Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 46
50 //(? ICj o rb lcj cJ 33'V LAUGARDAGU R JANÚAR 2003 Bílar__________ Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson (Íi X o A ’ð c. 6 Q Skemmtilega ööruvísi fjöl- skyldubíll Kostir: Rúmgóður, aðgengi, útiit Gailar: Útsýni aftur, vél hávœr á snúningi Vel búinn PT Cruiser Limited er vel búinn bíll en fyrirkomulag Wuta er stundum ólíkt því sem gengur og gerist. Til dæm- is eru takkar fyrir rafmagnsrúður efst í miðjustokki. Bíll- inn er með Alcantra leðurlíkisinnréttingu og er hólf und- ir framsæti. Hanskahólf er með þeim innstu en það er bætt upp með hólfum og hillum. Framsæti eru upphituð og í stýri er skriðstillir enda bíllinn ættaður frá Ameríku. Góð Alpine-hljómtæki með sex hátölurum fylgja bílnum. Stór bíll þarf stóra vél Við prófuðum bílinn með tveggja lítra vélinni og segja má að hún henti þessum bíl ágætlega. Þótt við höfum ekki reynt það er hætt við að 1,6 lítra vélin sé of lítil fyr- ir þennan stóra bíl. Viðbragðið er ágætt með stærri vél- inni, bíllinn er snöggur af stað og er ekki að sjá að sjálf- skiptingin hái honum nokkuð í þeim efnum. Vélin er þó í háværara lagi þegar komið er upp á snúning. Helst hefði undirritaður viljað sjá slíkan bíl með alvöru átta gata vél og er aldrei að vita nema við fáum að sjá það ger- ast einhvem tímann. Bíllinn virkar frekar þunglamaleg- ur í akstri, líklega fyrir stóran, 12 metra beygjuradíus. Hins vegar liggur hann vel á vegi fyrir bíl með þessu byggingarlagi. Limited-útgáfan er reyndar á lækkaðri sportfjöðrun en samt er ekki hægt að kvarta yfir að bíll- inn sé of stífur. Framfjöðran er jafnvel í mýkra lagi og stundum rak hann svuntuna niður á eftir hraðahindrun- um en reyndar er hún lág og aðfallshornið litið. Samkeppni eða ekki? Spurningin er hvort PT Craiser eigi sér nokkurn sam- keppnisaðila, alla vega má segja að bílar sem skera sig úr eins og VW bjalla og Mini væra allt eins miklir sam- keppnisaðilar og til dæmis Renault Scenic. Verðið er líka órætt eins og samkeppnin þótt það sé kannski í hærra lagi en taka verður fram að bíllinn er stór og vel búinn. -NG Ræsir hefur nú aftur hafið sölu á Chrysler-merkinu svo segja má að það sé komið heim ásamt Jeep en kynning bíla frá þessum amerísku merkjum verður seinni part janúar- mánaðar. Jöfur hafði umboðið síðast með höndum og þeg- ar það lagði upp laupana tóku aðrir minni spámenn við. Nú bjóðast einnig fleiri útgáfur þessa ameríska merkis en við byrjuðum á einum skemmtilegum og öðravísi, Chrysler PT Craiser. Sker sig úr fjöldanum Útlit PT Cruiser þykir sérstakt og hann sker sig úr fjöld- anum. Það er sótt í „Hot Rod“ kassabíla millistríðsáranna og er nokkuð sportlegt fyrir vikið. Kosturinn við þetta lag er líka sá að það leyflr mikið innanrými, til að mynda er höfuðrými með ágætum, einnig fyrir hæstu menn. Umgang- ur um bílinn er líka með því besta sem gerist og afturhleri er óvenjustór en þar fyrir innan er stórt farangursrými sem með aftursætin niðri tekur heila 1820 lítra. Vel fer um far- þega í öllum sætum og í framsætum eru armpúðar fyrir báða. Einn helsti ókosturinn við þetta byggingarlag er lítið útsýni, sérstaklega aftur með bílnum. Þarf að gæta vel að blindhomum að aftanverðu og útsýni út um annars stóra afturrúðuna er lit- ið. Ekki bætti úr skák að búið var að setja dökkar filmur í prófunarbílinn. ■ CHRYSLER PT CRUISER 2,0 LIMITED Vél: 2ja lítra, 4ra strokka bensínvél Rúmtak: 1996 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 9,4:1 Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð Fjöðrun aftan: Snúningsöxull Bremsur: Diskar/diskar, ABS Dekkjastærð: 205/55 R16 YTR! TÖLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4290/1705/1600 mm Hjólahaf/veqhæð: 2615/150 mm Beygjuradíus: 12 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/6 Farangursrými: 540-1820 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 9,8 lítrar Eldsneytisgeymir: 57 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/7 ár Grunnverð: 2.450.000 kr. Verð prófunarbíls: 2.990.000 kr. Umboð: Ræsir hf. Staðalbúnaður: 6 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari með 6 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir speglar, að- fellanlegir, loftkæling, spólvörn, fjölstillanleg framsæti, rafstillt hæðarstýring á bílstjórasæti, skriðstillir, litað gler, þrjár 12 V innstungur, leður- innrétting, sporttjöðrun, þokuljós, áttaviti, króm- aðar álfelgur, SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 141/5700 Snúningsvægi/sn.: 188 Nm/4150 Hröðun 0-100 km: 9,7 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst. Eigin þyngd: 1425 kg Heildarþyngd: 1900 kg o Pláss í aftursætum er gott svo og aðgengi í þau. O Afturhlerinn er eins og á sendibíl og opnar hann óvenjuvel að aftan. Með því að fella niður sæti er líka komið flutningsrými sem margur sendibíllinn væri stoltur af. 0 Gamaldags handföng ineð þumalopnun. © Tveggja lítra vélin dugar bílnum ágætlega en má ekki minni vera. © Mælaborð hefur jafnsérstakan svip og ytra útlit bílsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.