Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Page 51
LAUGARDAGUR JANÚAR 2003 Helqctrblað 33 "V 55 islendingaþættir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesloæ hefur verið valinn maður ársins í íslenskum stjómmálum 2002 af Deiglunni Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Árni fæddist í Vestmannaeyjum 30.7. 1956 og ólst þar upp. StarfsferiU Árni lauk stúdentsprófi frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1981, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá University of Tennessee í Bandaríkjunun 1986 og fór námsferðir til Bandaríkjanna og Evrópu er lúta að fyr- irtækjarekstri og stjórnmálum. Árni stundaði fiskvinnslu og sjómennsku á námsár- unum I Vestmannaeyjum, var stundakennari i Voga- skólanum 1974-78, blaöamaður á Vísi 1980-81, fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-84, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar 1986-88, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands 1989-94, borgarstjóri í Reykjavík 1994, var odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1994-98, fram- kvæmdastjóri Tæknivals og síðan ACO 1998-2002 og hefur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ frá 2002. Árni sat i stjórn Heimdallar 1977-79 og var formað- ur félagsins 1981-83, formaður SUS 1987-89, var borg- arfulltrúi í Reykjavík 1986-98 og borgarráðsmaður 1990-98, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 1986-90, sat í atvinnumálanefnd frá 1986, í heilbrigðis- ráði 1986-90, formaður stjórnar sjúkrastofnana 1990-94, i húsnæðisnefnd 1990-94 og formaður skóla- málaráðs 1991-94 og er formaður FÍB frá 1995. Fjölskylda Kona Árna er Bryndís Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1959, talmeinafræðingur. Hún er dóttir Guðmundar Egils- sonar, safnvarðar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og k.h., Hervarar Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Árna og Bryndísar eru Aldís Kristín, f. 19.4. 1980; Védís Hervör, f. 8.7. 1982; Guðmundur Egill, f. 18.12. 1988; Sigfús Jóhann, f. 15.8. 1990. Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi, f. 4.6. 1954, pró- fessor við HÍ; Gylfi, f. 23.2. 1961, framkvæmdastjóri; Margrét, f. 19.7. 1963, innanhússarkitekt; Þór, f. 2.11. 1964, hagfræðingur; Sif, f. 16.11. 1967, flugfreyja. Foreldrar Árna eru Sigfús Jörundur Johnsen, f. 25.11. 1930, félagsmálastjóri í Garðabæ, og Kristín Sig- ríður Þorsteinsdóttir, f. 27.5. 1930, húsmóðir. Ætt ' Meöal föðursystkina Árna er Ingibjörg, móðir Árna Johnsens, fyrrv. alþm. Sigfús er sonur Árna Johnsens, útvegsb. í Suðurgarði í Vestmannaeyjum, bróður Sig- riðar, móður Gísla Ástþórssonar blaðamanns. Árni var sonur Jóhanns Johnsens, kaupmanns og útvegsb. í Vestmannaeyjum. Móðir Jóhanns var Guðfinna Jóns- dóttir Austmanns, pr. í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðný Jónsdóttir eldprests, Stein- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hárskerameistari í Reykjavík Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson háriðnmeistari, Beykihlíð 13, Reykjavík, verður fimmtugur á mánu- daginn. StarfsferiU Vilhjálmur, sem margir kannast við undir nafninu Villi Þór, fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogin- um. Hann lauk prófi sem hárskerameistari frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1972. Vilhjálmur opnaði Hár-snyrtingu Villa Þórs í Síðu- múla 8 1974. Þremur árum síðar flutti hann stofuna i Ármúla 26. Hann starfrækti stofuna til 1996 er hann seldi hana. Hann opnaði síðan stofuna Hárlist.is. við Skolavörðustíg haustið 2002 og hefur starfrækt hana síðan. Vilhjálmur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum um ævina. Hann hefur verið stjórnarmaður i Heila- vernd, félagi sem beitir sér í þágu fólks með ættgenga heilablæðingu, frá stofnun þess. Hann hefur verið knattspyrnudómari um árabil frá sextán ára aldri, var félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða i mörg ár, hefur verið meðlimur í JC-hreyfingunni frá 1974, var stofn- félagi JC Borgar 1974, stofnaði JC Bros 1987 og var for- seti JC Mosfellssveitar 1981-82 og hefur starfað við söfnun á vegum JC á Bylgjunni til styrktar Heila- vernd. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 1972 Ástu Lovisu Leifsdóttur, f. 15.5. 1951, d. 1984, húsmóður, starfsmanni við Laugar- ásbíó. Hún var dóttir Leifs Steinarsonar, fyrrv. starfs- manns Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Jónínu Stein- grímsdóttur sem er látin. Kjördóttir Vilhjálms, dóttir Ástu Lovísu, er Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, f. 14.8. 1970, d. 2000, var gift Þórsteini Pálssyni, leigubílstjóra í Reykjavík. Börn Vilhjálms og Ástu Lovísu eru Daði Þór, f. 29.9. 1973, læknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, kvæntur Elvu Björg Jónasdóttur hjúkrunarfræðingi og er dóttir þeirra Sara Margrét; Ásta Lovísa, f. 9.8. 1976, nemi í Nuddskóla íslands, búsett í Hafnarfirði, og eru börn hennar Kristófer Daði og Embla Eir. Dóttir Vilhjálms og Guðríðar Ólafsdóttur, f. 26.12. 1954, frá Blönduósi er Hödd, f. 21.12. 1981, starfsmaður Tals hf., búsett i Reykjavík, en maður hennar er Har- aldur Bergsson. Sonur Vilhjálms og Ástu Sigríðar Stefánsdóttur, f. 4.10. 1961, er Vilhjálmur Þór, f. 3.1. 1994. Vilhjálmur á tvær systur. Þær eru Inga Indíana Svala, f. 25.4. 1943, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Páll Trausti Jörundsson húsasmíðameistari og eiga þau börnin Valgerði, Maríu, Vilhjálm og Brynju; Kára Hrönn, f. 20.6. 1947, húsmóðir í Reykja- vík en maður hennar er Sigmundur Smári Stefánsson bakarameistari og eiga þau börnin Guðlaugu, Guð- nýju Hrönn og Styrmi Má. Foreldrar Vilhjálms eru Vilhjálmur Pálsson, f. 28.7. 1922, d. 1993, fyrrv. vörður í Austurbæjarútibúi Lands- banka íslands, og Valgerður Oddný Ágústsdóttir, f. 22.4. 1924, fyrrv. starfsmaður í mötuneyti Múlaútibús, búsett í Garðabæ. Ætt Vilhjálmur var sonur Páls, mótorista í Reykjavík .Níelssonar, ættaður úr Borgarfirði, og Elínar Guð- rúnar Þorsteinsdóttur, systur Þorbjörns, föður Sigur- björns ríkisskattstjóra. Valgeröur Oddný er dóttir Ágústs, sjómanns í Vest- mannaeyjum, Guðmundssonar, b. á Háamúia í Fljóts- hlíð, Jónssonar. Móðir Ágústs var Margrét Jónsdóttir. Móðir Valgerðar Oddnýjar var Guðný Pálína Páls- dóttir, í Sandgerði, Jónssonar og Þuriðar Jónsdóttur. grímssonar. Móöir Sigfúsar var Margrét Marta Jónsdóttir, b. í Suöurgarði í Eyjum, Guðmundssonar, hreppstjóra á Voðmúlastööum, Guðmundssonar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir, formanns í Hallgeirsey, Brandssonar, b. á Úlfsstöðum, Eirikssonar, b. í Ketil- húshaga, Loftssonar, hreppstjóra á Víkingslæk, Bjarnasonar, ættfóður Víkingslækjarættar, Halldórs- sonar, forfóður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Móðursystkini Árna: Víglundur, læknir í Garðabæ; Stefán, kennari í Hafnarfirði, og Inga Dóra, sjúkraliði í Reykjavik. Faðir Kristínar var Þorsteinn, skólastjóri og bæjar- fulltrúi i Vestmannaeyjum, bróðir Lilju, ömmu Guð- jóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra í Eyjum. Þorsteinn var sonur Víglundar, b. á Krossi í Mjóafirði, Þorgríms- sonar, b. á Staðarbakka, Víglundssonar. Móðir Þor- steins var Jónína, dóttir Þorsteins, b. í Geirshlíð, Þor- steinssonar, bróður Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Böðvars Guðmundssonar rithöfundar. Móðir Jónínu var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Kristínar var Ingigerður Jóhannsdóttir, b. á Krossi í Mjóafirði, Marteinssonar, b. í Sandvíkurparti, Magnússonar, b. í Sandvíkurparti, Marteinssonar, b. í Skuggahlíð, Jóns- sonar. Móðir Ingigerðar var Katrín, dóttir Gísla Eyj- ólfssonar í Mjóafirði, og Halldóru Eyjólfsdóttur ljós- móður. Höfuðstafir nr. 60 Ef einhver hefur haldiö að tími rimnakveðskaparins væri liðinn verður sá hinn sami að endurskoða af- stöðu sína. Rímur eru enn að verða til. Einar Thorodd- sen læknir er að yrkja rímu sem tileinkuö er golfi- þróttinni. Mér hefur borist í hendur hluti af þessu verki. Fyrsta ríman er undir ferskeyttum hætti, hring- hendum. Þar er þessi vísa: Sýna taugar sálarbeyg svitinn laugar enni. Kúlan flaug af fyrsta teig. Fylgdu augun henni. Fyrsta ríma endar þannig: Sótt er glíman seint um nótt Suttungs vímu knúin. Líður tíminn furðu fljótt. Fyrsta ríman búin. Önnur rima er undir ferskeyttum hætti, óbreyttum. Þar er m.a. þetta: Þáfer einnig allt á hvolf (angri skatnar flíka) þegar konur gœðagolf geta spilaó líka. Sást er braut var oróin auö út á völlinn skokka kona ein sem af sér bauó afar góóan þokka. Ríman fjallar svo m.a. um ævintýri konunnar og samskipti kynjanna á golfvellinum. Þriðja ríma er undir braghendum hætti, baksneidd. Hún hefst eins og vera ber á mansöng: Nú er tíminn nýttur til aö nota vitiö, og ég lœt þess einnig getiö: Andagift er sótt á netió. Umsjón Ljóöin, sem ég lœri, öll ég les af skermi. Bregöur hverjum bókaormi. Birtist allt á tölvuformi. Frekar erfittfmnst oss þaó að fá sér yl viö. Yftr þessu skal ei skolftó; skellum okkur beint í golftö. Heiminn allan hár og breiöur hylur vefur. Búiö er meó prjál og pífur. Punktur is er þaö sem blífur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Lokavísan í dag á sér nokkra sögu. Maður á níræð- isaldri, við góða heilsu en vinnulúinn eftir langa æfi, gekk til hvílu aö kveldi við hlið konu sinnar, las í bók um stund, reis svo upp við dogg, lagði bókina frá sér, slökkti ljósið, lagðist út af- og dó. Ólína Þorvarð- ardóttir, skólameistari á ísafirði, gerði um þetta vísu: Þá er sigurs þegiö náöarveldi, aö þurfa ekki dauöastríö aö heyja, en mega þegar líöur lífs að kveldi leggjafrá sér góöa bók - og deyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.