálfri mínútu eftir leik-
hléið höfðu Spánverjarnir skorað
fjögur mörk í röð og sigri þeirra
var ekki ógnað eftir þennan sprett.
Á lokakaflanum leyfði Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka, öllum i
liðinu að spreyta sig og ungu
mennirnir stóðu sig vel og voru
brattir. Birkir Ivar Guðmundsson
var besti maður Haukanna og
varði mjög vel. Af útileikmönnun-
um var Robertaz Pauzuolis lang-
bestur í sókninni, Þorkell Magnús-
son og Vignir Svavarsson börðust
vel og Halldór Ingólfsson átti
nokkra spretti. Hjá Ademar var
danski landsliðsmarkvörðurinn,
Kasper Hvidt, mjög góður og var
eins og hann næði fljótlega að gera
leikmenn Haukanna taugaóstyrka
og jafnvel hálfhrædda við sig.
Gerard Espigol var mjög sterkur
og þeir Petar Metlicic, Antonio
Carton og Juan Garcia voru öflug-
ir. Fimm marka tap var staðreynd
en Haukamir hefðu alveg getað
gert betur og jafnvel uppskorið sig-
ur ef liðið hefði ekki tapað boltan-
um svo oft til gestanna. Það gerðist
um það bil tuttugu sinnum og það
gengur ekki á móti liði sem er
svona sterkt í hraðaupphlaupum
og þetta gerði einfaldlega
gæfumuninn.
Geta boriö höfuðið hátt
Haukarnir geta þó borið höfuðið
hátt eftir þátttöku sína í Evrópu-
keppni bikarhafa; þeir sátu hjá í
fyrstu umferð, slógu síðan út
Strovolos frá Kýpur auðveldlega og
svo var komið að Guðmundi
Hrafnkelssyni og liði hans frá ítal-
iu, Conversano. Glæsileg frammi-
staða á móti ítölunum tryggði rétt-
inn til að leika í átta liða úrslitun-
um en Spánverjamir frá León, sem
er 140 þúsund manna borg í Kast-
ilíu á Norðvestur-Spáni, voru ein-
faldlega of sterkir andstæðingar og
það kæmi undirrituðum ekki á
óvart þó liðið færi alla leið í
keppninni.
-SMS
Sport
Sagt eftir leikinn:
Þeir frekar grófir
„Þetta var frekar fúlt en svona er
þetta bara stundum og ekkert við
því að gera. Þeir voru hins vegar
frekar gróflr og voru búnir að gefa
okkur olnbogaskot vinstri/hægri allt
frá byijun leiks og við vorum að
vonum orðnir nokkuð hvekktir. Svo
finn ég bara að ég fæ einn á hnakk-
ann og ætlaði að slá hann af mér,
því miður hitti ég beint í andlitið á
honum i stað þess að kasta honum í
burtu af mér. Hann var búinn að at-
ast í mér og ég steinlá eftir hann og
missti andann rétt áður en þetta
gerðist og hann var búinn að kýla
Halldór líka og var bara verulega
grófur. Þetta spænska lið er hins
vegar virkilega gott og spilar
skemmtilegan og flottan handbolta,"
sagði Aron.
Viggó Sigurðsson
Viggó Sigurðsson var frekar
ósáttur með leik sinna manna að
þessu sinni:
„Ég er óánægður með hvað við
vorum í raun að spila klaufalega í
þessum leik, við töpuðum boltanum
eitthvað um tuttugu sinnum sem er
alltof mikið. Draumurinn var að
vinna þetta lið hér í dag, ég vissi það
alveg að þessi átta marka munur var
of stór biti að kyngja en við áttum al-
veg möguleika á að vinna þá. Þeir
era með feiknarlega skemmtilegt lið
og era vamarlega gífurlega sterkir
og þá era hraðaupphlaupin alveg frá-
bær hjá þeim.“
„Um brottrekstur Arons og allt
það hafði Viggó þetta að segja:
„Það sáu þetta i raun fáir þegar
það gerðist og þar með taldir dómar-
arnir og eftirlitsdómarinn en þeir
dæma greinilega eftir endursýning-
unni af skjánum en það gerist hins
vegar ýmislegt eftir atvikið þar sem
meðal annars þjálfari og aðstoðar-
þjáifari þeirra rjúka inn á og hefðu
báðir átt að fá rautt fyrir það. Síðan
hrækja þeir á ritaraborðið og það
vora rosaleg læti í þeim og þessi
leikmaður þeirra var búinn að sýna
af sér ótrúlega grófa framkomu, bú-
inn að slá þrjá leikmenn okkar í
magann og hann gat ekki búist við
öðru en að honum yrði svarað. Dóm-
aramir dæma þetta hins vegar eftir
á og án þess að hafa séð þetta þegar
það gerðist og það er auðvitað ekki
eitthvað sem er stundað í þessari
íþróttagrein," sagði Viggó.
Vignir Svavarsson
„Þetta er auðvitað frábært lið með
klassaleikmenn í öllum stöðum og
örugglega eitt af tíu bestu liðunum í
Evrópu. Við hefðum hins vegar al-
veg getað unnið þá í þessum leik, átt-
um í raun að gera það ef við hefðum
spilað okkar rétta leik en við gerðum
alltof mikið af feilum, liklega eitt-
hvað um tuttugu sendingafeila og
það er allt of mikið á móti svona
liði.“
Birkir ívar Guðmundsson
„Það er alltaf gott að heyra svona
og ég var að finna mig ágætlega í
leiknum en mér ftnnst ekki vera
þessi getumunur á þessum tveimur
liðum þegar litið er á leikina tvo. í
dag voram við að spila í heildina séð
illa og þaö var allt of mikið af aula-
mistökum hjá okkur og við gerðum
þeim í raun líflð létt. Við voram að
klára færin illa þó auðvitað sé þessi
markvörður þeirra einn sá besti í
heiminum og við töpuðum boltanum
allt of oft. Við áttum góða möguleika
á því að leggja þá að velli hér heima,
sóknarfærin vora til staðar en því
miður tókst það ekki,“ sagði Birkir.
Haukar-Ademar 26-31
0-1, 3-2, 5-7, 7-11, 9-13, (11-15). 12-15,
16-16, 19-17, 19-21, 22-26, 25-29, 26-31.
Haukar:
Mörk/víti (skot/viti): Robertas Pauzoulis
9 (18), Þorkell Magnússon 3 (5), Vignir
Svavarsson 3 (5), Halldór Ingólfsson 2/1
(5/2), Jón Karl Björnsson 2/2 (6/3), Pétur
Magnússon 2 (6), Siguröur Þórðarson 1 (19,
Aliaksandr Shamkuts 1 (1), Ásgeir Örn
Hallgrímsson 1 (2), Andri Stefán 1 (2),
Jason Ólafsson 1 (2/1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Þorkell 2,
Ásgeir, Pauzoulis, Jason)
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 6.
Fiskuö viti: Halldór 2, Shamkuts 2,
Þorkell, Jason.
Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar
Guðmundsson 20/1 (51/3, hélt 8, 39%).
Brottvisanir: 8 mínútur. Aron rautt.
Dómarar
Petr Polaci
Petr Pesta,
landi. (7)
Gceói leiks
7.
Áhorfendur.
Maöur leil
Birkir ívar Guðmundsson, Haukum
Ademar Leon:
Mörk: Gerard Espgol 6, Petar Metlicic 4,
Antonio Carton 4, Juan Carcia 4, Oscar
Perales 3, Denis Krivochlykov 3, Raul
Entreerios 3, Héctor Castresana 2, Manuel
Colón 2.
Varin skot/víti (skot á sig): Kasper
Hvidt 15.
Brottvísanir: 18 mínútur.
Spænski þjálfarinn:
Hreifst af
Haukunum
Þjálfari Ademar León er Manolo
Cadenas Montanés en til bjargar í
þeim eíhum kom gamla landslið-
skempan Kristján Arason sem lék
undir stjóm Montanés með Teka
Santander á sínum tima og varð
liðið með þá tvo innanborðs Evr-
ópumeistari bikarhafa árið 1990.
Montanés hefur greinilega miklar
mætur á Kristjáni en þeir vora í
hrókasamræðum þegar blaðamenn
bar að. Kristján tók að sér túlkun-
arstarfið með glöðu geði og leysti
þaö enda vel af hendi. Þetta hafði
Montanés að segja:
„Ég var nokkuð smeykur fyrir
þenrian leik þvi það vantaði þrjá
leikmenn í bytjunarliðið og það er
nokkuð mikill missir. Hins vegar
leysti liðið þennan leik afar vel og
ég er auðvitað fyrst og fremst
ánægður með að vera komtnn
áfram og að hafa unnið leikinn án
þessara leikmanna sem vantaði.
Hraðaupphlaupin gengu vel, nán-
ast alveg eins ög ég vildi, og við
lögðum áherslu á að nota öll tæki-
færi sem buðust til að keyra í þau.
Eftir þessa tvo leiki get ég sagt að
ég hreifst af Haukaliðinu því það
spilaði af miklum krafti og þrótti
og hefur mikinn karkakter og tals-
verða reynslu." Aðspurður um
dómgæsluna og hasarinn rétt fyriri
leikhlé vildi Montanés ekki mikið
segja:
„Þetta var dálítið skrýtinn leik-
ur eftir þessi læti öll og mikil
spenna i mönnum og liðin voru
ekki alveg að sýna sitt rétta andlit.
Það er auðvitaö alltaf leiðinlegt
þegar svona lagað gerist en dómar-
amir leyfðu of mikla hörku i byij-
un og leikurinn þróaðist út í bar-
áttu manna á milli, svona einn á
einn, og það kann aldrei góðri
lukku að stýra," sagði Manolo
Cadenas Montanés. -SMS