Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 53
LAUGARDAGU R JANÚAR 2003
Helqarblcic9 I>”V
57
Að lokinni
veislunni
Hi/ernig á að fara að þi/íað takast á við
hversdaqsleikann þeqar stanslausum há-
tíðahöldum um jól og áramót Itjkur?
Gott er aö hafa mikinn mat og marga helgidaga,
segir íslenskt máltæki. Við erum nú stödd í miðjum
hvirfilvindi hátíðahalda þar sem matarveislur, jóla-
boð, vinafundir, síðdegisdrykkjur, lágnættispartí,
pöbbarölt, bjóð og gilli veltast hvert innan um annað
í einni stjórnlausri gleðibendu. Allt nær þetta svo há-
marki á gamlárskvöld þegar menn fara gersamlega af
hjörunum af kæti og kútveltast spariklæddir um borg
og bý klökkir af gleði i skini flugeldanna.
En hvað svo?
Hvernig á að taka á móti hversdagsleikanum þegar
hann birtist eftir áramótin og maður stendur skel-
þunnur, þrútinn af kökuáti, stórskuldugur og veikur
frammi fyrir samfelldri snjóbreiðu hversdagsins sem
nær alla leið til páska sem liggja þarna einhvers stað-
ar úti við sjóndeildarhring tímans.
Hvernig á maður eiginlega að komast þangað?
Engin loforð
Ein vísasta leiðin til þess að eyðileggja nýja árið
fyrir sjálfum sér er að strengja áramótaheit. Þessi
undarlegi siður mun vera ættaður úr forneskju þegar
Babýlóníumenn voru vanir að strengja heit í upphafi
nýs kornræktarárs og töldu að hugsanir og hugará-
stand nýs árs markaðist á fyrsta degi þess. Babýlón-
ungar voru heldur seinna á ferð en við því þeir
strengdu sín heit jafnan í byrjun mars.
Það hefur of lengi tíðkast að stíga á stokk og
strengja þess heit um áramót að breyta lífi sínu á ein-
hvern hátt. Yfirleitt snúast þessi heit um að hætta
einhverjum ósiðum og algengast er að menn hætti að
reykja eða drekka eða strengi þess heit að létta sig.
Meö því að strengja heit sem ekki er hægt að halda
eykur maður einfaldlega á vanlíðan sína og gerir
verkefnið að komast fram á vor enn erfiðara. Þess
vegna er best að sleppa öllum yfirlýsingum. Ef maður
vill hætta að reykja þá er einfaldast aö gera það þegj-
andi og hljóðalaust.
Eitt af því versta sem maður gerir sér er nefnilega
að ganga um og lýsa því yfir í votta viðurvist að mað-
ur ætli að verða nýr og betri maður og hætta þessu
eða hinu. Það eina sem gerist er að maöur setur ofan
þegar eitthvað tekst ekki og allir sem sem innst inni
héldu að þú værir hálfgerður aumingi, sannfærast
um það.
Hundar eru líka
fólk, væri einhver
hundavinur áreið-
anlega tilbúinn að
segja. Hundar gætu
vel strengt ára-
mótaheit og reynt
að standa við þau.
Hófsemi
Ein besta leiðin til að lifa af eftirköst hátíðahald-
anna er að temja sér hóf í sem flestum hlutum. Hjá
mörgum kemur þessi hófsemi bak áramótum af sjálfu
sér þegar fjármagn verður mjög af skornum skammti.
Það er hægt að skemmta sér við að borða allt sem
afgangs er í ísskápnum og eldhússkápunum. Það má
alltaf sýna hugmyndaflug og fara að setja hnetur og
rúsínur út í hafragrautinn þegar líður á janúar. Svo
er vatn í krananum í eldhúsinu sem kostar ekki neitt
f eftirmáluin hátíðahaldanna um jól og áramót er gott að íhuga hvernig skal halda áfram
að lifa þegar veisluhöldum lýkur.
og inniheldur engar hitaeiningar. Það þarf ekki að
kaupa diet-gosdrykki á meðan.
Ódýr hreyfing
Margir hafa látið glepjast til þess að kaupa sér rán-
dýr árskort í líkamsræktarstöðvar sem eiga að
tryggja reglulega mætingu. Það verður síðan dýrt
hvert skipti þegar árið er liðið og korthafi verður að
viðurkenna að hann fór aldrei nema þrisvar sinnum.
Allir sem geta gengið eiga kost á ódýrri og hollri
hreyfingu með því að ganga. Stutt göngttferð á hverj-
um degi er sennilega besta megrunaraðferð sem til er
og kemur auk þess blóðinu á hreyfingu og eykur
vellíðan. Ef menn vilja spara enn meira og slá fleiri
en eina flugu í sama högginu þá er hægt að gera sér
það að nýársverkefni að ganga til vinnu sinnar á
hverjum degi.
Hin góða fátækt
Eitt af alþýðuskáldum okkar sagði svo eftirminni-
lega: Það er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín.
Þetta finnst þeim fátæku hálfgerð hótfyndni en stað-
reyndin er sú að fátækt getur orðið hvati heilbrigðari
lífshátta og níska er sennilega mjög holl. Sá níski
kaupir sér aldrei sælgæti, munað eða óþarfa. Hann
fer sinna ferða gangandi til að spara bílinn og eyðir
ekki fé í tískufatnað. Sá níski verslar i Bónus og borð-
ar lítið og hollan mat. Allt er þetta fallið til þess og
stuðla að góðri þjálfun, heilbrigðu liferni og æskilegu
holdafari.
Sællífi og sukk
I þessu felst sú þversögn að allt sem við gerum
sjálfum okkur til geðs með hátíðahöldum í mat og
drykk og meðfylgjandi fjáraustri er í rauninni vont
fyrir okkur. í hvert skipti sem við gerum okkur sætt
í munni í tilefni dagsins erum við að stytta líf okkar,
spilla heilsunni eða eyða peningum sem betur væru
komnir í annað. Sá sem temur sér lífsstíl nirfilsins
þarf aldrei að hafa áhyggjur af aukakílóum, visa-
reikningum eða fyllast eftirsjá eftir áramótaveisluna.
Hann heldur áfram að nískast í gegnum lífið og er í
rauninni öfundsverður.
Nú gætu menn haldið að þetta þýddi gleðisnautt líf
og samfelldan meinlætalifnað en sennilega felst svar-
ið í því að forðast öfgar. Það er áreiðanlega hægt að
komast í gegnum einfóld áramót án þess að drekka
kampavín í lítravís, skjóta tugum þúsunda upp í loft-
ið í formi flugelda og nærast eingöngu á harðri
dýrafitu eða sykri.
Áramótaheitin í hundana
Hér á undan hafa verið færð rök fyrir því að flesta
áramótaheit fari í hundana svo það sé í rauninni eng-
in sérstök ástæða til að auka á vandræði sín með því
að strengja slík heit. Hundum fer mjög fjölgandi á ís-
landi og þeir geta áreiðanlega staðið við sín áramóta-
heit ef þeir vilja ekki siður en mennirnir. Hér á eftir
fer listi að tilvöldum áramótaheitum fyrir hunda og
er ekki vafi á að strenging þeirra myndi gleðja eig-
endur þeirra ósegjanlega.
ÉG ÆTLA að hætta að naga húsgögnin á nýju
ári. Alveg sama þótt þau séu góð á bragðiö.
ÉG MUN umgangast mat á eldhúsborðinu eins og
hann sé ætlaður mönnum en ekki hundum.
ÉG MUN sitja þegjandi þegar dyrabjallan eða
síminn hringir.
ÉG MUN hætta að nudda mér utan í fólk i svört-
um fötum sem verður allt í hárum.
ÉG MUN liggja prúður og stilltur á mínum staö
þegar ókunnugir koma í heimsókn.
ÉG MUN alltaf þrífa á mér loppurnar áður en ég
stekk upp í rúm til eigenda minna.
ÉG MUN forðast að slá hluti niður af borðum
með skottinu.
ÉG ÆTLA að hætta að drekka úr klósettskálinni
á nýja árinu.
ÉG MUN alltaf geyma beinin mín og leikföngin í
körfunni minni i stað þess að fela þau hingað og
þangað um húsiö.
ÉG ÆTLA að hætta að naga skó á nýju ári.
ÉG ÆTLA að hætta að snuðra í rusli og velta
mér í skítnum.
ÉG ÆTLA alltaf að koma strax þegar er kallað á
mig.
Þeir sem þekkja hunda geta skemmt sér við að
meta hve miklar líkur eru á að hundi myndi takast
að standa við þó ekki væri nema eitt af þessum
áformum. -PÁÁ