Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
27
DV
Sport
Frabær stuðningur
- 200 íslendingar hvöttu Gróttu/KR áfram
Um 1400 áhorfendur voru á leik
Álaborgar og Gróttu/KR og í þeim
hópi voru 200 íslendingar, búsettir
í Álaborg og nágrenni. Ekki var
alveg uppselt á leikinn því að
íþróttahöllin í Álaborg tekur um
1600 áhorfendur.
Íslendingarnir studdu vel við
bakið á Gróttu/KR í leiknum og
sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari
að stuðningur þeirra hefði verið
ómetanlegur og hann kunni þeim
bestu þakkir fyrir. Eftir leikinn
var leikmönnum Gróttu/KR og að-
standendum liðsins boðið í mikla
veislu, sem íslendingafélagið stóð
að, í húsakynnum félagsins í Ála-
borg. -JKS
Reiðarslag fyrir Danina
- þjálfari Álaborgar var kokhraustur fyrir leikinn
Þjálfari danska liðsins settist
niður með áhangendum liðsins
fyrir leikinn og var mjög bjartsýnn
á að liðinu tækist að komast áfram
í keppninni. Hann sagðist raunar
viss um að liðið ynni leikinn með
7-ú mörkum. Álaborgarliðiö væri
mun sterkara en Grótta/KR og lið-
inu væri ekki skotaskuld að vinna
upp þriggja marka tapið á íslandi
og gott betur en það. Hann sagði
enn fremur að í danska liðinu
væru nokkrir atvinnumenn og
hann væri ekki smeykur viö
áhugamannaliðið frá íslandi.
Þjálfaranum varð ekki að ósk
sinni og urðu úrslitin í leiknum
honum og liðinu mikiö áfall. Ála-
borg ætlaði sér stóra hluti í keppn-
inni og stefnan var að komast alla
leið í úrslit. Þegar hins vegar á
daginn kom ofmat hann menn sína
og það kom honum í koll.
-JKS
- skoraði markið sem réð úrslitum samanlagt
Grótta/KR tryggði sér sæti í 8-
liða úrslitum áskorendakeppni
Evrópu í handknattleik á laugardag
þegar liðið náði hagstæðum úrslit-
um í síðari leik liðsins gegn Ála-
borg i Danmörku.' Grótta/KR vann
fyrri leikinn á heimavelli, 23-20, en
danska liðið sigraði í seinni leikn-
um í Álaborg, 30-27. Markatalan
var því jöfn eftir leikina tvo, 50-50,
en þar sem Grótta/KR skoraði fleiri
mörk á útivelli komst liðið áfram í
keppninni en Danimir sátu eftir
meö sárt ennið. Árangur Gróttu/KR
í keppninni er einkar glæsilegur og
athyglisverður fyrir þær sakir að
liðið er að taka nú í fyrsta sinn þátt
í Evrópukeppni í handknattleik.
Grótta/KR byrjaði á því i keppninni
að slá úkraínskt lið úr keppni, síð-
an portúgalska liðið Holanda og
loks Álaborg um helgina.
Þaö var öðru fremur frábær bar-
átta sem koma Gróttu/KR áfram í
keppninni en útlitið var allt annað
en glæsilegt um tíma í leiknum á
laugardaginn. Álaborg hafði um
tíma náð tíu marka forystu og benti
flest til þess að möguleikar íslenska
liðsins væru úr sögvmni en það var
öðru nær. Grótta/KR gafst aldrei
upp þó að á móti blési og tókst með
miklu harðfylgi að minnka muninn
í þrjú mörk á elleftu stundu.
Lokakafli leiksins var spennu-
þrunginn í meira lagi en þegar um
17 sekúndur voru eftir náði
Grótta/KR boltanum og brunaði í
sókn. Hlynur Morthens markvörður
brá sér í sóknina og þegar tíu sek-
úndur voru eftir af leiktímanum
sendi Hlynur boltann inn á linuna
til Alfreðs Finnssonar sem gerði 27.
mark liðs síns. Danska liðið brun-
aði i sókn enda skammur tími til
stefnu en Einar Baldvin Árnason
varði i hávöm í þann mund sem
leiktíminn var úti. Leikmenn
Gróttu/KR stigu stríðsdans þegar
ljóst var að liðið var komið áfram
en Danimir gengu hnipnir af leik-
velli.
Framan af fyrri hálfleik var
danska liðið með 3-4 marka forystu
en um tíma náði það afgerandi for-
ystu, 14-5, og á brattann að sækja
fyrir Gróttu/KR. Liðið af Seltjamar-
nesinu var ekki af baki dottið og
tókst að laga stöðuna til muna áður
en fyrri hálfleikur var allur en í
leikhléi var staðan 15-11.
Grótta/KR fékk brottvikmingu í tólf
mínútur i fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik breyttu Gróttu-
menn vamarleiknum og urðu
einnig að taka vissa áhættu í
nokkrum þáttum leiksins. í síðari
hálfleik var mest sex marka munur
á liðunum og ekki bætti úr skák að
Álaborgarliðið tók til bragðs að
taka Alexander Pettersons úr um-
ferð en við það riðlaðist sóknarleik-
ur liðsins. Þá tók Ágúst Jóhannsson
það til bragðs að breyta vöminni
aftur í 6-0 og Gróttumenn fylltust
miklum eldmóði í vöminni. Liðið
skoraði hvert markið af öðra úr
hraðaupphlaupum og var á ný búið
að koma sér inn í leikinn. Þegar
rúm ein mínúta var eftir af leiknum
hafði Álaborg fjögurra marka for-
ystu og gífurlega mikil spenna lá í
loftinu. í þessari stöðu var Alexand-
er Pettersons vikið af leikvelli í
tvær mínútur og var það önnur
brottvikningin á stuttum leikkafla
sem liðið fékk og tveimur færri lék
Grótta/KR það sem eftir lifði leiks-
ins. Engu að síður tókst liðinu að
skora eitt mark til viðbótar og veij-
ast því einnig að Dönunum tækist
að skora. Lokakaflanum æsilega var
lýst hér að framan og Grótta/KR
var komin áfram í keppninni.
Páll Þórólfsson átti mjög góðan
leik fyrir Gróttu/KR og var þetta
tvímælalaust besti leikur hans i vet-
ur. Alexander Pettersons skilaði
sínu eins og alltaf og Hlynur
Morthens stóð vaktina í markinu
með sóma og varði vel á mikilvæg-
um augnablikum. Kristján Þor-
Steinsson var enn fremur drjúgur í
horninu og fiskaði þar þrjú víta-
köst. Annars var það liðsheildin
sem gerði það að verkum að
Gróttu/KR tókst ætlunarverk sitt,
að koma sér áfram í keppninni.
Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 8/3, Al-
exander Pettersons 8, Kristján Þorsteins-
son 3, Davíð Ólafsson 3,-Alfreð Finnsson
2, Magnús Agnar Magnússon 1, Sverrir
Pálmason 1, Danis Rusko 1. Hlynur
Morthens varði 14 skot. -JKS
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR:
Hreykinn
af þessum
drengjum
„Þetta er frábær árangur og ég er
mjög hreykinn af þessum drengjum.
Það er stórkostlegt aö við skulum
vera komnir áfram í keppninni en
það kemur í ljós hverjir verða
mótherjar okkar í 8-liða úrslitum á
þriðjudaginn þegar dregið verður.
Viö lékum í heild illa í fyrri hálfleik
og svo virtist þá að menn þyldu
ekki spennuna. Menn sneru hins
vegar bökum saman og með frá-
bærri baráttu tókst liðinu að snúa
leiknum til betri vegar. Strákamir
gáfust aldrei upp og þeir eiga það
fyllilega skilið að vera komnir
svona langt í keppninni," sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, í samtali við DV
skömmu eftir leikinn í Álaborg á
laugardaginn.
„Liðið lék mjög vel á köflum í síö-
ari hálfleik og lokaspretturinn var
sérlega sterkur af hálfu strákanna.
Það kom los á sóknarleikinn þegar
Pettersons var tekinn úr umferð en
okkur tókst að klóra okkur út úr
þeim vandræðum hægt og bítandi.
Það er gaman að sjá að Páll Þórólfs-
son er að ná sér á strik en hann
kom mjög sterkur frá þessum leik.
Það er gaman að standa í þessu
þegar vel gengur. Liðsandinn er frá-
bær og uppskeran er í samræmi
við geysilega öfluga baráttu. Þó á
móti hafi blásið um tíma í leiknum
var ég alltaf viss um að strákarnir
kæmu til baka og það gerðu þeir
með eftirminnilegum hætti. Þetta
er tvimælalaust sætasti áfanginn á
þjálfaraferli mínum,“ sagði Ágúst.
-JKS
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, og lærisveinar hans geta verið
ánægbir meb góban árangur f Evrópukeppninni til þessa.
Sterk lið í hattinum
Ásamt Gróttu/KR tryggðu eftir-
talin félög sig áfram í áskorenda-
keppni Evrópu. Besiktas, Tyrk-
landi, Grasshoppers, Sviss,
Skjem, Danmörku, Creteil, Frakk-
landi, Filippos, Grikklandi, Mer-
ano, Ítalíu, og Sávehof, Svíþjóð.
Drátturinn fer fram 1 höfuðustöðv-
um evrópska handknattleikssam-
bandsins í Vínarborg á þriðjudag
en leikið verður í febrúar.
-JKS