Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 24
24 /7 í7 / c) a rt> l a ö 1I>V LAUGARDAGU R 4. JANÚAR 2003 Matur og vín Umsjón Gunnþóra Gunnarsdóttir Pasta Pasta er búið til úr hveiti, olíu og uatni og stundum eru egg settsaman uið það líka. Sagnir eru af gerð pasta allt frá dögum Krists. Talið er að það eigi uppruna sinn fKína en það eru hins uegar Italir sem mest og best hafa haldið þuíá lofti og áhöld sem sem líklegt er að hafi uerið notuð til pastagerðar fundust írústum Pompei, sem fór undir ösku árið 79 e.Kr. Italir borða gfirleitt pasta heitt og hafa það oft íforrétt en Bandaríkjamenn eru þekktir fgrir köld pastasalöt. Pasta er mótað á margan hátt, ískeljar, pfpur, langar og stuttar, bönd, borða og slaufur. Það er einnig til ígmsum litum. Hér á landi uarð pasta ekki uinsælt fgrr en á síðari hluta tuttugustu aldar en nú er það orðið grfðarlega algengt á borðum landans, einkum hjá gngra fólki. Fgrst uar það aðallega spaghettf sem þekkt uar og uar iðulega borðað með hakki og tómatsósu. Nú er fjölbregtin orðin mun meiri og upp hafa sprottið ueitingastaðir sem sérhæfa sig f hinum gmsu pastaréttum. Býður upp möguleika marga ið varlega saman. Berið fram með nýbökuðu brauði, ferskum parmesanosti og basilolíu Túnfisk- oq tómatsalat 1 msk. saxað basil 6 msk. frönsk salatsósa (french dressinq) 340 q pastaskrúfur 6 tómatar 340 q túnfiskur í vatni. - segir Benedikt Jónsson, matreiðslumaður „Pasta býður upp á marga möguleika. Maður getur leikið sér meö það fram og til baka, bæði litina og bragðið," segir Benedikt Jónsson, matreiðslumaður í Veislugarði í Hlégarði. Hann segir auðvelt að búa til veislurétti úr pasta en einnig lystugan hvunndagsmat úr því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Benedikt gefur okkur tvær uppskriftir að góðum pastaréttum. Þær er fint hafa til hliðsjónar og taka svo mið af hrá- efniseigninni. Tortellini-pasta með beikoni í tómat oq basilsósu 600 a tortellini-pasta. ferskt eða burrkað 400 □ niðursoðnir tómatar (maukaðiri 40-60 a tómatpuré 10-20 basillauf (söxuð) 2 stk. aulrætur (skornar í fína strimla ) 8 stk. skalotlaukar (stórir. saxaðir) 3 stk. hvítlauksaeirar 3-4 dl burrt hvítvín 3 msk. extra virqin ólífuolia nvmalað salt oa oipar 150 a beikon 1 stk. rauð paprika ferskur rifinn parmesanostur basilolía .Setjið pastað í sjóðandi saltvatn og sjóðið þangað það er tilbúið (al dente) Gott er að nota tortell- ini með ostafyllingu. Kraumið lauk og hvítlauk í olíunni við vægan hita þar til hann er oröinn meyr. Setjið vínið út í og sjóðið niöur þar til það er næst- um gufað upp. Bætið þá gulrótar- strimlunum, tómötunum, tómatpuré og basil út í og látið malla við væga suðu. Bragðbætið með ný- möluðum pipar og salti. Skerið beikon í strimla og steik- ið á pönnu, bætið paprikunni í og steikið með. Það er líka gott að nota skinku eða afgang af hamborgarhrygg í staðinn fyrir beikon. Setjið pastað út í sósuna og hitið það uns það verð- ur heitt í gegn, blandið papriku og beikoni í og hrær- Hræriö kryddið út í salatsósuna. Sjóðið pastað í léttsöltu vatni í um 10 mínútur og látið renna vel af því í sigti. Hellið því siðan í skál og hrærið um þrjár msk. af krydduðu sósunni saman við. Kælið. Skerið hluta af tómötunum í •V sneiðar og raðið þeim í % hring á brún • %■ disksins. ■V*- Saxið af- ganginn og /ýi setjið í hrúgu á miðju disks- ins. Hellið af- ganginum af frönsku sósunni yfir söxuðu tómatana. Hellið vatninu af tún- fiskinum og losið hann í sundur. Blandið honum varlega saman við pastað. Hellið nú þessari blöndu yfir miðjuna á diskinum. Raðið tómatsneiðun- um hringinn í kring á diskinum og kælið réttinn vel áöur en hans er neytt. LAUGARD AGU R 4. JANÚAR 2003 HelgctrJblac9 DV 25 DV-myndir Sig. Jökull DV-inyndir Sig. Jökull Benedikt er enginn fúskari í faginu. Hann býr til sitt eigið pasta sjálfur og fletur það út í þessari vél. í uppskriftununi, sem hann gefur okkur, gerir hann þó ráð fyrir keyptu pasta, annaðhvort fersku eða þurrk- uðu. Hér er Benedikt að búa til pastarétt með beikoni út í en scgir líka gott að nota leifar af hamborgarhrygg eða skinku í staðinn fyrir beikonið. Hann cr kominn að þeim punkti þar sem allt er sett saman í skál og hrært lauslega. Tortellini-pasta með beikoni í tómat komið á disk og basilol- íu dreift af handahófi yfir allt og með frain réttinum. PASQUA 30AVE CUASSICO ítölsk vín sem smell- passa með pastaréttum - er val Eggerts ísdals hjá Rolf Johansen og Go Nú, þegar við heilsum nýju ári, eru flestir farnir að spila á léttum nótum í mataræði eftir þungar jólamál- tíðir og konfektát. Og matreiðslan hér í opnunni er á sömu nótum. En í upphafí nýs árs er ekki aðeins horft fram á við heldur er einnig fræðandi að líta að- eins um öxl og rifja upp þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á áfengisneyslu Islendinga síðustu ár. Hún er orðin meira i tak við þá neyslu sem á sér stað í ná- grannalöndunum þar sem vín og bjór er meirihluti neyslunnar. Um 95 prósent alls áfengis sem neytt er á íslandi eru bjór og léttvín sem er mikil breyting frá því sem áður var. Neysla sterkra drykkja hríðféll í kjölfar þess að bjórinn var leyfður á ný árið 1989 og neyslan hefur minnkað stöðugt síðustu ár. Neysla á víni hefur aukist jafnt og þétt. Nam hún 14,7 prósent- um af heildarneyslunni 1993, 16,2 prósentum á árinu 2001 og stefnir, eftir því sem næst verður komist, hraðbyri að 20 prósenta markinu á nýju ári. Áhugamenn um vín fagna þeirri þróun sem verið hefur í áfengisneyslu hér á landi. Breytinguna má rekja til meiri umræðu um vin og bóka um vín. Ekki síst bóka Einars Thoroddsens, sem mörkuðu tímamót í þessum efnum, og bókar Steingríms Sigurgeirsson- ar. Þá má ekki gleyma vínskrifum Þorra Hringsson- ar. íslendingar drekka mun meira af vini með mat en áður. Við á DV höfum viljað koma til móts við þenn- an aukna áhuga í samvinnu við víninnflytjendur og upplýsa um það úrval vína sem fólk getur valið með matnum í verslunum ÁTVR. Hefur þessi vínþáttur hlotið geysigóð viðbrögð sem sýnir að við erum á réttri leið. Löngum hefur því verið haldið fram að víndrykkja sé heilsusamleg og á það sérstaklega við um rauðvín. Eitt til tvö glös á dag eiga að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Nú er komið í ljós að hófleg rauðvínsdrykkja fyrirbyggir marga aðra sjúkdóma, svo sem kvef. En ofdrykkja í hvaða formi sem er er heilsunni hættuleg, sama hvað drukkið er. Eggert ísdal hjá Rolf Johansen og Co fær heiðurinn af að kynna vín með matnum í fyrsta helgarblaði nýs árs. Hugur hans leit- aði strax til Ítalíu til Danzante Sangiovese frá Marche. Hér er þéttur Sangiovese á ferð, vín með góðri fyllingu, léttum kryddkeim og góðri ávaxtasýru sem hentar vel með pastaréttum. Flaska af Danzante Sangiovese kostar 1340 krón- ur i ÁTVR. Frá Ítalíu kemur einnig Pasqua Soave Classico, ferskt hvítvín frá Soave á Ítalíu á mjög góðu verði. Þetta er þurrt, ferskt og ávaxtaríkt vín sem er mjög gott með pastaréttum eða eitt sér. Hóflega drukkið vin gleður mannsins hjarta og því er ráð aö fá sér hálfHösku, 375 ml, sem kostar 470 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.