Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 18
I s
HelQctrblað H>"V" LAUGARDAGU R -4- JANÚAR 2003
»K88
Hlutskipti mannsins
er að sitja tippi með
sjálfan sig
Á síðustu árum hafa margir höfundar leikhússins
fjallað um miskunnarleysi manneskjunnar og
grimmd en oftast eru persónur þeirra fyrirsjáanleg-
ar. Neil LaBute leiðir fram á sviðið hversdagslegar
persónur, þær eru vandar að virðingu sinni; smá-
borgarar sem eru góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar
sem engum dytti í hug að byggju yfir slíkum leynd-
armálum fyrr en Neil LaBute hefur leitt þær fram á
sviðið og undið ofan af þeim.“
Hvernig kom þetta verkefni til þin?
„Ég er í afskaplega góðum félagskap með Hrafn-
hildi Hagalín og Bjarna Jónssyni en bæði eru þau
leikskáld og dramatúrgar. Við höfum notaö EGG-
leikhúsið sem vettvang til að ræða um leikhús og
leiklist. Bjarni kynnti okkur þetta verk.“
Margir höfundar hafa skrifað um þetta miskunn-
arleysi á síðustu árum, mætti ekki nefna Lars Norén
í því sambandi?
„Jú, að sumu leyti. Lars Norén hefur í síðustu
verkum sínum (eftir að hann braut upp fjölskylduna
í Laufunum í Toscana) fjallað um undirmálsfólk og
brotið upp leikformið á svipaðan hátt eins og Mark
Ravenhill og Sarah Kane. LaBute dregur hins vegar
hversdagsmanninn inn á sviðið: réttar yflr hinum
siðprúða meirihluta sem ekki má vamm sitt vita.
Þess vegna er LaBute mjög áhugaverður höfundur."
Ótrúlega vel skrifaðir einleikir
Tungumál sýningarinnar er eðlilegt talmál.
„Já,“ segir Viðar. „Minn höfuðverkur var að finna
hvernig ég gæti gert persónurnar sem venjulegastar
og pikka þær út úr mannhafinu. Ég leitaði í svið-
setningunni eftir því að þurrka út skilin milli áhorf-
enda og persóna og áhorfendarýmis og leiksviðs.
Þannig er því gefið undir fótinn að hinn ofurvenju-
legi maður á sín leyndarmál. Kastljósið leitar um
salinn og finnur persónurnar sem standa síðan upp
og segja sögu sína. Kannski þú hefðir staðið upp og
sagt frá þeim voðaverkum sem þú hefur ef til vill
framið ef ljósið hefði staðnæmst á þér?“
Það er gaman aö fylgjast með því hversu miklar
samræður skapast í þessum einleikjum.
„Þessir einleikir eru ótrúlega vel skrifaðir," segir
Viðar. „Persónurnar eru afhjúpaðar á skemmtilegan
hátt og gaman að fylgjast með því hvernig þær nálg-
ast kjarnann smátt og smátt; hvernig þær fara í
kringum hlutina, gera sig betri, réttlæta gjörðir sín-
ar.
Tvískinnungur persónanna er mikill.
„Já, og' réttlæting þeirra óhugnanleg og sam-
skiptaleysið,“ segir hann. „Þessir leikþættir eiga vel
saman eins og LaBute skipaði þeim upp. Ég veit til
þess að röð þeirra hafi verið riðlað, til dæmis í
Dublin, en ég skil þaö ekki alveg því hrynjandi
verksins er markviss og í lokaþættinum koma flest
svörin. Þar leitar konan að gríska orðinu sem tákn-
ar „veröld án jafnvægis“ sem er í raun inntak verks-
ins. Veröld þessa fólks hefur farið á skjön við það
sem á að vera. Það verður þvi að grípa til úrræða
líkt og þegar guðimir stigu niður til jarðar til að
laga það sem fór úrskeiðis."
Umdeildur í samfélagi mormóna
„Neil LaBute er mormóni og mjög umdeildur í
samfélagi þeirra eftir þessi verk sín. Hann nýtir sér
trú sína til að skerpa á siðferðisafstöðunni. Það er
ekki nauðsynlegt að leggja
neina ofuráherslu á þann
þáttt verka hans enda var
hún meiri i frumdrögum
verksins. Dýrlingagengið er
svo óhugnanlegt að það þarf
ekki mormóna til! Þess
vegna er mormónatrúin ein-
ungis daufur rammi um
verkið. Hann gefur það eftir
í þeirri trú og vissu að
svona manneskjur þrífist í
öllum samfélögum óháð trú-
arbrögðum. Hvort eyjan
heitir Manhattan eða ísland skiptir ekki máli.“
Mér hefur stundum fundist að erfitt sé að draga
fólk á sýningar sem eru ekki fullkomlega hefðbundn-
ar í forminu eins og þetta sem er sett saman úr
þremur leikþáttum. Erum viö of bundin við hið hefð-
bundna form í leikhúsinu?
„Það er svo merkilegt að hafa frítt spil i litlu leik-
húsi eins og EGG-leikhúsinu. Ef maður er á annað
borð tilbúinn til að leggja krafta sína í sýningu þarf
hún ekki aö lúta neinum lögmálum; hvorki mark-
aðslegum né hugmyndafræðilegum. Ef mig langaði
að setja upp þriggja mínútna sýningu gerði ég það -
„Eftir því sem maður eldist verður erfiðara og erfið-
ara að losa sig við það sem maður kanu. Ég reyni að
losa mig við það sem ég hef lært til að vera alltaf
nýútskrifaður. Reynslan er í sjálfu sér góð en hún
getur verið manni fjötur um fót því mönnuni hættir
til að leita að gamalli upplifun, gamalli aðferð sem
reynst hefur vel áður og það getur á vissan liátt
bundið mann niður," segir Viðar Eggertsson, leik-
stjóri Dýrlingagengisins sem er sýnt í Hafnarhúsinu.
ef verkið þyldi það. Það er eins með leiksýningu og
málverk að stærðin skiptir ekki máli heldur gæðin.
Myndir þurfa ekki að vera stórar til að vera meist-
araverk! Lögmál markaðarins eru fjarri EGG-leik-
húsinu. Við erum fyrst og fremst að leita að áhuga-
verðum verkum til að vinna með: leitum að ein-
hverju spennandi og gefur möguleika til að vinna
með í þrívíðu formi. Við þurfum í raun bara leikar-
ann til að sýning geti orðið til.“
Þú lékst einhvern tíma einleik sem þú sýndir bara
fyrir einn áhorfanda i einu.
„Það var tilraun með
ákveðið form og til að hug-
myndafræðin myndi virka
mátti áhorfandinn bara
vera einn. í þessari sýningu
sem ég sýndi árið 1981 Ekki
ég... heldur... er upphaf
EGG-leikhússins. Ég lék þá
sýningu 280 sinnum fyrir
279 áhorfendur en einn
áhorfandinn mætti ekki.“
Má ekki segja að þessi
sýning hafi verið undanfari
einkadansins?
„Já, en leikarinn var samt mjög óáþreifanlegur
auk þess sem sýningin fór að mestu fram í myrkri:
ég sá aldrei kúnnann sem sat á stól. Áreitið var ekki
líkamlegt heldur andlegt og hljóðrænt. Hann sá
hluta af mér og ég fékk að sjá áhorfandann í augna-
blik í lokin. Ég myndi frekar líkja þessu við skyggni-
lýsingu en einkadans. Ég man eftir enskri konu sem
var alsæl eftir sýninguna og taldi sig hafa upplifað
fæðingu sína aftur. Það var hennar upplifun. Ég veit
svosem ekki hvað gerðist i fæðingu hennar.
Sýningin var nánast trúarathöfn, ritúal eða
„Éq huqsaði EGG-leikhúsið sem
minn skóla oq endurnýjast íqeqn-
um tilraunir íEGG-leikhúsinu þar
sem mér leqfist allt. Þar qeta í
mesta laqi einhuer fjárhaqsvand-
ræðisettstrik ireikninqinn.“