Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 8
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 DV Utlönd Róft í Frakklandi. Mikil rigning veldur skaða Mikil rigning í Evrópu í gær varð til þess að ár víða um heimsálfuna flæddu yfir bakka sína á sama tíma og kröftugt óveður gekk yfir suður- hluta Þýskalands, þar sem tveir fór- ust og tugir slösuðust. Kalt veður í austurhluta álfunnar varð svo til þess að fjöldi manns hefur látist vegna ofkælingar. Flóðin hafa mest gert vart við sig í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal og Bretlandi og fari rigningunni ekki að slota fljótlega eru mörg þúsund heimila í bráðri hættu. í Póllandi hafa í vetur 183 manns látist vegna ofkælingar en flestir þeirra eru heimflislaust fólk og menn sem hafa dáið áfengisdauða á götum úti. í Moskvu er tala látinna af svipuðum orsökum 223. Methita spáð fyr- ir árið 2003 Veðurfræðingar spá því að árið 2003 gæti jafnað eða slegið hitamet- ið sem sett var árið 1998 þegar felli- bylurinn E1 Nino var hvað sterkast- ur og orsakaði hækkað hitastig. Nýr slíkur fellibylur er í mótun í Kyrra- hafinu en þó að búist sé við að hann verði fremur veikur sé tilhneiging til að ætla að hann valdi hækkun meðalhitans í heiminum. Hluti ástæðunnar gæti verið að sögn sérfræðinga náttúruleg þróun en jafnframt sé ómögulegt að úti- loka að aukið magn koltvísýrings og annarra gróðurhúsaáhrifa, sem reykháfar og púströr gefa frá sér, hafi einnig áhrif á hækkað hitastig. REUTERS Dreginn á land Spænskir kafarar draga á land lík eins 5 N-Afríkubúa sem drukknuöu nærri Tarife á suðurströnd Spánar. Tala látinna orðin 7 Tvö lík fundust í gær við suður- strönd Spánar. Hafa því alls 7 látist af báti sem flutti ólöglega innflytj- endur frá N-Afríku til Spánar fyrr í vikunni. Báturinn sökk þegar hann rakst í kletta við Spánarstrendur. Spænsku strandgæslunni tókst þó að bjarga 35 farþegum og voru 27 þeirra handteknir af lögreglunni en 8 komust undan. í águst síðastliðn- um létust 13 við álíka aðstæður. Andstaða við viðveru Bandaríkjahers í Afganistan eykst sífellt: Olíuskortur vestra? Olíuverð hækkaði á heimsvísu í gær og óttast yfirvöld í Bandaríkj- unum að aílsherjarverkfallið í Venesúela gæti orðið vísir að olíu- kreppu i Bandaríkjunum, nú þegar þörfin um hávetur er mest. Adamkus líklegur til sigurs Forseti Litháens, Valdas Adamkus, þykir líklegur til sigurs í forseta- kosningum í land- inu sem fara fram á morgun. Hann nýt- ur mikillar hylli landsmanna fyrir störf sín á alþjóðavettvangi, í tengsl- um við NATO og ESB. 18 fórust í lestarslysi Minnst 18 manns fórust og meira en 40 slösuðust þegar farþega- og flutningslest skullu saman í Ind- landi í gær. Yfirvöld segja ástæðu slyssins vera mannleg mistök. Mótmælt á göt- um úti í Pakistan Eyðilegging í Hebron ísraelski herinn lét til skarar skríða í Hebron í gær þar sem heim- ili íslamsks leiðtoga á meðal harð- línumanna í Palestínu var lagt í rúst. REUTERS Mikkl mús í japönskum skrúða Hin geöþekka teiknimyndafígúra Mikki mús er hér kiæddur í hefðbundinn japanskan búning í hinni árlegu nýársskrúö- göngu í Disney-landi í Tokyo í Japan í gær en þar munu menn fagna 20 ára afmæli í ár. Eftirliti haldið áfram í írak írösk stjórnvöld sögðu í gær að vopnaeftirlitsmenn SÞ hefðu í gær skoðað peningaseðlaprentsmiðju og eldflaugastöð norðan af höfuðborg- inni Bagdad. Búist er við að eftirlit með þyrlum hefjist á næstu dögum. Tugir þúsunda Pakistana mót- mæltu í gær í borgum landsins hugs- anlegum stríðsrekstri Bandaríkja- manna í írak. Fyrir mótmælunum stóð samband sex harðlínu-stjórn- málaflokka en þeir juku fylgi sitt verulega í kosningum í landinu i október síðastliðnum. Margar af stærstu mótmælaaðgerðunum voru í borgum við landamæri Afganistan. Viðveru Bandaríkjahers á svæð- inu var einnig sterklega mótmælt og tóku margir svo djúpt í árinni að kalla aðgerðir Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum „helfór gegn múslímum". Þó svo að mótmælin hafi verið nokkuð áberandi má ef til vill færa rök fyrir því að í landi þar sem yfir- gnæfandi meirihluti 140 milljóna íbúa er íslamstrúar að ekki skuli fleiri hafa tekið þátt í þeim. For- svarsmenn flokkanna 6 vonuðust sjálfsagt eftir því að mótmælin yrðu Mótmælendur í Pakistan. mjög vandræðaleg fyrir Pervez Musharraf, forseta landsins, sem þykir traustur bandamaður Banda- rikjanna. Andstaða við Bandaríkin hefur þó aukist nokkuð á síðustu dögum og vikum. Einn þeirra atburða sem ýttu undir hatrið var sprengjuvörp- un Bandaríkjahers við bæinn Shkin við landamæi Pakistans og Afganist- ans en ríkisstjóm fyrmefhda lands- ins tilkynnti að sprengjan hafi lent þeirra megin við landamærin. Bandaríkjaher mótmælti þvi og sagðist hafa verið aö svara skotárás sem varð til þess að einn bandarísk- ur hermaður særðist. Talið er að pakistanskur landa- mæravörður hafi byrjað að skjóta eftir að hafa verið sagt að snúa aftur á sinn stað, réttum megin við landamærin. Bandaríski herinn bætti því svo síðar við að lengi hafi ríkt samkomulag við Pakistana að þeim sé heimilt að fara yfir landamærin til þess að eltast við talibana á flótta eða liðsmenn al- Qaeda. Til þess hafi þó aldrei komið þó það hafi verið nærri sl. sunnudag. Chirac öskuillur Olíunni sem lek- ur úr Prestige, olíu- birgðaskipinu sem sökk undan norð- vesturströnd Spán- ar, gæti vegna veðr- áttu skolað upp á Frakklandsstrendur fljótlega, jafnvel strax um helgina. Jacques Chirac Frakklandsforseti er öskuillur vegna þessa og sakar „gangstera" hafsins um að hafa valdið olíulekanum sem auðveldlega hefði mátt afstýra. Kastali eldi að bráð Sögufrægur franskur kastali, Luneville Chateau, gerður eftir hin- um fræga Versalarétti, hefur að miklum hluta til orðið eldi að bráð og hefur 18. aldar innréting hans og hið verðmæta postulínssett sem hann geymir eyðilagst. S-Kórea býður sig fram í hlutverk málamiðlara í sjónum í tvær vikur Tyrkneska tank- skipið sem tók niðri á flaki norska bíla- flutningaskipsins Tricolor utan við strendur Belgíu fyrr í vikunni þarf að hafast við í tvær vikur á sjó til við- bótar á meðan yfirvöld ákveða hvernig best sé að bjarga skipinu án þess að hætta þeim 70 þúsund tonn- um af eldfimri gasolíu sem skipið geymir. Drukknir flugmenn Tveir flugmenn Lufthansa-flugfé- lagsins reyndust hafa áfengi í blóði rétt fyrir flugtak í Helsinki í Finn- landi í síðasta mánuði. Finnski sak- sóknarinn sem sækir þá til saka segir að þeir kynnu að verða sektað- ir eða fangelsaðir í allt að 2 ár. Suður-Kóreumenn hafa boðið sig fram sem málamiðlara í þeim til- gangi að leysa það neyðarástand sem upp er komið milli Bandaríkj- anna og N-Kóreu vegna kjarnorku- notkunar síðamefnda landsins. N-Kóreumenn ítrekuðu beiðni sína í gær um viðræður með þvi skilyrði að Bandaríkjamenn hætti við að beita hervaldi i N-Kóreu en henni var neit- að um hæl af stjórnvöldum í Was- hington. N-Kórea segist tilbúin til við- ræðna við Bandaríkin og Alþjóða kjamorkumálastofriunina en til þess að það sé mögulegt að deilan veröi leyst þurfi að ganga frá samkomulagi um að landið verði ekki beitt neinu hervaldi. Háttsettur embættismaður gaf þó lítið fyrir þessar beiðnir N-Kóreu í samtali við Reuters-fréttastofuna. „Bush sagði í S-Kóreu á sl. ári að hjá okkur sé ekkert í bígerð sem feli ast i Washington eftir helgi í þeim tilgangi að ræða ástandið. Choe Jin-su, sendiherra N-Kóreu I Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking i gær að aðgerðir þeirra á sviði kjarnorku að undanfórnu væri í þeirra eigin sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn væru þeir árásar- gjömu í þessu máli. „Aðeins þegar báðir aðilar sitja við sama borð geta viðræður átt sér stað og án þeirra geta engar friðarviðræður átt sér stað,“ sagði hann á fundinum. Hann gagnrýndi um leið stjórnvöld í Was- hington fyrir að brennimerkja N- Kóreu sem eitt af „möndulveldum hins illa“ og sakaði Bandaríkja- menn um aö beina eldflaugum að landinu. Bandaríkjamenn hafa sagst vilja leysa deiluna friðsamlega en að það sé ekki hægt fyrr en N-Kóreumenn skýri frá áætlunum sínum. Choe Jin-su Sendiherra N-Kóreu í Kína. í sér beitingu valds þannig að slíkt samkomulag er einfaldlega ekki það sem málið á að snúast um,“ sagði hann. Embættismenn frá Bandaríkj- unum, S-Kóreu og Japan munu hitt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.