Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 35
34 Helgarblac) H>V LAUGARDAGUR -4. JANÚAR 2003 LAUGARDAGUR -4. JANÚAR 2003 H&lgarblað 13V 39 Oftast óhræddur Halldór Ásqrímsson, formaður Framsóknarflokksins, mun bjóða sig fram íReqkjavík að vori ístað Austfjarða áður. Hann tal- ar við DV um skoðanakannanir sem sýna hann utan þinqs, átökin um líf Reykjavíkurlistans oq erfið veikindi á árinu sem var að líða. Það er örlítið flókið mál að komast alla leið inn á skrif- stofu utanríkisráðherra íslands. Það þarf að gera grein fyr- ir sér hér og þar og það þarf að opna dyr og rata í lyftuna. Halldór ráðherra býður upp á diet-kók að baki jólum og ára- mótum og segist hafa farið í ræktina í morgun. Þegar talið verður upp úr kjörkössum eftir alþingiskosn- ingamar í vor verður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, sá þingmaður sem lengstan starfsaldur hefur af þeim sem þá sitja á þingi. Hann settist á Alþingi 1974 og hefur setið þar síðan ef frá er talinn tíminn milli 1978 og 1979 þegar hann féll út af þing- inu og fór á sjóinn. Halldór hefur allan sinn pólitíska feril verið þingmaður Austfirðinga en hefur ákveðið að flytia sig um set í vor og leiða lista flokksins í Reykjavík norður. Hér er talað eins og úrslit kosninganna verði honum hagfelld en tvær skoðana- kannanir hafa sýnt fylgi flokks hans i lágmarki og þingsæti Halldórs í hættu. Sjálfur segist hann stefiia að og reikna með að setjast á þing eftir kosningar. En mun hann tala við Reykvikinga með öðrum hætti en Austfirðinga? „Ég sé ekki að áherslur breytist mikið,“ segir Haildór. „Ég mótaðist í bamæsku og á unglmgsárum í einangrun í dreifbýli og var í sveit og á sjó og endaði svo hér í þéttbýl- inu. Ég hef alltaf haldið þessum tengslum við landsbyggðina og þeim mun ég halda sem formaður Framsóknarflokksins. Það sem breytist er að hér í Reykjavík verð ég í meira ná- vígi við fólk og kjósendur. Sem ráðherra starfa ég á alþjóðavettvangi og hef því skoðað íslenska hagsmuni í alþjóðlegu ljósi og tel það stærsta hagsmunamál okkar nú sem stendur. Þetta er ekki það ljós sem ég sá Island í þegar ég var að alast upp austur í Vopnafirði og Homafiröi. Ég hef upplifað gífurlegar breyt- ingar í íslensku samfélagi og sé miklar breytingar á alþjóða- vettvangi sem eiga eftir að hafa áhrif hér.“ Við erum tilfinningaverur - Hér er Halldór að tala um þróunina í Evrópumálum, heimsmyndina í Ijósi hryðjuverka, endurmat á öryggismál- um Bandaríkjamanna og vamarsamstarf okkar og þeirra. „Breytt heimsmynd mun hafa mikil áhrif hér á landi. Hjá Evrópusambandinu em fram undan erfiðar viðræður þar sem fjölmörg hagsmunamál okkar koma til umræðu. Marg- ar aðrar þjóðir em að endurmeta afstöðu sína og ef t.d. Nor- egur gengur inn þá sér hvert mannsbam að samningurinn um EES verður ekki rekinn af neinu viti.“ - Erum við að missa að lestinni í þessum málum? „Við erum að upplifa gífurlegt umrót á alþjóöavettvangi og þurfum upplýsta umræðu og verðum að taka erfiðar ákvarðanir á skömmum tíma ef hagsmunir okkar krefjast þess. Ég var þeirrar skoðunar að við ættum ekkert erindi inn í Evrópusambandið. Ég hef endurmetið þá afstöðu og reynt að svara þeim spumingum hvers vegna við getum ekki verið með í Evrópusambandinu þegar allir aðrir virð- ast geta það. Ég tel nú að hægt væri að ná samningum við Evrópusambandið varðandi fiskveiðimál sem við gætum lif- að við en áður taldi ég þetta ekki mögulegt." - Eru íslendingar ekki svo tilfinningaríkir á þessu sviði eftir öU þorskastríðin að við myndum líta á aUa eftirgjöf sem ósigur? „Við emm mjög miklar tUfinningaverur. Okkur þykir vænt um landið okkar og emm stolt af okkar uppruna og æskustöðvum og erum mjög sjálfstæðir í hugsun. Við vUj- um að sjálfsögðu viðhalda þvi frelsi sem við höfum. Ég er ekkert öðmvísi en aðrir Islendingar að þessu leyti og vU halda mínu frelsi og frelsi þjóðarinnar. En aUir íslendingar þurfa fuUt frelsi í alþjóðasamfélaginu svo þeir geti nýtt möguleika tU mennta, atvinnu og menningar. TU þess að menn hafi þetta frelsi verðum við að hafa fúUan aðgang að samfélaginu og það höfum við ekki nema gegnum samninga og náið samneyti við aðrar þjóðir. Eitt af því sem þar kem- ur tU álita er aðUd að Evrópusambandinu því eitt er víst að við verðum að hafa þetta frelsi. Svo em aðrir sem telja að við missum okkar frelsi við að vera aðilar að sameiginlegri sjávarútvegsstefriu og landbún- aðarstefnu sambandsins. Þetta eru spumingar sem við verðum að svara og ég sem formaður Framsóknarflokksins hef verið að leggja minn flokk í þessa erfiðu þraut því mér finnst að við höf- um þær skyldur að ræða málið tU hlít- ar. Ég tel ekki skynsamlegt að útUoka hluti fyrirfram því við ráðum ekki að- stæðum. Ef breytingar verða á öryggis- samstarfi Islands og Bandaríkjanna, sem ég vona að verði ekki, þá væri það enn einn hlutur sem getur haft áhrif því þetta bandalag þjóða varðar einnig varnir." Halldór Ásgrímsson ætlar að flytja sig um set úr Austfjarðakjördæmi til Reykjavíkur og bregður hér á leik við nokkra Reykvíkinga sem standa steyptir í brons í Öskjuhlíðinni. Hann tók snarpan slag við R-listann í Iok síðasta árs. Hann segir að samstarfið hafi hangið á bláþræði en teiur að samstarf við vinstri-græna hefði vel komið til greina. Lít elíki á Davíð sem andstæðing - Verður þetta gert að kosningamáli í vor? „Það er engin leið að komast hjá því að málið verði á dagskrá og það er mín skoðun að við munum standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum á næsta kjörtimabUi. Við verðum í viðræðum um öU þessi mál á þessum kosninga- vetri, bæði við Bandaríkjamenn um vamarmál og Evrópusambandið um greiðslur okkar og aðgang að sameigin- legum mörkuðum. Þannig er það ekki ég sem ákveð dag- skrána heldur aðstæðumar, kjósendur og fjölmiðlar sem vUja ræða það sem efst er á baugi." - Davíð Oddsson forsætisráöherra hefur verið þér ósam- mála úm möguleikana á aðUd og málið mætir einnig and- stöðu í þínum flokki. Er þetta algerlega þverpólitískt? „Ég vU ekki líta á Davíð sem andstæðing minn. Hann hef- ur annað mat á hlutum en ég og það skerpir umræðuna. Ég er í miklum tengslum við þennan vettvang og því hlýt ég að eiga erindi inn i umræðuna og mér ber að hafa þar ffurn- kvæði. Hins vegar hefur forsætisráðherra komið fram með hug- mynd um þverpólitíska Evrópunefnd og þeirri hugmynd fagna ég enda hefur slík hugmynd verið rædd í mínum flokki. Við erum tU í þá vinnu og Framsóknarflokkurinn er vel undirbúinn og mikið starf hefur verið unnið í Evrópu- nefhd flokksins." Tek mark á köimunum - Tvær skoðanakannanir hafa sýnt að þú sért ekki örugg- ur með þingsæti þitt í Reykjavík. Gerir þetta þig ekki tauga- óstyrkan? „Nei, það gerir það ekki. Ef það er tUfeUið að staða flokks- ins sé með þessum hætti þá er eðlUegt að formaðurinn taki þann hita á sig. Ég hef aldrei litið svo á að það væri hægt að skapa mönnum eitthvert öryggi í stjómmálum og ég hef ekkert verið að leita eftir því. Ég tók ungur þá ákvörðun að fara út í stjómmál og hætti því sem ég hafði ætlað mér sem var að helga líf mitt kennslu á sviöi endurskoðunar- og reUoiingshalds. Það var afdrifarík ákvörðun og ég komst að því fjórum árum síðar þegar ég féU af þingi. Daginn eftir hætti ég að fá laun og þurfti að leita mér að öðm starfi og réð mig sem háseta á bát. Það var hedmikU lífsreynsla því ég hafði brennt brýr að baki mér. Samt ákvað ég að halda áffarn og hér er ég.“ - í aðdraganda síðustu þingkosninga kom ffarn skoðana- könnun um fylgi flokka á Austfjörðum sem sýndi Sjálfstæð- isflokkinn stærri en Framsóknarflokkinn i kjördæminu og þótti tíðindum sæta. Er sagan að endurtaka sig? „Þetta kom mér á óvart en þegar ég kom austur í barátt- una áttaði ég mig á því að staða mín og flokksins var verri en ég hélt. Það er eins meö þessar skoðanakannanir að ég tek þær alvarlega en tel mig eiga erindi í íslenskum stjóm- málum og mun beijast og treysta því að ég nái sæmUegum árangri. Ég var sár og reiður fyrst á eftir 1978 þegar ég féU út en það fór úr mér með sjóveikinni. Ég er sennUega orð- inn of gamaU tU að fara á sjóinn aftur en ég hef engar áhyggjur af mér persónulega og er ekkert upptekinn af þvi.“ Framsókn og Kárahnjúkar - Er lök staða Framsóknar í könnunum staðfesting þess að flokknum er refsað fyrir stjómarsamstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn? „Það verða einhveijir að stjóma þessu landi,“ segir HaU- dór. .jEftir síðustu kosningar var ekkert annað í spUunum en að halda samstarfmu áffam. Við höfum tekið að okkur mörg erfið mál og þurft að gjalda fyrir það á ýmsan hátt.“ HaUdór nefhir sérstaklega virkjanamálin sem hann segir að Framsóknarflokkurinn beri sérstaklega fyrir bijósti og telur að menn muni flykkjast um þann málstað nú þegar at- vinnuleysi er að aukast. „Það verður að horfa tU framtíðar og ég tel að ffam- kvæmdir við Kárahnjúka hleypi nýjum krafti í aUt atvinnu- lífið. Ef við viljum auka atvinnu og skapa fleiri störf og fá aukið fjármagn tU að standa undir veUerðarkerfmu auk þess að efla atvinnulíf á landsbyggðinni verðum við að fóma einhveiju tU. Ég tel þessar ffamkvæmdir réttlætanleg- ar í því ljósi að þjóðin fær á móti hundrað nýrra starfa, auk- inn hagvöxt og traustari velferð. Þetta mál var okkur erfitt i síðustu kosningum, bæði í ReykjavUc og fyrir austan, þar sem menn trúðu ekki að af þessu yrði.“ Hvar eru tilfinningarnar? - HaUdór segist telja að Kárahnjúkamálið verði komið tU hliðar þegar nær dregur kosningum en reUmar með að ein- urð Framsóknar verði talin þeim tU tekna. - Þótt virkjanaáform við Kárahnjúka séu nær í höfii er enn ósamið viö Alcoa og mönnum hefur orðið tíðrætt um arðsemi. Er ekki óhjákvæmUegt að leggja tölur um orku- verð á borðið? „Það verður trúlega gert þegar málið verður lagt fyrir Al- þingi. Alcoa fer væntanlega ekki í ffamkvæmdir nema ná einhverri arðsemi og það gerir Landsvirkjun ekki heldur. Það er alveg skýrt að þetta er hagkvæmara verkefni en þeg- ar virkjað var við BúrfeU og álver reist í Straumsvík. Hitt fmnst mér skrýtið að þeir sem era mest á móti þessu máli era hættir að tala um umhverfisspjöU og famir að tala um arðsemi. TUgangurinn virðist þannig helga meðalið. Þetta fmnst mér sérkennUegt að sjá fólkið sem hefur barátt- una á tUfmningum og ást sinni á austfirskri náttúra skuli vera komið á 100 km hraða í arðsemisútreikninga. Þetta er mjög sérstakt og mér er nær að halda að slíkt fóUd hafi ekki þá ást og sannfæringu sem ffam kom i upphafi. Ég hef tU- hneigingu tU þess að treysta hest dómgreind þeirra sem búa á svæðinu, t.d. bændum sem hafa eytt ævi sinni í að um- gangast þetta land og ég verð ekki var við sömu tUfmninga- semi þar, enda þótt engum dyljist umhyggja þeirra og virö- ing fyrir náttúrunni." Fráleitt að borgarstjórn stöðii málið - Umræðan um Kárahnjúka er nátengd Reykjavíkurborg með þeim hætti að Reykjavíkurborg þarf að ganga i ábyrgð vegna framkvæmdanna sem einn eigandi Landsvirkjunar. í ljósi þess að t.d. vinstri-grænir, sem lýst hafa andstöðu við framkvæmdimar, era aðilar að R-listanum, getur þá komið tU þess að þetta mál spiRi samstarfinu? „Ég hef engar áhyggjur af því. Framsókn, Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking hafa stutt málið á Alþingi og þeirra fuUtrúar hljóta að vera bundnir af þeim sam- þykktum flokkanna. Það er fráleitt að ætla að persónu- legar skoðanir einstakra borgarfuUtrúa geti velt slíku máli þegar samþykktir flokkanna eru skýrar. Það hefur auk þess aldrei tíðkast að borgarstjóm Reykjavíkur taki afstöðu tU einstakra ffamkvæmda Landsvirkjunar. Þess- ir þrir flokkar hljóta að geta tryggt málinu framgang í borgarstjóm." Koma ábyrgð yfir á aðra - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði af sér sem borgar- stjóri næstsíðasta dag ársins og hefúr í ffamhaldinu sagt skýrt að hún hafi verið knúin tU þess af ffamsóknarmönn- um og hún hafi orðið vitni að ógeðfeUdri valdbeitingu inn- an flokksins og framsóknarmenn hafi verið tUbúnir tU sam- starfs með sjálfstæðismönnum og myndun nýs meirihluta. Hvemig kom forysta Framsóknarflokksins að þessu máli? „Ég talaði við Ingibjörgu Sólrúnu, össur Skarphéðinsson, Steingrím J. Sigfússon um þetta mál og átti mörg samtöl við Alffeð Þorsteinsson. Borgarstjóri valdi að fara tU starfa á vettvangi landsmála fyrir Samfýlkinguna og það er afar sér- kennUegt að sjá Samfylkinguna reyna að koma ábyrgðinni af þeirri ákvörðun yfir á aðra. Við vUdum aUtaf leysa málið og voram opnir fyrir ýms- um lausnum sem ég ræddi meðal annars við Össur Skarp- Halldór greindist með krabbamein á síðasta ári en gekkst undir vel heppnaða aðgerð og sneri fyrr aftur til starfa en hann hugði. Hann segist vera heppnasti niaður ársins. I)V niyndir GVA héðinsson og í okkar samtali kom m.a. upp lausn sem nú er orðin að veruleika. Þar vora ýmis nöfn nefnd, þar á meðal nafn Þórólfs Ámasonar. Það var Ingibjörg sem gerði þetta að sinni tiUögu og við samþykktum hana strax þar sem við vorum áffam um farsæla lausn málsins en samfyikingar- menn áttu aðeins erfiðara með það.“ Hver var að beita valdi? - Hvað á Ingibjörg við þegar hún segir að ffamsóknar- menn hafi þvingað hana tU þess að segja af sér? „Það hef ég ekki hugmynd um. Mér finnst það með ólík- indum að borgarstjóri og Samfylking séu að koma sínum ákvörðunum á aðra. Hún tók að sér að leiða listann og gaf yfirlýsingu um að hún ætlaði ekki í þingffamboð og hún myndi verða borgarstjóri í fjögur ár. Síðan velur hún að fara í þingframboð og hún hlýtur að hafa vitað nákvæmlega hvað hún var að gera. Það verður að gera tU hennar þær kröfur og síöan hitt að hún skyldi ætlast tU þess að það yrðu engin viðbrögð er með hreinum ólíkindum. Hafi svo veriö hlýtur maður að spyrja: hver var að beita valdi?" Eina krafan að orð skyldu standa - Ingibjörg sagði að ótti og reiði væra ekki góðir fylgi- nautar í ákvarðanatökum og var augljóslega að tala um við- brögð ykkar. Voru þetta þær tUfinningar sem vöknuðu? „Ég leit á þetta sem verkefni sem þyrfti að leysa og viö- brögð okkar hafi verið fúmlaus og óttalaus og mér fmnst bamaskapur að menn skuli tala með þessum hætti. Ef menn eru hræddir, reiðir eða sárir þá gera menn ekkert af viti. Okkar viðbrögð vora eðlUeg og við höfum ekki notað nein stór orð í kringum það. Okkar eina krafa var að orð skyldu standa." - Kom þetta algerlega flatt upp á samstarfsflokkana? „Ég held að Ingibjörg hafi lengi ætlað sér i landsmálin en trúði eins og aðrir yfirlýsingum um hið gagnstæða. Mér fannst atburðarásin af hálfu Samfylkingar sérkennUeg og ekki sýna mikla yfirvegun. Hefðum reynt samrað við vinstri-græna - Hvað nálægt vora menn því að samstarfið um R-listann væri að bresta? „Það var mjög nálægt því. Ég tel að það hafi verið spum- ing um einhveija klukkutíma. Ég held að Samfylkingin hafi ætlað að draga ákvörðun sína um stuðning við sáttatUlögu, m.a. vegna innbyrðis valdabaráttu, og þetta var um það bU að liðast í sundur." - Ingibjörg segir að viðræður um nýjan meirihluta hafi verið í kortunum en þú hefúr neitað þessu alfarið. Hvað er rétt í málinu? „Ef R-lista-samstarfið hefði brostið hefði þurft að mynda nýjan meirihluta. Ég veit ekkert hvemig það hefði endað en við hefðum reynt að vera í samráði við vinstri græna sem reyndust heUindamenn í þessu máli. Framkvæmdastjóri Samfylkingar sagði eitthvað á þá leið að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samstarfsflokkun- um, þvi „hvað ættu þeir svo sem að gera“. Hann hefur sjálf- sagt haldið að við værum haldnir slUcri hræðslu og aum- ingjaskap að viö myndum ekki þora að gera neitt annað. Það var mUcUl misskilningur. Ég held að það sé rétt mat hjá Ingibjörgu Sólrúnu að meta ekki Framsóknarflokkinn þannig að hann þori ekki að taka á málum þegar komin er upp erfið staða." - Það voru semsagt engar viðræður komnar í gang? „AUs ekki. Þetta mál barst hins vegar tvisvar í tal mUli mín og forsætisráðherra þar sem ég upplýsti hann um stöð- una.“ Ónýtt hjónaband? - Er samstarf R-listans þá nú eins og ónýtt hjónaband sem fólk hefúr ákveðið að halda saman út af bömunum? „Það er aUtaf erfitt að byggja upp þegar eitthvað hefúr verið skemmt en það er ekkert ómögulegt og stundum verð- ur sambúðin betri á eftir. Kosningamar snerast um að halda þessu samstarfi áffarn. Við teljum það skyldu okkar að reyna að standa við það. Ég held að nýr borgarsfjóri geti vel myndað samstöðu miUi aðUa.“ Skelfilegt orð: krabbamein - HaUdór Ásgrímsson greindist með krabbamein í blöðra- hálskirtli í vetur og gekkst undir skurðaðgerð í kjölfarið. Var þetta erfiður tími? „Það fannst mér ekki. Þegar maður fær svona fregnir að maður sé haldinn alvarlegum sjúkdómi þá bregður manni. En eftir það gerðist ekkert nema gott. Mér finnst ég vera heppnasti maður ársins og ég hef þroskast á þessu og er af- skaplega þakklátur fiölskyldunni minni, læknum og hjúkr- unarfóUci og vinum. Ég upplifði þetta ekki sem erfiðan tíma heldur ákveðið kraftaverk. Þetta er skelfilegt orð: krabba- mein og flestir halda að það komi aldrei neitt fyrir þá sjálfa og þegar það gerist þá verður maður hugsi. í mínu tUvUci gekk aUt upp og ég er nokkum veginn óbreyttur eftir. Þetta er algengasta krabbamein sem greinist í karlmönnum en svo var það skorið í burtu og þá er ég i sama áhættuhópi og aðrir á eftir. Konan mín og fiölskylda studdi mig mikið og margir sýndu mér dýrmætan vinarhug. Þetta gekk aUt bet- ur en ég hefði þorað að vona og ég kom aftur tU starfa fyrr en ég ætlaði í upphafi. Mér þykir vænna um lífið eftir þessa reynslu og met fiöl- skyldu mína enn meira og þann tíma sem ég get átt með henni. Lífshættir mínir hafa ekkert breyst eftir þetta. Ég hef kannski eitthvað breytt matarvenjum mínum en annars stendur eftir nokkum veginn sá sami HaUdór Ásgrímsson, oftast óhræddur. -PÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.