Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 31 H>V Bestu ummæli helgarinnar „Þegar við sáum nafn Grahams Barbers, dóm- ara á leikskýrslunni, vissum við að við vœr- um í vandrœðum. Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? í eindálkinum hér tU hægri má sjá hvaða lið ensku úrvals- deUdarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síð- unum í mánudagskálfinum. -ÓÓJ Graeme Souness, framkvæmdastjóri Blackburn, er greinilega ekki mikiU vinur Grahams Barbers, eins af alþjóðlegum dómurum Englend- inga. Liðið tapaði sínum sjötta leik um helgina og nú gegn Everton. Graeme Souness vUdi meina að Barber hefði eyðUagt leikinn fyrir sín- um mönnum með því að reka Lucas NeUl af leikvelli á 74. mínútu leiks- ins og var það annað gula spjald leikmannsins. Blackburn var þá þegar einu marki undir og tókst ekki að næla sér í jafnteflið. -PS Stórleikur helgarinnar grannaslagur erkiflendanna í London Arsenal stal stigi - Tottenham óð í færum en náði ekki að knýja fram sigur á lélegu Arsenal-liði Markahæstu menn James Beattie. Framherji Southampton, James Beattie, hefur skorað manna mest i ensku úrvalsdeild- inni það sem af er þessu keppnistíma- bili en hann hefur skorað ellefu mörk í deildinni. James Beattie, Southampton .... 11 Alan Shearer, Newcastle..........10 Gianfranco Zola, Chelsea .........9 Thierry Henry, Arsenal ...........9 Michael Owen, Liverpool ..........8 Sylvain Wiltord, Arsenal..........8 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd ... 8 Nicolas Anelka, Man. City ........8 Harry Kewell, Leeds...............7 Kevin Campbell, Everton ..........7 Paolo Di Canio, West Ham .........6 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 6 Arsenal heldur toppsætinu eftir leiki helgarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn af sinum léleg- ustu leikjum í langan tíma. Loka- tölur urðu 1-1 og er óhætt að segja að úrslitin hafi verið langt frá því að vera sanngjöm. Leikurinn var að mestu í eigu Tottenham en hann fór fram á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Arsenal var án fyrirliðans Patricks Viera sem er frá vegna meiðsla. Glæsimark frá Ziege Christian Ziege kom Tottenham yfir strax á 11. minútu leiksins með marki beint úr aukaspymu. Spyrnan var einkar glæsileg og réð David Seaman ekkert við skot- ið. Fyrsta hálftímann réðu varn- armenn Arsenal ekkert við and- stæðinga sína. Hvorki vörnin né David Seaman í markinu virkuðu sannfærandi og áttu leikmenn Tottenham fjölda færa til að bæta við mörkum. Það var hins vegar Robert Pirez sem það gerði fyrir Arsenal með marki úr víti á síö- ustu mínútu fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir óöryggi í upphafi leiks óx David Seaman ásmegin og það er ekki síst honum að þakka að Tottenham skoraði ekki 5-6 mörk í leiknum. Robbie Keane fór oft illa að ráði sínu upp við mark andstæðingartna en allt kom fyrir ekki og lokatölumar urðu því 1-1. Það er ljóst að miðað við frammistöðu sína í leiknum voru það leikmenn Arsenal sem stálu einu stigi, því Tottenham átti þau öll skilin í leiknum. Erfiöar 30 mínútur „Við höfum leikið þrjá erflða leiki á nokkrum dögum og ég er ánægður með hvemig leikmenn hafa staðið sig í gegnum þennan erflða tíma. Ég er ánægöur með stigið í dag, enda áttum við mjög erfiðar fyrstu 30 mínútur leiks- ins,“ sagði Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, að leik loknum. Hann viðurkenndi að Ro- bert Pirez, sem bjargaði einu stigi fyrir Arsenal í gær, væri ekki fyrsti kostur sem vítaskytta en jafnframt hrósaði hann Henry fyr- ir þá ákvörðun að taka ekki vítiö og leyfa Pirez að reyna við það. „Henry veit að ef það er brotið á þér þá áttu ekki að taka vítið sjálf- ur. Fyrir leiki tilnefnum við alltaf þrjá leikmenn til að taka vítin og Pirez var númer tvö á listanum í dag og það var afar skynsamlegt hjá Henry að stíga til hliðar í stað þess að vera með einhverja þrjósku. Keppni fjögurra liöa Um framhaldið sagði Wenger: „Nú fer keppnin að byrja fyrir al- vöru á toppnum. Nú fer hvert stig að skipta máli þvi staðan á toppnum er jöfn. Aðalkeppinaut- ar okkar eru Chelsea, Liverpool og Man. Utd, en þess ber að gæta að það er mikið eftir af keppnis- tímabilinu. Við höfum leikið átján leiki og það eru enn tuttugu leikir eftir og ég er nokkuð viss um að það eiga öll liðin eftir að tapa stigum á leiðinni," sagði Wenger. Glenn Hoddle sagði eftir leik- inn að ef liðið léki áfram eins og það gerði í gær myndi það vinna titla í ffamtíðinni. „Það sáu það allir sem vilja sjá að við áttum skilið að vinna í gær. Liðið er komið á það stig í getu að ef það leikur þannig að staðaldri og nær að skapa festu í því og að við- bættri smáheppni þá getum við farið að safna saman silfri. Stundum þarf á heppni að halda og leikmenn Arsenal höfðu hana svo sannarlega meö sér í dag,“ sagði Hoddle. Dómgreindarleysi Hann var ekki ánægður með brot Kellers á Henry sem leiddi til vítisins. „Dómgreindarleysi," sagði hann og bandaríski mark- vörðurinn var sammála. „Ef ég horfi á þetta aftur þá sé ég að leikmaðurinn var á leið frá markinu og ég náði ekki knettin- um. Ég vanmat hraðann á honum og hef hreinlega ekki hugmynd um hvemig hann náði til knatt- arins á undan mér. -PS Víti! Kasey Keller brýtur hér á Thierry Henry í glórulausu úthlaupi. Dýrkeypt mistök hjá þessum mjög svo frambærilega markveröi. Henry tók ekki vítið sjálfur enda hefur hann aöeins skoraö úr einu af siöustu fimm vítaspyrnum sem hann hefur tekiö aö undanförnu. Þaö var hins vegar Robert Pirez sem tók vítið og skoraöi úr spyrnunni. Sport Liðin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengjð Chelsea með 19 stig af síöustu 24 mögu- legum, markatalan er 17-3 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum Flestir siguh leikir í röð Charlton fjórir. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eöa 35, í 17 leikjum, eöa 2,11 aö meöaltali. Besta vörnin Chelsea hefur fengiö VájjV'VI á sig fæst mörk, 15 í 18 leikjum, eða 0,8 ■ Vd mörk í leik. Bestir heima Man. Utd hefur náö í 25 stig af 30 mögu- legum, hefur unniö 8 af 10 leikjum, marka- talan er 19-6. Bestir úti Chelsea hefur náö í 17 stig af 30mögu- legum, markatalan er 15-9. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö 37 stig af 54 mögu- legum og er meö markatöluna 22-8 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Man. Utd hefur náb í 35 stig af 54 mögu- legu og er meb markatöluna 18-8 í seinni hálfleik. Versta gengið Leeds er meö 4 stig af síöustu 24 mögu- legum, markatalan er 9-16 í leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eöa 10, í 18 leikjum, eöa 0,55 aö meöal- tali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 34 í 18 leikj- um, eöa 2,11 í leik. Verstir heima West Ham hefur náö í 3 stig af 27 mögu- legum, hefur tapaö 6 af 9 leikjum, marka- talan er 7-14. Verstir úti Aston Villa hefur náö f 3 stig af 24 mögulegum, hefur tapaö 5 af 8 leikjum, markatalan er 2-10. Oftast haldift hreinu Liverpool og Chelsea hafa haldiö átta sinnum hreinu I 18 leikjum. Oftast mistekist að skora Sunderiand og Aston Villa hafa ekki skoraö í 10 leikjum af 18. -1'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.