Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 17
MANUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Sport Ingimar Ingimarsson ásamt tveimur nemendum sinum, FanneyjyOögg Indriöadöttúr (til vtnslrí) og Guörúnu H. Kristjensdottur. DV-mynd PÁ Glæsileg reiöhöll Glæsileg reiðhöll hefur verið vígð á Hólum í Hjaltadal. Húsið skiptist í 1200 fermetra reiðsal og aðstöðu fyrir áhorf- endur sem rúmar um 200 manns í sæti. Höllin er sérstaklega hönnuð með tilliti til ýmiss konar nota, bæði kennslu og sýninga. Þykir hafa tekist einstaklega vel til. Þetta húsnæði kem- ur í góðar þarfír þar sem slíka aðstöðu hefur skort á Hólum. Reiðkennsla er enda komin á fulla ferð í skólanum. Nú í vetur stunda vel á flmmta tug nemenda nám á hrossabraut skólans. Eigandi reiðhallarinnar er fyrirtækiö Þrá efh. sem er í eigu Kaupfélags Skag- firðinga og Friðriks Jónssonar ehf. Af- not Hólaskóla af húsnæðinu byggjast á sérstökum leigusamningi en miðað er að því að skólinn eignist húsið á næstu misserum. Ingimar Irigimarsson og nemendur hans. Frá vinstri: Rannveig Aöalbjörg Hjartardóttir, Jón Kolbeinn Jónsson, Heiörún Ósk Eymundsdóttir, Inga Dóra Ingimarsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Guörún H. Kristjánsdóttir, Ingimar Ingimarssn, Björn Jóhann Steinarsson, Fannney Dögg Indriöadóttir og Atli Kolbeinsson. DV-mynd PÁ „Það fer saman að það sé svolítill broddur í kennslunni, að það séu gerð- ar kröfur og að krökkunum finnist þeir hafa eitthvað í þetta að sækja,“ sagði Ingimar Ingimarsson, sem kenn- ir nú hestamennsku í Fjölbrautaskól- anum á Sauðárkróki, við DV. Um til- raunakennslu er að ræða á sérstöku kennsluformi í reiðmennsku sem Átak í hestamennsku hefur lagt grunninn að. Að Átakinu standa Bændasamtök íslands, Félag hrossabænda, Lands- samband hestamannafélaga og Félag tamningamanna. Markmiðið er að koma kennslukerfi í þessu tiltekna formi inn í sem flesta grunn- og framhaldsskóla landsins. Ell- efu nemendur í Ijölbrautarskólanum hófu nám í svokölluðum knapamerkja- stigum sem valfagi í haust. Nú fyrir helgi voru níu nemendum afhent próf- skírteini og knapamerki fyrir 3. stig kennslunnar sem þeir hafa nú lokið. Um er að ræða fimm stig í reið- mennsku sem eru hugsuð sem grunn- ur undir þá menntun í reiðmennsku, tamningum og reiðkennslu sem nú þegar er til á efri stigum skólakerfis- ins. Þá getur hinn almenni hestamaður tekið stöðupróf inn í þetta kerfi á nám- skeiðsformi hjá reiðkennurum með viðurkennd réttindi. Námsefnið sem lagt er til grundvall- ar er að hluta skrifað frá grunni en aðrir hlutar eru þýddir úr erlendu hliðstæðu námsefni. Fjögur fyrstu stig efnisins eru tilbúin en hið fimmta og síðasta á lokastigi. Efnisvinnsla og um- búnaður hefur verið á hendi Huldu Gústafsdóttur, Herdísar Reynisdóttur og Péturs Behrens. Parf lengri tíma Ekki er unnt að gera námsstigunum ítarleg skil í stuttri grein. En þau spanna allt frá því að kenna nemend- um fyrstu umgengni við hestinn til ásetuábendinga og færni í reið- mennsku á hinum ýmsu gangtegund- um. Auk fiölmargra þátta reiðmennsku er lögð áhersla á að auka þekkingu knapans á fóðrun, meðferð og heilsu hestsins, undirbúning fyrir ferðalög á hestbaki og aukna kunnáttu og færni til að bæta jafnvægi hestsins og þroska hreyfingar hans. Ingimar sagði að gerðar væru tölu- verðar kröfur í náminu. Fólk þyrfti að vera undir pressu til að það taki hlut- andann í senn. Það myndi flýta fyrir árangri í kennslu ef hesturinn kynni hlutina þannig að nemandinn fengi strax svörun við þeirri æfingu sem verið er að kenna honum. „Maður veltir því fyrir sér hvemig hægt sé að leysa þetta,“ segir Ingimar. Þetta verður alltaf svolítið dýrt nám i samanburði við annað verknám. í gildi eru ákveðin viðmið í mennta- málaráðuneytinu um stærð verknáms- hópa. Gert er ráð fyrir 12 nemendum. Það er útilokað að ætla að kenna slíkum fiölda í einum hóp i þessu námi. Það þyrfti að deila í með tveimur. Ég skipti mínum níu nemenda hópi í tvennt. Skólinn hefur sent erindi í þróunar- sjóð ráðuneytisins og vonandi höfum við erindi sem erfiði. Það er alveg bráðnauðsynlegt að okkur takist að byggja upp kennslu í hestamennsku með þessum hætti í grunnskólum og síðan framhaldsskólunum landsins. Þetta er grunnurinn að þeirri bygg- ingu sem síðan er verið að kenna t.d. á Hólum. -JSS Húðsveppur í hrossum Húðsveppur hefur fundist í hrossum á Suðurlandi. Hann hefur verið landlæg- ur hér um árabil þótt ekki hafi mikið borið á honum. Sýkingin lýsir sér með því að hringlaga skallablettir koma i feld hrossins, einkum á höfði, hálsi og við taglrótina. Blettimir geta stækkað og breiðst út og sýkingin borað sér dýpra niður i húðina ef hún er ekki meðhöndluð. Hægt er aö ráða niöur- lögum sveppsins með sótthreinsiefh- um - Virkon, klórhexidin - samkvæmt nánari fyrirmælum frá dýralækni. Sveppurinn smitast við beina snert- ingu, með reiðtygjum og búnaði til hirðingar, svo sem kömbum. Hrossaræktarbú ársins Svignaskarð í Borgarfirði varð hlut- skarpast þegar valið var hrossaræktar- bú Vesturlands árið 2002. Hjónin Rósa Guðmundsdóttir og Skúli Kristjónsson hafa stundað öfluga ræktun hrossa um langa tið og hefúr búið skilað mörgum góðum gæðingnum. Má þar nefna til sögunnar 1. verðlauna stóðhestinn Þjótanda sem var áberandi á síðasta landsmóti. Hann var raunar verðlaun- aður í haust af Hrossaræktarsambandi Vesturlands sem eitt af hæst dæmdu kynbótahrossum í eigu Vestlendinga á árinu. -JSS Netfang DV:jss@dv.is t&tat ' ina alvarlega og hefði gaman af þeim. Hann kvaöst telja að námsefnið þyrfti lengri tíma en gert hefði verið ráð fyr- ir til að geta staðið undir þeim kröfum sem verið sé að gera í prófmatinu. Ef ekki væru gerðar kröfur og reynt að ná utan um hlutina þá yrði ekki neitt úr neinu. „Maður býr við það að menn af- greiða það út af borðinu að hesta- mennska sé hobbí, að það sé hægt að gera þetta með hangandi hendi. Maður þarf að berjast fyrir sínu, að þetta sé nám sem taka á alvarlega og að það séu gerðar kröfur." Námið í hestamennsku er metið til eininga. Þeir sem hafa lokið 4 fyrstu stigunum fá fiórar einingar metnar í skólanum. Eftir að hafa lokið 5. stiginu fá þeir tvær einingar til viðbótar. Dýrt nám Ætlast var til að nemendur kæmu með eigin hross, sem þeir gerðu. Reynslan hefur sýnt að það tefur held- ur fyrir kennslunni þvi kennarinn þarf þá bæði að vinna með hestinn og nem- Mjog froðlegt og skemmtilegt nám - segir Hafdís Einarsdóttir „Þetta er mjög fróðlegt og skemmtilegt nám en jafnframt mjög krefi- andi, sérstaklega þegar kemur að þriðja stig- inu,“ sagði Hafdís Ein- arsdóttir, einn nemend- anna sem fengu knapa- merkin afhent sl. fimmtudagskvöld. Hafdís sagði að tíma- Hafdís dóttir Einars- pressan hefði verið mjög mikil. Námsefnið í verk- lega náminu er mikið mið- að við þann tíma sem nem- endumir hefðu haft. „Þetta fannst okkur öllum þó að við séum öll þrælvön hest- um. En þessi undirbúning- ur á áreiðanlega eftir að reynast vel,“ sagði Hafdís Einarsdóttir. -ÞÁ I stuttu máli Viöbót í verslanaflóru Ný verslun með hestavörur verður opnuð innan tíðar í Bæjarlind 2 í Kópavogi. Það er Birgir Skaptason sem veitir versluninni forstöðu. Birgir er hestamönnum að góöu kunnur þvi hann verslaði áður með hestavörur í Töltheimum. Nýja verslunin mun hljóta nafnið ís- tölt. Þar verður á boðstólum fatnaður og ýmis reiðtygi, t.d. fatnaður undir merkjum Mountain Horse og Casco. Nú er beðiö eftir innréttingum sem koma tilbúnar frá Svíþjóð. Víst er að hestamenn bíða spenntir eftir nýrri verslun og því sem hún hefur upp á að bjóða. jabuxo s • «omvoo SÍMi sss ttoo Istölt Kennsluform Átaks í hestamennsku I prufukeyrslu á Sauðárkróki: Hestamennska er ekki bara hobbí -níu nemendur hafa lokið þriðja stigi í náminu af fimm mögulegum j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.