Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni biaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Vopn og vitfirring
Mannkynssagan er meira og minna
uppfull af vopnaglöðum vitfirringum.
Óútreiknanlegir einræðisherrar hafa
risið og fallið i þessari furðulegu sögu
mannsins og jafnan drifið áfram
nokkra erfiðustu eðlisþætti mannsins
á borð við græðgi, ótta og hatur. Þess-
ir eigendur valdsins á hverjum tíma
hafa einskis svifist i stjórnlausri eigin-
girni sinni og yfirleitt náð að klessa sér i sögubækur með
striðsletri. Og lýsingamar eru jafnan þannig að orða verð-
ur vant, öld fram af öld.
Það er enginn skortur á skelfingunni. Það er ekkert lát á
lýðskmmurum sem komast til valda og fara með taumana
eins og pyntingarólar á píndan almenning. Framboð af fúl-
mennum virðist jafnvel heldur fara vaxandi eftir því sem
þekkingu og námi fleygir fram. Siðasta öld var svört af
skömm og enn er ekki vitað hversu margar milljónir voru
drepnar af miskunnarlausustu fjöldamorðingjunum sem
komust til valda i Þýskalandi, Rússlandi, Kína og Chile, svo
aðeins nokkur lönd séu nefnd.
Og enn við upphaf aldar horfa menn inn í byssuhlaupin
út um lönd og álfur. Enn húka réttlausir íbúar fjölmargra
landa i skugga ótta og örvæntingar. Enn ríkja tímar forn-
eskju á nokkrum meginhlutum jarðarinnar. Mörgum rikj-
um fer aftur í margvíslegum réttindamálum á meðan sömu
mál þykja orðin svo sjálfsögð í sjálfumgleði Vesturlanda að
menn eru þar að verða leiðir á lífsgæðum sínum. Bilið
eykst á milli fátækra og ríkra i heiminum og sömuleiðis á
milli réttlausra og lögvarinna.
Þetta ástand sem menn lesa út úr heimssögu síðustu
missera getur hæglega alið af sér enn frekari vitfirringu en
fylgt hefur mannkyni um aldir. Það virðist vera sífellt auð-
veldara fyrir misheppnaða stjórnarherra víða um heim að
komast til valda í krafti þess hvað hinir hafa það gott.
Nægir þar að minna á Róbert Múgabe í Afríkuríkinu
Zimbabwe, sem er búinn að brenna allar brýr að baki sér
á alþjóðavettvangi og finnst það vera dæmi um dásamlega
stjórnkænsku sína.
Múgabe á sér marga líka. Heimurinn er uppfullur af
ólánssömum þjóðum sem sitja uppi með ótrúlega vonda
stjórnendur. Engu skárri en Múgabe er nágranni hans í
Sambiu, Levy Mwanawasa, sem neitar að þiggja matvæla-
aðstoð af ótta við að flytja sjúkdóma inn í landið. Á þessu
svæði er Kongó þó líklega versta dæmið um land sem spill-
ing og valdagræðgi hefur eyðilagt. Enda þótt varla finnist í
heiminum meira af eðalsteinum og góðmálmum er almenn-
ingur þar að kikna.
Valdasukkið í heiminum, sem er að eyðileggja líf millj-
ónatuga, er ekki aðeins bundið við Afríku. Því fer fjarri.
Nýleg dæmi úr gömlu Evrópu sýna að fjöldamorðingjar
skjóta enn þá hvarvetna upp kollinum. Slóbótan Mílósevits
var óþokki gærdagsins. í þessum efnum er Saddam Hussein
maður dagsins. Og morgundagurinn virðist vera að færa
fólki Kim Jong-il. Þessi kuldalegi leiðtogi Norður-Kóreu
fylgir fast á hæla föður síns í fátæktarvæðingu þjóðar sinn-
ar. Vopnin eru vítamín landsins.
Fyrir fimmtiu árum, þegar Kóreu var skipt í tvennt, var
hagsæld mest i norðurhlutanum af því þar var að finna iðn-
aðarsvæði landsins. í suðurhlutanum bjuggu fátækir bænd-
ur. Á hálfri öld hefur þetta snúist við. Á vel innan við
mannsaldri hefur vonlausum stjórnendum Norður-Kóreu
tekist að búa til samfélag manna sem nýlega hafnaði í efsta
sæti yfir ömurlegustu ríki heimsins. Þetta er heljarinnar
heimsmet. En vondum stjórnendum virðast engin takmörk
sett - fái þeir frið og tíma.
Það sem ekki verður keypt
Óli Björn Kára-
son
aöalritstjóri
Ritstjórnarbréf
í nokkru er það tímanna tákn að
um áramót skuli jafnt forsætisráð-
herra sem biskup íslands beina at-
hyglinni að siðferði - að því trausti
sem nauðsynlegt er að ríki í sam-
skiptum manna. Nýliðið ár gefur
mörg tilefni til þess.
Ég hef átt þess kost á síöustu
tæpum tveimur áratugum að fylgj-
ast ágætlega með íslensku þjóðlífi,
lengst af sem blaðamaður en einnig
sem þátttakandi í atvinnurekstri.
Þannig hef ég fylgst með og skrifað
ótal greinar um þær róttæku breyt-
ingar sem orðið hafa á íslensku
þjóðlífi í kjölfar aukins frelsis á
flestum sviðum - frelsi sem nú þyk-
ir sjáifsagt og eðlilegt, frelsi sem fá-
ir muna eftir að þeir nutu ekki fyr-
ir nokkrum árum.
1 flestu hefur þróunin verið
ánægjuleg. Stjórnendur íslenskra
fyrirtækja hafa öðlast aukið sjálfs-
traust eins og best sést á sókn is-
lenskra fyrirtækja inn á erlenda
markaði, allt frá fjármálum til sjáv-
arútvegs, frá lyfjaframleiðslu til
hugbúnaðar. Samkeppnishæfni ís-
lensks atvinnulífs hefur aldrei ver-
ið meiri. Og stjómmálaumræðan
hefur færst frá sósíalískri hug-
myndafræði yfir í hugmyndabar-
áttu um aukið frelsi og samkeppni
á sem flestum sviðum. Hugmyndir
almennings og stjómmálamanna
um ríkisvaldið og hlutverk þess
hafa gjörbreyst.
Harka og siðleysi
Ýmislegt sem gerst hefur hér á
landi á síðustu mánuðum og miss-
emm hefur hins vegar gefið ástæðu
til að hafa áhyggjur af þróuninni á
komandi árum. Harkan og á stund-
um siðleysið sem ég skynjaði ekki
áður hefur brotist upp á yfirborðið
líkt og bent var á í leiðara DV 30.
desember síðastliðinn: „Nú grípa
menn gæsina í hvert skipti sem
hún gefst. Hámörkun hagnaðarins
skiptir öllu. Siðferðilegar spurning-
ar um hvort rétt sé að eiga við-
skiptin hafa vikið fyrir stundar-
gróðanum. í stundargróðanum ligg-
ur ein mesta ógnun sem nú steðjar
að íslenskum fjármálamarkaði og
raunar að islensku viðskiptalífi í
heild. Því miður bendir ýmislegt til
þess að hægt en örugglega sé verið
að grafa undan eðlilegum hluta-
bréfamarkaði hér á landi.“
Auðvitað er það svo að langflest-
ir sem stunda viðskipti hér á landi
eru heiðarlegir og hið sama má
segja um íslenska stjórnmálamenn.
Þeir skilja að trúnaður og traust
verður seint ofmetið í samskiptum
manna - þeir fara því ekki aðeins
eftir skráðum lögum og reglum
heldur ekki síður eftir hinum
óskráðum siðareglum sem eru mik-
ilvægar öllum siðmenntuðum þjóð-
um. Undantekningarnar eru því
miður hrópandi. Útsmognir refir
spila á reglurnar - fara á svig við
lög og siðferði. Traust skiptir engu,
loforð skipta engu - aðeins hámörk-
un eigin hagsmuna. Og því miður
virðast margir komast upp með
refsháttinn og siðleysið, hvort held-
ur í viðskiptum eða stjómmálum.
Samhljómur
Samhljómur í áramótaávarpi
Daviðs Oddssonar forsætisráðherra
og í nýársávarpi herra Karls Sigur-
bjömssonar biskups er í mörgu
merkilegur og um leið skiljanlegur.
Biskupinn benti á að í viðskipt-
um hefðu verið miklar sviptingar:
„Spumingar vöknuðu um siðgæði
viðskiptalífsins, um traust og heil-
indi í viðskiptum og samfélagi.
Vandinn er hins vegar sá
að hinir fáu útsmognu
sem virða í engu almenn-
ar leikreglur eða siðferði
gera fjöldanum erfiðara
fyrir að stunda viðskipti
og stjómmál með heiðar-
legum hætti.
Trú snertir ekki aðeins hið svo-
kallaða andlega svið lífsins ... Hún
á umfram allt að verka hversdags,
þar eiga ávextir hennar að birtast
sem trúfesti, heilindi, tryggð og
umhyggja sem era grundvallarstoö-
ir heilbrigðs samfélags ...
Trúleysi ógnar mannlegu samfé-
lagi, viðskiptum og stjómmálum ...
Valið stendur milli trúeir og trú-
leysis á vettvangi hins hversdags-
lega, sem og viðskipta og stjóm-
mála.“
Forsætisráðherra talaði á sömu
nótum: „Gagnkvæmt traust er ...
orðið mikilvægasti lykillinn að
samfélagi okkar. En þó sýnist
stundum aö á sumum sviðum hafi
orðið afturför þegar að þessum
þætti kemur.“
Davíð benti á að mælingar sýndu
að almenningur bæri takmarkað
traust til stjómmálamanna og þó
ættu fáir meira undir því að njóta
trausts fólksins en einmitt þeir:
„Furðumargir segja hálfsatt eða
ósatt og virðast ekki leiða hugann
eina örskotsstund að heiðri sínum
og orðstír og það sem lakara er,
enginn hermir framkomuna upp á
viðkomandi og ótrúlega mörgum
virðist standa á sama ... Traust er
mikilvægasti þátturinn í því, sem
þeir er sýsla með fyrirtæki kalla
viðskiptavild. Traust getur maður
ekki fengið lánað og heldur ekki
keypt. Maður verður að ávinna sér
traust með framgöngu sinni og það
er ekki hlaupið að því að endur-
heimta það, ef það glatast."
Hólaræða
Hólaræða Guðna Ágústssonar í
ágúst á liðnu ári er að nokkru
sama marki brennd og áramóta-
ræður forsætisráðherra og biskups,
þó landbúnaðarráðherra skreyti
mál sitt meira og noti sterkari liti.
Skilaboðin eru í nokkru þau sömu
en með öðrum orðum: „Eru nýjar
aðalsstéttir að ná tökum, hafa vaxt-
arverkir fylgt góðærinu eða hafa
erlendir samningar sem við höfum
gert haft áhrif á þessa þróun, eru
hlutafélögin öll með fallegu nöfnun-
um tæki til að safna auði og ná í
fjármagn í nýrri valdabaráttu?
Stundum fær maður á tilfinning-
una að allt sé þetta leikur stórra
stráka i sandkassa. Við horfum á
milljarða viðskipti í yfirtöku og
sameiningu fyrirtækja, við skynj-
um að einyrkinn er homreka og
burtrækur úr aldingarði fjársýslu-
mannanna. Við heyrum og sjáum
stór gjaldþrot þar sem þeir minni
eru féflettir ... Hér þarf nýjar og
skýrar línur, okkar samfélag þrífst
best sé auði og völdum dreift og að
eignaraðildin að auðsuppsprett-
imni sé margra en ekki fárra.“
Ég skrifaði á sínum tíma rit-
stjómarbréf um Hólaræðu landbún-
aðarráðherra og varaði við þeirri
undirliggjandi hugmyndafræði ráð-
herrans: „Með áræðni, dugnaði og
eljusemi eru mönnum í atvinnulíf-
inu ílestir vegir færir. Það hefur
verið gæfa okkar íslendinga að til
skuli vera menn - kallaðir athafna-
skáld á hátíðarstundum - sem eru
reiðubúnir að hætta öllu sínu við
að byggja upp fyrirtæki. Og smátt
og smátt hefur viðhorf til þeirra
sem skara fram úr á sviði atvinnu-
lífsins vegna dugnaðar og útsjónar-
semi orðið jákvæðara. Að líkindum
er það ein mesta og besta breyting
sem orðið hefur á íslensku þjóðfé-
lagi á síðustu árum.“
Vandinn er hins vegar sá að hin-
ir fáu útsmognu sem virða í engu
almennar leikreglur eða siðferði
gera fjöldanum erfiðara fyrir að
stunda viðskipti og stjórnmál með
heiðarlegum hætti. Og einmitt þess
vegna myndast jarðvegur fyrir hug-
myndir sem ganga út frá því að rík-
ið geti leyst flestan vanda í mann-
legum samskiptum með beinum
hætti. Reynslan sýnir að fremur er
neikvætt samband milli umsvifa
ríkisins og siðferðis. Og ríkið getur
ekki keypt traust handa siðleys-
ingjum samtímans.
Sigmundur Ernir