Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR JANÚAR 2003 Helqctrblað 33 "V 55 islendingaþættir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesloæ hefur verið valinn maður ársins í íslenskum stjómmálum 2002 af Deiglunni Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Árni fæddist í Vestmannaeyjum 30.7. 1956 og ólst þar upp. StarfsferiU Árni lauk stúdentsprófi frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1981, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá University of Tennessee í Bandaríkjunun 1986 og fór námsferðir til Bandaríkjanna og Evrópu er lúta að fyr- irtækjarekstri og stjórnmálum. Árni stundaði fiskvinnslu og sjómennsku á námsár- unum I Vestmannaeyjum, var stundakennari i Voga- skólanum 1974-78, blaöamaður á Vísi 1980-81, fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-84, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar 1986-88, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands 1989-94, borgarstjóri í Reykjavík 1994, var odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1994-98, fram- kvæmdastjóri Tæknivals og síðan ACO 1998-2002 og hefur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ frá 2002. Árni sat i stjórn Heimdallar 1977-79 og var formað- ur félagsins 1981-83, formaður SUS 1987-89, var borg- arfulltrúi í Reykjavík 1986-98 og borgarráðsmaður 1990-98, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 1986-90, sat í atvinnumálanefnd frá 1986, í heilbrigðis- ráði 1986-90, formaður stjórnar sjúkrastofnana 1990-94, i húsnæðisnefnd 1990-94 og formaður skóla- málaráðs 1991-94 og er formaður FÍB frá 1995. Fjölskylda Kona Árna er Bryndís Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1959, talmeinafræðingur. Hún er dóttir Guðmundar Egils- sonar, safnvarðar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og k.h., Hervarar Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Árna og Bryndísar eru Aldís Kristín, f. 19.4. 1980; Védís Hervör, f. 8.7. 1982; Guðmundur Egill, f. 18.12. 1988; Sigfús Jóhann, f. 15.8. 1990. Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi, f. 4.6. 1954, pró- fessor við HÍ; Gylfi, f. 23.2. 1961, framkvæmdastjóri; Margrét, f. 19.7. 1963, innanhússarkitekt; Þór, f. 2.11. 1964, hagfræðingur; Sif, f. 16.11. 1967, flugfreyja. Foreldrar Árna eru Sigfús Jörundur Johnsen, f. 25.11. 1930, félagsmálastjóri í Garðabæ, og Kristín Sig- ríður Þorsteinsdóttir, f. 27.5. 1930, húsmóðir. Ætt ' Meöal föðursystkina Árna er Ingibjörg, móðir Árna Johnsens, fyrrv. alþm. Sigfús er sonur Árna Johnsens, útvegsb. í Suðurgarði í Vestmannaeyjum, bróður Sig- riðar, móður Gísla Ástþórssonar blaðamanns. Árni var sonur Jóhanns Johnsens, kaupmanns og útvegsb. í Vestmannaeyjum. Móðir Jóhanns var Guðfinna Jóns- dóttir Austmanns, pr. í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðný Jónsdóttir eldprests, Stein- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hárskerameistari í Reykjavík Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson háriðnmeistari, Beykihlíð 13, Reykjavík, verður fimmtugur á mánu- daginn. StarfsferiU Vilhjálmur, sem margir kannast við undir nafninu Villi Þór, fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogin- um. Hann lauk prófi sem hárskerameistari frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1972. Vilhjálmur opnaði Hár-snyrtingu Villa Þórs í Síðu- múla 8 1974. Þremur árum síðar flutti hann stofuna i Ármúla 26. Hann starfrækti stofuna til 1996 er hann seldi hana. Hann opnaði síðan stofuna Hárlist.is. við Skolavörðustíg haustið 2002 og hefur starfrækt hana síðan. Vilhjálmur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum um ævina. Hann hefur verið stjórnarmaður i Heila- vernd, félagi sem beitir sér í þágu fólks með ættgenga heilablæðingu, frá stofnun þess. Hann hefur verið knattspyrnudómari um árabil frá sextán ára aldri, var félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða i mörg ár, hefur verið meðlimur í JC-hreyfingunni frá 1974, var stofn- félagi JC Borgar 1974, stofnaði JC Bros 1987 og var for- seti JC Mosfellssveitar 1981-82 og hefur starfað við söfnun á vegum JC á Bylgjunni til styrktar Heila- vernd. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 1972 Ástu Lovisu Leifsdóttur, f. 15.5. 1951, d. 1984, húsmóður, starfsmanni við Laugar- ásbíó. Hún var dóttir Leifs Steinarsonar, fyrrv. starfs- manns Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Jónínu Stein- grímsdóttur sem er látin. Kjördóttir Vilhjálms, dóttir Ástu Lovísu, er Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, f. 14.8. 1970, d. 2000, var gift Þórsteini Pálssyni, leigubílstjóra í Reykjavík. Börn Vilhjálms og Ástu Lovísu eru Daði Þór, f. 29.9. 1973, læknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, kvæntur Elvu Björg Jónasdóttur hjúkrunarfræðingi og er dóttir þeirra Sara Margrét; Ásta Lovísa, f. 9.8. 1976, nemi í Nuddskóla íslands, búsett í Hafnarfirði, og eru börn hennar Kristófer Daði og Embla Eir. Dóttir Vilhjálms og Guðríðar Ólafsdóttur, f. 26.12. 1954, frá Blönduósi er Hödd, f. 21.12. 1981, starfsmaður Tals hf., búsett i Reykjavík, en maður hennar er Har- aldur Bergsson. Sonur Vilhjálms og Ástu Sigríðar Stefánsdóttur, f. 4.10. 1961, er Vilhjálmur Þór, f. 3.1. 1994. Vilhjálmur á tvær systur. Þær eru Inga Indíana Svala, f. 25.4. 1943, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Páll Trausti Jörundsson húsasmíðameistari og eiga þau börnin Valgerði, Maríu, Vilhjálm og Brynju; Kára Hrönn, f. 20.6. 1947, húsmóðir í Reykja- vík en maður hennar er Sigmundur Smári Stefánsson bakarameistari og eiga þau börnin Guðlaugu, Guð- nýju Hrönn og Styrmi Má. Foreldrar Vilhjálms eru Vilhjálmur Pálsson, f. 28.7. 1922, d. 1993, fyrrv. vörður í Austurbæjarútibúi Lands- banka íslands, og Valgerður Oddný Ágústsdóttir, f. 22.4. 1924, fyrrv. starfsmaður í mötuneyti Múlaútibús, búsett í Garðabæ. Ætt Vilhjálmur var sonur Páls, mótorista í Reykjavík .Níelssonar, ættaður úr Borgarfirði, og Elínar Guð- rúnar Þorsteinsdóttur, systur Þorbjörns, föður Sigur- björns ríkisskattstjóra. Valgeröur Oddný er dóttir Ágústs, sjómanns í Vest- mannaeyjum, Guðmundssonar, b. á Háamúia í Fljóts- hlíð, Jónssonar. Móðir Ágústs var Margrét Jónsdóttir. Móðir Valgerðar Oddnýjar var Guðný Pálína Páls- dóttir, í Sandgerði, Jónssonar og Þuriðar Jónsdóttur. grímssonar. Móöir Sigfúsar var Margrét Marta Jónsdóttir, b. í Suöurgarði í Eyjum, Guðmundssonar, hreppstjóra á Voðmúlastööum, Guðmundssonar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir, formanns í Hallgeirsey, Brandssonar, b. á Úlfsstöðum, Eirikssonar, b. í Ketil- húshaga, Loftssonar, hreppstjóra á Víkingslæk, Bjarnasonar, ættfóður Víkingslækjarættar, Halldórs- sonar, forfóður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Móðursystkini Árna: Víglundur, læknir í Garðabæ; Stefán, kennari í Hafnarfirði, og Inga Dóra, sjúkraliði í Reykjavik. Faðir Kristínar var Þorsteinn, skólastjóri og bæjar- fulltrúi i Vestmannaeyjum, bróðir Lilju, ömmu Guð- jóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Eyjum. Þorsteinn var sonur Víglundar, b. á Krossi í Mjóafirði, Þorgríms- sonar, b. á Staðarbakka, Víglundssonar. Móðir Þor- steins var Jónína, dóttir Þorsteins, b. í Geirshlíð, Þor- steinssonar, bróður Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Böðvars Guðmundssonar rithöfundar. Móðir Jónínu var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Kristínar var Ingigerður Jóhannsdóttir, b. á Krossi í Mjóafirði, Marteinssonar, b. í Sandvíkurparti, Magnússonar, b. í Sandvíkurparti, Marteinssonar, b. í Skuggahlíð, Jóns- sonar. Móðir Ingigerðar var Katrín, dóttir Gísla Eyj- ólfssonar í Mjóafirði, og Halldóru Eyjólfsdóttur ljós- móður. Höfuðstafir nr. 60 Ef einhver hefur haldiö að tími rimnakveðskaparins væri liðinn verður sá hinn sami að endurskoða af- stöðu sína. Rímur eru enn að verða til. Einar Thorodd- sen læknir er að yrkja rímu sem tileinkuö er golfi- þróttinni. Mér hefur borist í hendur hluti af þessu verki. Fyrsta ríman er undir ferskeyttum hætti, hring- hendum. Þar er þessi vísa: Sýna taugar sálarbeyg svitinn laugar enni. Kúlan flaug af fyrsta teig. Fylgdu augun henni. Fyrsta ríma endar þannig: Sótt er glíman seint um nótt Suttungs vímu knúin. Líður tíminn furðu fljótt. Fyrsta ríman búin. Önnur rima er undir ferskeyttum hætti, óbreyttum. Þar er m.a. þetta: Þáfer einnig allt á hvolf (angri skatnar flíka) þegar konur gœðagolf geta spilaó líka. Sást er braut var oróin auö út á völlinn skokka kona ein sem af sér bauó afar góóan þokka. Ríman fjallar svo m.a. um ævintýri konunnar og samskipti kynjanna á golfvellinum. Þriðja ríma er undir braghendum hætti, baksneidd. Hún hefst eins og vera ber á mansöng: Nú er tíminn nýttur til aö nota vitiö, og ég lœt þess einnig getiö: Andagift er sótt á netió. Umsjón Ljóöin, sem ég lœri, öll ég les af skermi. Bregöur hverjum bókaormi. Birtist allt á tölvuformi. Frekar erfittfmnst oss þaó að fá sér yl viö. Yftr þessu skal ei skolftó; skellum okkur beint í golftö. Heiminn allan hár og breiöur hylur vefur. Búiö er meó prjál og pífur. Punktur is er þaö sem blífur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Lokavísan í dag á sér nokkra sögu. Maður á níræð- isaldri, við góða heilsu en vinnulúinn eftir langa æfi, gekk til hvílu aö kveldi við hlið konu sinnar, las í bók um stund, reis svo upp við dogg, lagði bókina frá sér, slökkti ljósið, lagðist út af- og dó. Ólína Þorvarð- ardóttir, skólameistari á ísafirði, gerði um þetta vísu: Þá er sigurs þegiö náöarveldi, aö þurfa ekki dauöastríö aö heyja, en mega þegar líöur lífs að kveldi leggjafrá sér góöa bók - og deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.