Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 4
4 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 DV Fréttir Átök um stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.: Fá um 140 þúsund fyrir hvern setinn fund - samið við stjórnarmenn um milljónaverkefni Stjóm Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar situr nú undir ámæli fyrir að hygla ,tveim stjórnarmönnum um milijóna króna verkefni á vegum fyr- irtækisins - á sama tíma og þeir þiggi um 140 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund í þessu ríkisfyrirtæki. MikiR kurr hefúr verið í fólki varð- andi stjóm Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. allt frá því núverandi hluta- félag tók við rekstri Fríhafnarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1. október 2000. Þá hafa samskipti stjórnar flugstöðvarinnar og verslana á svæðinu verið afar stirð og er kæra vegna þess til umfjöllunar hjá Sam- keppnisstofnun. Heimildarmaður DV, sem starfaði hjá FLE í fjölda ára, segist hreinlega hafa geflst upp eftir að hafa horft upp á botnlaust braðl með fjármuni fyrir- tækisins, m.a. óhóflega risnu til stjómarmanna. Nefnir hann í því sambandi tiðar utanferðir stjórnenda stöðvarinnar og m.a. stjómarfundi sem haldnir hafa verið erlendis, síð- ast fund sem haldinn var í Amster- dam í byrjun nóvember. Einnig teng- ist þetta máli sem kom upp í apríl í fyrra varðandi starfsmenn í Leifsstöð sem staðnir vom að því að nota að- stöðu sína til kaupa á tollfrjálsum vamingi. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að sumir höfðu stundað slík við- skipti í fjölda ára og komið vamingn- um út af flugvellinum með farþegum, oftast ættingjum eða vinum. Heimild- armaður DV fuUyrðir að ekki séu öll kurl komin til grafar í því máli. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri FLE, segir ekkert hæft í því að illa sé farið með fé flugstöðv- arinnar. Þá hafi stjórnin aðeins einu sinni farið í kynningarferð til útlanda síðan félagið var stofnað. „Farið var til Amsterdam á síðasta ári til að skoöa aðstöðuna á Schiphol-flugvelli. Ekki vom greiddir neinir dagpening- ar til stjórnarmanna vegna þeirrar ferðar." Hann vísar því á bug öllum ásökunum um bruðl við stjórnun fyr- irtæksins. Frettaljos Höröur Kristjánsson blaöamaöur Óheppilegt Meðal annars hafa tveir stjómar- menn verið nefndir til sögu varðandi meinta misnotkun á aðstöðu sinni. Það em Stefán Þórarinsson, rekstrar- stjóri ráðgjafarfyrirtækisins Nýsis hf„ og Sigurður Garðarsson verkfræðing- ur, sem sagðir em hafa nýtt sér stjómarsetu sína í þessu ríkisfyrir- tæki til að skapa eigin fyrirtækjum at- vinnu. Talað er um milljónir króna í þessu sambandi, auk þess sem við- komandi þágu laun fyrir stjómarsetu í FLE. Þeir hafl því í raun setið beggja vegna borðs sem eftirlitsaðilar fram- kvæmda og sem verktakar flugstöðv- arinnar. Sigurður Þórðarson rikisend- urskoðandi taldi þetta óheppilegt fyr- _ Rugstöð Leifs Eiríkssonar Nú eru stjórnarmenn sagöir misnota aöstööu sína til aö skara eld aö eigin köku. irkomulag í samtali við DV í gær. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri FLE, segir ekkert óeðli- legt að sérstök verkefni séu falin stjórnarmönnum fyrirtækisins. Þarna hafi verið um mikla hagsmuni félagsins að ræða varöandi uppbygg- ingu og fjárfestingu upp á um 4 millj- arða króna. „Með þessu fyrirkomu- lagi var hægt að koma á virku kostn- aðareftirliti sem hafi m.a. stuðlað að því að betur var hægt að standa við kostnaðaráætlanir en ella hefði ver- ið.“ Samþykkt af stjórn í fréttatilkynningu frá FLE í gær kemur fram að samþykkt hafi verið í stjóm í ársbyrjun 2001 að fela Sigurði Garðarssyni (einum Stjórnarmanna) ýmis verkefni í sambandi viö flug- stöðina vegna sérþekkingar sinnar. Þar á meðal hafl hann setið í forvals- nefnd um val á rekstraraöilum í flug- stöðina. Um þá nefnd hafa m.a. staðið harðar deilur eins og greint hefur verið frá í DV. Ráðgjafarstörf Sigurð- ar vora reikningsfærðar af fyrirtæk- inu Hafur ehf. Á árinu 2002 námu þessar greiðslur 5.185.200 krónum. Kemur fram í fréttatilkynningunni að Sigurður hafi látið af stjórnarstörf- um að eigin ósk á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu í gær hefur þó engin ný tilkynn- ing borist um breytingar á stjórn fyr- irtækisins. Síðasta tilkynning er eftir aðalfúndi á síðastliðnu sumri og var stjórnin þá óbreytt. Þá er einnig greint frá því að stjórnin hafi óskað eftir því að Stefán Þórarinsson (einn stjórnarmanna) tæki einnig að sér ýmis störf fyrir FLE. Þar á meðal er seta i hinni um- deildu forvalsnefnd. Ráðgjafarstörf Stefáns voru reikningsfærð af Nýsi hf. og heildargreiðslur á árinu 2002 til þess fyrirtækis era sagðar vera 592.194 krónur. Á árinu 20°2 hafi FLE greitt um 87 milljónir króna, fyrir utan vsk., vegna ýmiss konar ráðgjaf- arvinnu. Það era um 2,8% af 3.055 milljóna króna heildarrekstrarkostn- aði félagsins, fyrir utan afskriftir og fjármagnsgjöld. Þá fagnar stjórnin umfjöllun Ríkisendurskoðunar um málefni FLE. Tilurö Leifsstöðvar Stjórn Leifsstöðvar var upphaflega skipuð sem starfsstjórn af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra 30. ágúst 1999 og era flestir þáverandi stjómarmanna enn í stjórn. Laun stjórnarmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) á Kefla- víkurflugvelli hækkuðu úr 2,9 milij- ónum króna árið 2000 í 11,2 milljónir króna árið 2001 samkvæmt ársskýrsl- um félagsins. Rétt er þó að geta þess að félagið var formlega stofnað 1. september áriö 2000. Heildarlaun og þóknanir til stjórnarmanna miðað við mánaðargreiðslur hækkuðu úr 725.000 í 933.000 á mánuði milli ára. Bein laun til hvers stjórnarmanns em því vel á annaö hundrað þúsunda króna á mánuði. Það lætur nærri að vera um 140 þúsund krónur fýrir hvern setinn fund. Er þá miðað við að fimm stjórnarmönnum hafi verið greidd laun fyrir aö sitja hvern hinna 16 stjórnarfunda sem haldnir vora á árinu 2001. Hlutafélag stofnað árið 2000 Ráðgefandi stjórn flugstöðvarinn- ar, sem utanríkisráðherra skipaði 30. ágúst 1999 um framtíðarfyrir- komulag á rekstrinum, gerði það að tillögu sinni að Fríhöfnin og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar yrðu samein- uð. Lagði utanríkisráðherra í fram- haldi af því fram lagafrumvarp sem samþykkt var í maí 2000. Varð þetta síðan að veruléika 1. september 2000 er nýtt hlutafélag, Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar hf„ var stofnað og var að fullu í eigu ríkisins. Tók félagið formlega við rekstri beggja fyrri fé- laga 1. október 2000. Þar með varð til eitt af stærstu fyrirtækjum landsins, með hlutafé upp á 2,5 milljarða og eigið fé upp á 3,4 milljarða króna. í þessari fyrstu stjórn félagsins, sem undirbjó stofnun fyrirtækisins, var stjórnarformaður Gísli Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri B&L. Varaformaður var Stefán Þór- arinsson, rekstrarstjóri ráðgjafarfyr- irtækisins Nýsis hf. Meðstjórnendur voru Skúli Þ. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samkaupa hf„ Sigurð- ur Garðarsson verkfræðingur og Haraldur Jóhannesson hagfræðing- ur. í varastjórn voru síðan Helga Sig- rún Harðardóttir atvinnuráðgjafi og Skarphéðinn Berg Steinarsson við- skiptafræðingur. Flestir þessíu-a stjórnarmanna sitja enn í stjórn FLE. Samkvæmt síðasta ársreikn- ingi er Gísli Guðmundsson enn stjórnarformaður og með honum Haraldur Jóhannesson, Helga Sigrún Harðardóttir, Sigurður Garðarsson og Stefán Páll Þórarinsson. í vara- stjórn sitja Eysteinn Jónsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Höskuldur Ásgeirsson. Ekki náðist í Gísla Guðmundsson, stjórnarformann FLE, vegna þesssara mála. „Ibúarnir felmtri slegnir vegna vampírumorðsins" - segir Björn Ingi Halldórsson, íbúi í Halmstad Vampíramorðið i Halmstad í Sví- þjóð um áramótin hefur vakið mik- inn óhug meðal íbúa bæjarins, en í ísi lagðri ánni Nissan, sem rennur gegnum bæinn, fannst fyrst höfuö manns og síðan búkurinn. Á þess- um slóðum hefur frostið fariö upp í 15" að undanfomu. Bjöm Ingi Halldórsson kerfis- fræöingur býr i Halmstad ásamt sænskri eiginkonu og bömum, en hann starfar í Lundi. „Bróðir konunnar minnar var besti vinur þessa Marcusar Norén sem var drepinn. Þeir tóku báðir þátt í þessu „Rollspel“, sem er hlut- verkaleikur sem fjallar um vampír- ur, en þátttakendur era sjálfir leik- mennimir. Þátttakendur ganga um og tala hver við annan og eru ýmist í hlutverkum góðra eða vondra manna. Það hefur ekkert komið fram um það enn þá hver er morðinginn en lögreglan hefur varpað fram þeirri kenningu aö samband geti verið milli „Rollspels“ og morðsins. Norén fékk símtal í bílasímann sinn skömmu fyrir morðið og verið er að rannsaka hvaðan það kom. Áður hafði hann talaö við mömmu sína. Nú er rætt um aö einhver hafi ekki gert greinarmun á leiknum og al- vörunni og farið yfir mörkin og drepið strákinn. Mér er ekki sama því ég er oft að þvælast seint á kvöldin um þetta svæöi þar sem talið er að þessi óhugnanlegi glæpur hafi verið fram- inn, en tengdaforeldramir búa í 500 metra fjarlægð frá staðnum. Ég vona að þetta leysist fljótt, ekki síst ef þetta er einhver fjöldamorðingi," segir Bjöm Ingi Halldórsson. -GG Stórsýning KR-flugelda Árleg stórsýning KR-flugelda verður á KR-svæðinu við Frosta- skjól á sunnudag kl. 18.30. KR- flugeldar ákváðu fyrir nokkrum árum að halda sýningar sínar að loknum áramótum og er litið á þær sem þakklætisvott til Reyk- víkinga fyrir góðan stuðning. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og er KR-sýningin lokahnykkur áramótafagnaöar hjá þúsundum áhorfenda. Fær sömu laun og Davíð Laun Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra frá 1. febrúar nk. verða 729.938 krónur ef samið verður við hann á grundvelli ákveðinnar sam- þykktar borgar- stjórnar Reykja- víkur þar sem segir að borgarstjóri skuli hafa sömu laun og forsætisráðherra. Eft- ir þeirri samþykkt hefur verið farið til langs tíma. Borgarfulltrúar i Reykjavik hafa 85% af þingfararkaupi alþingis- manna, sem er samkvæmt nýjustu ákvöröun Kjaradóms 368.719 krón- ur. Borgarfulltrúar hafa því nú í ársbyrjun 2003 alls 313.341 krónu í laun á mánuði. Margir þeirra sinna öðrum störfum, s.s. þingmennsku o.fl. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, segir að forseti borgarstjórnar fái svo 25% álag á sín laun, sem eru þá 391.676 krónur á mánuði. Þeir sem sitja í borgar- ráði fá einnig 25% álag á sín borg- arfulltrúalaun. Einnig gefur for- mennska í nefndum ákveðið álag en borgarfulltrúar fái ekki greitt fyrir að sitja í einstaka nefndum og auk þess eru í gildi skerðingarákvæði ef borgarfulltrúi situr ekki í a.m.k. tveimur nefndum. Ákvörðun Kjaradóms um að hækka laun æðstu embættismanna ríkisins um 7% hefur því einnig áhrif á laun borgarfulltrúa Reykja- víkur. Forseti íslands bar þó aðeins 3% launahækkun úr býtum. Til samanburðar má geta þess að laun bæjarfulltrúa á Akureyri voru á sl. ári 80.740 krónur og ættu sam- kvæmt sömu viðmiðun að vera nú 86.392 krónur. Fyrir setu i bæjar- ráði Akureyrar eru þá greiddar 106.327 krónur og forseta bæjar- stjórnar 107.990 krónur. Bæjar- stjóri, Kristján Þór Júlíusson, gerir hins vegar betur en borgarstjóri, því hann fær í föst laun 450.000 krónur en 55 fastir yfirvinnutímar, bilastyrkur, símastyrkur o.fl. kem- ur launum hans upp í 840.000 krón- ur. Launahæstur allra bæjarstjóra er bæjarstjórinn í Garðabæ, Ásdis Halla Bragadóttir. Vegleg þrettándagleði Síðustu ár hafa þúsundir tekið þátt í veglegri þrettándagleði i Graf- arvogi sem stofnanir og félagasam- tök í hverfinu standa að. Þrettánda- gleðin í Grafarvoginum að þessu sinni fer fram mánudagskvöldiö 6. janúar og hefst með blysför frá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við Gylfaflöt kl. 19.30. Því næst verður gengið að brennusvæðinu ofan við Gufunesbæinn. Þá verður kveikt í þrettándabrennunni á Gufunes- svæðinu kl. 20.00. Skátamir munu því næst stjóma fjöldasöng þar sem álfadrottning og álfakóngur koma fram ásamt bama- og unglingakór Grafarvogskirkju. Dagskránni lýk- ur svo með veglegri flugeldasýn- ingu í boði Egilshallarinnar en hún mun byrja kl. 20.45. Búist er við mikilli gleði og stemningu sem eng- inn Grafarvogsbúi má missa af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.