Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 12
30
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Kilmarnock-Celtic . ..
Dundee-Motherwell ..
Dunfermline-Aberdeen
Hearts-Partick......
Livingstone-Hibemian
Rangers-Dundee Utd .
Sport
Leikmenn West Ham áttu ekki
mikla möguleika í liö Man. Utd sem er
í fantaformi um þessar mundir og virð-
ast fá lið vera fyrirstaða fyrir þá. Það
má segja að leikmenn Man. Utd hafi
klárað þessa viðureign á fyrstu 20 min-
útum leiksins þegar þeir Solskjær og
Veron skoruðu eitt mark hvor. Það
fyrra var eign Solskjær eftir hroðaleg-
an vamarleik Thomas Repka í vörn
West Ham og það síðara var frá Veron
eftir frábæra aukaspyrnu hans. Það
var enn og aftur Repka sem átti þátt í
marki Man. Utd en hann gaf auka-
spyrnu á besta stað fyrir utan vítateig-
inn.
Mark dæmt af
Til að kóróna ógæfu West Ham í
leiknum var þriðja markið sjálfsmark.
Það verður vart sagt að lukkan hafl
verið með leikmönnum West Ham.
Auk þess að heimta víti var tekið af
þeim fullkomlega löglegt mark en að-
stoðardómarinn dæmdi ranglega rang-
stöðu á Defoe sem lagði knöttinn í net-
ið. Varnarleikur liðsins er hins vegar
skelfilegur með þá Repka og Dailly í
aðaihlutverki og liggur þar stærsta
vandamál austurbæjarliðsins.
„3-0 sigur er mjög gott og ég er mjög
ánægður með úrslitin. Við urðum hins
vegar að vinna fyrir því en við lékum
frábæra knattspyrnu á köflum. Markið
hans Verons var stórglæsilegt og
þriðja markið innsiglaði sigurinn. Það
var svona trygging sem við hefðum
ekki getað átt von á fyrir nokkrum vik-
um, þegar fátt virtist falla með okkur,“
sagði Alex Ferguson eftir ieikinn.
Varðandi þá spumingu hvort Man. Utd
mundi áfram vera í toppbaráttunni
sagði hann: „í lok desember eða i byrj-
un janúar munum við hafa nokkra
hugmynd um hvemig deildin þróast í
vetur. Við viljum að sjálfsögðu vera á
toppnum. Leikmennimir eru ákveðnir
í því og ég tel okkur eiga góða mögu-
leika.“
Glæsi sigurmark
Thomas Hitzlsperger bjargaði Gra-
ham Taylor og lærisveinum hans í
Aston Villa fyrir horn með því að
skora sigurmarkið gegn West
Bromwich Albion í grannaslag í
Birmingham en markið þótti sérlega
glæsilegt, þrumuskot af löngu færi.
Það hefur verið heitt undir Taylor
enda árangur Villa afskaplega slakur.
Áður hafði Darius Vassell komið Villa
yfir en Koumos náði að jafna metin.
Steve Staunton, leikmaður Aston Villa,
var rekinn af leilcvelli á 72. mínútu.
Graham Taylor vonast til þess að
lukkan fari nú að snúast með Aston
Villa. „Ef það er eitthvert lið sem á
skilið smáheppni þá er það Aston
Villa. Leikmennimir hafa lagt svo hart
að sér að það er kominn tími á að þeir
fari að fá einhver stig.“
Misstu gott forskot
Charlton náði að glutra niður
tveggja marka forystu á 27 mínútum.
Jason Euell kom Charlton yfir í fyrri
hálfleik úr vfti og Claus Jensen bætti
öðru marki við á 63. mínútu. Tvö mörk
frá Marc Vivian Foe, það síðara á 87.
mínútu tryggðu Manchester City eitt
stig úr viðureigninni. Kevin Keegan,
framkvæmdastjóri Man. City, var
ósáttur við dómara leiksins en hann
vildi meina að Nicholas Anelka, leik-
maður City, hefði átt að fá vítaspymu.
„Þegar dómarinn sér þetta atvik aftur
þá gerir hann sér grein fyrir af hverju
4 þúsund aðdáendur Man. City vildu
meina að þetta hefði verið víti. Þetta
var öskrandi víti,“ sagði Keegan.
Alan Curbishley, stjóri Charlton,
var ekki ánægður með að glata svo
góðu forskoti, eins og leikmenn hans
gerðu um helgina. „Menn verða að
nota svona færi eins og í dag. Þama
höföum við tveggja marka forskot og
tækifæri til að skilja þá eftir í leiknum
en við gerðum það ekki.“
Skoraöi og lagði upp mark
Unglingurinn Wayne Rooney
tryggði Everton þrjú mikilvæg stig í
sigurleik gegn Blackbum. Leikurinn
byrjaði með látum og komu öll mörkin
á fyrstu 25 mínútum leiksins. Það
fyrsta gerði Andy Cole fyrir Blackbum
á 6. minútu en Lee Carsley jafnaði 12
mínútum síðar, eftir sendingu frá Roo-
ney. Hann skoraði síðan sjálfur á 25.
minútu sem reyndist sigurmark Ev-
erton og liðið i góðri stöðu í jaðri topp-
baráttunnar. Það hafa margir haldið
því fram að Everton-blaðran hafi verið
sprungin eftir að hafa hiksta eftir gott
gengi í byrjun en leikmenn Everton
náðu að afsanna það með þessum góða
sigri. Leikmenn Blackburn léku einum
færri siðustu 17 mínútumar eftir að
Lucas Neill hafði þurft að yfirgefa völl-
inn þegar hann hafði fengið sitt annað
gula spjald.
Þarna var á ferðinni annar ósáttur
framkvæmdastjóri en Graeme Souness
var reiður vegna brottrekstursins.
„Þegar við sáum nafn Grahams Bar-
bers, dómara á leikskýrslunni, vissum
við að við værum í vandræðum. Við
höfum lent í vandræðum vegna hans
áður en hann hefur áður sent Neill út-
af og hann þurfti þá að viðurkenna að
hann hefði haft rangt fyrir sér. Ég veit
ekki hvemig hann litur á málin en
hann var ekki góður við okkur í dag,“
sagði Souness
Tvö töpuö stig Chelsea
Leikmenn Chelsea misstu af tæki-
færinu að komast í toppsætið þegar
þeir gerðu jafntefli viö Middlesboro
á útivelli, án Eiðs Smára Guðjohn-
sens, en Boro hefur ekki enn tapað á
heimavelli sínum í vetur. Eiður kom
þó inn á á síðustu mínútum leiksins
en náði ekki að sýna neitt markvert.
Leikurinn var nokkuð fjörugur. Ger-
emi kom Middlesboro yfir i fyrri
hálfleik með stórglæsilegu marki
beint úr aukaspyrnu af um 25 metra
færi. Leikmenn Chelsea fengu urmul
færa til að skora en það var aðeins
John Terry sem náði að koma knett-
inum í mark andstæðinganna á
lokamínútum fyrri hálfleiks. Leik-
menn beggja liða fengu færi til að
gera út um leikinn í síðari hálfleik,
en án árangurs. „Við mættum þarna
mjög sterku liði og þeir léku mjög
vel,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri
Chelsea, eftir leikinn. „í fyrri hálf-
leik náðum við að skapa okkur tvö
til þrjú góð færi en samt skoruðu
þeir fyrst. Svona er knattspyrnan.
Síðari hálfleikurinn var taktískari
þar sem bæði lið hungraði i sigur.
Leikmenn sýndu það í verki með því
að berjast um hvern bolta sem er
mjög mikilvægt." sagði hann enn-
fremur.
Tapiausir heima
Árangur Southampton hefur verið
athyglisverður í vetur og á laugar-
dag náði liðið í eitt stig enn í sarpinn
þegar það náði jafntefli við
Newcastle en Southampton hefur
enn ekki tapað á heimavelli i úrvals-
deildinni í vetur. Craig Bellamy kom
Newcastle yfir á 50. mínútu en Chris
Marsden náði að svara strax tveimur
mínútum síðar. Gordon Strachan,
stjóri Southampton, hefur verið
ánægður með sina menn að undan-
förnu og það var engin breyting á
því um helgina. „Þetta var frábært
og leikurinn var einnig frábær.
Stemningin í lokin var stórkostleg
og það var gaman að sjá leikmenn
klappa hver á bakið á öðrum og
hrósa andstæðingunum fyrir frá-
bæran leik. Þetta hef ég aldrei séð
áður. Boltinn gekk enda lína á milli
og minnti stundum á körfuboltaleik
en það sást líka frábær fótbolti.
Mark Bellamys var sérlega glæsi-
legt, bogabolti af um 20 metra færi.
„Yfirleitt fara þessir boltar upp í
stúku," sagði Bellamy, brosmildur,
að leik loknum. -PS
Úrslit:
Staðan
Rangers 20 17 3
Celtic 20 16 2
Dunfermlme20 9 4
Hearts 20 8 6
Hibemian 20 9 2
Kilmamock 20 7 5
Dundee 20 6 7
Partick 20 5 6
Aberdeen 20 4 8
Livingston 20 4 4
Dundee Utd 20 3 6
Motherwell 20 3 5
62-15 54
55-13 50
34-38 31
29-32 30
28-29 29
20- 32 26
25-30 25
21- 32 21
18-31 20
27-34 16
18-38 15
25-38 14
6 11
5 12
ENGLAHP
Úrvalsdeild:
Úrslit:
Man.Utd-West Ham...........3-0
1-0 Solskjær (15.), 2-0 Veron (17), 3-0
Schemmil (61.)
Aston Villa-WBA............2-1
1-0 Vassell (16.) 1-1 Koumas (29.) 2-1
Hitzlsperger (90.)
Charlton-Man. City..........2-2
1-0 Eueil (51. v.), 2-0 Jensen (63.), 2-1
Foe (73.), 2-2 Foe (87.
Everton-Blackbum ..........2-1
0-1 Cole (6.), 1-1 Carshley (12,), 2-1
Rooney (25.),
Fulham-Birmingham...........0-1
0-1 Kirovski (7.)
Middlesboro-Chelsea........1-1
1-0 Geremi (30.), 1-1 Terry (42.),
Southampton-Newcastle .... 1-1
0-1 Bellamy (50.), 1-1 Marsden (52.)
Tottenham-Arsenal..........1-1
1-0 Ziege (11), 1-1 Pirez (45. v.)
Sunderland-Liverpool ......2-1
1-0 McCann (36.) 1-1 Baros (68.), 2-1
Proctor (86.).
Staöan:
Arsenal 18 11 3 4 37-20 36
Man. Utd 18 10 5 3 30-17 35
Chelsea 18 9 7 2 32-15 34
Everton 18 10 2 6 22-21 32
Liverpool 18 9 4 5 28-19 31
Newcastle 18 9 3 6 28-25 30
Middlesbr. 18 7 5 6 22-16 27
Southampt. 18 7 6 5 21-18 27
Tottenham 17 8 3 6 23-23 27
Blackburn 18 6 6 6 24-22 24
Charlton 18 7 3 8 20-22 24
Man. City 18 7 3 8 22-25 24
Birmingh. 18 6 5 7 17-21 23
Fulham 18 6 4 8 22-23 22
Aston Villa 18 6 4 8 17-18 22
Leeds 17 5 2 10 20-25 17
Sunderland 18 4 5 9 10-24 17
West Brom 18 4 3 11 13-27 15
Bolton 16 3 5 8 18-28 14
West Ham 18 3 4 11 17-34 13
l.deild
Bradford-Nott Forest..........1-0
Burnley-Rotherham.............2-6
Crystal Pal-Norwich...........2-0
Derby-Brighton................1-0
Ipswich-Watford ..............4-2
Leicester-Millwall............4-1
Preston-Grimsby...............3-0
Reading-Sheff. Utd............0-2
Sheff. Wed-Gillingham.........0-2
Stoke-Portsmouth .............1-1
Walsall-Wimbledon.............2-0
Wolves-Coventry...............0-2
Staðan:
Portsmouth 23 16 5 2 48-21 53
Leicester 23 14 6 3 37-21 48
Nott. Forest 23 11 6 6 38-22 39
Norwich 23 11 6 6 34-20 39
Reading 22 12 3 7 24-16 39
Sheff. Utd 22 11 6 5 35-24 39
Wolves 22 10 6 6 39-23 36
Rotherham 23 9 7 7 40-28 34
Watford 23 10 4 9 29-36 34
Bumley 23 9 5 9 33-41 32
Wimbledon 23 9 4 10 38-38 31
C. Palace 23 8 9 6 33-26 33
Derby 23 10 3 10 28-28 33
Coventry 23 9 6 8 29-30 33
Preston 23 7 10 6 40-38 31
Gillingham 23 8 7 8 26-29 31
Millwall 23 8 5 10 24-35 29
Walsall 23 8 4 11 36-38 28
Ipswich 22 7 6 9 30-28 27
Bradford 23 5 7 11 23-41 22
Grimsby 23 4 5 14 24-46 17
Stoke 23 3 7 13 23-41 16
Brighton 23 3 5 15 22-42 14
Sheff. Wed 23 2 8 13 17-38 14
Stoke City kom á óvart um helgina
með þvi að ná í stig gegn besta og
efsta liöi deildarinnar. Þetta segir þó
ekki mikið í botnbaráttunni og þriðja
neðsta sætið er enn hlutskipti liös-
ins. Brynjar Bjöm Gunnarsson skor-
aði eina mark Stoke á laugardag en
hann fékk einnig að lita gula spjald-
ið í leiknum.
Glasgow Rangers er nú komið með
fjögurra stiga forskot í skosku deild-
inni eftir að hafa sigrað Dundee Utd,
3-0, á laugardag, á meöan keppinaut-
arnir i Glasgow Celtic gerðu aðeins
jafntefli við Kilmamock. Þaö var
Duncan Ferguson sem gerði öll mörk
Rangers í leiknum við Dundee Utd.
-PS
Leikmenn Man. Utd eru sjóð
Fjórði sigu
- langþráður sigur Aston Vil