Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 54
58
HeIqctrhlað DV
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
Skákþátturinn
Umsjón
Sœvar Bjamason
Skákárið 2002:
Ovenju
viðburðaríkt
Síðastliðið ár var óvenju við-
burðarikt í íslensku skáklífi og
mörg mót og 2 einvígi sterkra skák-
meistara voru haldin. Fyrir utan
hefðbundna starfsemi var haldið al-
þjóðlegt Reykjavíkurskákmót og
Hrafn Jökulsson og félagar hans í
Hróknum héldu alþjóðlegt skákmót
í Árborg sem heppnaðist sérlega
vel. Taflfélagið Hellir hélt, í sam-
vinnu viö skákjöfurinn Guðmund
Arason, einvigi á milli Hannesar
Hlífars Stefánssonar og Nigels
Short í Ráðhúsinu sem heppnaðist
sérlega vel þótt Hannes tapaði. Þeir
Hróksmenn voru með einvígi á
milli Stefáns Kristjánssonar, alþjóð-
legs meistara, og Tomasar Oral,
tékknesks stórmeistara. Þar fékk
Stefán Kristjánsson góða reynslu og
hann hefur bætt sig mikið á árinu.
Taflfélag Garðabæjar stóð fyrir
mörgum uppákomum á árinu og
var kvenna- og unglingaskák i fyr-
irrúmi. Þar var drifijöðurin Jóhann
Ragnarsson á ferðinni, með góðri
liðveislu Guðmundar Arasonar, en
hann hefur sannarlega sinnt skák-
lífinu í landinu og komið mörgu
góðu til leiðar. Guðlaug Þorsteins-
dóttir hóf taflmennsku aftur eftir
mörg ár og varð íslandsmeistari
kvenna í samkeppni við þær bestu
hér á landi og sýndi að hún hefur
litlu gleymt. íslenska Ólympíuskák-
sveitin stóð sig vel á Ólympíuskák-
mótinu og varð langefst Norður-
landaþjóðanna.
Það er margt annað sem mætti
minnast á en það sem gleður einna
mest okkur sem höfum staðið í
skákstússi síðustu áratugi er að
vakning er að verða hjá æskulýð
landsins og þátttaka æskunnar í
landinu í skák er að aukast umtals-
vert sem er mikið ánægjuefni. Þar
kemur margt til en ég held aö ég
halli á engan þegar ég nefni nafn
Hrafns Jökulssonar sem svo sann-
arlega hefur látið að sér kveða í út-
breiðslu skáklistarinnar og það er
ánægjuleg viðbót við skákflóruna.
Það er því blómlegt um að litast í ís-
lensku skáklífi um þessar mundir!
Konur í skák
Mikið hefur verið ritað og rætt
um taflmennsku kvenna og sitt
sýnist hverjum. Hér áður fyrr voru
menn vissir um að konur næðu
aldrei sama árangri í skák og karl-
menn; þær skorti grimmd og árás-
argimi að mati spekinganna og
Kasparov benti á að þær hefðu
minni heila! Menn hafa gefið út
ýmsar yfirlýsingar í gegnum tíðina
en sannleikurinn er sá að þegar
konum tókst að ráði að komast inn
í þetta mikla karlavígi þá hefur ár-
angur þeirra batnað hratt. Skák
kvenna á sér ekki langa hefð en
karlmenn hafa teflt í gegnum ald-
imar óáreittir af konum að mestu.
Nú má sjá konur að tafli á flestum
mótum, þátttaka þeirra eykst og,
viti menn, þær tefla ekkert öðru-
vísi en karlar, enda þurfa þær víst
að leika mannganginum! í
Hollandi var þessi skák tefld af
tveim konum á síðasta ári og fékk
fegurðarverðlaun fyrir. Hér á ís-
landi eru uppi ýmsar raddir um
taflmennsku kvenna en ég vil
benda á að það er aldeilis búið að
vinna brautryðjendastarfið fyrir
karlana á meðan skákstarfsemi
kvenna að einhverju ráði nær ekki
30 árum, með löngum hléum þar á
milli.
Hvítt: Tea Lanchava
Svart: Bas Van der Lijn
Kóngs-indversk vörn.
Holland 2002
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4.
Rc3 0-0 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. d5 a5
Hvítur beitir gömlu afbrigði í
kóngs-indversku vörninni og nú er
teflt eftir eigin hugmyndaflugi sem
er oftast best þó varlega verði að
fara með svoleiðis hugsanir í byrj-
uninni! 8. h4 Ra6 9. Rd2 h5 Svart-
ur ákveður að andæfa hvíta peða-
storminum sem var í uppsiglingu.
En hvítur fær nýja hugmynd! 10.
Rf3 Rc5 11. Rg5 c6 12. Be3 cxd5
13. exd5?!
Hér er 13. - e4 besti leikurinn,
fylgt af Bf5, og svartur stendur bet-
ur. Baráttan stendur um e4-reitinn
til að byrja með en svartur teflir of
hefðbundið. 13. - Bd7? 14. f3 Hc8
15. Dd2 He8 16. Rge4 Rcxe4 17.
Rxe4 Bf5 18. Rf2 e4 19. f4 Rd7?!
Svartur ögrar hvítum til árásar og
svona miðað við þessa stöðu er það
tvibent. Betri leikir voru hugsan-
lega 19. - Dc7 eða 19. - Hc7. Hvítur
er „neyddur" til að fara i mikla
herferð. 20. g4 hxg4 21. h5 g3 22.
Rg4 g2 23. Hh2 Rc5 24. Kf2 Rd3+
Hér virðist svartur vera að kné-
setja hvítan en svo er ekki - mikið
hugmyndaflug er eftir i hvítu stöð-
unni. 25. Kxg2 Rxb2 26. h6 Rxc4.
Það verður víst að segjast eins
og er að hvíta staðan er ekki góö
en engu að síður leynist falleg
drottningarfórn hérna - eru þær
ekki alltaf fallegar?! 27. hxg7
Rxd2 28. Bd4 f6 Hér er 28. - He5
athyglisverður möguleiki fyrir
svartan til að ná betra tafli en
hverjum dettur svona leikur í hug?
Tölvu! (En þær hugsa reyndar
ekki!) 29. Rxf6+ Kf7 30. Rxe8
Dxe8 31. Hh8 Da4.
Nú kemur stórkostlegur leikur
eða, eins og karlremburnar segja,
karlmannlega leikið! 32. Hcl!
Svartur má ekki drepa á cl vegna
þess að þá kemur 33. g8D+ og mát-
ar í nokkrum leikjum. Ekki gengur
32. - Hg8 33. Hc7+ Bd7 34. Bg4 og
hvítur vinnur! En ekki eru öll kurl
komin til grafar. 32. - Dxd4? Svo
sem eölilegur uppgjafarleikur en
það lygilega er að svartur getur
bjargað sér með tölvuleiknum 32. -
Bh3+ og ætti að geta bjargað sér!
Eftir 33. Kxh3 kemur Da3+! Annar
tölvuleikur! Svo eftir 32. Kh2 Hg8
33. Hc7+ Bg4 34. Bg4 RÍ3+ vinnur
svartur. Best er því eftir tölvuleik-
inn 32. - Bh3+ að leika 33. Hxh3
Dxd4 34. Hxc8 Kxg7 35. Hc7 Kg8
með jafntefli! 33. Hc7+ 1-0 Það er
víst mát í fáum, eða í 6. leik, segir
tölvuskrattinn!
Sigurskák Davíðs
Þeir Davíð Kjartansson og Hall-
dór B. Halldórsson eru nú staddir á
sterku unglingamóti í Hallsberg í
Svíþjóð. Við erum margir sem höf-
um teflt þarna gegnum tíðina og
svona mót gefa dýrmæta reynslu.
Eftir 6. umferðir hefur Davið 4 v.
af 6 og er meðal efstu manna. Hall-
dór hefur 2,5 v. en hann á eflaust
eftir að bæta sig. Hér sjáum við
Davíð láta Eistlending finna ræki-
lega til tevatnsins.
Hvítt: Ruslan Goglin (2109)
Svart: Davíð Kjartansson (2224)
Nimzo-indversk vörn.
Hallsberg 31.12. 2002
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rge2 c5 7. 0-0
Rc6 8. cxd5 exd5. Hér er líka
stundum leikið 8. - Rxd5 en staða
þessi hefur verið mikið rannsökuö
í gegnum tíðina! 9. dxc5 Bxc5 10.
a3 a6 Davíð teflir til vinnings en
þekkt er að framrásin 10. - d4 gef-
ur svörtum jafnt tafl. En auðvitað
er teflt upp á vinning! 11. Dc2 Ba7
12. Hdl Bg4 13. h3 Bxe2 14. Rxe2
Hc8 15. Dbl Dd6 16. b4 Bb8.
Hvitur fer út í mjög vafasamar
flækjur og hefur litið upp úr krafs-
inu. Best var að leika 17. Rg3 hér.
17. Bb2 Dh2+ 18. Kfl Dhl+ 19.
Rgl
Og hér finnur Davíð sterkan leik
sem setur hvítan í mikinn vanda.
19. - Bh2 var vafasamur leikur
vegna þess að þá leikur hvítur 20.
Bxf6 og hefur einhverja smávon í
þeim flækjum. Nú rekur svartur
kóng hvíts út á vergang! 19. - d4!
20. g3 dxe3 21. Bxf6 exf2 22.
Bxh7+ Kh8 23. Bxg7+ Kxg7 Hvít-
ur hefur leikið illa af sér og sér nú
að hann tapar eftir 24. Kxf2 Ba7+!
Hann neyðist til að fórna manni
fyrir litið! 24. Db2+ Kxh7 25.
Dxf2 De4 26. Rf3 Dg6 27. Rh4
Dg5 28. Df3 Re5 29. De4+ Rg6 30.
Hd5 Df6+ 31. Kg2
Auðvitað tekur svartur ekki
hrókinn; það er óþarfa áhætta.
Davíð velur örugga leið sem rekur
kóng hvíts út á borðið og taflið er
auöunniö. 31. - Db2+ 32. Kf3
Dc3+ 33. Kg4 Dxg3+ 34. Kh5
Dxh3 35. Hhl Bh2 0-1
Hannes Hlífar að tafli
í Stokkliólmi!
Hannes teflir á Rilton Cup-mót-
inu og margir stórmeistarar eru
meðal þátttakenda. Hannes hefur 4
v. af 6 og gæti átt það til að blanda
sér í toppbaráttuna eftir slysalegt
tap í 6. umferð. Ekki veit ég um
fleiri skákmenn á skákmóti nú um
áramótin erlendis en Hannes og
svo þá Davið Kjartansson og Hall-
dór B. Halldórsson. Fjölmörg hrað-
skákmót hafa verið tefld um hátíð-
irnar að vanda en ekki ætla ég að
fjölyrða um þau mót, þau eru
ánægjuleg og íslensku stórmeistar-
arnir hafa verið duglegir að tefla á
þeim.
íslandsmót í bamaflokki
Barnaflokkur á Skákþingi ís-
lands 2003 verður nú haldinn dag-
ana 4. og 5. janúar nk. Mótið verð-
ur haldið í húsnæöi Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst
kl. 13.00 laugardaginn 4. janúar.
Þátttökurétt eiga börn, fædd 1992
og síðar.
3522^
St^——T~-—_
^iTsölu^
7 ^arina, ekinn 12ihn’c iíúrbó d'sel>
fallegur bíll. Einn eijandi m' Mjög
2?ðg «nn6!Ur auk^ún öur
Verðieooþus^jppi , s, 5Q
er smáauglýsingablaðið
Verð á smáauglýsingu
með 200 slögum:
v
ffti*
Smáauglýsingar