Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 6
6
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
JOV
Fréttir
Reykvíkingur á sextugsaldri:
Kærir lögreglu fyrir
meint harðræöi
Valgeir Borgfjörö, Reykvíkingur
á sextugsaldri, hefur lagt fram kæru
á lögreglumenn í Kópavogi fyrir
meint harðræði. Segir Valgeir að
þeir hafi beitt sig harðræði á lög-
reglustöðinni á Þorláksmessu og
ekki orðið við beiðni sinni um að fá
að kaila til lögmann. Hann kveðst
hafa fengið áverkavottorð eftir at-
burðinn.
Að sögn Valgeirs er upphaf máls-
ins það að dóttir hans, 10 ára, var
ásamt tveimur öðrum stúlkum í
Smáralind fóstudaginn fyrir jól.
Voru þær stöðvaðar og leitað á þeim
vegna gruns um hnupl úr verslun.
Segir Valgeir að lögregluskýrsla
hafi verið gerö um málið. Foreldr-
amir hefðu fengið að sjá skýrsluna
í gegnum gler á stöðinni og síðar
um kvöldið hefði lögreglumaður
staðfest hana í meginatriðum við
sig í símtali. Þar hafi komið fram að
hársprey hefði fundist á vinkonu
dóttur hans.
Á Þorláksmessu kvaðst Valgeir
hafa farið á lögreglustöðina til að fá
afrit af skýrslunni. Þá hefði hann
séð að dæminu hefði verið snúið við
og nú væri það dóttir hans sem sök-
uð hefði verið um að hafa stolið hár-
spreyinu. Hann kvaðst strax hafa
gert athugasemd við þetta. Síðan
hefði hann tekið ljósritið og búist til
brottferðar. Honum hefði þá verið
sagt að hann færi ekki með neina
pappíra út af stöðinni ef hann tryði
ekki því sem í þeim stæði.
„Síðan tóku þeir mig tökum,
lögðu mig yfir stól og handjámuðu
mig fyrir aftan bak,“ sagði hann við
DV. „Þeir hífðu mig upp á höndun-
um og keyrðu mig niður aftur í stól-
inn í alllanga stund. Mig fór að
verkja í hjartað, því ég er hjarta-
sjúklingur og þoli ekki mikið álag,
hvað þá þetta. Ég sagði þeim frá því
og þá fóm þeir með mig í jámum
niður á næstu hæð. Þar ræddu þeir
við yfirlögregluþjón sem talaði um
„kælingu". Að þvi búnu var mér
hent inn í klefa.“
Valgeir kvaðst ítrekað hafa beðið
um að fá að ræða við lögmann. Þvi
hefði ekki verið sinnt.
„Eftir á aðra klukkustund var
klefinn opnaður, þá var konan mín
komin. Ég lá á teppi uppi í bálki og
ítrekaði ósk mína um lögmann. Þá
gripu þeir í teppið, kipptu mér af
bekknum á því þannig að ég datt á
gólfið. Þeir voru orðnir fimm talsins
þegar þama var komið sögu. Þeir
tóku mig upp og vildu bera mig út.
Ég setti þá fæturna í dyrakarminn
og bað enn um lögmann. Þá rifu
þeir niður um mig buxurnar, settu
mig þannig í fótakefli og hentu mér
út á brókinni."
Valgeir kvaðst ekki vera að mót-
mæla þvi að börn yrðu að taka af-
leiðingum gerða sinna. Hins vegar
mótmælti hann því að fram færi á
þeim líkamsleit án viðvem forráða-
manna eða bamavemdamefndar.
Þá kvaðst hann ekki mótmæla því
að hann hefði brúkað munn á lög-
reglustöðinni, en það veitti ekki lög-
reglunni leyfi til að fótumtroða
mannréttindi.
Friðrik Björgvinsson, yflrlög-
regluþjónn í Kópavogi, staðfesti að
kæra Valgeirs hefði borist. Málið
færi sína hefðbundnu leið og yrði
síðan sent saksóknara til ákvörðun-
ar um frekara framhald. -JSS
- kveöst ekki hafa fengið að kalla til lögmann
Mótmælir og kærir
'algeir meö gögn málsins, annars vegar lögregluskýrsluna um hnupliö í versluninni, sem hann segir aö hafi veriö
breytt, hins vegar kæruna vegna meints haröræöis lögreglumanna í Kópavogi.
DV-MYNDIR E.ÓL.
Ekki unnt að anna brýnni eftirspurn fyrir geðsjúka afbrotamenn:
Tillaga um að stækka
Réttargeðdeildina
- er til skoðunar, segir aðstoðarmaður ráðherra
Þarna hafa veriö vistaöir illa skaddaöir ungir menn vegna fíkniefnaneyslu og
ýmissa samfélagsiegra vandamála.
Virkjunarmál:
Engin vandamál
á ferðinni
„Ég tel að hér
séu engin vanda-
mál á ferðinni.
Fyrir liggur að
samningur
Landsvirkjunar
við Alcoa verður
ekki undirritað-
ur fyrr en vænt-
anlega í næsta
mánuði. Þá ætti
að vera hægt að
ganga frá málinu í heild sinni,“ seg-
ir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðerra í samtali við DV.
Á fundi borgarstjómar í fyrradag
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
að hún vildi að beðið yrði með af-
greiðslu orkusamningsins þar til
borgarstjóm hefði rætt málið í sín-
um ranni. Það verður á fundi borg-
arsfjómar þann 16. janúar næst-
komandi. Reykjavíkurborg á sem
kunnugt er 45% eignarhlut í Lands-
virkjun og vegna hinna miklu og
kostnaðarsömu virkjunarfram-
kvæmda eystra þarf borgin að taka
á sig mikla ábyrgð.
Valgerður segir að fljótlega eftir
helgina verði gert kunnugt arðsemis-
mat eigenda Landsvirkjunar á virkjun-
arframvæmdum, í ljósi þess orkuverðs
sem rætt hefur verið um við Alcoa.
Hún vill ekki upplýsa hvemig landið
liggi varðandi þá útreikninga að svo
stöddu en segir að engin hætta sé á að
niðurstaðan sé ekki jákvæð. -sbs
Lögð hefur verið inn tillaga til heil-
brigðisráðuneytisins um að Réttar-
geðdeildin að Sogni verði stækkuð, að
sögn Magnúsar Skúlasonar yfirlækn-
is. Deildin er fúllskipuð og ljóst að
erfitt er að anna brýnni eftirspum
fyrir sjúklinga sem nauðsynlega
þarfnast innlagnar. Magnús segir
stækkun æskilega i ljósi þess að
möguleikar verði auknir á að fá geð-
truflaða fanga eða gæslufanga inn á
deildina og annast þá. Hann vísar
einnig til þess að t.a.m. inni á Litla-
Hrauni séu og hafi verið illa skaddað-
ir ungir menn vegna fikniefnaneyslu
og ýmissa samfélagslegra vandamála.
Undanfarið hefúr Sogn og fólk á
vegum Heilbrigðisstofnunar Selfoss
starfað reglubundið á Litla-Hraimi,
þar sem reynt er að standa að meðferð
og aðhlynningu þeirra fanga sem þess
þarfnast vegna geðtruflana eða sál-
ræns heilsubrests.
Elsa Friöfinnsdóttir, aðstoðarmað-
ur heilbrigðisráðherra, segir að í
framhaldi af umræðu sem varð i
haust, þegar slæmt dæmi kom upp
þar sem sjúkur maður var grunaður
um að hafa banað íbúa við Klappar-
stíg, hefði verið stofnaður hópur
manna úr þremur ráöuneytum sem
fjallaði um vanda ósakhæfra og sak-
hæfra, jafnt sem geðsjúks heimilis-
lauss fólks. Elsa segir að í öðru lagi
hafi verið horft til þess að auka þjón-
ustu við þennan hóp með svokallaðri
utanstofnanaþjónustu í samstarfi við
Geðhjálp - þetta snúi m.a. að aðhaldi
og eftirliti.
í öðru lagi hefur verið rætt um að
koma upp meðferðarúrræði - deild
eða stofnun - og þá hefur sú hugmynd
verið til skoðunar að stækka Sogn, að
sögn Elsu, en í því sambandi hafi eng-
ar ákvarðanir verið teknar.
„Þetta er meðal annarra hug-
mynda. Ráðherra hefur viljað skoða
alla möguleika og hvað sé best til
lengri tíma - hvað endist og passi
þeim sem um er að ræða,“ sagði Elsa.
Hún segir ráðherra eiga eftir að taka
ákvörðun en hér sé vissulega líka
spuming um fjármögnun. -Ótt
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 15.50 15.13
Sólarupprás á morgun 11.14 11.23
Síódegisflóö 19.42 24.15
Árdegisflóð á morgun 08.03 12.36
Vægt frost í innsveitum
Hæg vestlæg eða breytileg átt en
suðaustlæg átt við suðvestur- og
vesturströndina, allt að 10-15 m/s
síödegis. Skýjað meö köflum og þurrt
að kalla en smáskúrir eöa slydduél
vestan til. Hiti 0 til 5 stig en víða
vægt frost í innsveitum.
Stöku él
Suðaustan 8-15 m/s og stöku
skúrir eða él um landið
suðvestanvert en annars hægari og
skýjað með köflum. Hiti í kringum
frostmark, kaldast inn til landsins.
Mánudagur
Vindur;
8-15 "V‘
*
Suöaustan 8-15
m/s, hvassast
suövestan til.
Víöa dálítil
rigning oöa
slydda on þurrt
aö mestu
noröanlands.
HHI 0 til 6 stig.
Þriðjudagur
til 6°
Vindur:
8-15 "V.
Suöaustan 8-15
m/s, hvassast
suövestan til.
Víöa dálítll
rlgningeöa
slydda en þurrt
aö mestu
noröanlands.
Hitl 0 til 6 stig.
Miövikudagur
tíl 5°
Vtndur:
5-12 m/s
t
Sunnan- og
suöaustanátt
meö vætu,
einkum um
landiö
sunnanvcrt.
Fremur mllt
veöur.
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stlnnlngsgola
Kaldi
Stinningskaldi
Allhvasst
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárvióri > = 32,7
Veöríö kí, 6 ■HKCSr:
AKUREYRI skýjaö 3
BERGSSTAÐIR skýjaö 1
BOLUNGARVÍK hálfskýjaö 4
EGILSSTAÐIR skýjaö 1
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2
KEFLAVÍK úrkoma í gr. 4
RAUFARHÖFN alskýjaö 2
REYKJAVÍK skýjaö 4
STÓRHÖFDI skýjaö 5
BERGEN snjókoma -5
HELSINKI heiöskírt -21
KAUPMANNAHÖFN snjókoma -4
ÓSLÓ léttskýjaö -11
STOKKHÓLMUR -16
ÞÓRSHÖFN snjóél 1
ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -21
ALGARVE alskýjaö 16
AMSTERDAM alskýjað 4
BARCELONA
BERLÍN
CHICAGO hálfskýjaö -5
DUBUN skúr 4
HALIFAX skýjaö -7
FRANKFURT skúr 9
HAMBORG kornsnjór -1
JAN MAYEN skafrenningur -7
LONDON rigning 7
LÚXEMBORG skýjað 7
MALLORCA skýjaö 20
MONTREAL léttskýjað -8
NARSSARSSUAQ skýjaö 8
NEW YORK snjókoma -1
ORLANDO alskýjaö 16
PARÍS rigning 8
VÍN skýjaö 10
WASHINGTON rigning 3
WINNIPEG alskýjaö -3
BBSUaBhifliHBHll.«iiasV».Wiafe!illHBgigi