Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 10
28 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 29 Sport Sport Þórsarar FH-ingum lítil fyrirstaða - Magnús Sigmundsson varði mark FH af stakri snilld FH-ingar burstuðu slaka Þórs- ara, 32-22, í Essódeild karla í handknattleik á föstudagskvöldið í Kaplakrika. Leikurinn var frek- ar leiöinlegur á að horfa í heild- ina séð og lítið var um stemningu og leikgleði. Þá vakti athygli hversu fáir létu sjá sig á leiknum en líklega eru það viss skilaboð til heimamanna en gengi þeirra FH-Þór 32-22 9-0, &-3, 8-6, 13-10, (15-11). 16-11, 18-13, 21-15, 24-16, 28-19, 32-22. FH: Mörk/viti (skot/viti): Logi Geirsson 14/8 (16/8), Guömundur Pedersen 5 (6), Björgvin Rúnarsson 5 (9), Ólafur Bjömsson 3 (4), Amar Pétursson 2 (3), Magnús Sigurösson 1 (2), Heiö- ar öm Amarsson 1 (3), Andri Berg Haralds- son 1 (4), Svavar Vignisson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 8 (Guömundur 3, Björgvin 2, Andri, Ólafur, Logi). Vitanýting: Skoraö úr 8 af 8. Fiskud viti: Svavar 4, Magnús 2, Logi, Guö- mundur. Varin skot/víti (skot á sig): Magnús Sig- mundsson 23/3 (42/6, hélt 10, 55%, Jónas Stef- ánsson 2 (5, hélt 1, 40%). Brottvísanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Jónas Elíasson og Valgeir Ómarsson (8) Gœöt leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maöur Magnús Sigmundsson, FH Þór: Mörk/viti (skot/víti): Páll Viðar Gíslason 5/1 (9/2), Goran Gugic 4/1 (7/1), Sigurpáll Ámi Aöalsteinsson 4/1 (8/2), Ámi Sigtryggsson 4 (12), Höröur Sigþórsson 2 (2), Aigars Lazdin 2 (7/1), Halldór Oddsson 1 (3), Bjami B. Bjama- son (2). Mörk úr hraóahL: 2 (Páll, Lazdin) Vítanýting: Skoraö úr 3 af 6. Fiskuö viti: Höröur 3. Lazdin 2, Sigurpáll Varin skot/víti (skot á sig): Höröur Flóki Ólafsson 10 (37/7, hélt 6, 30%, Hafþór Einars- son 4 (7/1, hélt 1, 52%) Brottvísanir: 4 mínútur, Höröur Flóki fékk rautt tveimur mínútum fyrir leikslok. Fram-HK 22-22 0-1, 2-1, 3-3, 6-4, 6-7, 9-8, 9-11 (18-11), 11-11, 11-15, 13-17,18-18, 18-19, 19-21, 21-22, 22-22. Fram: Mörk/víti (skot/víti): Héðinn Gilsson 6 (13), Guöjón Finnur Drengsson 4/2 (8/5), Hafsteinn Anton Ingason 3 (4), Hjálmar Vilhjálmsson 3 (4), Valdimar Fannar Þórsson 2/1 (10/1), Haraldur Þorvaröarson 1 (1), Gunnar Bergmann Jónsson 1 (2), Magnús Kári Jónsson 1 (2), Þorri Björa Gunnarsson 1 (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Hjálmar, Gunnar) Vítanýting: Skoraö úr 3 af 6. Fiskuö vtti: Hafsteinn 2, Gunnar, Héðinn, Valdimar, Haraldur Varin skot/víti (skot á sig): Sebastian Alexandersson 8 (15/4, hélt 2, 53%, Magnús Gunnar Erlendsson 7 (22/2, hélt 2, 34%) Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viöarsson (7) Gœöi leiks (1-10): 7 Áhorfendur: 160. Maöur leiksíns: Ðjörgvín Gústafsson, HK HK: Mörk/víti (skot/víti): Ólafur Víöir Ólafsson 8/6, (13/6), Samúel Ámason 4 (7), Atli Þór Samúelsson 4 (8), Már Þórarinsson 2 (3), Alexander Amarson 2 (3), Elías Már Halldórsson 2 (5). Mörk úr hraóahl.: 6 (Samúel 3, Már 2, Alexander.). Vítanýting: Skoraö úr 6 af 6. Fiskuö víti: Alexander 3, Atli 2, Ólafur. Varin skot/víti (skot á sig): Björgvin Gústavsson 19/1 (41/4, hélt 6, 46%, 1 víti í slá, 1 víti í stöng. Brottvisanir: 10 mínútur. hefur ekki verið gott að undan- fornu. Þessi sigur gefur þeim þó fyrir- heit um betri tíð með blóm í haga en Þórsarar, sem hafa spilað mjög vel í vetur fram að þessum leik, hljóta að hrista þennan doða af sér og ná leikgleðinni aftur í sitt lið. FH-ingar tóku frumkvæð- ið strax í byrjun en gekk illa að hrista gestina af sér, munurinn var oftast 2-3 mörk og það hjálp- aöi Þórsurum ekkert að vera á tímabili tveimur mönnum fleiri. Þó veröur að nefna það að markvörður FH, Magnús Sig- mundsson, var frábær í markinu og gerði í raun gestunum ókleift að komast almennilega inn í leik- inn. Hann hélt þessum stórleik áfram í síðari hálfleik og lagði al- gjörlega einn síns liðs grunninn að því að FH-ingum tókst að slíta Þórsara almennilega af sér. Aðr- ir leikmenn liðsins fylgdu síðan eftir þessum magnaða leik Magn- úsar og munurinn jókst jafnt og þétt. Magnús fór síðan af velli þegar um það bil sjö mínútur voru eftir en þá hafði kappinn varið 23 skot, þar af þrjú víti, og staðan orðin 28-19. Logi Geirsson var enn og aftur á skotskónum, gerði 14 mörk en 8 af þeim komu úr vítum og hefur Logi skorað úr ansi hreint mörgum vítum í röð. Guðmundur Pedersen sýndi ágæt- is takta, sem og þeir Ólafur Björnsson og Björgvin Rúnars- son. Svavar Vignisson barðist vel að venju inni á línunni og fiskaði meðal annars fjögur víti. Hjá Þórsurum voru þeir skást- ir, Páll Viðar Gíslason, Goran Gusic og Sigurpáll Árni Aðal- steinsson. Hörður Flóki Ólafsson, sá ágæti markvörður, eyddi mestu af sínu púðri i röfl og kjaft- hátt viö dómara leiksins og upp- skar hann að lokum rautt spjald og sem kom það fáum á óvart. Hálfömurlegt er að horfa upp á svona hegðun og er það liðinu dýrt. -SMS Fram náði stigi af HK - þegar liðin skildu jöfn, 22-22 Framarar og HK-ingar skildu jafn- ir í Framheimilinu á fóstudag, 22-22 í leik sem bauð lengi vel ekki upp á mikinn æsing. HK-ingar hafa tekið miklum framfórum í vetur og sýndu það í þessum leik þar sem þeir voru nálægt því að vinna án besta manns sins, Jaliesky Garcia, sem var meiddur í baki. Þessi leikur var lýsandi fyrir framfarir HK-inga í vetur en þeir töpuðu fyrri leik lið- anna í vetur, þá með bæði Garcia og Vilhelm Bergsveinsson í liðinu. Lokamínúturnar voru spennu- þrungnar. Framarar sem höfðu ver- iö undir allan seinni hálfleikinn börðust af krafti fyrir öðru stiginu og Héöinn Gilsson tryggði þeim það með glæsilegu langskoti tæpum 40 sekúndum fyrir leikslok. HK-ingar náðu ekki að koma skoti á mark úr síðustu sókn sinni en það fór veru- lega í skapið á þeim að hafa ekki fengið vítakast þegar Framarar virt- ust verjast þeim innan línu. Fyrri hálfleikur jafn Annars var fyrri hálfleikurinn jafn og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Framarar höfðu betur framan af en eftir slæman kafla þar sem þeir skoruðu ekki mark í 10 mínútur náðu HK-ingar frumkvæð- inu. Einhver deyfð var yfir Framlið- inu lengi vel og þegar Hjálmar Vil- hjálmsson, sem hafði verið mest ógnandi af þeim, var tekinn úr um- ferð í upphafi seinni hálfleiks, náðu HK-ingar fljótt fjögurra marka for- skoti eftir að hafa skorað nokkur auðveld mörk eftir hraðaupphlaup. Framarar brugðu á það ráð að setja Sebastian Alexandersson í markið og tókst honum að kveikja neistann hjá öðrum leikmönnum liðsins og Héðinn Gilsson, sem hafði verið slakur, fór hamförum á lokamínútunum og skoraði hvert markið af öðru með langskotum. Framarar áttu ekki góðan dag Framarar áttu ekki góðan dag en náðu sér aðeins á strik síðustu 20 mínúturnar sem var nóg til þess að bjarga öðru stiginu. Héðinn og Sebastian voru sem fyrr segir bestu menn liðsins. Hjá HK var vörnin þétt og Björgvin Gú- stavsson varði mjög vel í markinu. Hann og Jón Bersi Elling- sen voru bestu menn liðsins og í sókninni áttu Atli Þór Samúelsson og Ólafur Viðir Ólafs- son góða spretti en Ólafur Víðir sýndi Héðinn Gilsson sýndi gamla góða takta gegn HK og skoraði sex mörk f leiknum. mikið öryggi á víta- ltnunni, sérstaklega á lokamínútunum þegar mest lá við. -HRM Daði Hafþórsson úr Aftureldingu reynir hér línusendingu á félaga sinn, Erlend Egilsson. Stjörnumaðurinn Björn Friðriksson reynir hvað hann getur til að koma í veg fyrir sendinguna. DV-mynd ÞÖK Naumur - Ólafur H. Gíslason tryggði Mosfellingum sigurinn gegn Stjörnunni Afturelding sigraði Stjörnuna naumlega í Mosfellsbænum í Essódeild karla í handbolta í gær- kvöld. Leikurinn var í heildina al- veg ágætur, nokkuð fjörugur og lokakaflinn var þrælspennandi. Lokatölur urðu 29-28 en það var markvörður heimamanna, Ólafur H. Gíslason, sem tryggði mönnum sínum stigin tvö. Hann varði glæsilega frá David Kekelia úr hraðaupphlaupi þrjátíu sekúndum fyrir leikslok og útileik- mennirnir áttu ekki í vandræðum með að halda boltanum út leiktim- ann. Leikurinn var nokkuð sveiflu- kenndur en það var jafnræði með liðunum lengstum í fyrri hálfleik. í lokakafla hálfleiksins náöu heimamenn frumkvæðinu og skor- uðu þrjú síðustu mörkin fyrir leik- hlé. Þá var staðan 16-13. Þeir félag- ar, Bjarki Sigurðsson og Valgarö Thoroddsen, héldu sínum mönnum algjörlega á floti í fyrri hálfleik en þá skoruðu þeir báðir sjö mörk og því fjórtán af þessum sextán mörk- um liðsins. Leikmenn Aftureldingar héldu dampi framan af síðari hálf- leik og virtust hafa þetta í hendi sér. Stjörnumenn voru þó aldrei langt undan en mestur varð munur- inn fjögur mörk. Gestirnir tóku sig smám saman á en þó tók það þá rúmar tuttugu mín- útur að jafna leikinn, 25-25. Stuttu seinna var forystan orðin þeirra. Leikmenn Aftureldingar voru ekki til í að láta Stjörnuna komast upp með neitt meira og þeir endur- heimtu forystuna rúmri einni og hálfri mínútu fyrir leikslok með lag- legu marki Erlends Egilssonar. Þetta reyndist vera síðasta mark leiksins og Stjörnumenn hljóta að naga sig í handarbökin yfir töpuðu stigi. Liðið spilaði á köflum mjög vel og talsverður frískleiki var yfir lið- inu sem er smám saman að styrkj- ast. Þórólfur Nielsen var þeirra bestur, afar skapandi og hreyfanleg- ur leikmaður. David Kekelia stóð Þórólfi lítt að baki en hann hlýtur að vera svekktur yfir síðasta skoti sínu og það er ekki algengt að hann bregðist í svona góðum færum. Guðmundur Karl Geirsson var ágætur í markinu en annars var liðsheildin nokkuð góð hjá liðinu. Það spilar enn án stórskyttunnar Vilhjálms Halldórssonar, sem var á bekknum, mönnum sínum til stuðnings, með gifs á fæti. Þá er Bjarni Gunnarsson enn fjarri góðu gamni og með þetta i huga er leikur Stjörnunnar að undanförnu hreint ágætur Bjarki virkilega sterkur Hjá heimamönnum var Bjarki Sigurðsson virkilega sterkur og leikur hans minnti á gamla og góða daga hjá honum. Valgarð Thorodd- sen var öflugur og sýndi að það er nóg eftir á tanknum hjá honum. Ólafur H. Gíslason varð betri og betri eftir því sem á leikinn leið og hámarkinu náði hann auðvitað með síðasta varða skotinu. Daði Hafþórs- son átti spretti og þeir Sverrir Björnsson og Atli Rúnar Steinþórs- son lögðu sitt af mörkum. Kannski er nú komið eitthvert jafnvægi í leik Aftureldingar í sjálfri deildar- keppninni en þar hefur liðið í heild spilað mjög illa enda er það ansi ná- lægt botninum. Allt annað hefur verið upp á ten- ingnum í bikarkeppninni þar sem fórnarlömbin hafa verið FH-ingar, Haukar og svo Grótta/KR. Nú er að sjá hvort jafnvæginu er náð en leik- ir á móti sterkari liðum deildarinn- ar koma auðvitað fyrst og fremst með að gera út um það. -SMS KA sterkara Það var eins og við mátti búast þeg- ar þessi lið mætast, sem háð hafa marga hildina, að það var hörkuleikur í KA-heimilinu á laugardag. Leikur- inn byijaði með stuttum sóknum en með töluverðri markvörslu á báða bóga sem benti til einvígis á milli markvarðanna, Egediusar í KA-mark- inu og Rolands Vals, í marki Vals. Roland fékk íslenskan ríkis- borgararétt fyrir helgi og KA færði honum blómvönd í tilefni þess. En eft- ir 5 mín. var KA með 3-1 og komust Valsmenn einu sinni yflr í fyrri hálf- leik, 6-7. Eftir það var nánast jafnt á öllum tölum hálfleiksins og ekki mikið um markvörslu fyrr en undir lok hálf- leiksins. KA-menn náðu þó tveggja marka forustu fyrir hálfleik. Gestimir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og tókst aö jafna leikinn á tveimur mínútum. Var jafnt á öllum tölum til 19-19 er Valsmenn komust tveimur mörkum yfir þegar seinni hálfleikur var hálfnaður en þá höfðu heimamenn i KA ekki skorað mark í sex mínútur. Eftir það skiptust liðin á að hafa forustuna þar til KA-menn veittu gestunum náðarhöggið er fjórar mínútur voru eftir og sigruðu með þremur mörkum, 28-25. Leikurinn var skemmtilegur fyrir þá rúmlega þrjú hundruð áhorfendur sem sóttu KA-heimilið heim og var leikið fast en samt spilaður nokkuð heiðarlegur bolti. Voru bæði lið ekki nema 10 min. utan vallar sem hefur þótt lítið hér í fyrri rimmum. Bæði undrun og reiði vakti þó dómgæslan þótt ekki hallaði meira á annað liðið. Margir dómar voru þó skrýtnir, svo ekki sé meira sagt, og töluvert ósam- ræmi í þeim. Geir Sveinsson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn, er blaðamaður innti hann eftir dómgæslunni, að það þyrfti meira pláss í blaðinu að ræða dómgæslu yfirhöfuð. í sama streng tók þjálfari KA, Jóhannes Bjamason. Hann sagði að þegar hann hefði vitað hverjir myndu dæma þennan leik hefði hann undirbúið menn sína eftir því. Hjá KA voru það Amór og Baldvin sem stóðu sig vel, þó sérstaklega í sókn, en þeir skoruðu rúmlega helm- ing marka KA í þessum leik. Egedius, markvörður heimamanna, stóð fylli- lega fyrir sínu og eins má segja um Stelmokas sem var, eins og svo oft áð- ur, besti maður í vöm þeirra. Hjá gestunum er hins vegar erfitt aðð gera upp á milli leikmanna en þó má telja að og markvörðurinn, Roland Valur, hafi verið besti maður þeirra ásamt þeim Markúsi Mána og Snorra Steini sem spilaði þó undir getu.-SAK Oruggt hjá IBV Víkingar komu í heimsókn til Vestmannaeyja á föstudagskvöld- ið. Bæði þessi lið eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og veitti þeim því ekki af þeim stigum sem í boði voru. Fyrri leikur þessara liða í defidinni endaði með jafn- tefli og greinilegt að liðin ætluðu ekki að láta það endurtaka sig því þau komu mjög ákveðin til leiks og vörnin var mjög góð í byrjun. Víkingar sýndu gestgjöfunum enga miskunn í upphafi og tóku mjög hart á þeim í vöminni. Þeim tókst vel gegn skyttum Eyjamanna og það setti sóknar- leik þeirra aðeins úr skorðum. Heimamenn skoruöu þó fyrsta mark leiksins en bæði liðin áttu í smábasli með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Jafhræði var með liðunum all- an fyrri hálfleikinn en það fór svo að Eyjamenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 12-10, og gáfu áhorfendum með því for- smekkinn að því sem koma skyldi. Þeir hvitklæddu komu mjög ákveðnir tfi leiks i seinni hálfleik, brugðu á það ráð að taka Eymar úr umferð og áttu Víking- ar aldrei svar við því. Með hreint frábærri vöm, með Erling þjálf- ara í broddi fylkingar, náðu Eyja- menn fljótlega 8 marka forystu sem þeir létu ekki af hendi og Fossvogspiltar gáfust hreinlega upp. Besti maður þeirra var Eymar Kruger sem var sá eini sem ógn- aði eitthvað af viti en einnig stóð Davíð Pálmason sig ágætlega á línunni. Hjá heimamönnum var Erlingur Richardsson bestur og sýndi hve gríðarlega mikilvægur hann er þessu unga Eyjaliði. Hann rak menn sína áfram all- an leikinn ásamt því að spila vörnina hreint frábærlega. Leik- urinn var ekki áferðarfallegur I heild. Bæði liðin gerðu mörg mis- tök og sóknarleikur liðanna var oft tilviljanakenndur. Eyjamann fá þó hrós fyrir að halda haus og klára leikinn en það er nokkuð sem þá hefur vantað í vetur. Sig- urður Bragason, fyrirliði þeirra, var ánægður með stigin tvö í leikslok. -EHS KA-Valur 28-25 0-1, 1-1, 3-1, 5-3, 6-6, 8-8, 11-9,12-12 (15-13), 16-16, 17-17, 19-19, 19-21, 21-21, 22-22, 23-23, 25-23, 25-24, 28-25. KA: Mörk/viti (skot/víti): Amór Atlason 8 (13/1), Baldvin Þorsteinsson 7 (9), Jónatan Magnússon 4 (7), Einar Logi Friöjónsson 4 (5), Hilmar Stefánsson 3/3 (3/3), Andreas Stelmokas 2 (3). Mörk úr hradaupphlaupum: 4 (Baldvin 3, Stelmokas) Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuö vitU Einar Logi, Hilmar, Baldvin, Stelmokas. Varin skot/viti (skot á sig): Egedijus Petkevicius 14/3 (39/4, hélt 7,35%, Stefán Guðnason 0 (0/1, hélt 0) Dómarar (1-10): Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson (4) Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Arnór Atlason, KA Brottvisanir: 10 mínútur. Valur: Mörk/viti (skot/víti): Markús Máni Michaelsson 8/2 (13/3), Snorri Steinn Guöjónsson 6/1 (11/3), Hjalti Pálmason 4 (5), Bjarki Sigurösson 4 (7), Ragnar Ægisson 2 (2), Freyr Brynjarsson 1 (2). Mörk úr hraöahl.: 2 (Bjarki 2). Vitanýting: Skorað úr 3 af 6. Fiskuö vitU Bjarki 2. Ragnar 2, Snorri Steinn, Freyr. Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze 13 (40/6, hélt 6,33%). Valur 16 11 3 2 431-340 25 IR 15 11 0 4 435-393 22 HK 16 10 2 4 45H25 22 Haukar 14 10 1 3 404-323 21 KA 15 9 3 3 410-380 21 Þór, A. 16 10 0 6 455-416 20 FH 16 8 2 6 429-409 18 Fram 16 7 3 6 402-395 17 Grótta/KR 14 7 1 6 360-320 15 Stjaman 16 5 1 10 411-447 11 Afturelding. 15 4 2 9 355-389 10 ÍBV 16 4 2 10 367-458 10 Víkingur 13 1 2 '13 400^88 4 Selfoss 15 0 0 15 367-494 0 Næstu leikir: Miðvikudagur 18. desember Þór A.-Fram................19.00 Stjaman-ÍR.................20.00 HK-Aftuirelsing ...........20.00 FH-Selfoss.................20.00 Grótta/KR-ÍBV..............20.00 Valur-Haukar...............20.00 Víkingur-KA................20.00 Aftureld.-Stjarnan 29-28 1-0, 3-5, 7-7, 10-10, 13-13 (16-13), 16-14, 20-16, 22-20, 24-21, 25-25, 27-28, 29-28. Aftureldine: Mörk/viti (skot/víti): Bjarki Sígurðsson 9 (11), Valgarö Thoroddsen 9/3 (11/3), Daöi Haf- þórsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Sverrir Bjömsson 2 (4), Erlendur Egilsson 2 (5), Jón Andri Finnsson 1 (3), Haukur Sigur- vinsson 1 (4). Mörk úr hraóaupphlaupum: 0 Vítanýting: Skorað úr 3 af 3. Fiskuó víti: Erlendur, Atli Rúnar, Haukur. Varin skot/viti (skot á sig): Ólafur H. Gísla- son 19/1 (46/7, hélt 6, 52%, víti í stöng, Einar Bragason (0/1). Brottvisanir: 12 mínútur, Jón Andri þrjár brottvísanir. Dómarar (1-10): Guöjón L. Sigurös- son og Ólafur Har- aldsson (7) Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 60. Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, Aftureld. Stiarnan: Mörk/víti (skot/víti): Þórólfur Nielsen 9/4 (13/5), David Kekelia 6 (9), Amar Theódórsson 4/2 (7/3), Zoltan Belany 2/1 (2/1), Bjöm Friö- riksson 2 (3), Andrei Lazarev 2 (39, Amar Agn- arsson 2 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (2), Kristján Kristjánsson (2), Sigtryggur Kolbeins- son (5) Mörk úr hraóahl.: 4 (Lazarev 2, Kekeila, Gunnar). Vitanýting: Skoraö úr 7 af 9. Fiskuó vitU Þórólfur 3, Amar T. 2, Bjöm 2, Kekeila 2. Varin skot/víti (skot á sig): Guömundur Karl Geirsson 13 (32, hélt 4, 40%), Ámi Þor- varöarson 2 (12/3, hélt 1, 20%). Brottvisanir: 8 mínútur. ÍBV-Víkingur 28-18 1-0, 2-2, 3-5, 6-5, 9-9, (12-10). 13-10, 13-12, 20-12, 22-14, 25-15, 28-18. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Davíð Þór Óskars- son 6/2 (6/2), Michael Lauritzen 5 (5), Sig- urður Bragason 5 (6), Siguröur Ari Stef- ánsson 5 (10), Kári K. Kristjánsson 3 (6), Robert Bognar 3 87), Sigþór Friöriksson 2 (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Siguröur 3, Michael 2 Vitanýting: Skoraö úr 2 af 2. Fiskuó viti: Sigþór, Davíö. Varin skot/víti (skot á sig): Viktor Gigov 16 (30/2, hélt 7, 53%) Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Helgi Rafn Hallsson og Hilmar Guölaugsson (6) Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maður Erlingur Richardsson, ÍBV Vikineur: Mörk/viti (skot/viti): Eymar Krúger 5/1 (10/2), Ragnar Hjaltested 3 (3), Davíð Pálmason 3 (4), Bjöm Guðmundsson 2 (4), Karl Grönvold 1 (1), Sverrir Hermannsson 1 (1), Pálmar Sigurjónsson 1 (2), Bjarni Ingimarsson 1 (3), Þórir Júlíusson 1 (4). Mörk úr hraöahl.: 2 (Eymar, Ragnar). Vitanýting: Skoraö úr 1 af 2. Fiskuö víti: Davíð, Pálmar. Varin skot/viti (skot á sig): Sigurður Sigurösson 7 (27/2, hélt 3, 26%, Jón Árni Traustason 1 (9, hélt 1,11%) Brottvísanir: 6 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.