Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR JANÚAR 2003 H&lgarblac) 33V 43 Lögrþj. nr. 12 og 31 fóru að sinna þessu en þá voru strákarnir farnir. (Loks fréttir lögreglan í Reykjavík af því aö erlend- ur her sé stiginn á land og hafi tekiö öll völd í sínar hendur, 17 klukkustundum eftir aö fréttir bárust inn á lögreglustöö um aö óþekktur herskipafloti vœri kom- inn á ytri höfnina. Þá er eftirfarandi fœrt í dagbók- ina:) Tilkynning Kl. 20.42 hringdi á stöðina Jónas Jónsson alþingis- maður og óskaði eftir því að skilað yrði til lögeglu- stjórans frá sér aö hann óskaði eftir að lögreglan spornaði við því að krakkar og unglingar héngju utan í hermönnum þeim sem hér eru í landi. Taldi hann þetta þjóðinni til ósóma og það sama gilti fyrir lög- regluna að skipta sér ekki af þessu. Magnús Eggerts- son talaði við lögreglustjóra þessu viðkomandi og fyr- irskipaði lögreglustjóri að lögreglan skyldi ekki skipta sér af þessu að svo stöddu. Lýst eftir manni Kl. 20.55 var hringt á stöðina frá Vonarstræti 36 og lýst eftir manni sem þar býr og ekki hefur komið heim síðan 81/2 f.h. Maður þessi heitir Sigurður Sig- urðsson, hár, grannur, ljóshærður, í gráteinóttum föt- um. (Ath. SÞJ. Síðar er bætt aftan við bókunina) Mað- urinn er kominn fram. Skýrsla Lögrþj. nr. 65 gefur skýrslu um fangelsun Einars Sigurjónssonar frá Háholti. Hi’jH wí * w.: vl 3H WJ, ■Wm' Jt \ i Að morgnl 10. maí 1940 tók breski herinn að sér alla stjórn í höfuðborginni. Hér er vígaleg vélbyssusveit við Herkastalann. Staðar- valið er ekki tilviljun. Þarna rétt hjá er Landssímahúsið, sem herinn var búinn að brjótast inn í með valdi, og stöðvaði þar með öll fjarskipti, þar á meðal útvarpssendingar. Vélbyssuhreiðrið er við enda Túngötunnar, þar sem þýska scndiráðið var. Þar gerðu her- menn einnig húsbrot, handtóku sendiherrann og leituðu að skjölum og öðrum gögnum. Af verði Kl. 22.00 fóru af verði lögrþj. nr. 11, 12, 20, 3, 32, 33, 38, 39, 52, 57, 58, 59 og 65. Þá voru mættir lögrþj. nr. 9. 33. 34, 45, 46, 49, 50, 53, 55, 56, 60, 63 og 67. Næturlæknir í nótt er Kristín Ólafsdóttir, Ingólfs- stræti 14, sími 2161. Lyfjabúðir eru Laugavegs- og Ingólfs Apótek. Næturakstur annast Litla bílastöðin með 14 bíla (Ath. SÞJ, öll númer bílanna eru gefin upp). Kallað frá Heitt og kalt Kl. 21.50 var beðið um lögregluaðstoð frá „Heitt og kalt“. Þangað fóru lögrþj. nr. 31, 32 og 56. Þeir vísuðu þaðan út og fluttu um borð í s/s Sindra þá Gísla Þór- isson og Friðrik Jónsson. Kvenveski fundið Kl. 22.20 fannst kvenveski í Austurstræti og var það sótt litlu síðar af eigandanum, Önnu Hávarðsdótt- ur, Fjölnisvegi 0. Jónas frá Hriflu fór þess á leit við lögregluna að sjá svo uni að krakkar væru ekki að veitast að hermönnun- um. En lögreglan kom sér hjá því að hafa nein afskipti af því fremur en öðru sem viðkom hcrnáminu. Matstofan Kl. 22.45 var kallað frá Matstofunni, Aðalstæti 9. Þangað fóru lögrþj. nr. 45, 46 og 56. Þeir tóku þar Benedikt Skorrdal Kárason, Laufásvegi 0, og fluttu heim til hans, og Ásmund Kristjánsson, Hafnargötu 00, Keflavík, og Odd Sigurdórsson, Skólavörðustíg 0. Þeim var leyft að fara. Skýrsla Lögrþj. nr. 46 gefur skýrslu um framferði Bene- dikts S. Kárasonar og þeirra félaga. Bifeið stoliö Kl. 23.25 tilkynnti Einar kaupm. Eyjólfsson, Aust- urhlíð, að verið hefði verið að stela bifreið sinni, R- 50, en hún hefði staðið fyrir utan heimili sitt, og bað hann lögregluna um að aðstoða sig með leit á bifreið- inni. Allar bifreiðastöðvar kvaddar til aðstoðar. (Ath. SÞJ. Bætt aftan við bókunina) Bifreiðinni skilað aft- ur kl. 00.30. Ölvaður maður í varðhald Kl. 23.55 komu lögrþj. nr. 50 og 63 með ölvaðan mann er þeir tóku í Hafnarstræti 16, veitingastof- unni. Maðurinn heitir Bjarni Jónsson, Básvör, Höfn- um. Bjami var fluttur í varðhald. Skýrsla Lögrþj. nr. 63 gefur skýrslu um framferði Bjarna. Hótel Borg Kl. 24.00 var beðið um aðstoð frá Hótel Borg. Þang- að fóru lögrþj. nr. 33 og 63 og vísuðu þeir þaðan út óvelkomnum mönnum. Samkvœmt talningu eru 13 menn á hverri vakt þennan sólarhring. Hvar var lögreglustjóri? Það kann að þykja með ólíkindum að lögreglan i Reykjavík hafi ekkert vitað af hernáminu og hafðist ekki annað að fyrsta sólarhring hersetunnar en að eltast við hænsn og fyllirafta en lét hertöku höfuð- borgarinnar með öllu afskiptalausa og reyndi ekki einu sinni að bægja krökkum frá vel vopnuðum inn- rásarher. En málið var að lögreglustjórinn, sem þá var Agn- ar Kofoed-Hansen, var að þjálfa „foringjaefni" lög- reglunnar austur á Laugarvatni. Þá voru válegir tím- ar og þurfti úrvalsliðið á sérstakri þjálfun að halda og var þar m.a. kenndur vopnaburður. Fyrirhuguð voru tvö þriggja vikna námskeið en aldrei var haldið nema eitt og stóð það í sex vikur og endaði á sjálfan her- námsdaginn. Þennan örlagaríka sólarhring virðist svo sem lög- reglan hafi verið eins og höfuðlaus her sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð andspænis margföldu liði stríðs- manna sem braut upp hús og handtók fólk og tók jafnvel að sér umferðarstjórn. Ef til vill var það skyn- samlegt éins á stóð að láta eins og ekkert hefði kom- ið upp á í höfuðborginni og sinna daglegum störfum, eins og að kljást við fyllibyttur og reka púddur úr kál- görðum. Það var meira að segja daufheyrst við erindi Hriflu-Jónasar um að halda krökkum frá hernámslið- inu. En það er eina færslan i dagbók dagsins sem gef- ur til kynna að óvígur her sé stiginn á land og hafi tekið að sér yfirstjórn fullvalda ríkis sem deildi kóngi með dönskum. í dagbók lögreglunnar fyrir apríl-maí 1940 kemur hvergi fram að Agnar Kofoed-Hansen hafi verið aust- ur á Laugarvatni við þjálfun lögreglumanna. En í minningabók Agnars, sem Jóhannes Helgi skráði, segir í bindinu „Lögreglustjóri á stríðsárunum" á bls. 128: „Námskeiðinu lauk með lokaprófl 9. maí, daginn fyrir hernámið, og brottför var ákveðin daginn eftir." Á sömu síðu er enn fremur haft eftir Lárusi Sal- omonssyni: „Þegar við komum ofan að Svínavatni, þá kemur til mín bílstjóri að koma úr Reykjavík, rétt slapp úr bænum, og segir okkur að landiö hafi verið hernumið um nóttina og sími og útvarp lokað.“ Það kemur sem sagt í ljós að þeir eru á leið til Reykjavíkur, sambandslausir, þegar landið er hernumið og fá fyrstu fréttir um það á leiðinni þang- að. En það var fyrsta verk bresku hermannanna þeg- ar þeir stigu á land að aftengja Landssímann og loka fyrir útvarpssending ar. Þá var útvarpið í Landssima- húsinu við Austurvöll og þangað er örskammt frá höfninni. Hermenn brutu upp útidyr hússins, storm- uðu inn og rufu öll fjarskipti. Á Hellisheiði, skammt frá Hveradölum, mæta þeir fyrstu herbílunum á leið- inni austur fyrir fjall. Jakob Jónsson, sem varð þekktur lögreglumaður og lengi yfirvörður á Alþingi, var með í fór og segir svo frá komunni til Reykjavikur: „Við sungum há- stöfum á leiðinni og þegar við komum að Elliðaánum, brúnni, voru hermenn þar á vappi og hittist svo á að við vorum að syngja Eldgamla Isafold þegar rútan rann yfir brúna og hermennirnir allir sem einn ruku í réttstöðu. Lagiö við Eldgamla ísafold er, eins og all- ir vita, þjóðsöngur Breta. Reykjavík var krökk af her- mönnum og herbílum og fengum við hálftíma til að fara heim og klæðast búningum ...“ I minningabók Jóhannesar Helga um Agnar Kof- oed-Hansen kemur fram að haft hafi veriö samband við Einar Arnalds, fulltrúa lögreglustjóra, þegar lög- regluþjónn nr. 50 tilkynnti um komu herskipanna kl. 03.40 aðfaranótt 10. maí. -OÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.